Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Page 8
Lómagnúpur, eftirlætisviðfangsefni Jóhannesar Kjarval, þegar hann dvaldist og málaði þarfyrir austan. KJARVAL í FLJÓTSHVERFINU Á DJÚPÁR- BAKKA DRAKKÉG VATN ÚRLÆK Eftir Vilhjálm Eyjólfsson á Hnausum Eitt svipmesta byggðarlag þessa lands er Fljótshverfið. Þar skipt- ast á eyðisandar, hálendi, gróður- vinjar, eldhraun og himingnæf- andi fjöll. I norðri eru Dalfjall og Harðskafi, en útverðir byggðar- innar til beggja handa eru núparnir Fossnúpur og Lóma- gnúpur, sá síðarnefndi með hæsta standberg á landinu. I suðri eru vötn, mýrarflæmi, og eyðisandar unz úthafið tekur við. I Fljótshverfi er dreifð byggð, einangrað mannlíf, eins og raunar á öllu svæðinu „milli sanda“, milli Mýrdalssanda og Skeiðarársands, en þessir sandar eru þeir mestu í byggðum hér á landi. Er þjóðvegurinn er farinn aust- ur eftir Fljótshverfinu leggur vegurinn fyrst yfir hraunið. er rann úr Lakagígnum 1783. Þarna rann Hverfisfljót áður „fyrir eld“ eins og við hér segjum enn. En það var fljótur að koma þarna gróður. er eldgosið hafði fært fljótið austar. Sauðféð varð vænt á nýgræðingnum og mennirnir fylgdu sauðkindinni eftir. Þarna byggðust 5 bæir nokkru „eftir eld.“ Hraunhól og Sléttaból vest- ast, byggðir úr Fossi á Síðu, og Teygingalækur og Hruni austast, byggðir úr Seljalandi. En nokkuð fyrir miðju voru Orrustustaðir, nú komnir í eyði. Þeir voru frá öngvum teknir. Þar var „einskis manns land“, vígvöllur stórfljóts- ins. Til norðurs eru Dalshöfði og Seljaland og talsvert austar eru Núpar. Þar nam Gnúpa-Bárður land. Hann kom norðan úr Bárðardal um Vonarskarð. Austar eru Kálfafellskot, nú í eyði, og Kálfafell, en þar norður af eru Blómsturvellir. Þarna til suðurs eru Hvoll og Maríubakki. Austan Djúpár eru svo tveir, Rauðaberg og Núpstaður, sem hét áður Lómagnúpur eins og fjallið. Segir í Landnámu, að Hróar Tungugoði, sem fyrst bjó I Ásum, tók Lóma- gnúpslönd af Eysteini Þorsteins- syni. Núpstaður er austasti bær í Fljótshverfi. Þarna hefur sama ættin búið síðan nokkru eftir 1700. Og þarna er gamla bæna- húsið elzti helgidómur þjóðarinn- ar, svo vitað sé. Það hefur eflaust staðið þarna síðan fólkið á bæn- um tók kristna trú og ekki þótti lengur fært að grafa þá dauðu i gamla heiðna grafreitnum. En í heiðni og alllengi eftir að kristni komst á, varð hver búandi að grafa þá dauðu á sinni landar- eign. Eg kom fyrst að Núpstað um sumarmál 1953. Það var var eitt af þeim árum þegar vorið kom snemma og veðrið var indælt. Mér er það enn í minni hvað mér hafði jarðýtan ekki sléttað út handa- verk liðinna kynslóða, eins og viðast annars staðar. í fornsögum okkar ber lítið á náttúrulýsingum. Þó bregður þessu fyrir í Njálu, er Gunnar og Kolskeggur riða til skips og ekki er ólíklegt að snillingurinn, er ritaði söguna, hafi séð Lómagnúp gnæfa hvassbrýndan og mikilúð- legan upp úr mistri skaftfellsku auðnanna. Þessum mikla meistara , . íslenzkrar, frásagnar- listar fatast ekki tökin. Sagan er líkust fljóti er rennur þung- streymt til sjávar. Þar sem iðurastirnar frá hindrunum skapa aukið álag annars staðar. Þar er komin frásögnin, að Flosi er heima á Svínafelli eftir Njáls- brennu. Honum er auðvitað alveg Ijóst, að þeir aðilar, er nú munu leita hefnda, eru engin smá- menni. örugglega eru einhverjir af mönnum hans feigir, kannski hann sjálfur. En hverfum á vit sögunnar austur á Svínafelli: „Eina nótt bar svo til á Svína- felli, að Flosi lét illa í svefni. Glúmur Hildisson vakti hann og var lengi, áður en hann gæti vakið hann. Flosi mælti þá: „Kallið mér Ketil úr Mörk.“ Ketill kom þang- að. Flosi mælti: „Segja vil ég þér draum minn.“ „Það má vel,“ segir Ketill. „Mig dreymdi það,“ segir Flosi, „að ég þóttumst vera að Lóma- gnúpi og ganga út og sjá upp til gnúpsins og opnaðist hann, og gekk maður út úr gnúpum og var í geithéðni og hafði járnstaf í hendi. Hann fór kallandi og kallaði á menn mína suma fyrr en suma síðar og nefndi þá á nafn. Hann kallaði fyrst Grím inn rauða og Árna Kolsson. Þá þótti mér undarlega við bregða. Mér þótti hann kalla Eyjólf Bölverksson og Ljót son Halls af Síðu. Þá þagði hann nokkra stund. Siðan kallaði hann fimm menn af voru liði og voru þar Sigfússynir bræður þin- ir. Þá kallaði hann aðra fimm menn og var þar Lambi og Móð- ólfur og Glúmur. Þá kallaði hann þrjá menn. Síðast kallaði hann Gunnar Lambason og Kol Þor- steinsson. Eftir það gekk hann að mér. Ég spurði hann tíðinda. Hann lézt kunna að segja tíðindi: Þá spurði ég hann að nafni, en hann nefndist Járngrímur. Ég spurði hvert hann skyldi fara. Hann kvaðst fara skyldu til al- þingis. „Hvað skalt þú þar gera,“ sagði ég. Hann sagði „Fyrst skal ég Työja kviðu en þá dóma, en þá vígvöll fyrir vegöndum." Slðan kvað hann þetta: Höggorma mun hefjask herðiþundr á landi. Séa munu menn á moldu margar heila borgir. Nú vex blárra brodda beystisullr I fjöllum. Koma mun sumra seggja sveita dögg á leggi. Hann Iaust niður stafnum og varð brestur mikill. Gekk hann þá inn I f jallið en mér bauö ótta. Vil ég nú, að þú segir hvað þú ætlar draum minn vera.“ Það er hugboð mitt, að þeir munu allir feigir er kallaðir voru. Sýnist mér það ráð að þennan draum segjum við engum manni að svo búnu.“ Flosi kvað svo vera skyldu. Nokkuð fyrir miðja öldina kom út ljóðabók Jóns Helgasonar „£Jr landsuðri". Skáldið hafði þá dval- ið lengi með Dönum. Ekki hefur það þó slævt fslenzkuna fyrir hon- um. Hann yrkir á tungu forfeðr- anna, hinna eldfornu þjóðtungu, sem svo fáir tala. Hann „agar mál sitt við stuðlanna þrfskiptu grein" og „eflist að bragstyrk við orð- kyngi heiðinnar drápu". Þarna f ljóðabókinni „(Jr landsuðri", birt- ist fyrst kvæðið „Áfangar", ein af perlum íslenzkrar ljóðlistar. I kvæðinu er sem skáldiö komi hamförum upp úr landsuðri. Hann kemur fyrst við á Kili, fer svo vestur og norður um landið og kemur að síðustu Báraðargötu um Vonarskarð suður I Fljótahverfi. Þar lýkur kvæðingu að höfundur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.