Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1974, Page 12
UR SÖGU
SKÁKLISTARINNAR
Eftir Jón Þ. Þór
hefur orðio að sam-
kop, . cgi, að undirritaður
taki i.3 sér að skrifa stutta
skákþætti ( Lesbók Mbl.,
sem bera munu yfirskrift-
ina „Af spjöldum skáksög-
unnar". Ekki mega les-
endur vænta þess, að hér
verði skáksagan rakin ná-
kvæmlega i timaröð og
allra afreksmanna hennar
getið. Þvert á móti. í þátt-
unum mun ég taka fyrir
einstök mót, atburði eða
meistara, allt valið af
handahófi. Hverjum þætti
mun svo fylgja ein skák frá
því móti, eða eftir þann
meistara, sem um er rætt,
og munu þær alla jafna
verða birtar án athuga-
semda.
í fyrsta þættinum skul-
um við ræða stuttlega um
mikið skákmót, sem háð
var í Semering árið 1926.
Til mótsins var boðið
ýmsum sterkustu skák-
meisturum veraldar, m.a.
Aljekín, Vidmar, Nimzo-
vitsch, Tartakower, Rubin-
stein, Tarrasch, Réti og
Griinfeld. Fiestir munu
hafa spáð því að sigurinn
félli einhverjum þessara
meistara i skaut og þá
helzt Aljekín, sem árið eftir
sigraði Capablanca í ein-
vígi um heimsmeistaratit-
ilinn. Svo fór þó ekki.
Sigurvegari varð stór-
meista'-inn Rudolf Spiel-
mann, einhver skemmti-
legasti sóknarskákmaður
allra tíma. Spir' ia in
hlaut 13 v. af 17, i:uj iTi
aðeins fyrir Rubinstein. í
2. sæti varð Aljekín með
12Vi v. og Vidmar þriðji
með 12. í dag munu til-
tölulega fáir kannast við
nafn Spielmanns, en hann
var sem fyrr segir einn
skæðasti sók’iarskák-
maður sinnar samtfðar.
Spielmann kunni hins veg-
ar ekki sérlega vel við sig í
þunglamalegri stöðubar-
áttu eða endatöflum og því
varð óþolinmæðin honum
oft að falli. Allir óttuðust
hann hins vegar og þess
má geta til gamans, að
hann var einn þeirra örfáu,
sem tókst að sigra Capa-
blanca tvisvar. Sigurinn f
Semering var vafalaust
bezti árangur Spielmanns
og nú skulum við Ifta á
eina af skákunum, sem
hann tefldi í mótinu.
Hvftt: R. Spielmann
Svart Janovsky
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 —
Rc6, 3. d4 — cxd4, 4.
Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 —
e6, 6. Be3 — Bb4, 7. Bd3
— d5, 8. Rxc6 — bxc6, 9.
e5 — Rd7, 10. Dg4 —
Bf8, 11. f4 — Hab8, 12.
Rd1 — Ba6, 13. 0—0 —
Bxd3, 14. cxd3 — c5, 15.
b3 — g6, 16. Rb2 — Da5,
17. De2 — Be7, 18. Df2
— 0—0, 19. Ra4 —
Hbc8, 20. Hac1 — Hc6,
21. Hc2 — Hfc8, 22. Hfc1
— Db5! 23. Dd2 — Rb6,
24. Rxb6 — axb6, 25. h3
— Da6, 26. a4 — Db7,
27. Kh2 — Dd7, 28. De2
— d4?, 29. Bf2 — Dd5,
30. Hc4 — f6, 31. Bh4 —
Dd8, 32. b4 — fxe5, 33.
Bxe7 — Dxe7, 34. Dxe5
Hd6, 35. bxc5 Hd5, 36.
cxb6H — Hxc4, 37. b7!
— Hxel, 38. b8D+ —
Hd8, 39. Dbb6 — Kf7, 40.
a5 — Hcc8, 41. f5 —
gxf5, 42. a6 — Hd5, 43.
Df4 Hd7, 44. Db3 —
Ke8?, 45. De5 Hd5, 46.
Dh8+ — Kd7, 47. Db7 +
— Hc7, 48. Dhc8+ —
Kd6, 49. Db6+ — gefið.
Birgir
Bjarnason
ATHUGA-
SEMD
VEGM
UMMÆLA
Vegna greina F Lesbók Morgun-
blaSsins 2. og 9. júni sl., þar sem
fjallaS var um dulræn efni og trúar-
reynslu og vikið var að félögum Guð-
spekifélagsins, óska ég að eftirfar-
andi komi fram.
Strax verður að taka það fram, að
þessar athugasemdir eru eingöngu
mínar, en ekki tilorðnar fyrir samráð
við aðra eða með annarra vitneskju.
Þau ummæli, sem aðallega eru
höfð i huga, komu fram I viðtali við
Þorstein Guðjónsson og eru, að
„guðspekingar haldi þvi fram . . .",
og að .........sumir (þeirra) trúa
þvi. . .".
Ekki sýnist vera mikilvægt að gera
neinar athugasemdir sé ekki meira
en þetta athugavert. En þetta er
mikilvægt, þar sem hér er komið inn
á frelsi félagsins.
1) Tökum fyrst fyrir orðið „guð-
spekingur". Ég geri ekki ráð fyrir, að
nokkurt félag manna vilji, að það
eða félagar þess séu kallaðir öðrum
nöfnum en þeim eru geðfelld. Ég geri
ekki ráð fyrir, að Nýalssinnar vilji
láta kalla sig Nýalstrúarmenn, sam-
bandstrúarmenn, lifssambandsmenn
eða lifspekinga, eða öðrum nöfnum,
sem þeir nota ekki sjálfir. Sama
gildir sjálfsagt um aðra hópa manna.
„Guðspekingar" eru einfaldlega fé-
lagar Guðspekifélagsins (óheppilegt
orð), venjulegt fólk, sem er i þessu
tiltekna félagi. Það er ekki meiri
spekingar en fólk almennt.
2) Guðspekifélagið erekki trúfélag
og þess vegna halda félagar þess
ekki neinu fram einum rómi eða trúa
á eitthvað sameiginlega. Þetta verð-
ur aldrei nógu oft endurtekið.
Vera má að Þorsteini sé þetta Ijóst
og hann hafi átt við, að sumir félagar
héldu einhverju fram eða tryðu, en
vegna lesenda, sem ekki til þekkja,
eru þessar athugasemdir fram born-
ar. Annars er ekki undarlegt, að
þessi misskilningur — ef þetta er
misskilningur hjá Þorsteini — komi
fram. Félögum Guðspekifélagsins
hefur reynzt erfitt að fóta sig á
þessum frjálsa grunni.
Hvernig get ég þá fullyrt nokkuð
um þetta umfram aðra félaga? Ég
get það ekki, þeir eru í sinum fulla
rétti til að halda fram hverju, sem
þeir vilja, hvort sem það snertir fé-
lagið eða viðfangsefni félaga þess.
En ég get byggt á þeím orðum, sem
félagið starfar eftir — stefnuskrá
þess.
f stefnuskrá Guðspekifélagsins
eða lögum er hvergi á minnzt, að
félagar skuli trúa einhverju frekar er
brýnt fyrir þeim að forðast þá fall-
gryfju. Stefnuskráin er hið eina, sem
félagarnir byggja á.
3) Fyrst þetta blessað Guðspekifé-
lag er ekki trúfélag, hvað er það
þá?
Það er, eða leitast við að vera,
alþjóðlegt bræðralagsfélag „leit-
andi" manna.
Að öðru leyti visast til þeirra orða,
sem eru prentuð innan á kápusiðu
Ganglera.
SUNNUDAGSMATURINN
Klúbbur
matreiöslu-
meistara sér um
þöttinn.
I þetta sinn:
Haukur
Hjaltason
Vínbergssniglar I hvít-
laukssmjöri fyrir 6 manns.
Fást væntanlega niður-
soðnir seinni hluta sum-
ars.
3 tylftir af vínbergssnigl-
um,
3 hvítlauksgeirar,
300 g smjör,
2 msk. söxuð steinselja,
1 lítill laukur,
1 tsk. salt,
pipar á hnífsoddi,
sama magn af muskati.
Hellið soðinu af sniglunum og
setjið þá I meðfylgjandi skeljar.
Hitið sniglana I ofni. Sósan er
löguð á eftirfarandi hátt: Smjörið
er brætt F skaftpotti, laukur sett-
ur út i ásamt hvitlauk og stein-
selju. Salti, pipar og muskati
bætt i. Sniglarnir eru settir á
diska og sósunni hellt yfir. Athug-
ið að soðið er ekki notað.
Framreitt með ristuðu brauði.
Aðalréttur er 3svar X stærri
Blandaður kjötrétt-
ur á teini með hrís-
grjónum fyrir 5
manns.
5X100 g nautafille,
5x 100 g grísafille,
5 stk. lambakótilettur,
5 stk. kokkteilpylsur,
5 "tk. baconskífur,
5 s>ik. lambanýru.
Raðið á grilltein (Brochette):
Nautafille, kokkteilpylsu, lamba-
kótilettu. baconskifu, lambanýra
og siðast grisafille. Grillsteikt á
kolagrilli. Kryddað með salti og
pipar. Framreitt með hrisgrjón-
um, grillsteiktum tómötum og
sitrónuskifu, sem á er lögð sneið
af kryddsmjöri. Þennan rétt má
einnig framreiða með frönskum
kartöflum og fersku salati.
Blandaðir skelfisk-
réttir með karrýsósu
fyrir 5 manns.
200 g humar,
200 g rækjur,
200 g hörpuskelfiskur,
200 g Hvalfjarðar-muslingur
(tínið sjálf!) eða niðursoðinn
danskur,
200 g nýir sveppir,
1 dl rjómi,
5 kúlur sultaður engifer,
ananas í bitum,
salt,
karrý,
sítrónusafi.
Suðunni er hleypt upp á sjávar-
réttunum, hverjum fyrir sig.
Sveppir látnir krauma i smjöri,
kryddað vel með karrý og sitrónu-
safa. Humar- og rækjusoði bætt
út i, löguð sósa og soðin stutta
stund. Sósan er bragðbætt með
karrý, salti og sitrónusafa; skel-
fiskurinn settur út í og bætt með
rjóma.
Framreitt i skál með hrisgrjón-
um (Pilaw). Engifersneiðar og
steiktir ananasbitar settir yfir.
Franskt brauð(Fluté) borið með.
©