Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1974, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1974, Síða 2
Séra Jakob Jónsson LJÓÐOG PRÉDIKUN Flutt í Hallgríms- kirkju í Reykjavík við hátíðamessu. Hinn 26. júní t sumar í sambandi við synous fór fram Hallgrímsminning innan múra hinnar hálfbyggðu Hallgrímskirkju í Reykjavík. Við athöfnina þjónuðu fjórir prest- ar, sem allir höfðu þjónað við kirkjuna. Auk núverandi sóknarpresta Ragnars og dr. Jakobs voru það þeir dr. Sigurbjörn biskup Einarsson og síra Lárus Halldórsson. Söngfólk úr kirkjukórum Reykjavíkur söng Hallgríms- sálma, en hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljóm- sveit íslands léku undir. Voru söngflokkarnir uppi á vinnupöllum, en hljómsveitin í turnin- um. Tónlistina samdi Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld og var hann söngstjóri. Ritningarorð og bænir fluttu prestar, en aðrir lesarar voru Jón Sigurbjörnsson leikari og Regína Ásvalds- dóttir, eitt af fermingarbörnum vorsins. Ljóð það, sem hér birtist eftir dr. Jakob Jónsson var samið til lestrar við þetta tækifæri og predikun einnig. Altarið var óheflaður trékassi, teningsmynd- aður, og á honum stóð krossmark úr samskon- ar viði. Hamarshögg frá vinnupöllunum voru felld inn í hljómlistina. © Himins og jarðar hæstur höfuðsmiður lætur hamars högg heyrast úr austri. Hugur Guðs hleður musteri á eilífðar grunni, aldanna kirkju. Fegurð er í formum, festa í veggjum, vizka í hvelfingum og himinbogum. Runir eru ristar að regins vilja. Hæstur höfuðsmiður himins og jarðar hvern mann kallar hamri að lyfta, hrjúfan stein höggva sléttan, svo fletir fágaðir falli þétt saman. Heyrist bergmál horfins tíma. Hallgrímur skáld í hugarsmiðju tungunnar meitli málstuðla sló. Hrukku neistar af hörðu stáli, svo köldum hjörtum kviknar lífgeisli, hljóma söngvar f sálmahofi. Frá barna vörum og brjóstmylkinga berast í hljóði bænarmál. Hallgrímur smiður helgum böndum tengdi þjóð vora tignum drottni. Söfnuð samfelldan signdi krossi. ísaland allt varð að einni kirkju, tindar fjalla að turnum musteris, stuðlar blágrýtis aðstoðum styrkum, háfossaniður hljóðfæraspil. En kærleika Guðs kröftugum rómi er kveðinn lofsöngur í kór björtum eða í kofa við koluljós. í hverju hjarta Hallgrímssálmar helgidóm vígðu hæstum höfuðsmið himins og jarðar „ Létu upp byggjast lifandi steinar í andlegt hús ævarandi". Er barmur bifast bitrum ekka, fæti fipast að finna veg réttan, syndin myrkvar sálar inni, þjáning lamar lífsvon fira Hallgrímur smiður helgidóm reisir. Opnum örmum inn til gleði bauð í Krists nafni börnum alföður, svo barmur ei bifist bitrum ekka. Fótum ei fipist aðfinna veg réttan, synd ei myrkvi sálar inni, þjáning ei lami lífsins von. Því rís hin háva Hallgrímskirkja, tákn þess musteris, er hið mæra skáld Guði byggði í brjóstum þegna. Prédikun Texti: I. Kor. 3,10—11. Hinn hœsti höfuðsmiður himins og jarSar hefir fjöld húsameistara t sinni þjónustu. Hann þarfnast manna til aS styðja að framgangi sköpunar- verksins með þvi aS rækta landiS og hreinsa hafið. Mannlífið sjélft er þáttur i byggingu hans. Jesús var húsameistari, tektón, smiður. Ef þú skoðar uppgröft gamalla húsa í GalNeu, má vera, að þú hafir fyrir augum þér steina, sem meitlaðir voru með höndum hans. Orð Jesu voru grundvöllur húss, sem staðið hefir af sér steypiregn tuttugu alda. Og frá því að land vort tók að byggjast fyrir ellefu öldum, hafa hér verið húsasmiðir i hans þjónustu. Nafn eins þeirra erofarlega ( hugum vorum [ dag, því að senn eru þrjár aldir síðan hann lagði frá sér áhöldin að verki loknu. Þegar snillingurinn Michelangelo virti fyrir sér mynd Donatellis af Markúsi guðspjallamanni, á hann að hafa sagt: Það hefði verið ógem- ingur að hafna því fagnaðarerindi, sem flutt var af svo heilhuga manni. Segja má, að það hafi verið ógem- ingur fyrir hina íslenzku þjóð að hafna því fagnaðarerindi, sem flutt var af sllkum listamanni sem séra Hallgrimi — og svo heilhuga manni. Sagan sýnir raunar, aS til voru menn, sem höfnuðu fagnaðarerindi hins hæsta höfuðsmiðs, þótt flutt væri af snillingum. Þeir voru til, sem ekki sannfærðust af orðum Krists sjálfs. Samt verður því ekki neitað, að listgáfa séra Hallgrlms hefir gert hann flestum öðrum færari til að meitla steina f byggingu kristninnar ( voru landi. En dæmið má einnig skoða frá annarri hlið. Mun ekki snilligáfan hafa þroskazt við það, að hann barðist ekki aðeins við bragþrautir, heidur þrautir sins innra llfs, unz eldur helgrar trúar logaði skærast á arninum i smiðju hjartans. Gildir ekki hið sama um skáldið og fþrótta- manninn, að þvf þyngri þrautir sem tekizt er á við, þvf meira verður atgerfið og afrekin? Hefði skáldið nokkurn tfma náð þeirri reisn, sem raun varð á nema það hefði tekizt á við andans þyngstu þrautir af öllu afli? Segja má, að yrkisefni hans hafi verið f tfzku f samtfð hans. En það þurfti meira en tíðarandann til að kveikja þann eld, sem bræddi járnið undir hamarinn f smiðju Hallgrfms. Honum hitnaði við hjartarætur, er hann heyrði hamarshöggin frá Gol- gata. Höggin, sem þar ráku nagla f lifandi hold, hittu hann sjálfan. Og hann skynjaði, að þau hittu Guð. En hann skynjaði einnig, að maðurinn, sem lá flatur undir höggunum, — hann sem af uppreistum krossinum boðaði fjandamönnum sfnum fyrir- gefningu, — að sá hinn sami var grundvöllur þess musteris, er hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarðar vildi byggja. „Þvf að annan grund- völl getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur". Vér erum hér f hálfbyggðri kirkju. Guð blessi hvern þann, sem lyft hefir hug til bænar eða hendi til verks. Vér erum til þess kvaddir að halda áfram að byggja ofan á þann grundvöll, sem lagður er. „En sérhver athugi, hvernig hann byggir ofan á." Þessi kirkja á að vera landskirkja. Þjóðin öll vill fylgja dæmi Hallgrfms og halda áfram að meitla steinana f þá byggingu, sem hamrarnir á Golgata skyldu rffa til grunna, en tókst ekki. Það verður haldið áfram „eftir þeirri náð, sem oss er veitt". Maður nokkur sagði eitt sinn við mig: „Er það ekki undanlegt, að þið viljið byggja Hallgrímskirkju einmitt nú, þegar þjóðin er hætt að skilja séra Hallgrfm?"

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.