Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1974, Qupperneq 4
SOGU OLIUNNAR
Efíir Kai Hermann. Annar hluti
Skótfur olíuborturua í ÖhiöfyJkÍ
fyrir aþ.h. hundrað árum.
Þriðji nóvember árið 1863 var
mikill merkisdagur í Cleveland.
Fyrsta járnbrautarlestin rann inn
á nýju brautarstöðina, blómum
skrýdd. Veizlan, sem verzlunar-
ráðið héltaðkomnum heiðursgest-
um þá um kvöldið, var stórfeng-
leg. Á matseðlinum voru ekki
færri en níu kjötréttir, fjórtán
fisktegundir og fimmtán eftirrétt-
ir, sem velja mátti um. Hinn tutt-
ugu og fjögurra ára gamli kaup-
maður, John D. Rockefeller, var
aðeins áhorfandi að dýrðinni í
þetta sinn. Engu að siður var
þetta merkur dagur í lifi hans.
Sonur skottulæknisins lét sér fátt
um finnast um hið glæsilega
veizluborð, þvi að honum var
meinilla við bruðl af hvaða tagi,
sem var. Það voru hagrænar af-
leiðingar atburðarins, sem vöktu
áhuga hans. Cleveland var nú
kominn i beint samband við New
York auk vatnaleiðarinnar út í
Atlantshaf. Og tæpa hundrað og
sextíu kílómetra frá borginni
voru hinar fyrstu olíulindir ný-
fundnar.
Unga manninum virtist tími til
kominn, að hann hæfi afskipti af
olíuverzluninni. Ásamt verzlunar-
félaga sínum, Maurice Clark,
keypti hann því oliuhreinsunar-
stöð. Tóku þeir þriðja mann í
félag við sig, olíuhreinsunarsér-
fræðing að nafni Sam Andrews,
en hann var heima í nýjustu kola-
og olíuvinnsluaðferðum evrópsk-
um.
Olíuverð var hátt, því að um
þetta leyti geisaði þrælastríðið
milli norður- og suðurríkjanna af
meiri fólsku en nokkurn annan
tima. Hinn ættjarðarholli norður-
ríkjamaður hældi bróður sínum á
hvert reipi fyrir kjark og ættjarð-
arást, þegar sá hinn sami hélt á
vígstöðvarnar — en hann var
sextán ára. Rockefeller borgaði
sjálfur vigbúnað hans og fleiri
©
fátækra manna, sem vildu í stríð-
ið, og sjálfur keypti hann tvö risa-
stór Iandabréf fyrir tuttugu og
fimm dollara og hengdi upp hjá
sér. Inn á þau merkti hann allar
orrustur, umsátur- og nýja mark-
aði.
Þrátt fyrir upphaflegar efa-
semdir Rockefellers var útlitið
hið bezta i olíuiðnaðinum. John
taldi sig nú orðinn mann til þess
að líta oftar en áður inn til gam-
allar vinkonu sinnar, sem hann
hafði lengi haft augastað á. Hún
lét Laura Celestia Spelman. Það
spillti raunar ekki fyrirLauru, að
faðir hennar, sem var verzlunar-
maður, hafði orðið ríkur á fáum
árum og þó aldrei fallið niður hjá
honum kirkjuferð. Þetta var mað-
ur að skapi Rockefellers.
Rockefeller flanaði ekki að
neinu. Hann hugsaði sig vel og
lengi um áður en hann ákvað að
biðja Lauru. Laura var fallegasta
stúlka, og hafði verið kennslu-
kona. Ti 1 eru af henni margar
myndir, þar sem hún situr í silki
og pelli, með hvítan kraga, hárinu
vandlega skipt í miðju, augun
blíðleg, en hakan ber vott um
viljastyrk og dugnað. Hún var
miklu menntaðri en maður henn-
ar og hafði farið vfða. Þar á móti
kom, að hann var orðinn virtur
borgari í Cleveland. Hann hafði
tamið sér afar virðulega fram-
komu, sem stakk í stúf við fremur
meinleysislegan andlitssvip hans;
gekk á lafafrakka og gljáburstuð-
um lakkskóm, með silkihatt.
BRÚÐKAUPSFERÐ
AÐ NIAGARAFOSSUM
Þau voru gefin saman í hjóna-
band hinn 8. september árið 1864.
Það er ósatt, sem segir í þjóðsög-
unni, að Rockefeller hafi eytt
brúðkaupsnóttinni í skrifstofu
sinni. Hann bauð starfsfólki sínu í
mat og þegar timi var kominn til
að halda til kirkju sagði hann að
skilnaði við skrifstofustjórann
þessi fleygu orð: „Líttu eftir því,
Sam, að fólkið vinni, en biddu
engan að gera það ókeypis."
Svo lögðu þau af stað í brúð-
kaupsferðina. Það var þá tízka og
er raunar enn í Bandaríkjunum
að fara brúðkaupsferðir að
Niagarafossunum. Og þangað
fóru Laura og John Rockefeller
líka.
Hjónaband þeirra varð hið
gæfuríkasta, ef trúamá ævisagna-
riturum. Á kvöldin rakti hinn
ungi athafnamaður viðburði dags-
ins fyrir eiginkonu sinni. Hún var
svo viti borin, að hún lét sér
nægja að hlusta. Annars rækti
hún áfram sín eigin áhugamál
og lét mann sinn ekki segja sér
fyrir verkum eins og margir aðrir,
sem báru nánast óttablandna lotn-
ingu fyrir honum, enda var hún
sennilega eina manneskjan, sem
hann bar verulega virðingu fyrir.
Á sunnudögum fóru þau saman
til kirkju og í sunnudagaskólann.
Þar komst hinn velmetni ný-
lenduvörukaupmaður og olíusali
til nýrrar virðingar á skömmum
tíma: hann varð forstöðumaður
sunnudagaskólans og studdi hann
upp frá þvf bæði með ráðum og
fé. Rockefeller, sem var aðeins
tuttugu og fimm ára, þegar hér
var komið, gekk nú næstur
sóknarprestinum að áhrifum i
hinum áhrifamikla babtistasöfn-
uði Clevelandborgar.
Og Rockefeller lét víðar til sin
taka í þjóðþrifa- og framfaramál-
um. Hann var stjórnarmaður í sjó-
mannavinafélaginu, en varafor-
setar þess voru valdamestu
bankastjórar borgarinnar, þeir T.
P. Handy og Dan P. Eels.Laura lá
heldur ekki áliði sinu og stofnaði
K.F.U.K. deíld. Og bæði voru þau
virkir félagar „Hreyfingarinnar
fyrir hófsömu liferni og algeru
bindindi".
Á meðan blómstraði olíu-
verzlunin. Andrew bætti sífellt
hreinsunaraðferðirnar og Rocke-
feller lá yfir bókunum, sparaði
útgjöld eins og unnt var og brugg-
aði ráð til þess að auka gróðann.
Þeir nýttu olíuna til hins ítrasta
og hirtu og seldu það, sem keppi-
nautar þeirra köstuðu. Rockefell-
er framleiddi olíutunnur með
ódýrum hætti i eigin verkstæði og
keypti jafnvel skóga til þess að
þurfa ekki að kaupa við af öðrum.
Að rúmum tveimur árum liðnum
var oliuhreinsunarstöð hans
stærst allra í Ohiofylki.
En árið 1865 dró blikur á loft.
Var ekki annað að sjá um tíma en
fyrirtækið mundi leysast upp í
frumhluta sína. Þeir félagar
Clark og Rockefeller höfðu oft-
lega karpað um leiðir og markmið
áður, en nú sauð uppúr. Rocke-
feller laumaði þá frétt um það i
eitt borgarblaðanna, að til stæði
að leysa fyrirtækið upp. Clark
ímyndaði sér, að félagi sinn
ætlaði að draga sig í hlé og bauð
honum að taka við hans hluta
ásamt fjórum öðrum gegn sínum
hluta í nýlenduvöruverzluninni
og einhverri fjárupphæð að auki.
Rockefeller lagði hins vegar til,
að sá hreppti olíuverzlunina, sem
hæst byði,
Var nú fenginn uppboðshaldari
Og uppboðið hófst. Clark var
alveg grunlaus. Hann bauð fyrst-
ur — 500 dollara. Rockefeller tvö-
faldaði. Hann sötraði ávaxtasafa
hinn rólegasti og bauð stöðugt,
Clark hafði umboð félagasinna til
þess að bjóða allt að fjörutíu þús-
und. Það reyndist ekki duga.
Clark hélt þá sjálfur áfram og
æstist leikurinn, þegar komið var
upp i fimmtíu þúsund. EnRocke-
feller lét engan bilbug á sér
finna. Þegar komið var í sjötíu
þúsund bað Clark um smáhlé. Er
hann kom inn aftur bauð hann
sitt síðasta boð — sjötiu og tvö
þúsund. Rockefeller svaraði jafn
rólega og endranær: „Sjötíu og
tvö þúsund og fímm hundruð." Þá
gafst Clark upp. Hann rétti
Rockefeller höndina og sagði:
„Fyrirtækið er þitt, John. Þú
þarft ekki að skrifa ávísun. Borg-
aðu bara, þegar þú getur.“
Síðar meir sagðist Rockefeller
svo frá: „Þetta var örlagaríkasti
dagur ævi minnar.Eg fann glöggt
mikilleik þessarar stundar, en
samt var ég sallarólegur.“
Enda hafði þetta ekki verið
honum neitt fjárhættuspil Hann
hafði undirbúið sig vel, reiknað
nákvæmlega út.möguleika fyrir-
tækisins — og komizt að raun um,
að sannvirði þesS' var tvöfalt
meira en hæsta boðið reyndist.
Vissulega var olíuverzlunin
áhættusöm. Verðið fylgdi lögmál-
um framboðs og eftirspurnar. En
undan því lögmáli hugðist Rocke-
feller einmitt losna. Hann var orð-
inn stórlax í oliuviðskiptum og nú
tók hann að knésetja félitla
keppinauta sína og kaupa eignir
þeirra.
Það var ekki furða, þótt Cleve-
landbúar skildu sízt, hvar tuttugu
og sex ára gamall maður hefði náð
í sjötiu og tvö þúsund og fimm
hundruð dollara, sem voru þá
geysileg auðæfi. Að sjálfsögðu
leitaði Rockefeller til bankanna.
Og hann átti marga vini, sem
reyndust honum hjálplegir, trú-
bræður og bindindisfélaga. Og
svona trúræknum, traustum og
happadrjúgum ungum manni
hlaut að vera óhætt að treysta.
Þau borguðu sig sem sé kvöldin,
sem Rockefeller eyddi með
veslings skipbrotsmönnunum.
En til þess að færa verulega út
kvíarnar vantaði Rockefeller ann-
an viðskiptafélaga. Og hann