Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Side 6
Ætli flestir muni ekki eftir
Mark Spitz?
Á Olympiuleikunum í Munchen
hlaut hann sjö gullverðlaun fyrir
sundafrek. Þegar hann kom heim
til Bandarikjanna beið hans þó
enn meira gull, í þetta sinn fyrir
auglýsingastarfsemi.
Spitz var aðeins tuttugu og
tveggja ára, þegar hann varð
Olympíumeistari. Enda var látið
mikið með hann; enginn hafði áð-
ur unnið til jafn margra gullverð-
launa.
Og svo voru peningarnir, konu-
efnin og væntanleg kvikmynda-
frægð.
Við hittum ofurmennið að máli
í lúxusíbúð hans í Marina del Hey,
auðkýfingahverfi Los Angeles,
níðri .við stærstu skemmtibáta-
höfn heims.
Ég verð að játa, að ég kom ekki
fordómalaus til viðtalsins. Mörg-
um blaðamönnum, sem báðu um
viðtal, hafði verið vísað frá; þeir
hafa oftast bætt sér það upp með
þvf að ræða við vini og kunningja
Spitz — en þó oftar óvini hans.
Þessi viðtöl hafa naumast verið
honum skemmtilesning.
Og þeir, sem fengið hafa viðtöl,
hafa heldur ekki látið allt of vel
af honum. Blaðakona nokkur
rauk jafnvel út i miðju viðtali;
hafði fengið nóg af stórstjörn-
unni. „Hann tjáir sig f eins-
atkvæðisorðum. Annars bullar
hann tóma vátleysu." „Hann
syndir hraðar en hann hugsar."
„Hann hlær hjartanlega að öllum
bröndurunum sínum. Það gerir
heldur enginn annar." „Svona
kallar gleymast fljótt." Allt þetta
hefur verið um hann sagt, og er
þá fátt ei tt tfnt til.
Gestir vaða ekki fyrirvaralaust
inn um dyrnar á heimili Spitz í
Marina del Rey. Öryggisverðirnir
voru um það bil tíu mínútur að
ganga úr skugga um, að óhætt
væri að hleypa mér inn. Og
vissast er að hlýða þeim, því að
þeir eru þungvopnaðir.
Þegar formsatriðum er aflokið
ber ég að dyrum. Mark Spitz
opnar sjálfur fyrir mér.
— Nice to see you, segir hann
og rekur upp þ;uin skellihlátur,
að mann furðar, að hann skuli
ekki auglýsa tannkrem, en það
gerir hann raunar ekki. Og í öðru
lagi: hve lengi skyldi honum
takast að halda þessari alúðar-
grfmu?
Spitz er afskaplega vel á sig
kominn. Hann er enn nákvæm-
lega jafn þungur og hann var í
Múnchen, 75 kg, og hann er 183
sm á hæð. Ifann er blakkur á
hörund af sól. Hið fræga yfir-
skegg er frábærlega vel snyrt,
kolsvart hárið h'eldur síðara en
gerist á amerískum súkkulaði-
drengjum.
Ilann er klæddur gallabuxum
og iþróttaskóm og gulblárri, rönd-
öttri treyju. Þegar hann gengur
út á svalirnar tek ég eftir því, að
hann gengur á tánum eins og titt
er um fþróttamenn.
Hann hlammar sér niður f
geysimikinn sófa og við hefjum
viðtalið.
Ég sp'yr um auglýsingastarf
hans. Það kemur í Ijós, að hann
fylgist með þvi, sem ritað er um
hann, og veit, áð sumir telja hann
alls ekki verðán þeifrá peninga,
sem hann fær fyrir auglýsingarn-
ar. Hann heldur því smá varnar-
tölu:
— Kannsóknir sýna, að sjön-
varpsauglýsingar mínar hafa
ÞÆTTIR
ÚRSÖGU
OLÍUNNAR
Á níunda áratugnum
smíðuðu þeir Daimler og
Benz fyrstu bílana. Þar með
var hafið nýtt skeið í sögu
olíunnar.
Edwin Drake, „ofursti", sem
fann olíu á tuttugu og eins
metra dýpi í jörðu við Titus-
ville i Pennsylvaniu laust fyrir
1860 og hratt með því a/stað
oliuæðinu.
lækkaði olían stöðugt í verði.
Kæmust menn ekki i oliu-
hreinsunarstöð var olian þeim
verðlaus. Og olíuhreinsunar-
stöðvamar notfærðu sér ástandið
og keyptu á algjöru lágmarki.
Þegar Rockefeller kom aftur
heim tilCleveland sagði hann við-
skiptafélaga sínum, Maurice
Clark, frá því, fullur viðbjóðs er
hann hafði séð og heyrt.
Hann hafði viðbjóð á skít og
ólykt. Hann fyrirleit fjárglæfra-
menn. Þeir, sem festu stórfé í
oliuleit án þess að vita upp á sent
hver arðurinn yrði, voru í hans
augum vesælir draumóra- og
ævintýramenn. Hann sór sjálfum
sér og félaga sínum þess eið að
aldrei nokkurn tíma skyldi hann
kaupa oliulind. Það var megin-
regla Rokefellers að taka aldrei
óþarfa áhættu.
Það var annað i Titusville, sem
vakið hafði áhuga hans: vagn-
eigendurnir og olíuhreinsunar-
stöðvarnar, sem notfærðu sér ein-
okunaraðstöðuna og rúðu oliu-
leitarmenn inn að skyrtunni með
okri. Arið 1863 stofnuðu þeir
félagar, Clark og Rockefeller,
olíuhreinsunarstöð í Cleveland.
Að tveimur árum liðnum var
Rockefeller einráður um oliu-
prísa þar í borg. Tveimur áratug-
um síðar réð hann oliuverðinu
allt frá New York í Bandaríkjun-
um til Peking í Kina.
Á myndinni til vinstri sést
borturn Drakes og hefur
varla verið mjög dýrt mann-
virki eftir efniviðnum að
dæma.
mikið og þeir mögulega gætu með
heiðarlegum hætti". Merking
orðsins „heiðarlegur" var nokkuð
rúm á þessum tíma, ekki sízt í
munni umsvifamikilla athafna-
manna. Rcx'kefeller var nokkuð
hugsi yfir því, að gróðinn af sölu
nauðsynja vara jókst ekki lengur
jafnt og þétt heldur stóð í stað
eftir f.vrstu strfðsárin. Hins vegar
só hann, að þeir, sem sneru sér að
hinum illþefjandi vökva, sem
flaut á vatninu niður fljótið, urðu-
ríkir á skömmum tíma.
Það hlýtur að hafa verið ein-
hvern tíma milli 1860 og 1862, að
Rockefeller gerði sér ferð til
Titusville að sjá með eigin augum
þessar nýju uppsprettulindir
auðsins. En það var líka í eina
skiptið á ævinni, sem hann kom á
slíkan stað. Löngu seinna þóttist
hann ekki minnast þess, að hafa
nokkurn tíma komið þangað. Að
likindum einhvers konar bæling.
Það, sem hann sá, voru stórhóp-
ar kotbænda og kaupmanna hvað-
anæva úr Bandarikjunum, sem
selt höfðu eignir sínar og tekið út
spariféð til að kaupa nokkur
hundi uð fermetra eðju við Titus-
ville. Leðju, „sem yfirgekk allar
aðrar leðjusortir f dýpt, seiglu,
litprvði og fýlu — sem svo var
riimm, að menn máttu taka á öllu
sínu að selja ekki upp." Brezki
blaðamaðurinn Russel, sem eitt
sinn kom til Titusville, hafði
þetta um hana að segja: „Það er
sama, hvert maður lítur, alls
staðar er leðja, borturnar og gas-
fýla. . . en fyrst og fremst þessi
viðbjóðslega, græna leðja."
Flestir hinna bjartsýnu oliu-
leitarmanna fengu aldrei svo
mikið sem dropa úr díkjum sin-
um, sem þeir höfðu keypt dýru
verði og oft aleigunni. Og ekki fór
ævinlega betur fyrir þeim, setn
meira höfðu fé, þolgæði og
heppni með sér. Þeir töpuðu
ósjaldan öllu sinu í hendur spila-
falsara og annarra þrjóta, sem nú
tók að drífa að. Til dæmis varð
spilafalsarinn Ben Hogan
milljónamæringur á þremur
árum af hinu fljótandi hóruhúsi
sinu og spilavíti, sem sigldi upp
og niður Alleghanyána.
Brátt urðu borturnarnir í daln-
um við Titusville og ána, sem
síðar var heitin Oil Creek, eða
Olíulækur, að stórum skógi. Það
gefur að skilja, að ekki gátu allir
grætt.
Fáir einir urðu verulega ríkir.
Sem dæmi má nefna skósmiðinn
Barrisdal, sem boraði skammt frá
stað Drakes og fann á sextíu
metra dýpi tvöfalt meiri oliu en
„ofurstinn". Einnig kaupmann-
inn Charles Hyde, sem græddi
eina og hálfa milljón dollara á
borholunni „Mapleshade".
Eftir tvö ár var olíubærinn
horfinn
Brátt risu í Titusville steinhús
milli hinna hvítkölkuðu timbur-
húsa. Mest voru þetta bankar og
hóruhús. Þar geymdu þeir aurana
sína, sem græddu á olíuleitar-
mönnum. Nýir bæir þutu upp i
grendinni. í landi jarðarinnar Pit-
hole bjuggu fimmtán þúsund
manns og höfðu flestir safnazt að
á fáeinum mánuðum. I bænum
voru tveir bankar, tvær kirkjur
og fimmtíu gistihús. Tveimur ár-
um eftir tilurð Pithole bæjar voru
allir fimmtán þúsund ibúarnir á
brott. Olían var á þrotum og
gróðabrallararnir, sem hún hafði
dregið að, höfðu kvatt.
Jafnvel sumir þeir, sem fundið
höfðu oliu, urðu gjaldþrota með
jafnskjótum hætti og þeir urðu
ríkir. Árið 1860 féll verð olíu-
lítrans úr sautján sentum niður i
tæp tvö og árið eftir niður i tæpt
eitt sent. Þá fékk m.a. hinn kæni
bankamaður Townsend, sem fyrr
er nefndur, sinn skell. Fyrirtæki
hans, Seneca Oil, sem upphaflega
hratt af stað olíuleitinni, fór á
hausinn. Townsend hafði haft
allan hugann við það að dæla upp
sem mestri olíu en gaf lítinn
gaum að því, hvernig hagkvæmast
væri að flytja hana og koma henni
í verð.
Vagneigendur áttuðu sig fljótt
á því, að oliuleitarmenn voru upp
á þá og hestvagna þeirra komnir
með flutninga. Jafnframt því
hækkaði flutningsgjald brátt
óheyrilega. Jafnframt því