Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1974, Page 9
Eftir Gísla Sigurðsson
FINNUR Jónsson hefur tvo um
áttrætt. En hann geislar af krafti
og hreysti og stendur langtfmum
saman á degi hverjum við mál-
verkið. Og þar er ekki heldur
neinn bilbug á honum að finna.
Flestir munu sammála um, að
slíkt hlutskiþti sé öfundsvert og
trúlega í samræmi við það, sem
móðir náttúra ætlast til. En þvf
miður verður oft önnur raunin á.
Finnur getur horft aftur um
langan veg. Hann var farinn að
hugsa alvarlega um myndlist á
þeim árum f byrjun aldarinnar,
er menn eins og Picasso, Braque
og Kandinsky sveigðu út af hinni
hefðbundnu leið og formuðu þær
stefnur, sem sfðan hafa haft gíf-
urleg áhrif, ekki bara á myndlist-
ina, heldur og ásýnd þeirra hluta,
sem við höfum f kringum okkur,
og umhverfið sjálft. Á undan öðr-
um fslcnzkum myndlistarmönn-
um — jafnvel Norðurlandamálur-
um — komst Finnur f snertingu
við algera nýsköpun f myndlist,
sem á námsárum hans var að
lifna með fámennum hópum úti f
Evrópu. Þessi ungi tslendingur
frá Strýtu f Hamarsfirði varð
næstum því ölvaður af hrifn-
ingu; hann fann, að þar var eitt-
hvað, sem átti sér mótsvörun f
honum sjálfum.
Enda þótt íslendingar væru
ekki móttækilegir fyrir þær nýj-
ungar í upphafi annars áratugar-
ins, er Finnur engu að sfður einn
af brautryðjendunum í íslenzkri
myndlist. Hann málar og sýnir
óhlutlægar myndir árið 1925. Þá
voru enn tveir áratugir fram til
þess tíma, er abstraktstefnan náði
fótfestu hér. Samt hafa brautryðj-
endastörf Finns verið meira met-
in annars staðar. Honum var til
dæmis einum tslendinga boðið að
eiga verk á yfirlitssýningunni i
Strassborg fyrir nálega fjórum ár-
um, sem bar heitið „Evrópa
1925“.
Þátttaka Finns í þessari sýn-
ingu var bæði vel við eigandi og
eðlileg. Finnur upplifði sjálfur
gróanda hinnar ungu listar um
1920. Nú heyrir þetta skeið sög-
unni til; forgöngumennirnir
komnir undir græna torfu, en
verk þeirra á söfnum gersemi sem
vart verður metin til fjár. Finnur
þekkti persónulega suma þessara
manna. Og þessvegna fannst mér
forvitnilegt að heyra, hvað hann
segir núna löngu síðar um kynni
sín af þeim og listbyltingunni suð-
ur í Evrópu.
Þá er þar til máls að taka, að
Finnur hóf nám í gullsmíði hér
heima, jafnframt því sem hann
var ákveðinn í að leggja fyrir sig
málaralist. Hversvegna; gat það
talizt leið að markinu? Jú, segir
Finnur, gullsmíðin átti að vera
einskonar baktrygging. Hann
langaði ekki beinlínis til að verða
gullsmiður, en hann hafði sama
hagleik í fingrunum og Rfkarður
bróðir hans varð frægur fyrir.
Þess vegna varð þetta nám honum
auðvelt. En auk þess var talið gott
að kunna einhverja listræna iðn
til að grípa til, ef í harðbakka
slægi.
Svo gallharður var Finnur í ætl-
an sinni, að hann hélt utan til
Kaupmannahafnar sama dag og
hann tók á móti sveinsbréfinu. En
hvers vegna Kaupmannahöfn?
Vegna þess að hin hefðbundna
leið tslendinga lá þangað: annað
virðist naumast hafa komið til
greina. Svo farið sé mjög fljótt
fyrir sögu, nam Finnur fyrst í
kvöldskóla, sem kenndur var við
Teknisk Selskap. Það var stór
A8 ofan:
Örlagateningurinn. Olfulitir
á léreft. Myndin er máluS
1925 I Dresden. A8 neSan:
Baráttan vi8 gulliS. Olfa á
léreft, máluS 1923 f
Dresden. NeSst: Ó8ur til
mánans. MáluS f Dresden
og Reykjavfk 1925.
©