Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Side 6
Þessi saga er þáttur úr smásagna- flokki um New York eftir K.K. Sumar sagnanna birtust í Nýju Helgafelli. Kristjan Karlsson EINDAGAR Myndskreyting: Eiríkur Smith NEW York. Stríðinu var nýlokið. 1 nokkra daga barst á f dagblöð- unum lítill, spengilegur sundur- gerðarmaður f manngildi við Enrico Caruso, þegar vegur hans var mestur. Þessi maður var Phillip Musica, fátækur drengur frá Litlu Italíu á Manhattan, New York, sem hafði undir fölsku nafni og með prettum og sjálfs- menntun tekizt að verða efna- fræðingur mikils lyfsölufirma og draga sér ógrynni fjár, en loks verið staðinn að verki. Núorðið man ég lítið úr þessum frásögn- um, nemaaðieinhverjublaði var staðhæft, að Mr. Musica væri ekki annað en léleg persðna úr sögum F. Scott Fitzgeralds frá bannár- unum. „Það væri öllum fyrir beztu,“ sagði höfundur greinar- innar, „ef signor Musica vildi gjöra svo vel að fara aftur heim til sfn og hætta að blanda sér f veruleikann.“ Júlía vann á blaði niðri f borg. Við lásum ekki framar Scott Fitzgerald; hann var okkur liðinn tfmi, og víst var signor Musica fornfálegur f skjótu bragði með uppbrotið hattbarð vinstra meg- in, hvftar iegghlffar og handa- burð eins og hann ætlaði að fara að syngja. Við kunnum auðvitað eins og aðrir hina frægu setningu úr Gatsby mikla, að „við berjum áfram, bátar mót straumnum, sem berast án afláts ttl baka inn f fortíðina." En við lásum ekki lengur Fitzgerald, við lásum Stendhal og vissum frá honum, að „hjörtu manna á ítalfu“ — eða f Litiu Italíu — eru öðru vfsi sam- sett en annars staðar. Fyrir sjón- um okkar var signor Musica snar- lifandi og heimur hans veruleik- inn. Við hittumst stundum um fimmleytið á veitingastað, sem hét The Whispering Inn og geng- ur austur úr Broadway í lág eða fornu dalverpi, sem verður áður en Manhattan tekur að rísa norð- ur til Morningside Heights. £g bjó á næstu götu. Samt höfðum við lengi vel sniðgengið þennan stað vegna nafnsins: „Vertshúsið þar sem menn hvíslast á“, eða þvfumlfkt og uppnefnt hann „Tehús grafarans", af því að nafnið minnti óneitanlega á puk- ur bannáranna með gin á tekötl- um og hljóðláta vigamenn f sög- um Fitzgerálds. En einhvern dag, þegar við sá- um af tilviljun glaðværan hóp af fólki (frá brúðkaupi, útför?) þyrpast inn um fornfálegar dyrn- ar, þá eltum við af forvitni. Fyrir innan tók við langur bar og dimmur með ofurlftið bjartari matsal þvert fyrir enda, þar sem blasti við f skfnandi Ijósi á miðj- um gafli málverk af Goifo di Spezia. Hið glaðværa fólk var horfið sporlaust, eins og það hefði gengið rakleitt út um bakdyrnar eða öllu heldur málverkið, þvf að hér vóru engar bakdyr sjáanleg- ar. Staðurinn var jafnhljóður og oftast síðan, þegar við komum þar, nema hvað tvær rosknar kon- ur með mikla svarta hatta sátu undir mynd flóans og drukku te (gin?) og töluðu hátt um eigin hagi. En f þetta sinn varð okkur starsýnna á ofurlitla mannsmynd í f jörunni yzt f hægra horni mál- verksins. Þetta var maður með Caruso-hatt á eins konar sjakett með langröndóttar skálmar og bar hönd fyrir auga f stellingu Byrons að svipast út flóann eftir vini sfnum Shelley, áður en hann styngi sér til sunds að leita hans, er farinn var undan, er ekkert hann batt ódáins feginn að landi. Shelley var ósyndur. Ekkert fékk dregið úr fögnuði okkar yfir þessari mynd, nema Júlía sagði allt f einu: „Ekki að nota hann“ og hún sagði það snöggt og alvarlega, sem var und- arlegt, þvi að þetta var ekki annað en hversdagslegt viðkvæði okkar, þegar eitthvað mjög skemmtilegt bar við: það merkti að skemma það ekki með því að skrifa um það, og ég var að skrifa. Það merkti auðvitað lfka, að við vór- um mjög ung, og héldum við gæt- um ráðið því hvað við „notuðum". Eg veit núorðið, að Júlfa skildi þetta löngu fyrr en ég, þó að hún léti mig ekki vita það, og eftir andartak var hún aftur eins og hún átti að sér að vera. Það gladdi okkur meira en orð fá lýst, þegar barmaðurinn kom f ljós f réttum stfl: ör í hægra handarbaki, virðu- leiki, sikileyskt yfirskegg; og ég man ekki lengur hvernig sá slæmi grunur læddist að okkur sfðar, að hann væri rúmenskur sfgauni. Við hændumst að staðn- um; það var að vísu mikið ryk og alltaf dáiftið fúkkabragð af sterk- um, þurrum marteininum, en maturinn var einkennilega góð- ur, og það var aldrei mjög gest- kvæmt, svo að við vissum. Stund- um var þar enginn, nema við og konurnar tvær með svörtu hatt- ana, sem varla brást að sætu allt- af þar sem við sáum þær fyrst, undir myndinni af Speziaf lóa. Eg notaði ekki litla manninn við flóann; ég skrifaði jákvæðar smásögur f þeim tilgangi að græða mikið fé, en þær komu jafnharðan aftur um póstinn eins og boltar úr gagnsæjum vegg. Handan glersins brá gullslit á óravíðar gresjur Ameríku; þann- ig kvað Apollinaire: A morgun siglir skip mitt til Amerfku, og ég kem aldrei til baka með þá peninga, sem ég græði á Ijóðrænum sléttunum,... Gull sléttunnar lá áfram óhreyft í ljóði Apollinaires og dagdraumum evrópskra höfunda, en einn dag kom Iftil ávfsun f löngu umslagi frá Mr. Rubin við óþekkt tfmarit f myrkum afkima við Times Square f hjarta borgar- innar. I fljótu bragði virtist það hæfilegt fé til að halda upp á daginn á ekki dýrari stað en The Whispering Inn, en það reyndist misskilningur. Við vórum á útleið með barn- um, og maður borgaði reikning- inn f krók út við dyrnar. Eg man, að Júlfa var að tala um útgefanda, sem við þekktum lftillega: „... það er sama, hvað hann hellír miklu gini á gleraugun og hvern- íg sem hann þurrkar þau á bind- inu hann sér aldrei nema kostnað inn,“ þegar mér varð ljóst, að ég átti langt frá fyrir kostnaði, Mr. Rubin. Það rann sömuleiðis upp fyrir mér í fyrsta sinni, að ég þekkti ekkert til staðarins, og mér varð ósjálfrátt litiö inn að myndinni; jafnvel kerlingarnar með hattana vóru aldrei þessu vant ekki á sfnum stað. Júlfa ieit á mig, og ég sá um leið, að hún átti ekki peninga heldur, en allt f einu stóð við hliðina á mér lág- vaxinn maður með hár f pompadúr. „Phillip Musica,“ sagði Júlfa óðara f hálfum hljóðum, hinum megin við mig. „Er allt í lagi?“ spurði maður- inn. ,JÉg skal ábyrgjast,“ hvfslaði Júlía, „að þetta er eigandinn, og við erum hérmeð komin í upp- þvottinn." „Reikningurinn?“ spurði mað- urinn blátt áfram. „Já,“ sagði ég, „það var heimskulegt.“ „Það er allt f lagi,“ sagði mað- urinn, „má ég lfta á hann?“ Hann þæfði blaðið snöggvast milli þumalfingurs og vfsifing- urs, braut upp á hægra hornið að neðan, lagði reikninginn á barinn og tók upp penna áletraðan tveimur gylltum stöfum, J.M. Ég hvíslaði að Júlíu: „Ekki P. heldur J, Joseph Musica? Þekkjum við hann?“ „Joseph Morte,“ sagði Júlfa með ókennilegum hrolli, „Joseph Dauði“. „Hvað?“ sagði ég gramur, því að ég kannaðist ekki við tóninn f rödd hennar. „1 guðs bænum.“ Maðurinn gerði einhvers konar merki með pennanum f efra horn- ið til hægri á reikninginn, og lagði hann innar á barinn. Hann sneri sér að okkur og brosti og sagði: „Eg sé ykkur aftur. Vóruð þið að halda upp á eitthvað?“ „Smáheppni," sagði ég, „en hún er útrunnin." Hann brosti aftur, tók f höndina á mér og var horf- inn inn með barnum, áður en ég gáði að spyrja hann til nafns eða þakka honum fyrir. Þegar við komum út, sagði Júlfa: „Sástu merkið, sem maður- inn gerði á reikninginn. Eg get svarið það var kúpa og bein kross." „Hvaða vitleysa," sagði ég, „það var galdrastafur Somerset Maug- hams, lukkumerkið, sem hann hefir framan á bókunum sfnum.“ „Hvað sem öðru Ifður, er ég viss um að hann hefir betri smekk en það. Talaðu f alvöru." Eg skildi ekki óhugnað Júlfu, og reyndi að eyða honum með þrautprófuðu ráði: „Jerome Weidman segir nú samt f grein í New York Times, að allir kunni að meta Maugham, frá stelpum í Seattle upp til Audens,eða öfugt.“ „Jerome Weidman," sagði Júlía fyrirlitlega. „Ef þú ert ekki viss um, hvort þetta var eigand- inn, hver var það þá og hvað vildi hann okkur?“ Eg slapp við að svara, þvf að við vórum að fara yfir Broadway og þetta var f ljósaskiptunum og sfð- ustu og mestu önn dagsins, þegar borgin fylltist af niði, sem er sterkari nokkru brimhljóði, und- ir fegursta grábláum himni, sem augað fær litið að haustinu. Tii vonar og vara er'ég að fletta upp f Dagbók Stendhals, sem ég hefi ekki opnað árum saman. Undir ttalfa, 20. sept. 1811 stend- ur: „Hvílfkur lofstfr um þetta land var lýsing signoru Pietragrua á skaplyndi signors Bossi (málarans), sem lauk með þvf, að hún sagði: „Hann er svik- laust hættulegur maður.“ Þetta er ekki sama eintakið og ég var með 20. sept. 1945, þvf að ég týndi þvf seinna f jarðbrautarlestinni f Brooklyn, en samt eru á þessari blaðsfðu blettir, sem ég kannast ekki við, tómatsósa, rauðvfn? En ég var með Dagbókina með mér til að lesa, ef ég skyldi þurfa að bfða, daginn þegar ég ætlaði að endurgreiða Mr. J.M. (enn fórst fyrir að spyrja hann að nafni eða öllu heldur var það kannske orðið of seint f bili). Hann sat á stól við barinn, þeg- ar ég kom. „Hvernig gengur?" sagði hann, „er tímaritið komið út?“ „Hvað,“ sagði ég. ,JÉg komst ekki hjá því að heyra, hvað þið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.