Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Page 9
stendöf' T sporum ’F’losá í hlaðítiú*'' á Núpsstað. „Eldfljóðið steypist ofan hlfð undaðar moldir flaka. Logandi standa í langri röð ljósin á gígastjaka. Hnúkarnir sjálfir hrikta við, hronsteinar landsins braka, þegar hin rámu regindjúp ræskja sig upp um L aka. Vötnin byltast að Brunasandi, bólgnar þar kvikan gljúp. Landið ber sér á breiðum herðum, bjaitan og svalan hjúp. Jötunninn stendur með járnstaf í hendi jafnan við L.ómagnúp. Kallar hann mig og kallar hann þig kuldaleg rödd og djúp. Þriðji listamaðurinn hefur einnig komið við sögu Fljóts- hverfis og þannig að aldrei mun gleymast, sá var Jóhannes S. Kjarval. Hann kom þarna fyrst til að mála L942. Þá hélt hann til hjá Valgerði Pálsdóttur og Birni Stefánssyni á Kálfafelli. Og þegar hann var að mála þarna á hinum bæjunum kom hann þarna mjög oft. Hann var önnum kafinn að mála og það mátti ekki trufla hann. En þegar hann hvíldi sig og vann ekki við listina gat hann hjálpað sem annar maður. Hann hafði gaman af að hjálpa til í þurrheyi og vann þá við að raka. Og þegar hann var að mála f Kálfafellskoti og á Núpum og kom þarna þá var hann orðinn þreyttur að mála og ekki með hugann bundinn við listina. Þá gat hann leikið á als oddi og verið hinn skemmtilegasti. Börn þeirra hjóna voru þá ung, en Kjarval var mjög barngóður og hafði gaman af að gefa þeim sælgæti. En auðvitað var Kjarval þarna sjálfum sér lfkur. Valgerður minnist þess, er hann gat ekki sofið út af flík, er hékk þar f herberginu. Flutti hann sig þá í stofuna og svaf þar við heldur slæmar aðstæður, Einnig minnist hún þess, er Kjarval las þarna heima eftir messu ljóð eftir sig yfir presti og söfnuði. Þar kenndi margra grasa og var ekki allt auð- skilið. Hefur eflaust verið erfitt fyrir áheyrendur að finna út hvernig þeir áttu að taka þessu. Er Kjarval bjó f tjaldinu hjá Núpum höfðu einhverjir góðsam- ir menn látið silung við tjalddyrn- ar, er hann var ekki við. Heldur var silungurinn magur. Kjarval lét silunginn fyrst liggja eitthvað, en sauð hann sfðan í mjólk og gerði úr að þetta hefði verið fyrir- myndarmatur. Jón Sigmundsson á Núpum var stundum fylgdar- maður Kjarvals. Þar mættust tveir sérstæðir persónuleikar. Það hefði verið gaman að heyra þá ræðast við, en þvf miður eru þau samtöl gleymd. Jón fylgdi Kjarval austur yfir Djúpá að Lundi. Það var kirkjustaður er fór í vötnin ásamt fleiri bæjum, en rúst sést þarna eftir. Þeir komu að Marfubakka f bakaleið- inni. Er þeir vinirnir komu heim að Núpum fór Kjarval að yrkja um ferðina. „A Djúpárbakka drakk ég vatn úr læk,“ en hikaði við áframhald- ið. Þá segir bóndinn Helgi Bjarna- son: „En drogin mín var hvorki frísk né spræk.“ En Kjarval var ekki sáttur við þetta, breytti hendingunni og hélt svo áfram. Erindið varð þvf þannig: Til vinstri: Kálfafellskot í Fljóts- hverfi, þar sem Kjarval hélt til. A8 neðan: Tvær myndir eftir Kjarval, sem báðar eru á bæjum I Fljótshverfi og báðar eru af Reykjafossi i Laxá, en i bergveggina hefur Kjarval málað ýmis andlit. Til vinstri: Mynd Val- gerðar I Kálfafelli. Til hægri: Mynd Róshildar frá Kálfafellskoti. Hún býr nú á Hörgslandi og myndin er þar. Andlitið i bergsveggnum til hægri er af Jakobi í Kálfafellskoti, við hliðina á honum er Kjarval sjálfur en i hinum gljúfurveggnum má greina Stefán Þorvaldsson, póst á Kálfafelli. A Djúpárbakka drakk ég vatn úr læk og drogin mín var bæði frísk og spræk. Fylgdarmaðurinn frægi varhannJón. Ef annar hvor okkar væri kvenmaður. gætum við orðið hjón. Er Kjarval var á Núpum fór Helgi stundum með hann á hest- um nokkuð frá bænum. Var Kjar- val þá að mála Hrafnafoss, þá var fremur kalt í veðri og spurði fólk- ið eitt sinn er Kjarval kom heim hvernig honum hefði liðið. „Mér var á tímabili eitthvað kalt á fótunum, en svo gleymdi ég þvf alveg,“ svaraði Kjarval. Kjarval gerði sér miklar vonir um mynd- ina af Hrafnafossi, en verkefnið reyndist erfitt. Sólin varð að skfna á sérstakan hátt á fossinn. Aðeins örstutt stund nothæf á dag og hann fór með myndina ófull- gerða. Þarna var Kjarval nestað- ur frá Núpum. Brofnaði þá matar- diskur þaðan. Kjarval var mjög leiður yfir þessu, þótt honum væri sagt, að diskurinn væri ekki úr stelli og engin eftirsjá að hon- um. Seinna sendi hann úr Reykja- vfk matar- og kaffistell, sem borg- un fyrir diskinn. Er Kjarval fór frá Núpum spyr hann Helga hvað hann vilji fá fyrir fylgdirnar og hestaláriin. „Svona 5ö króriur,“ segir Kjarvial. En Helgi vildi enga borgun og sjálfsagt hefur Kjarval vitað, að Helgi var ekki fyrir að taka fé af náunganum. Svo vár það einn dag árið eftir að vart varð við Kjarval f Núpa- hrauni. Um kvöldið kom hann heim að Núpum með nýmálaða mynd. „Ég fór eins og hundur f fyrra heim að Núpum með ný- málaða mynd. „Ég fór eins og hundur í fyrrá en er alltaf vanur að skilja eftir mynd, þar sem ég hef verið," sagði Kjarval. Myndin er af rofbarði sem vindurinn hef- ur sorfið öllum megin, en í bak- sýn eru hin eilíf u f jöll. En seinna sendi Kjarval aðra mynd að Núpum. Hún lá undir skemmdum hjá mér,“ sagði Kjar- val Myndin er af Núpafjalli og bænum. Kjarval gleymir ekki grá- viðinum, sem óx út úr bæjar- veggnum. Það sést huldufólk i klettunum sunnar við bæinn og það er sem upphafin fegurð hvíli þarna yfir öllu. Um haustið 1945 dvaldi Kjarval á Kirkjubæjarklaustri og oft á tfmabilinu frá 1942—’49 og málaði þar á Klaustri og með Sfð- unni. Er Kjarval var á Klaustri í sept. 1945 leið svo langur tími, að hann gat ékkért málað vegna dimm- viðris og, var orðinn leiður yfir þessu. En einn morguninn var allt í einu orðið skafheiðríkt, kominn norðan þerrir-.Þá um morguninn fór Kjarval austur að Hverfis- fljóti að mála Lómagnúp og lauk við myndina þann sama dag. • Þetta vár stórkpstleg mynd með þessum sérstæða blæ síðsumars- ins, sem kemur fram þegar allt í einu er komin heiðrfkja og norð- ánátt eftir lárigan rosa. Kjarval hafði bækistöð f gamla samkomu- húsinu á Klaustri þetta haust. Veggirnir voru þaktir nýgerðum myndum. Þar á meðal var þessi Lómagnúpsmynd. „Það er eflaust gott að mála á Núpstað," sagði ég, er hann sýndi mér myndirnar. „Já,“ svaraði Kjarval, „en það eru mörg mótív á Núpum." Lóma- gnúpsmyndina seldi Kjarval á sýningunni um haustið á 22 þús- und krónur. Þá var Willis jeppinn innan við 10 þúsund krónur, svo að þetta voru góð daglaun. Það eru liðin um 30 ár sfðan Kjarval var í Fljótshverfinu og tíminn hefur verið ótrúlega mikil- virkur að má út minningar frá dvöl hans þar. Frá Kálfafellskoti hef ég þó fengið nokkuð sam- fellda mynd af Veru hans er hann dvaldi þar einn mánuð í ágúst 1945. Þá bjuggu í Kálfafellskoti hjón- in Róshildur Hávarðsdóttir og Jakob Bjarnason ásamt elztu dótt- ur sinni Sigurveigu. Kjarval kom þarna og bað þau hjón um að fá.að dvelja hjá þeim nokkurn tíma, því að hann lane- aði að mála þarna. Þau tóku þessu vel og það fór svo, að hann var hjá þeim út ágúst. Kjarval varð þarna undir eins sem Jiver annar heimil- ismaður. Hann var í fæði hjá Róshildi og lét hana hafa nesti það, er hann var með. Heldur var það fátæklegt. Þau voru einyrkjar hjónin og Kjarval fór til að hjálpa þeim, sérstaklega þegar þerrir var. Hann sótti kýrnar sem voru tvær og hafði mikið dálæti á ann- arri, hún var þrílit, en að mestu grá. „Af sækúakyni,” sagði Kjarval og drakk eingöngu mjólkina úr henni. Og hundurinn og köttur- inn urðu undir eins vinir hans. Þegar þurrkur var fór Kjarval í hey. Stundum bundu þeir saman hann og bóndinn. Þá batt Kjarval, en Jakob hélt við reipin. Kjarval vafði reipunum um hendur sér og var nokkuð lengi að ná þeim af. Þegar messað var á Kálfafelli fór Kjarval til kirkju en hann sló ekki slöku við að mála. Var oftast nærri bænum og málaði fjöllin. Framhald á bls. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.