Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1974, Qupperneq 5
enginn mark á mér. — Svo er ég
nú lítiö fyrir að gera langtíma-
áætlanir. Ég einbeiti mér aö því,
sem ég er aö gera, og læt þaö
duga. — Eina langtímaáætlunin,
sem ég hef gert, var, þegar ég
kvæntíst konunni minni, — segir
hann, — og lítur kankvíslega til
hennar, — en hún slær hann út af
laginu meö þvf að segja, að þessi
litla reynsla af langtimaáætlun-
um hljóti að hafa verið slæm,
fyrst hann hafi ekki lagt út i þær
fleiri. Blaðamaöur spyr, hvaða
augum hún líti á nám bóndans, og
hún kveðst mjög ánægð með, að
hann hafi fengið tækifæri til að
sinna þessu áhugamáli. Sjálf
hefur hún engan áhuga á námi.
Hún starfar i Kjötbúðinni Borg og
unir hag sínum vel. Dóttir þeirra
hjóna er i þann veginn að fara að
heiman, þannig aö hjónin verða
ein eftir á heimilinu.
Umræðurnar hneigjast aftur að
skólamálum, og Jóhannes kveðst
álita, að þjóðfélagið leggi alltof
mikið upp úr langskólanámi. —
Of miklum fjármunum er varið til
langskólamenntunar, — segir
hann, — og það er þjóðhagslega
óhagkvæmt. Að sjálfsögðu ber að
aðstoða námsmenn, sem þurfa
þess með, en þá aðstoð á skilyrðis-
laust að miða við námsárangur.
Ég er algerlega andvígur því að
ausa stórfé i að mennta hina og
þessa slæpingja og veita þeim rif-
leg námslán og svo gera þeir ekki
annað en hanga í skólum, enguin
til gagns, og án þess að ljúka
tilskildum prófum. Þetta fólk á
bara að fara að vinna. Við höfum
alltaf þörf fyrir fólk, sem getur
unnið. En það er eins og allir vilji
koma sér undan likamlegri
áreynslu. Fólk vill komast í þægi-
lega stóla og sitja þar, kaupa sér
tíma i badminton til að halda sér í
formi, en nennir svo ekki að
ganga út í næstu búð.
Heldurðu, að þaö sé eitthvað
um það, að íslendingar hafi
skömm á likamlegri vinnu?
Ekki hef ég orðið var við það
beinlinis, en fólk er bara orðið svo
latt og værukært. Það vill ekkert
hafa fyrir hlutunum.
En nú eru sumir sem segja, að
við íslendingar vinnum alltof
mikið.
— Það hefur sjálfsagt átt við
einhvern tímann, en ekki núna,
þegar vinnuvikan er komin niður
í 40 stundir. Margir leggja að vísu
á sig aukavinnu, en hún er nauð-
synleg, ef fólk á að geta veitt sér
eitt og annað. Enginn hefur illt af
því að vinna, hitt er miklu
óhollara að vinna ekki. Tökum til
dæmis vinnufæra menn um
sjötugt, sem sagt er upp störfum
vegna aldurs. Þeir veslast bara
upp og lífið verður tilgangslaust.
— Finnst þér ekki of litið gert
af því að hvetja fólk til að fara út i
undirstöðuatvinnugreinarnar?
— Jú, það má segja, að kerfið,
— ef hægt er að nota þetta út-
jaskaða orð — hafi ýtt undir
frainleiðslu á slæpingjum. Menn
eru hvattir til náms og starfa, sem
þeir hafa enga hæfileika til að
sinna, en miklu minna hugsað um
nauðsynleg störf i þjóðfélaginu.
Eg er viss um, að eftir 100 ár fæst
enginn til að sinna erfiðisvinnu.
Þá verður enginn verkamaður til,
en hver á þá að vinna störfin?
Og þrátt fyrir þá ánægju, sem
Jóhannes hefur af líkamlegu
erfiði, virðist hann ekki siður fail-
inn til að stunda andleg störf. Þó
að hann segði þaó ekki sjálfur,
höfðum við spurnir af, að hann
hefði hlotið hæstu einkunn í sinni
grein í vetur, eða 9.38, þó að
hann hespaði af þremur bekkjum
á einum vetri. Ef til vill er farið
rangt að með þvi að leggja aðal-
áherzluna á menntun æskunnar,
eða hvað?
IONESCO
SAGA FYRIR BÖRN
YNGRIEN ÞRIGGJA
Steingnmur Gautur Kristjánsson þýddi
Jósefína er orðin stór
stúlka. Hún er þrjátíu og
þriggja mánaSa. Morgun einn
trítlar hún að herbergisdyrum
foreldra sinna.enþað gerir
hún á hverjum morgni. Hún
reynir að ýta upp hurðinni,
rétt eins og lítill hundur. Hún
missir þolinmæðina og fer að
kalla. Við það vakna
foreldrarnir, en þau láta eins
og þau heyri ekki.
í þetta skipti eru pabbi og
mamma þreytt. Kvöldið áður
höfðu þau farið í leikhús,
síðan á veitingahús og eftir
það í brúðuleikhús, og nú eru
þau þreytt. Það er ekki gott
fyrir foreldrana.
Vinnukonan missir líka
þolinmæðina. Hún opnar
dyrnar að svefnherbergi
foreldranna og segir: Góðan
dag. Hér er Morgunblaðið.
Hér eru póstkortin, sem þið
hafið fengið. Hér er morgun-
kaffið ykkar, ávaxtasafinn,
snúðarnir, ristaða brauðið,
glóaldinmaukið, spæleggið,
svinið og telpukornið ykkar.
Foreldrunum var óglatt af
því að ég fleymdi að segja, að
eftir brúðuleikhúsið fóru þau
aftur í veitingahúsið.
Foreldrarnir vilja ekki drekka
kaffið sitt, þau vilja ekki
ristaða brauðið, þau vilja ekki
snúðana, þau vilja ekki
svínið, þau vilja ekki eggið,
þau vilja ekki glóaldinmauk-
ið, þau vilja ekki ávaxta-
safann og þau vilja ekki
kirsuberjamaukið (meira að
segja var það ekki kirsuberja-
mauk, heldur glóaldinmauk).
Gefið Jósefínu það allt
saman, segir pabbi við vinnu-
konuna og komið svo með
hana aftur þegar hún er búin.
Vinnukonan tekur litlu
stúlkuna i fangið. Jósefína
gólar, en af því að hún er
matargat lætur hún huggast
yfir krásunum í eldhúsinu:
Glóaldinmaukinu hennar
mömmu, jarðarberjamaukinu
hans pabba og snúðunum
þeirra beggja. Hún drekkur
ávaxtasafann. Dæmalaust
átvagl, segir vinnukonan. Og
til að litla stúlkan verði ekki
veik, drekkur vinnukonan
kaffi foreldranna og borðar
eggið, svínið og grjónagraut-
inn frá kvöldinu áður. Á með-
an hafa pabbi og mamma
sofnað aftur. Þau hrjóta, en
ekki lengi. Vinnukonan fer
með Jósefínu inn í svefnher-
bergi foreldranna.
— Pabbi,. . . segir,
Jakobína (það heitir vinnu-
konan) Jakobína hefur étið
svínið þitt.
— Það er allt í lagi, segir
pabbi. Pabbi, segir Jósefína,
segðu mér sögu. Og meðan
mamma sefur af því að hún er
of þreytt af að hafa skemmt
sér of mikið, segir pabbi
Jósefínu sögu.
— Einu sinni var lítil
stúlka, sem hét Jakobína.
— Eins og Jakobina? spyr
Jósefína.
— Já, segir pabbi, en það
varekki Jakobína.
Jakobína var lítil stúlka.
Mamma hennar hét
Jakobína.
Pabbi Jakobínu hét
Jakobína.
Jakobína átti tvær systur
sem báðar hétu Jakobina og
tvo frændur, sem hétu
Jakobína og tvær frænkur,
sem hétu Jakobína og föður-
systur og föðurbróður, sem
hétu Jakobína. Föðurbróðir-
inn og föðursystirin, sem
hétu Jakobína, áttu vini sem
hétu bæði Jakobína, og þau
áttu litla dóttur, sem hét
Jakobína, og litinn dreng
Framhald á bls. 14.
©