Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Page 7
vóruð að tala um,“ sagði hann. „Má ég lesa það, þegar það kemur út?“ Það var ekkert lítillæti I viðmóti hans og ekki tómlæti heldur; ég man betur en orð hans, að mér var ljóst, að hann hafði til að bera kurteisi, sem var óvió- komandi vingjarnleik eða góðum siðum, en skyldari óttaleysi við trúnað og var rétthverfa annars og hættulegs eiginleika, sem er fólginn í því að geta knúið fram trúnað annarra og nátengdur hæfiieika til að lifa lifinu af í þessari borg. Hann spurði um hvað ég skrifaði. „Ekkert raun- verulegt," sagði ég, „bara sögur,“ og bætti við í gamni af vizku aldurs míns: „Það er háskalegt leyndarmál, en allar bókmenntir eru bara um aðrar bókmenntir." Hann leit á mig, og umhverfis sig á staðinn, og aftur til mín og brosti: „Ég skil, ef til vill. Ekkert er nýtt. Og ef maður er drepinn i sögu, þá er höfundurinn bara að drepa mann fyrir öðrum höf- undi.“ „Til dæmis,“ sagði ég, en spjalli okkar var f raun og veru lokið, og ég hafði ekki ennþá greitt honum. Ég lagði Stendhal frá mér á barinn, og maðurinn sagði: „Ah, má ég sjá?“ Hann fletti bókinni og staldraði við dag- setningarnar með vísifingri, eins og hann væri að leita f almanaki. „Ah,“ sagði hann aftur, „hér er eitthvað við daginn f dag.“ Hann las kaflann, sem að ofan greinir, hvað eftir annað: „Mjög vingjarn- legt,“ sagði hann, „Sannur vinur Italfu, þessi herra Stendhal. Hver var hann?“ En áður en ég fengi svarað nokkru, kom barmaðurinn skyndilega og sagði eitthvað á ftölsku, og maðurinn stóð upp, kinkaði til mín kolli sagði andar- tak og var horfinn. Eg fór að fletta Stendhal, og hugleiddi áhugalaust, hvað hættulegur mað- ur merkti. Staðurinn var hljóður, nema hvað tal kvennanna tveggja barst innan úr salnum, og f fyrsta sinn fór ég að leggja eyrun við, hvað þær sögðu. Gamall þjónn, sem stundum brá fyrir i matsaln- um stóð hjá þeim, og þær ávörp- uðu hann og hvor aðra til skiptis. Skyndilega fylltist salurinn af tali þeirra, og ég finn brot úr þvf enn f ruslakistu minnisins, eins og margt óvelþegið dót, sem ekki vili skilja við mann: „Skál með blönduðum ávöxt- um, tvö egg soðin skurnlaus, stór- an bita af pæju og te. Hvenig ætli standi á því, að ég finn ekki leng- ur bragð að te?“ „Ég hef þrjú herbergi, gott svefnherbergi, gott eldhús, góða stofu og gott bað,“ sagði hin rödd- in f kvörtunartón. „Hafði engan tíma, var of önn- um kafinn að græða peninga of fljótt. Hefði átt að hugsa um kon- una sfna. Hún var veik kona, veik kona. Drekkti sér.“ „Færðu mér rúgbrauð, ekki samt með kúmeni. Og snúða og hafa þá góða og stóra.“ Tíminn leið og maðurinn kom ekki aftur, barmaðurinn kom ekki heldur. Eg gekk fram að kassanum, þar sem stúlkan gjald- kerinn var og spurði hana um manninn, sem ég hafði setið hjá. Hún hristi höfuðið og yppti öxl- um. Eg fór heim með þeim ásetn- ingi að koma daginn eftir og gera upp. En ég kom ekki daginn eftir og ekki i langan tíma. Júlfa var veik og ég heimsótti hana daglega. Loks kom hún á fætur og einn daginn heyrðum við aftur frá Mr. Rubin og mundum aftur eftir The Whispering Inn. Við komum þar Myndskreyting: Alfreð Flóki Indriöi G. Þorsteinsson LJÓÐIÐ UM ÞEKKING- UNA Hún dró út úr hnykli bandprjón og bar hann að bók sem reyndist um afturgöngur og drauga. Laut fram í gráðið °g pfrði á hvert prentað blað og prjónninn hvassi leiddi mitt starandi auga. uns huga minn fyllti rödd hennar rökkurgeig, svo römm var nauðin er menn urðu bljúgir að þola, þegar mórar og skottur við túnfótinn tóku sveig í tunglskinsreisu á húðinni af Þorgeirsbola. Geigvæn var þjóðin er þyrptist á kvöldin nær, þar voru margir frægir í einum hópi. Um þetta var lesið og þulið í vikur tvær uns þruskið í prjóninum líktist helst neyðarópi. En þrátt fyrir óttann kennist hver stafur og strik. í stríði dagsins þekking á lesningu nærist, þótt f rökkvaðar gáttir safnist sveimur og ryk að sama skapi og meira af bókunum lærist. um soxleytið og það var ðvenju- margt fólk, en maðurinn, sem við leituðum var hvergi sjáanlegur. Við stóðum við barinn og ég spurði barmanninn eftir honum, en rak f vörðurnar, þegar ég átti að lýsa honum. Ég skrifaði J.M. á blað og rétti barmanninum, en hann svaraði einhverju á ftölsku sem ég skildi ekki um molti clienti, marga gesti sem kæmu og færu, og var á burt. Það var ný stúlka við kassann. En Júlfa sagði: „Þeir hafa drepið hann fyr- ir eitthvað, sem við höfum ekki hugboð um,“ og það var eins góð skýring og hver önnur. Ég leit á hönd hennar, sem hélt um glas á barnum. Það stóðu örsmáir svita- dropar ofan á þumalfingrinum, og ég vissi ekki hvort það var af kvölum eða ótta. Við fórum og komum ekki aftur; eftir nokkrar vikur var Júlfa dáin. Ég sé frétt í blaði frá New York, þar sem stendur að eigi að rffa „House of Whispers" (svo), „niðurnfddan veitingastað frá bannárunum með misjafna fortfð að baki“, en banki f góðu áliti hefur tekið að sér að reisa stór- hýsi á grunni þess, „með aðstöðu á neðstu hæð“. Ekkert er þvf til fyrirstöðu, að þessi ráðagerð nái fram að ganga, nema óljós eignar- réttur eða vffilengjur eigenda. En talsmaður bankans segir „einungis tfmaspursmál, að hrundið verði af stað fram- kvæmdum f þessa átt.“ Ég dreg það f efa, sem er ekki að marka, þvf að ég hefi alltaf búizt við að koma þar aftur, þegar ég á leið um, þó að það hafi dregizt. Eftir á að hyggja, þá stendur f þessu blaði, að byggingin sé núm- er 1118 við Broadway, sem hlýtur að vera prentvilla, því að hún stendur miklu ofar. Ég las þetta hins vegar hvað eftir annað sem 1811. Það var ein af þessum skrýtnu, einslegu missýnum, sem ber fyrir mann öðru hverju og merkja ekki nokkurn skapaðan hlut nema duttlunga, óheiðarleik og ósvffni minnisins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.