Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1974, Síða 7
HJARTAAFOLL
VIÐ
STÝRIÐ
Eftir Dr. Malcolm Carruthers
KRANSÆÐAÞRENGSLI köll-
um við það líkamsástand,
þegar slagæðarnar, sem næra
hjartað sjálft, stíflast af fitu,
og nútímamaðurinn hefur
fundið margar aðferðir til að
framkalla þétta ástand. Ein
sú áhrifaríkasta er vangeta til
áreitni — árásarhneigð, sem
neitað er um eðlilega, líkam-
lega útrás — vegna þess að
geðshræringin leysir úr læð-
ingi fituforða, sem engin þörf
er fyrir og ekki er notaður. Og
þessi uppákoma er algeng-
ust, þegar menn aka bifreið.
Sálfræðingar hafa bent á,
að bifreiðin sé árásartákn, og
framleiðendur útfæra þetta
atriði af stakri kostgæfni.
Vegna þess að það eru karl-
menn fremur en konur, sem
segja úrslitaorðið, þegar bif-
reiðar eru valdar, er karlkyns-
táknið útfært í eins mörgum
hlutum bifreiðarinnar og
mögulegt er — sterkasta
dæmið er hönnun hins vindil-
1aga E-type Jaguar. Ennfrem-
ur verður „falleg" bifreið í
þessum skilningi að hafa afl-
mikla („getumikla") vél, til
að tryggja, að hún geti fljótt
og vel náð hraða, sem fer
langt fram úr leyfilegu há-
marki. Hljóðið í vélinni á
sömuleiðis að vera digur-
barkalegt, karlmannlegt urr.
Árásartákn koma jafnvel
fram i styttunum á vélarhlíf-
unum. Örvar og oddhvassir
hlutir eru algengir, og ennþá
háþróaðra dæmi, sem kemur
fram hjá Mercedes, er hring-
urinn, með eða án kross-
lagðra víra, sem á að tákna
mið á byssu.
Varnaðarlitir og rendur eru
notuð til að undirstrika líf-
fræðilegan boðskap bif-
reiðarinnar, og jafnvel nafnið
á ökutækinu er áriðandi til
þess að virkja árásarhneigð-
ina til að kaupa og aka ein-
hverri sérstakri bifreið.Öku-
manninum standa til boða
striðsmenn-Avenger (hefn-
andinn), Invader (innrásar-
maðurinn) Interceptor (sá
sem handsamar) eða vopn —
Rapier (skylmingasverð)
Scimitar (bjúgsverð), Javelin
(kastspjót) eða þá villidýr —
Jagúar, Tiger; Mustang (villi-
hestur).
Heildarárangurinn er tæki,
sem er tákn árásarhvatarinn-
ar í persónuleika ökumanns-
ins. Dragi nokkur þetta í efa
þarf hann ekki annað en virða
fyrir sér hegðun ökumanns
eftir umferðaróhapp eða
stöðumælasektun. Viðbrögð-
in eru ekki í nokkru hlutfalli
við þá orsök, sem fyrir hendi
er.
Það er tiltölulega auðvelt
að sýna fram á, að árásar-
hvötin er fylgifiskur bifreiða-
aksturs, og hitt er augljóst,
að honum fylgir varla nokk-
ur líkamshreyfing. Beinar til
raunir hafa sýnt, hvernig
þetta tvennt í sameiningu
hefur skaðleg áhrif á hjartað.
Áhugi minn vaknaði við
orð, sem starfsbróðir minn,
dr. Peter Taggart, lét falla, en
svo vill til, að hann er bæði
hjartasérfræðingur og
kappaksturshetja. Hann hafði
mælt hjartslátt keppinauta í
meiriháttar keppni og kom
izt að því að hjartslátturinn
jókst gífurlega, jafnvel í
tveggja klukkustunda
keppni, frá upphafi þar til
komið var í mark. Oft komst
hjártað upp í algeran
hámarkshraða, eða um 200
slög á mínútu — það er hjart-
sláttur ungs manns, sem
reynir á sig til hins ýtrasta.
Þetta var óvænt uppgötvun,
en þó kom sú mikilvægasta í
Ijós, þegar hann skoðaði
blóðvökva ökumannanna. í
þessum vökva fljóta hvítu og
rauðu blóðkornin og er hann
venjulega tær. í ökumönnun-
um var hann tær fyrir keppn-
ina, en yfirleitt mjólkurlitaður
eftir hana. Mjólkurliturinn
stafaði af fljótandi fituögn-
um. Ökumennirnir feMdu
augsýnilega þessa fitu út í
blóðið meðan á geðshrær-
ingu keppninnar stóð.
Þarna var kominn hinn
týndi lífefnafræðilegi hlekkur,
sem tengdi tilfinningalega
streitu við þá myndun fituút-
fellingar í æðunum, sem
veldur hjartaáfalli. Kapp-
akstursmennirnir urðu gagn-
leg tilraunadýr. Þö var engin
ástæða til að ætla, að venju-
legir ökumenn væru undir
sömu sök seldir, og þá lá
vissulega ekki Ijóst fyrir, að
þeir yrðu fyrir sömu skemmd-
um. Svo við athyguðum
sjálfboðaliða í daglegum
akstri.
Á hvern ökumann var fest
örlítið senditæki nærri hjarta-
stað og merki frá því komu
fram á hjartalinuriti, sem var
í bifreiðinni. Það skrásetti
rafboð frá hjartavöðvanum og
sýndi bæði tíðni og eðli hjart-
sláttarins.
Við komumst að því, að
enda þótt ökumennirnir ækju
sínum eigin bifreiðum á veg-
um, sem þeir þekktu vel, og
þó að flestir þeirra kvæðust
rólegir og án asa, sýndu þeir
ákveðin merki um væga eða
all nokkra streitu. Hjá heil-
brigðum mönnum kom streit-
an einkum fram í aukinni
tíðni hjartsláttar, frá eðlilegri
hvíldar tíðni, sem er um 80
slög á mínútu upp F 110.->-
115 slaga meðaltíðni alla
ökuferðina.
Að frátöldu umferðar-
óhappi hjá ungri, heilbrigðri
konu, sem kom fram á hjarta-
línuriti hennar í líki hjarta-
áfalls, var það framúrakstur-
inn, sem breytti hjartslættin-
um mest. Það kom fram, að
þegar ökumaðurinn eykur
hraðann, bregzt líkaminn við
með hormónum, sem auka
hjartsláttinn og blóðþrýsting-
inn. Sami útbúnaður spýtir
orkuforða í formi fituagna út í
blóðið, en þennan forða þarf
ekki að nýta, svo fitan heldur
áfram hringrás sinni í blóð-
inu, þar til hún að lokum sezt
innar á slagæðarnar.
Áhrifin, sem aksturinn
hafði á fólk, er áður hafði
fengið hjartaáfall, voru jafn-
vel ennþá uggvænlegri. í
sumum tilvikum komst hjart-
slátturinn upp i 180 slög á
minútu, þ.e. nálgaðist kapp-
akstursstigið. Hjá meira en
helmingi þeirra, sem athug-
aðir voru, sýndu línuritin, að
hjarta þeirra fór að slá óreglu-
lega, en það bendir til allmik-
illar áreynslu. Tveir sjálfboða-
liðanna fengu ■ raun og veru
hjartverk — angina — á
meðan á akstrinum stóð, og
hjá tveimur kom fram hjarta-
bilun, sem þarfnaðist tafar-
lausrar læknismeðferðar. Allt
fólkið í þessum tilraunum
hafði af læknum sínum verið
varað við óþarfa líkams-
áreynslu. En þá jafnmiklu eða
meiri hættu, sem stafar af
vissum tegundum andlegrar
áreynslu, hafi enginn nefnt
einu orði.
Skoðun mín er þessi: Þeir,
sem vita sig Ivaldna einhvers
konar veiklun í hjarta, eiga
ekki að aka bíl. Án efa verða
margir að stunda akstur sér
til lífsviðurværis, en þeir eru
miklu fleiri, sem að óþörfu
aka sjálfum sér beint í gröf-
ina. Sumir hefðu efni á að
hafa einkabílstjóra eða ferð-
ast með leigubilum, aðrir
gætu ýmist gengið eða notað
almenningsfarartæki, eða
jafnvel hjólað í vinnuna. Kon-
ur aka yfirleitt af minna kappi
og eru að auki fram yfir miðj-
an aldur útbúnar með lífefna-
fræðilegum vörnum gegn
streitu — maður með hjarta-
veiklun yrði langlífari á því að
láta konuna sína aka.
Hver sá, sem hefur fengið
hjartaáfall, ætti að athuga líf-
trygginguna sina áður en
hann leggur upp i langt öku-
ferðalag. Þessi aðvörun á
einkum við um ferðalög til
meginlandsins. Sú magnaða
þrenning, að aka á röngum
vegarhelmingi, aka um
ókunnar slóðir og eiga í úti-
stöðum við erlenda öku-
menn, gétur jafnvel sett
hraust hjarta út af laginu.
Miðaldra ökumaðurinn
verður að reyna að forða sjálf-
um sér frá dauða af völdum
hjartaáfalls — yngri ökumað-
ur verður að sneiða hjá geðs-
hræringum, sem munu með
timanum leiða hann í sömu
glötun. Það bezta, sem hann
getur gert, er að eldast fyrir
timann, hvað bifreiðaakstur-
inn snertir. Með þvi á ég við,
að hann ætti að varpa frá sér
þeirri hugmynd, að akstur sé
einhvers konar keppni, en
hugsa sér í stað þess bílinn
sem vélknúinn hægindastól.
Frá sjónarmiði slagæðanna er
betra að ferðast rólega en að
koma öskureiður á áfanga-
stað.
©