Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1974, Page 7
hefir hann aldrei mátt heita, þótt sumir hafi eignað
honum ýmsa kveðlinga, sem meira líkjast öðrum. En
ádeiluljóð lét honum vel að yrkja; ástarljóð eru engin til
eftir hann né nokkrar heimslistarvísur. Rimum hans og
biblíusálmum þarf og ekki að lýsa, alt slfkt einkennir
meira tízku aldarinnar en hann. Af veraldarkveðskap
hans tekur kvæðið Aldarháttur öllu öðru fram af öllum
hans tækifærisljóðum. Samhendur hans eru sumar
hrein snild, og sömuleiðis smáljóðin: »Ungum er það
allra bezt«, og »Skyldir erum við skeggkarl tveir«,
svo og ungmenna bænir og söngvar, — það allt lifir
enn á vörum þjóðar vorrar. Bezt skilst H.P. ef hann
er borinn saman við beztu skáld samtíðar hans: síra
Guðmund á Felli, síra Sigurð í Presthólum, Laufæs-
ingana síra Magnús og síra Jón, svo og Austfirðingana og
einkum þjóðskáldið sira Stefán í Vallanesi sem frægastur
varð og hægast er að bera saman við H. P. St. 01. virðist
fátt hafa kveðið framan af æfi sinni nema keskikvæði
með litlu siðlegu gildi og með lítilli mannnúð; er sú
mótsögn mikil, að sjá slíkan urmul af ærsla- og léttúðar-
ljóðagerð á svo alvörugefinni öld. H. P. orti aldrei flim, og
gerði sjaldan gys að alþýðunni, en St. Öl. sí og æ, en
aldrei um höfðingja, en þá helzt tyftaði H. P. í sínum
ádeilum. St. Ól. kvað ástaljóð, og það fögur og ágæt svo að
enn eru til, H. P. engin og engar reiðhestavísur. St. Ól.
var skrautmenni og glæsimaður, en H. P. lét sem minst á
séra bera. Síðar á æfinni gerði St. Ól. mikla bragarbót, og
eru eftir hann enn yfir 100 sálmar og andleg ljóð.
III
Þegar vér svo virðum H. P. fyrir oss sem sálmaskáld
eingöngu megum vér sleppa öllum samburði; í þeirri
grein ber hann höfuð og herðar eigi einungis yfir alla
samtíðarmenn sína hérlenda, heldur öll sálmaskáld vor,
sem síðan hafa lifað. Valda því hans sérstöku gáfur og
guðmóður. Þótt þá og síðan hafi verið ort einstök guðræk-
in ljóð jafn fögur og hrífandi, hafa þau verið stutt og á
stangli; en margt á milli að yrkja einn og einn ágætan
sálm, og samstiltan flokk margra sálma eins og píningar-
sálmar H. P. eru. Nú þótti timinn, sem liðinn er frá miðri
17. öld, er sálmarnir voru ortir, hafi að vissu leyti haft
áhrif á sálma þessa eða skoðun manna á þeim, svo
stórbyltingarikur, sem sá langi timi hefir verið, þá má
fullyrða, að álit H. P. sé jafnmikið enn hjá þjóð vorri sem
það var fyrir 200 árum sfðan. Margir eru að vísu, eða
allflestir, fallnir frá réttrúarguðfræði 17. aldarinnar, en
aðgætnandi er, að trúhneigðum mönnum gerir það minna
til þótt skoðanaskifti verði í trúarefnum, menn elska eins
fyrir það hina miklu andríkishöfunda. Trú er annað og
meira en trúarfræði.
Tildrög þess að hann réðist f það stórvirki, að yrkja
sálma fyrir hvern dag föstunnar út af píningarsögu
Krists — þau tildrög má hugsa að hafi verið þessi:
Hann var nú á bezta skeiði, leiddur af guðlegri forsjón
úr örbirgð og umkomuleysi til þeirrar stöðu, er hann
hafði óskað sér, og náð hylli og áliti beztu manna þjóðar
sinnar; hvi skyldi honum þá ekki hafa komið í hug — ef
ekki áðurnefndir hugsjónadraumar, þá samt sú
innriskylda eða köllun, að bæta og fullkomna æfistarf
Guðbrandar biskups með gáfu þeirri, er hann fann að guð
hafði lánað honum. Hann fann til þess, að hin mörgu
góðu rit frá Hólum höfðu sinn galla: þau voru fæst
frumrituð á Islenzka tungu. Or þvi hefir hann gjarnan
viljað bæta. Eða mun hann ekki þá I upphafi fyrirtækis
síns hafa ákallað drottinn á líkan hátt og hann síðar gerði
í versinu: »Gef þú að móðurmálið mitt, minn drottinn
þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt
út breiði?« Eitt er víst: ásetningur hans hefir fyrirfram
verið fastákveðinn og helgaður með bæn og fyrirhyggju
— alt hvað mál, form og tónval snerti. Því eins og Jónas
Jónsson söngfræðingur hefir sýnt og sannað, hefir val
tónanna eftir textum og efnisblæ þeirra verið af skáldinu
grundvallað fullri listaþekkingu þeirra tíma. Eru og
lögin, engu síður en efni og orðfæri, einmitt það, sem
haldið hefir sálmunum nýjum og lifandi á vörum þjóðar
vorrar alt til þessa dags. Tíu ár er mælt að verkið hafi
yfirstaðið, og er hann lauk þvi hafi hann verið hálf-
fimtugur; fer og fjarri því að nokkur afturfara- eða
vanhcilsumerki finnist á sálmunum, heldur er því lfkast,
að höfundinum hafi vaxið ásmegin eftir því sem verkið
lengdist, og það svo, að síðari tveir fimtu partar sálmanna
eru berlega bezt ortir og jafnastir. Tvær aðilhliðar píning
arsálmanna vil ég benda á fyrst hina siðfræðilegu, en
siðan hina trúarlegu, þótt trú og siðaspeki fylgdist að í
öllum góðum sálmakveðskap. Að öðru leyti er ekkiert
hagræði að benda á nokkur sérstök einkenni á þessum
sálmum, svo heilsteyptir og sjálfum sér líkir eru þeir, en
það einkennir áreiðanlega sálma H. P., að hvar sem menn
hitta vers innan um annara manna sálma, bera Hallgríms
af eins og gull af eiri. Hitt er og einstakt, hve hreinu og
eðlilegu islenzku máli skáldið hefir kunnað að halda
sálmana út, að fáeinum orðum og hendingum undantekn-
um, þar sem málleysur og hvers konar smekkleysur og
lýti var almenn tízka á skáldsins dögum, enda stingur sú
list í stúf við flest annað, sem hann sjálfur orti — nema
hið allra vandaðasta og frumlegasta eins og aldarháttinn,
og hinn fræga sálm: »Alt eins og blómstrið eina«. Og —
það er satt — eitt er yfirleitt sem einkennir píningar-
Lágmynd Einars Jónssonar myndhöggvara af Hallgrfmi
Péturssyni.
sálmana, ef rétt er athugað, og það er hin óvenju skarp-
lega heimfærsla texta og dæma upp á daglegt líf og
reynslu, enda fylgja þar með sífeld spakmæli og heilræði,
svo fast og hnyttilega orðuð, að þau skorðast í minni
manna.
En svo er eftir hin trúarlega hliðin, er ég nefndi, og hin
skáldskaparlega. Þeirri hlið má lýsa í fám orðum. Trú
skáldsins er ávalt hin sama, heit, föst og vakandi. Trú
hans og andríki verður ekki aðskilið. Þó er munur
sálmanna, sem fer nokkuð eftir textunum, þar eð sumir
örfa meir til andrikis en aðrir; rýrir sálmar finnast
hvergi í flokknum, en andríkisminstir virðast vera sálm.
»PíIatus hafði prófað nú« og »Hér þá um guðs son
heyrði« (20. og 26. s.) Frá sjónarmiði listar og andagiftar
eru tilþrif skáldsins eða sprettir eftirtektaverðast —
sprettir frá lægri stöð til hærri í meðferð textanna. Þar
sést bezt listamaðurinn, sem aldrei fer þó hærra en svo,
að hann svíður ekki vængina á fluginum, né lendir í
ógöngum rímleysu, íburðar eða myrkurs. Er óþarfi og
máske villandi að lýsa með dæmum skáldskap H.P. og hin
lýrisku tilþrif eru þess eðlis, aö þau hrífa, og þá er alt
fengið.
»Steini harðara er hjartað það«, segir H. P. en f dag
hugsar margur kennimaður þessa lands: Steini harðara
er hjarta það, sem ekki kemst við af þakklætistilfinningu
við guð fyrir Hallgrím Pétursson. Og steini harðara er
það hjarta, sem ekki kemst við þegar þess er minst, hvað
vér eigum heilagri forsjá að þakka meira en margar
stærri þjóðir því að tiltölu við fólksfjölda og ástæður
framleiddi vort harða, sárpinda land á þess mestu
reynsludögum fleiri frægðarmenn en nokkurt annað land
oss kunnugt.
Og svo viljum vér svara anda vors ódauðlega skáldmær-
ings og segja:
Trúarskáld, þér titrar helg og klökk
tveggja — þriggja alda hjartans þökk!
Niðjar Islands munu minnast þín
meðan sól á kaldan jökul sin.
/
Ur verald-
legum kveðskap
Hallgríms
Péturssonar
Mansöngur úr
Króka-Refs rímum
Hér skal fánýt Frosta hind
fram úr nausti renna,
og göfugri senda laukalind
Ijóð af orða penna.
Mér var aldrei menntin föl
né málasnilldin fríða,
engin hef því efni um völ
Óma duggu að smiða.
Enn mig biður þó auðar ey
ekki lengi að þegja.
Veit ég þvi, að vífunum nei
varla tjáir að segja.
Þó ætti brúðurin hefðarhög
hýru sinnar njóta,
nauðsyn brýtur löngum lög,
leggst það mér til bóta.
/
Ur rímum af
Lykla- Pétri
og Magellónu.
í því lítur hún upp með gát,
af odda njót þá hvergi veit.
Huggun þrýtur, herðirgrát.
Hvarma fljóta vötnin heit.
Hátt nam pella væn um völl
vefjan kalla, búin snill.
Ómegin féll á þorna þöll.
Þrautin valla linastvill.
Raknar aftur refla nift,
rauna tæpt stóð hyggju loft.
Minkaði kraftur, megn er svift.
Meyjan æpti títt og oft.
Frá Hvalsnesi.
Matthías Jochumsson.
©