Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1974, Side 8
Saurbær á Hvalfjarðarströnd er órjúfanlega tengdur
minningunni um Hallgrím Pétursson. Öld eftir öld hafa
landsmenn allir lesið þetta nafn á titilblöðum Passíu-
sáimanna, en þá varð að prenta upp aftur og aftur, af þvf
að menn „þykjast eigi vera ofmettir af þeim“, eins og
Þórður biskup Þorláksson kemst að orði í formála Passfu-
sálmanna 1696.
Þá var og nafn Saurbæjar á titilblöðum annarra bóka
Hallgrfms í bundnu máli og óbundnu, en þau rit komu
mjög oft út, þótt ekki jöfnuðust þau við Passíusálmana.
íslendingar hafa því tengt nafn Hallgrfms svo fast við
Saurbæ á Hvalfjarðarstönd, að þeir koma nálega af
fjöllum ef talað er um, að hann sé Skagfirðingur að ætt
og uppruna.
Það er enginn efi, að viðrigóin hafa verið mikil.
„Þakkaði hann Guði og yfirvöldunum fyrir þau umskipti,
helzt, að hann slapp frá Hvalsnesi", segir séra Vigfús i
æfisögunni. Vafalaust hefir Hallgrfmur, hinn einstæði
mannvinur, líka þakkað Árna á Hólmi og sóknarmönnum
í Saurbæjarprestakalli fyrir þetta, þvf að þeirra var
frumkvæðið að flutningi séra Hallgríms þangað. Hann
hefir vel getað haft þetta í minni ekki síður en annað, er
hann kveður svo í Passíusálmunum:
Þakklæti fyrir góðverk gjalt
Guði og mönnum líka.
Séra Ólafur Böðvarsson hafði haldið Saurbæjarstað frá
því árið 1623, en andaðist vorið 1650. Brynjólfur biskup
vildi koma því á fullkomlega, að ekkjur presta nytu
„náðarárs“, þ.e. mættu sitja kirkjustaðina næsta ár eftir
dauða manna þeirra, er í embætti önduðust. Var þetta og
sérstaklega eðlilegt, þegar prestur andaðist rétt um far-
daga, eins og hér átti sér stað. Er líklega til getið af séra
Vigfúsi, að þeir Saubæjarsóknarmenn hafi kosið séra
Hallgrím um haustið (1650) og því síðan verið komið á
framfæri við biskup og umboðsmann höfuðmanns um
veturinn. En lesið var á þingi veitingarbréf séra Hall-
grfms, út gefið af Matthíasi Söfrenssyni, umboðsmanni
Henriks Bjelkes, dags 8. aprfl 1651. Þarf ekki að efa, að
það hefir verið Árni bóndi Gíslason á Ytra-Hólmi, sem
gengizt hefir fyrir þessari kosningu. Hefir Hallgrími
mátt vera það mikil stoð og þægileg viðbrigði frá þeim
gikkjunum syðra, að koma í nágrenni við Árna. Kvað og
séra- Hallgrímur snilldarfögur erfiljóð eftir Árna, en
hann andaðist, fáum árum eftir að hann hafði hjálpað
Hallgrími til þess að fá Saurbæ og komið honum þann
HALLGRÍMS-
MINNING
Kafli úr bök
Magnúsar Jónssonar, pröfessors
um Hallgrím Péfursson
Saurbærá Hvalfjarðarströnd.
Það væri fróðlegt og til skilningsauka á skáldskap Hallgríms
Péturssonar, ef unnt væri að rekja ritferil hans af nákvæmni
ákveða, frá hvaða tímaskeiði hvert Ijóð hans eða önnur verk
hans eru, og sjá, hvernig hann breytist og þroskast með aldri.
Háldán Einarsson víkur að þessu í þvi, sem eftir honum er haft
hér að framan, og Grfmur Thomsen segir, að eftir þvf, sem
næst verði komizt, séu „flest veraldleg kvæði háns ort áður en
hann varð prestur, og þá einnig rímurnar." Dómur þessi er þó
fremur hæpinn og einnig óákveðinn, því að ekki er hægt að sjá
með vissu, við hvað Grfmur Thomsen á með „veraldlegum
kvæðum."
Ritferil Hallgrfms mætti rekja eitthvað á þessa leið:
Frá fyrsta tímabilinu eru rímurnar atkvæðamestar. Hefir
Hallgrímur þá af kappi lagt stund á allt það, er til þess þurfti
að gera rfmurnar sem bezt úr garði. Hann þjálfar rimgáfu sfna
og rfmþekkingu, æfist í f rásagnarlist og eykur þekkingu sfna á
eðli og uppruna kenninga. Edda er gullnáma hans, og f henni
nær hann svo mikilli þekkingu, að hann getur fundið að
kenningum annars eins þjóðskálds og Bjarna skálda. Þá hefir
Hallgrímur á þessum árum ort mikið af lausavfsum og ýmiss
konar kveðlingum og ekki allt sem vinsælast. Er vafalaust
margt af þvf glatað. En ekki kæmi það á óvart. þó að töluvert
af þvf orði, sem af Hallgrfmi fór um illan kveðskap og
óprestlegan, stafi frá þessu tfmabili. Hann er á þessum árum
hinn vanmetni snillingur og verður á að láta örvar fljúga
nokkuð ógætilega.
Þetta fyrsta tfmabil skiptist þó í tvo hluti, áður en Hallgrfm-
ur varð prestur og eftir það, en engin tök eru nú á að greina
þarna á milli. Hefir Hallgrfmur án efa skipt allmikið um háttu
við það, að hann tekur vígslu og gerist embættismaður f
kirkjunni, orðið gætnari og hugarstefnan mildari. Þá hefir og
hugur hans farið að beinast meira frá rfmnakveðskapnum að
hinni megingrein bókmennta þessara tfma, er nær stóð núver-
andi stöðu hans, en það var andlegur kveðskapur. Ljóð, sem
vér vitum. að hann orti syðra, svo sem eftirmælin eftir
Steinunni litlu og ádeila eins og Flærðarsenna. sýna, hvflfkum
fastatökum hann hafði náð á kveðskapnum og hve djúp
hyggja hans var.
Svo hefst næsta tfmabil skáldferils Hallgrfms, hásumarið,
blómatfminn, er kemur, eins og hvert annað sumar, ósjálfrátt
og án snöggra umskipta eftir vortfmann. Hallgrfmur fer að
yrkja Biblfuljóð, rlmur i þeim anda, sem hann vissi, að
Guðbrandur frændi hans vildi fá í stað hinna rfmnanna.
Hallgrfmur fer að Saurbæ, og þar færist þessi kveðskapur í
aukana. Hann les guðfræði af kappi, yrkir Samúelssálma og
þvf næst Passfusálmana og fer að rita f óbundnu máli. Um
þessar mundir verða og vafalaust flestir fegurstu sálmar hans.
Upp úr 1 660 dregur úr þessu. Hann skrifar mörg eintök af
Passfusálmunum og sendir þá ýmsum, en erfiðlega gengur að
fá þá prentaða. Hugur hans hneigist nú meira að öðru, við hlið
prestsskaparins, sem alltaf er honum hið mesta hjartans mál.
Fornfræðin, forna ástin frá rimnatfmabilinu, fer að sækja á.
Hann lendir f þeirri öldu, sem rfs m.a. við það, að Þormóður
RITFERILL
Hallgiíms Pétnrssonar
Kafli úr bók
Mapúsar Jónssonar
prófessors
Torfason kemur hingað heim. Hann fer að skýra fornar visur,
lætur í Ijós skoðun sfna á Völuspá, aldri og gildi forntungunnar
og fyllist áhuga á þvf að vekja þjóðina með því að draga upp
fyrir henni myndina af fornöld islands, þegar allt var f blóma.
En þá steðja að Hallgrfmi miklir erfiðleikar. Bærinn f
Saurbæ brennur. Hann verður sjálfur hættulega veikur. Og
svo fer holdsveikin að sverfa að honum. Hann yrkir þó alltaf
tækifærisljóð og spekikvæði, róleg og fögur, en án verulegra
átaka. „Andleg keðja" verður til á þessu tfmaskeiði. Barna-
spurningarnar gætu verið ávöxtur þessa tfmabils, hausttfmans
róiega í Iffi skáldsins. Vel gæti ég og hugsað mér, að Eintal
verði til á þessu tfmaskeiði. En hregg ganga og yfir. og gætu af
þvf stafað þau kvæði, er bera vitni um sár vonbrigði.
Loks er svo lokaþátturinn. Yfirvofandi nálægð dauðans
dregur huga skáldsins aftur frá öllu jarðnesku. Hann horfir nú
eingöngu upp og fram, og andi hans hefst að nýju í sfna fyrri
hæð, örskamma stund. Þá verða hinir miklu andlátssálmar
hans til. Hinn hart nær óskiijanlegi kraftur þoirra stafar ef til
vill meðfram af því, að þetta flug er gripið eftir nokkra hvfld.
Þessi ferill er rakinn með öllum fyrirvara. En varla er hann
þó mjög fjarri réttu. Hitt er heldur galli, að fjöldi af sálmum
Hallgrfms og kvæðum er utan við hann og óvfst, hvar þau eiga
heima. Passfusálmarnir eru kjarninn ! starfi Hallgrfms, og það
hefir hann vitað vel sjálfur. Hann hefir vitað með vissu, er
hann hafði gengið frá þeim, að annað eins verk ynni hann ekki
sfðan. Og þó má segja, að hér sé tvfstirni. Diarium er hin
stjarnan, Ijósdaufari miklu að vfsu, en aðalverk Hallgrfms á þvf
sviði, sexdagabók, hexaemoron, sem Hallgrfmur lagði allan
hug við að gera sem bezt úr garði.
veg í trygga og góða höfn eftir langa hrakninga. Mega
íslendingar og gjalda Árna bónda Gíslasyni ævarandi
þakkir fyrir liðveizlu hans alla við Hallgrím fyrr og síðar,
þegar honum lá mest á. Verður það seint að fullu metið.
Hefir honum farið gagnstætt „þrælunum f Hraununum“
og uppskorið annan ávöxt. Árni var sagður ódæll í æsku
eins og þeir fleiri Gíslasynir Þórðarsonar. En ef til vill
hefir einmitt það greitt honum leiðina til skilnings á
yngra bróður, sem f erfiðleika hafði ratað sakir óstýrilæt-
is, en mannsefni var f.
Er nú eins og um skipti fyrir séra Hallgrími. Brynjólf ur
biskup vísiterar f Saurbæ 27. ágúst 1652. Fóru þá fram
vitnisburðir, og bar prestur sóknarmönnum og sóknar-
menn prestinum góðan vitnisburð. Það er sólskin yfir
Hvalfirðinum frá upphafi veru Hallgríms þar. Og það er
sama blíða kvöldskinið yfir síðari ummælum Brynjólfs í
bréfi til umboðsmanns höfuðsmanns 1668, þar sem hann
segist hafa „fornumið á hans (þ.e. Hallgrfms) bréfi, að
hann vildi gjarnan við plássið blífa, svo lengi, sem hann
gæti þjónað, og sóknin vildi með nægjast".
Gömul þjóðsaga segir og, að séra Hallgrímur hafi lofað
Guði því í þakkarskyni, „að minnast skyldi hann frelsara
síns, sem hann mætti, fyrir lausn úr volæði og vélabrögð-
um Suðurnesinganna, og þá hafi hann á einni langaföstu,
litlu eftir það að hann var kominn að Saurbæ, setzt við og
byrjað að yrkja Passíusálmana". Hermir sögn þessi það
vafalaust rétt, að viðrigðin, er nú urðu á æfikjörum
Hallgríms, hafa leyst úr læðingi allt það, sem bezt var í
fari hans og skáldskap.
En viðburðalítið er líf hans, og fara svo sem engar
sögur af honum fullan áratug, eftir að hann kemur að
Saurbæ. Hann hefir haldið slnum alþýðlegu háttum öll-
um, verið eftir sem áður „uppi á slétta bændavísu",
gengiö að heyskap með fólki sínu og gert að gamni sfnu I
sinn hóp. Hann hefir ekki orðið neitt duglegri en áður í
veraldarvafstri né röggsamari um innheimtur eða slíkt,
eins og síðar verður að vikið. En þvf meiri auðæfum hefir
hann safnað hið innra með sér. Hann hefir án efa lesið
mikið og hugsað þvf fleira. Á næsta áratug, eða rúmlega
það, verða Passíusálmarnir til og vafalaust meginþorrinn
af ágætustu verkum hans. Verður rætt um það síðar,
hvað eftir Hallgrim liggur frá Saurbæjardvöl hans og
hvenær það er samið, eftir þvf sem það verður vitað. Er
því óþarfi að fjölyrða um það hér.
Titilblað með rithönd Hallgrlms. Að neðan: Hallgrlmssteinn I
Saurbæ, þar sem sagt er að Hallgrfmur hafi löngum setið og
ort.