Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1974, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1974, Síða 6
Hvað er bak viS myrkur lokaðra augna? HafiS þiS nokkurn tíma hugleitt þessa dularfullu ráSgátu. Árum saman hefur hún hvílt á mér eins og skuggi. En svariS er jafn fjarri og þegar ég spurSi í fyrsta sinn. Einn mollulegan ágústmorgun var ég á sigl- ingu meSfram strönd SuSur- Frakklands. ÞaS blakti ekki hár á höfSi en blá og rök þoka hvfldi yfir sjó og landi, svo hvít kalksteinshúsin á strönd- inni runnu saman viS vínviS- inn og klettabeltin. Ég bankaSi á dyrnar á herbergi kokksins til aS vekja hann til vinnu. Enginn svaraSi. Þá lukti ég upp dyrunum og skyggndist um herbergiS. MaSurinn svaf sætt og rótt. Ég virti fyrir mér þetta þelbrúna andlit sem enn hvfldi í ró hinnar suSrænu nætur á hvftum svæflinum. Yfir þessari ásjónu rfkti friSur og mildi, sem kom mér dálftiS annarlega fyrir sjónir, sem þekkti hana gráa og úrilla í vinnunni. Ég ætlaSi varla aS tfma aS spilla ró þessarar stundar til erils hins langa dags. En loks ýtti ég viS sof- andi manninum. Hann bærSi ekki á sér. Þá greip ég um hönd hans og ætlaSi aS hrista hana til. Ég rak upp óp. Líkaminn var fskaldur. MaS- urinn vardáinn. II Sorg og gleði heita tvær uppsprettur Iffsins. Ef sál þfn fyllist svartri og kaldri sorg, er fyllir út allan skynflötinn, birtist þér loks birta gleðinnar sem breytir myrkrinu f Ijós og skugga sömu sólar. Ef sál þfn flæSir bjartri og heitri gleSi, er flóir yfir bakka vitundar- innar, seytlar loks til þfn sorgin eins og svalandi lind, sem breytir rótinu í kyrt og tært vatn. Þess vegna er aSeins til ein gleSi og hún heitir sorg og ein sorg og hún heitir gleði. III Vinur minn hefur aldrei brugðizt mér. Þegar ég er hryggur, þylur hann mér ævintýr. Hann segir mér frá horfnum guðum og gleymd- um kóngum. Hann fylgir mér um týnd menningarlönd, sem orSin eru að kapitula f sögu. Hann sýnir mér blóm og fugla og Iftil lömb. Hann leiðir mig um strendur um sólarlag og upp til fjalla við sólarupprás. Hann bendir mér á tungliS og vfsar mér til stjarna. Hann segir mér af elskendum, sem skildu og sáust aldrei aftur og ástvinum, sem fundust og kvöddust aldrei sfSan. Ævin- týri vinar mfns fylgja mér um daga. Ævintýri vinar mfns kveða mig f svefn. Vinur minn heitir Franz Schubert og mun ekki deyja. IV i" kom á dögunum f gamalt og vingjarnlegt hús hér f bæ. Ég þekkti fólkið Iftið en var vel tekið. Þegar ég hafði dvalið þarna nokkra stund, brá ég mér á klósettið. ÞaS var mjög Iftið eins og í flestum þessum hjartahreinu húsum f gamla bænum. En á snaga við dyrastafinn hékk Iftil bók í hæfilega löngu bandi, svo hægt væri að lesa hana á setum sfnum. Ég opnaði hana. Bókin um veg- inn var félagi minn á þessum síðasta og bezta griðastað heimilsins. Og nú fer ég aldrei svo á klósettið að ég haf ekki Bókina um veginn með mér og lesi f henni nokkrar Ifnur. V „En minna væri " um náungakærleika en meira af hreinu þeli, væri heimurinn betri". „Siðferðilega þroskaður maður hugsar ekki siðferðilegar hugsanir". Svo kennir Lao tze. Langar bækur eru vondar bækur, stuttar bækur eru sumar góSar bæk- ur. í þessum tveimur'setning- ur fjallar hinn austræni spek- ingur um dýpsta inntak sið- fræSinnar. Vestrænn hugsuður myndi rökstySja sömu skoðun í stórri bók fullri af löngum orðum. Og enginn myndi skilja bókina. VI Nixon býr í stórri höll og stjórnar þaðan gangi verald- ar. Þegar hann sezt f helgan stein flyzt hann f aðra höll. Og þegar hann deyr fer út- „MINNINGAR- BRJEF UM ÞÚSUND ÁRA BYGGINGU ÍSLANDS" för hans fram á kostnað rfkis- ins meS lúSrablæstri og her mannakveðjum. En jörSin mun ganga sinn gang. Gandhi lifSi f litlum kofa og reyndi aS stjórna sjálfum sér. Þegar hann dó, átti hann eina skó, eina bók ein gleraugu. Hann var brenndur á hljóSu torgi. En þann dag stanzaSi jörSin eitt andartak. VII Mér finnst ég hafa villzt f sögunni. Ég erekki fslending- ur á þjóðhátfðarári. Ég er danskur leppur á þjóSfundi 1851 og er aS dást að dýrð hermanna hans hátignar marséra á Lækjargötu. VIII Einn morgun snemma gekk ég upp á Valhúsahæð. ÞaSan I horfSi ég yfir sofandi borgina. I Ég horfði lengi-lengi, þar til ég varð borgin og borgin varð ég. Þá rúilaði ég upp mynd borgarinnar eins og gardfnu, stakk henni f vasann og hvarf til anna minna. IX í nótt var ég aS lesa um galdrafár miðalda. Mig hryllti við. Ég sá galdrakver frá þessari öld f bókahillu hjá vinkonu minni um daginn. Hugur minn reikaði frá þessu múgæði til krossferða og nazismans. Þá leiftraSi um vitund mfna hræðilegur grun- ur. Getur ÞAÐ verið? Er þaS hugsanlegt aS þær hræringar sem ég hefi sungiS lof og dýrS séu upphaf næstu múg- vitfirringar er mun skelfa mannkynið? Hvað eru menn að hafast að í hornum og skúmaskotum? Syngja seiS, rista rúnir? HvaSa dularfulli þytur er í loftinu? Hvaða braut erum við að ganga? Efinn er guðsgjöf. En hann er miskunnarlausari en dauð- inn. X Það er gaman að horfa á tunglið. Það hefur lýst mann- kyninu frá þvf í árdaga. Aldrei hefur þaS brugSizt einmanna sæfara né svikiS eirðarlausa elskendur. Mannkynið hefur Ifka þakkaS fyrir sig. ÞaS gef- ur þvf járnarusl. Það er kallað MENNING. Á þjóöhátlSinni 1974 var gefiB út „Minningarbrjef um þúsund ára • byggingu Islands". Þetta „brjéf." mundi á vorum dögum heyra undir plakatalist og var teiknarinn Bene- dikt Gröndal, skáld. Minningarbréfið var talið hi8 mesta snilldarverk, enda er það nostursamlega unnið og a8 sjálfsögSu alveg I anda þeirrar tlzku, sem þá ríkti. Bréf þetta er nokkuS vlSa til á Islenzkum heimil- um og vegna aldurs og uppruna þó nokkuS verSmœtt. í bók Brynleifs Tobiassonar um þjóShátiSina 1874, er lýsing á brófinu; einnig lýsing Gröndals sjálfs á tilurS þess: Á myndinni er sýnd steinbygging me8 hvelfdu hliSi og tveimur súlum. Á þeim eru nöfn 32 helztu landnáms- manna, en efst á hverri súlu stendur skál, er þrtr laufgaSir kvistir spretta upp úr, og eru á laufunum mörkuS nöfn ýmissa Islenzkra merkismanna a8 fomu og nýju. Inn um hliSiS sést fjallkonan sitjandi á jökli, og fyrir ne8an hana er uppdráttur islands, umgirtur af landvættum inna fjögurra fjórSunga, en upp yfir er Grænland markaS öSrum megin og Vinland hinum megin, til minningar um þa8, a8 fslendingar fundu Amerfku fyrstir manna; neSst á myndinni sóst fsland i landsýn me8 fjöllum og hamrabeltum, fossum og jöklum fyrir miSjunni, skfnandi geisl- um upprennandi sólar og Heklu og Geysi, slnu til hvorrar handar Vertu okkar foma Frón, faldiB jökli ár og sf8, æ hin sama undursjón eins og fyrst á landnámstfS. Gröndal segir f minningum sfnum frá þjóShátfSarmynd sinni á þessa leiB: „ÁriS fyrir þjóShátlSina fór mér aS detta ýmislegt f hug, hvort ég mundi ekki geta teiknaB eitthvaS þar a8 lútandi, a8 gamni mfnu, og var ég a8 þessu fikti frá þvf f August og þangaS til seint f December, þá hafBi ég fengiS út uppkastiS, sem mér þó ekki IfkaSi. Ég lét samt setja það f umgjörð og ánafnaði MagSalenu litlu þa8 f tannfé. Ég fór þá þegar a8 búa til a8ra mynd, nokkuB öBruvfsi, og var kominn langt meS hana. En mér datt alls ekki f hug a8 reyna til a8 gefa hana út. Þá kom Tryggvi til mfn einn dag og sá þetta hjá mér og spurSi mig hvort ég vildi selja mynd- ina, svo hann gæti gofið hana út, en ég var fús á þa8 strax, og gaf Tryggvi mór 50 dali (100 krónuö fyrir. AnnaS hefi ég ekki fengiS fyrir þjó8- hátfSarmyndina. Ég hafSi haft tölu- vert ómak me8 hana, en ég taldi þa8 ekki eftir mér, þvf ég gerSi þetta mér til skemmtunar, en ekki f neinu öSru skyni. Frummyndin, sem Tryggvi fékk, var me8 litum, bæ8i gulli og silfri, en hún var miklu stærri en sú prentaSa mynd er, og hefSi raunar orSiS óhandhægari [Tryggvi vildi láta hina rfku kaupmenn. Ásgeir og Hjálmar, taka þátt f kostnaBinum. Hinn fyrri mun hafa skorazt undan þvf, en Hjálmar tjáSi sig fúsan til a8 efla þetta fagra fyrirtæki, og vildi gefa til þess 10 dali, en Tryggvi þáSí ekki, svo hann var einn um þetta]. Fyrri hluti ársins 1874 gekk til a8 hreinteikna myndina, sem ég gerSi frá 8. Marts til 1. Aprfl, en sfSan var hún teiknuS á stein og prentuS, og varS ég alltaf a8 vera þar f og me8. Skýringuna vi8 myndina ritaSi ég á fslenzku, dönsku og þýzku fyrir ekk- ert; en SigurSur Jónasson (eldri), sem sneri henni á ensku, tók 8 dali (16 kr.) fyrir þessu fáu blö8, og var þa8 a8 tiltölu töluvert meira en ég hafSi fengiS fyrir sjálfa myndina. A8 gefa myndina út hafBi kostaS 600 dali, en þeir sögSu þa8 mundi kosta helmingi meira, ef litirnir hefSu veriS hafBir. Hinn 13da júnf var myndin alprentuS. [Mór hefir or8i8 þaS á a8 gleyma Brynjólfi Sveinssyni, sem var miklu merkilegri maSur en margir hverir, sem á myndinni standa. i skýringunum er sú ritvilla, a8 Jón Vfdalfn er talinn Hólabiskup, og ekki sá SigurBur Jónasson þaS heldur, þó hann sneri ritgerSinniá ensku]." Þa8 var einnig Gröndal, sem skrautritaSi heillaóskirnar til fslands 1874, bæSi frá háskólanum f Khöfn og norræna fornfræSafálaginu. Gröndal segir, a8 Danir hafi engar heillaóskir ætlaS a8 senda, en þegar þeir sáu, a8 Svfar og IMorSmenn gerSu þaS (þ.e. virtu okkur viSlits), hafi þeim þótt sæmra a8 gera þa8, en þá hafi raunar veriS komiS f eindaga. Var þá Gröndal beSinn a8 skrautrita fyrrnefnd ávörp, en hann mátti hafa sig allan vi8, þvf a8 tfminn var orBinn svo naumur. — Segir skáldiS, a8 flestar sam- fagnaSaróskirnar, sem komiS hafi til fslands þjóShátfSaráriS, hafi veriS skrautritaSar og „bundnar f flöjel og fegurS," en a8 þeim hafi veriS fleygt á gólfiS og undir borSin f stiftsbóka- safninu. Þa8 var Tryggvi Gunnars- son, sfSar bankastjóri, sem gaf þjó8- hátfSarmynd Gröndals út.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.