Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1974, Síða 11
Verðhrunið hélt áfram að tröll-
ríða Þjóðverjum og þeir sáu of-
sjonum yfir þeim mikla mun, sem
var á kaupgetu útlendinga í land-
inu og landsmanna sjálfra. Ný
tilskipun kom: útlendingar yrðu
að greiða skólagjöld i gullmörk-
um. Það gerbreytti aðstöðu Finns
og annarra námsmanna erlendra.
Nokkur tími leið frá því Finnur
sá sýningu expressjónistanna í
Berlin og þar til hann tók fyrstu
skrefin sjálfur. Ástæðan var ein-
faldlega sú, að hann hafði ekki
efni á að reyna það nærri strax;
Það var ekki fyrr en hann var
kominn i ,,Veginn“, listaskölann
í Dresden, að hann lét til skarar
skríða. Og hann minnist þess nú,
að það gekk undir eins vel að
tileinka sér þetta sérstaka við-
horf. Finnur málaði þá einkum
mannamyndir svo og „fantasíur."
En fyrstu abstraktmyndina mál-
aði hann heima hjá sér árið 1921.
Hann á þá mynd enn. Og þvi
hefur verið haldið fram, að aðrir
Norðurlandamálarar hafi ekki
orðið á undan Finni i því.
í stofunni hjá Finni Jónssyni á
Kvisthaganum má sjá nokkur
verk hans frá árunum 1921 —
1922. Þau eru að sjálfsögu öll
unnin i Dresden og sem betur fer
hefur Finni haldizt á þessum
merku tímamótaverkum. Ég segi
sem betur fer vegna þess, að þau
eiga samleið og það fer vel á þvi
að þau haldi hópinn.
Elzt er portret af trúði og tvö
önnur portret í sterkum litum;
útlinur markaðar sverum strik-
um, grænt og rautt og jafnvel
blátt i andlitunum. Expressjón-
istarnir voru ekki með neinn hé-
gómaskap í andlitsmyndagerð;
það skyldi vera málverk umfram
allt annað — og sterk tjáning.
1 stofunni hjá Finni er líka
mynd af sigaunahjónum, sem
urðu á vegi málarans, og litil
mynd af mönnum við kaffiborð,
sem sver sig mjög í ætt við hin
fyrri verk expressjónismans. A
þessum árum þótti ekkert athuga-
vert við það, að sami málarinn
málaði myndir í þessum dúr;
myndir af mannlífinu — og hins
vegar hreinar abstraktmyndir.
Kandinsky gerði það til dæmis.
Finnur gerði það líka og heima
hjá honum getur að líta þrjár
abstraktmyndir frá árunum
1923—’25. Það eru „Örlagatening-
urinn“, talsvert kunn mynd nú
orðið, og „Oður til mánans”, sem
eiginlega er um leið spá í þá veru,
að menn mundu ganga einskonar
tröppu þangað og sú þriðja er
„Baráttan um gullið".
Allar þessar myndir eru fremur
litlar og var það einkum af sparn-
aðarástæðum. Námsmenn horfðu
i að leggja í stórar myndir. En
hins ber líka að gæta, að þá var
ekki i tizku að mála stórar mynd-
ir, enda voru málarar oft mjög á
faraldsfæti. En þeir fóru að mála
stærri myndir, þegar þeir fengu
fasta vinnustofu.
Finnur kynntist persónulega
nokkrum frömuðum expressjón-
ismans. Hann á mjög ánægjulegar
ntinningar um Osear Kokoschka,
sem var kennari hans um tíma;
sérstakur indælismaður, segir
Finnur. Kandinsky var
„aristokrat”, hann kom vel fyrir
og var með myndarlegustu mönn-
um, segir Finnur. Um 1925 var
Kandinsky orðinn þekktur rnaöur
i Þýzkalandi og raunar viðar í
þeim hópum, sem fylgdust með
myndlist. Á þessum fyrstu áratug-
um aldarinnar streymdu rúss-
neskir listamenn til Vestur-
Evrópu og þeir voru margir stór-
snjallir. En Kandinsky fékk ekki
lengi frið í Þýzkalandi. Eins og
fleiri varð hann að flýja undan
ofríki nasista og settist þá að i
París. Hitler og fylgismenn hans
litu á expressjónismann, sem úr-
kynjunarlist; þeir skildu hann
ekki sjálfir, enda hafa einræðis-
herrar alltaf haft einmuna íhalds-
samar skoðanir á myndlist. Eins
og fram kom í grein Braga Ás-
geirssonar um expressjónistana í
Lesbók 10. febrúar sl. efndi
Göbbels áróðursráðherra til sér-
stakrar sýningar á úrkynjunar-
Iist, þar sem verk expressjónist-
anna voru höfð til háðungar.
Aður en lengra er haldið, finnst
mér rétt að geta um inngöngu
Finns í hin stórmerku brautryðj-
endasamtök Der Sturm, (Storm-
inn) vegna þess að þar kom
Kandinsky við sögu. Enda voru
það að mestu sömu þýzku og er-
lendu listamennirnir, sem áður
sýndu hjá „Brúnni“ í Dresden og
„Bláa riddaranum” í Miinchen.
Stormurinn myndaðist kringum
forlag og sýningarsal í Berlin en
gagnrýnandinn og ritstjórinn
Herwarth Walden var aðal drif-
fjöðrin og „direktör". Upphafió
að inngöngu Finns má rekja til
listaskóla Vegarins, þar sem hann
hafði fengið ókeypis skólavist.
Það þótti mjög eftirsóknarvert.
Kokoschka tók eftir þvi, hvað
Finnur var harður í frammúr-
stefnunni og ráðlagði honum að
komast að hjá Der Sturm. Og
sjálfsagt hefur hann lagt inn gott
orð með myndunum, sem Finnur
sendi þangað.
Kandinsky skoðaði myndir
Finns lengi og gaumgæfilega og
leizt vel á þær. Hann lagði áherzlu
á nauðsyn þess, að málarinn léit-
aði í sjálfum sér að myndefni,
eigin viðhorfum og leiðum til
þroska. Sjálfur málaði Kandinsky
stundum alveg abstrakt, en alltaf
voru rússnesku áhrifin greinileg.
Finnur tók þátt í samsýningu
hjá Der Sturm í maimánuði 1925.
í sýningarskrá má sjá, að hann
hefur átt 8 myndir á sýningunni,
en auk hans sýndu þar kunnir
myndlistarmenn eins og
Duchamps — Villon, Kurt
Schwitters og Kandinsky. Og sið-
ar sýndi Finnur oftar með Der
Sturm; þær sýningar fóru borg úr
borg, og eitthvað af því gerðu
nasistar upptækt sem óæskilega
list. „Ég þótti dálítið framandleg-
ur fugl þarna,“ segir Finnur —
„Eg var sprottinn úr öðrum jarð-
vegi en þeir og þessvegna málaði
ég öðruvisi. En þarna var ekkert
nart og nagg, maður var tekinn
sem jafningi og mætti alúð og
sanngirni."
I gróanda myndlistarinnar á
fyrri huta aldarinnar suður í
Þýzkalandi var mikið um félög og
samsteypur, sem nú heyra sög-
unni til. „Brúin“ er frá 1904, Nýja
myndlistarsambandið var stofnað
i Miinchen 1909 og það félag, sem
kannski er kunnast, Blái riddar-
inn, var myndaö uppúr rnynd-
listarsambandinu. Að Bláa ridd-
aranum stóðu Kandinsky, August
Macke, Paul Klee, Jawlensky og
þrir aðrir. Þá var Finnur Jónsson
ennþá heima á Strýtu i Hamars-
firði og í þann veginn að fara i
gullsmiðamám. En suður í
Múnchen og jafnvel i smábæ við
Alpafjöllin var expressjónsiminn
að gerjast.
En nú var ýmsum örlagaten-
ingum kastað. Keisarinn heimtaði
stríð til að hefna fyrir morð aust-
ur i Serbíu og ungar stúlkur
komu með blóm handa hermönn-
unum, fallbyssufóðrinu, sem
sent var með járnbrautarlestum á
vígvellina. Stríð var rómantfskt,
ekki slður en Olympíuleikar. En
rómantikin fór af, þegar fréttir af
Framhald ð bls. 14.
Gísli Agúst
Gunnlaugsson
HAUST
Þann dag hafði haustiB
farið höndum um trén
og gréhvit héla
huldi fölnuð laufin.
Ég leitaSi aS freSnum lyngmó
en fann
frostsprungiS asfalt
og ókennileg böm
að undarlogum leikjum.
HVERT?
Langt hef ég gengið á braut
heyri vart meir
fornar barnagælur og heilræðavlsur.
Greini nú einungis I sjónhending
traust mosahrauniS
og seiSmðtt bryggjultfsins.
Hvert hef ég borizt?
Hvert?
Er laufgaður hlátur
vorstulkunnar
veldur mér hugarangri
þó hrylla mig nú
undarlega gréar borgir
og I huga mér risti ég
lærdóm gamalla rúna.
Sveinbjörn
Beinteinsson
KVEÐSKAPUR
Var örkveSinn
og einræSur
dags bragur
af dýru efni
var vandgenginn
vegur aS máli
aS langsóttum
IjóSakynnum
erfislóS
orSum rakin
og seindreginn
seimur aS hætti.
KVÆÐI
Alkyrra hálfbjarta óttustund
orS og myndsýnir birtust
komnir á nýjan fagnaSsfund
fornhelgir guSir virtust.
Upptök draums þessa einn ég veit
ekki má leyndum svifta
hér vill goSheima göf ug sveit
gleymskutjaldinu lyfta.
Skildist mér þá hve skáldiS kvaS
skaphljóma dýrra laga
lyftir hug yfir lágan staS
IjóSmál úrstefi Braga.
Heimdallur kallará hugarfund
HjálpiS mér Freyr og NjörSur
áss hinn almáttki. alla stund
ókviSinn MiSgarSsvörSur.
Sklni bjartara Ijós um láS
llfgrös á jörSu dafni.
Styrkri hendi sé stöfum skráS
stefiS I ÓSins nafni.
r
Art
Buchwald.
Frakkar hafa nýlega gert samn-
ing viS Saudi-Arablu um kaup á
arabtskri olíu gegn greiSslu I
frönskum Mirage-þotum og öSr-
um vopnum af nýjustu gerS. Bret-
ar eru um þaS bil aS gera hliS-
stæSa samninga viS önnur Araba-
riki, sem framleiSa oliu, og þar
meS talin hin örsmáu furstadæmi
viS persneska flóann.
Sannleikurinn er nefnilega sá,
aS sérhvert iSnaSarriki i dag er
reiSubúiS aS láta Aröbum i té öll
þau vopn, sem þeir óska sér, til
þess aS tryggja sér nægilegt
magn af þessum vökva.
Stóra spurningin er þess
vegna: ViS hve miklu meira
magni af vopnum af allra nýjustu
gerS geta Arabarikin tekið? Flest
þessara rikja eru aS mestu leyti
eySimörk, þar sem búa Bedúinar.
sem hafa enn enga hugmynd um,
hvernig þeir eigi aS nota þessi
auSæfi, sem þeir eru allt í einu aS
drukkna i.
Eftir eitt eSa tvö ár er ekki
ósennilegt, aS ástandiS verSi
þannig:
BedúinabúSir 500 kilómetra
fyrir sunnan saudi-arabisku
höfuSborgina Rijadh. HöfSinginn
é staSnum kemur heim i splunku-
nýjum brezkum, brynvörSum bil
og hrópar:
„Hæ, Ahmed, letinginn þinn.
VaknaSu og komdu út úr tjaldinu.
É0 er meS gjöf til þin frá kóngin-
uml“
Furstadæmi
fyrir úlfalda
Ahmed stekkur út úr tjaldinu:
„Hef ég fengiS úlfalda?"
„Miklu betra, bróSir kær.
SjáSu, hvaS ég er meS fyrir aftan
bryndrekann."
HöfSinginn sviptir yfirbreiðsl-
unni af hlutnum, sem hann er
meS I eftirdragi.
„HvaS er þetta?" spyr Ahmed
og glápir undrandi á hina furSu-
legu vél.
„Þetta er allra nýjasta gerS af
frönskum herflugvélum, Phan-
tom-Mirage. Hún getur fariS
yfir 3000 km á klst. og boriS sex
hljóSfráar eldflaugar. Hvemig lizt
þér á?"
„Ég vildi heldur hafa fengiO
úlfalda," segir Ahmed.
„Hvemig dirfist þú aS segja
slikt um gjöf frá hans hátign kon-
unginum?"
„FyrirgefSu," segir Ahemd
óttasleginn, „en ég er þegar
búinn aS fá fjórar brezkar orustu-
þotur, sex ameriskar Skyhawks
og sjö brynvarSar þyrlur. Þetta er
allt hérna á bak viS tjaldiS. ÞaS
sem mig vanhagar mest um
núna, er eitthvaS, sem ég get
fariS á um eySimörkina og sem
ekki þarf of mikiS vatn."
„Ég skal gleyma þessum
orSum þtnum, sem eru landráS.
Hans hátign hefur heitiS þvi, aS
fyrir áriS 1977 skuli sérhver þegn
hans eiga tylft orustuflugvéla.
Hvar á ég aS setja Miragina?"
„Setta hana viS hliSina á
brezka risaskriSdrekanum, sem
þú komst meS I fyrri viku. Ertu
viss um, aS ég eigi aS fá þrjátiu
skriSdreka? ViS erum bamlaus,
eins og þú veizt."
HöfSinginn beitir 7. skilningar
vitinu og segir:
„Jú, þaS er alveg rétt. Þú átt
aS fá þrjátiu skriSdreka og 2000
jarSsprengjur."
„Ertu viss um, aS Hans hátign
hafi ekki minnzt neitt á þaS, aS
ég ætti aS fá úlfalda? ÞaS er
enginn töggur lengur I þessum
eina, sem ég á eftir, en ef ég
fengi einn nýjan, gæti ég selt
döSlur frá Wadi-vininni og fariS á
markaSinn I Medina og. .."
„Þegi þú, vanþakkláta mann-
fýla. Þú værir vts til aS segja
næst, aS þú kærSir þig ekki um
kjamorkukafbát. . .?"
„Einmitt. Fransmennirnir hafa
fallizt á aS selja okkur 1000
kjamorkukafbáta fyrir 1000 föt
af oliu. Og strax og viS erum
búnir aS fá þá, færB þú einn."
Ahmed stundi þungan. „Þá
þaS. Allt I lagi. En ef ég get ekki
fengiS úlfalda. þá gefiS mér þó aS
minnsta kosti múlasna. Ég gæti
létiS hann duga, þangaS til ég hef
efni á þvi aS fá mér úifalda."
HöfSinginn klifrar glottandi
upp i bryndrekann. „HvaSa
iSnaSarriki i veröldinni heldur þú
aS vilji gefa okkur múlasnal?".
Sveinn Ásgeirsson þýddi.
J