Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Qupperneq 13
var ákveðinn í að reyna að glæða
teikningarnar einhverju lífi, en
vissi að hann þurfti að leggja
mikið á sig til að það mætti takast.
Minnugur þeirra orða, sem
Brandt hafði sagt við hann,
skoraði hann frostið og kuldabólg-
una á hólm. Einhverju sinni var
hann að teikna fyrirsætu í skólan-
um og gekk þá Brandt til hans,
benti á stúlkuna og sagði, „Finnst
yður þetta fallegt?" Gunnlaugur
játti því, honum þótti stúlkan fög-
ur. „Mjög falleg meira að segja.“
bætti hann við. „Hvers vegna
teiknið þér hana þá eins og hún
væri eitthvert formlaust kjöt-
stykki? Þér verðið að reyna bet-
ur.“
Þegar þessi fyrsti vetur Gunn-
laugs i Kaupmannahöfn var lið-
inn, var hann peningalaus og ekki
annað til úrræða en skreppa heim
og og vinna fyrir sér, þvi að enga
atvinnu var að fá í Höfn. Hann
tók það ráð að f ara með Botniu, og
þóttist góður að komast á annað
farrými. Þangað kom eitt sinn
drukkinn sjómaður og fór að
segja farþegunum, að hann hefði
lent í svo óskaplegu ofviðri á sjó,
aó hann hefði „þeytzt til helvítis,
eins og eldspýtnarusl, þegar ald-
an reis.“ Gunnlaugur hafði
gaman af krassandi likingum,
þegar þær spruttu úr réttu um-
hverfi.
Eftir heimkomuna málaði
Gunnlaugur hús í Reykjavík, en
fór siðan til fósturforeldra sinna á
Seyðisfirði og vann þar í tæp tvö
ár við eyrarvinnu ýmis konar.
Þegar hann hafði aflaó sér farar-
eyris, fór hann aftur til Hafnar
haustið 1925. Þá komst hann inn á
Akademínuna á Charlottenborg
til Einars Nielsens prófessors,
sem var kennari nokkurra ís-
lenzkra myndlistarmanna. Sam-
tímis Gunnlaugi hjá honum var
Sveinn Þórarinsson.
Einar Nielsen gat verið hastur
við nemendur sina. Eins og siðar
er minnzt á, sagði hann einhverju
sinni við Gunnlaug Scheving, sem
var önnum kafinn að mála fyrir-
mynd, að þegar hann sæi slíkt
snilldarverk, tæki hann ofan. En
annars væri það nú venja í Dan-
mörku að selja svona myndir i
búðum hjá koxi og kolum og
þurrkuðum saltfiski og spæisild.
„Og munið þér þaó, ég tek hattinn
ofan.“ I annað skipti sagði hann
við Gunnlaug: „Þær eru ekki svo
afleitar teikningarnar yðar. Nei,
hreint ekki sem verstar." í sama
mund gekk einn nemandinn, ung
stúlka, framhjá þeim. Kennarinxi
kallaði á eftir henni og sagði:
„Heyrið þér fröken, hérna eru
dálitið laglegar teikningar, þér
hefðuð gott af að líta á þær.“ Svo
blaðaði hann í bunkanum hjá
Gunnlaugi til að sýna henni eitt-
hvað af þessum „laglegu teikning-
um“, en fann enga. Þá leit hann á
Gunnlaug og segir: „Hvernig
stendur á því, að ég finn ekki
neinar almenniiegar teikningar i
þessu? Það voru ekki þessar
teikningar sem við vorum aó
skoða. Þér hljótið að hafa skipt
um.“ Gunnlaugur neitaði því. Þá
sagði Einar Nielsen, „Ég hef
aldrei séð annað eins helvitis
rusl,“ hneigði sig svo fyrir stúlk-
unni og bætti við: „Ég bið yður að
afsaka^þetta hefur verið misskiln-
ingur.“
Prófessor Einar Nielsen gekk á
skóm með þykkum sólum. Þeir
höfðu verið smiðaðir sérstaklega
handa honum, og það brakaði í
þeim. Hann gekk í heimaunnum
vaðmálsfötum, hjólbeinóttur, með
arnarnef. Stundum var sterkur
vínþefur af honum. Allir voru
hræddir við hann. Hann hafði það
fyrir sið að ganga fram og aftur
um gólf, þegar hann var ekki önn-
um kafinn við að skamma nem-
endurna. Eitt kvöldið kom hann
til Gunnlaugs og sagði: „Það er
leiðinlegt að vera settur i það að
sólunda peningum rikisins, borga
kol, ljós, fyrirsætur, hafa prófess-
or og eyða öllum þessum tima og
fyrirhöfn í að kenna fólki sem
ekkert kann og ekkert getur."
Sem sagt: hann var snefsinn en
skemmtilegur. Nokkru áður en
hann hætti að kenna Gunnlaugi
þennan vetur, breytti hann af-
stöðu sinni til hans verulega, gat
jafnvel verið vingjarnlegur. Hann
fann þetta sjálfur og hafði orð á,
að hann væri eitthvað skárri und-
ir vorið. Eitt sinn sagði hann ill-
kvittnislega, „Det er for að göre
indryk lige inden man slutter,"
eða: Ég geri þetta vinsældanna
vegna.
Einar Nielsen lagói sérstaka
alúð við linuna, fegurð hennar og
styrk. Hann kenndi nemendum
sinum að dvelja við fegurð henn-
ar, gera aldrei neitt af tilviljun,
hugsa og skoða hverja linu með
stakri nákvæmni. Hann talaði oft
um „hina löngu línu“ og „það
stóra og heila“, þ.e. heildaráhrif
línunnar. Hann innrætti nemend-
um sínum lotningu fyrir linunni
og gildi hennar, sérstaklega eins
og hún kom fram I manns-
líkamanum. Og hann krafðist af
þeim tillitslausrar nákvæmni og
samvizkusemi I verki. Með þessari
hörku við nemendur sína vildi
hann áreiðanlega innræta þeim
að listin gerir ótakmarkaðar kröf-
ur og þeir skyldu beygja sig fyrir
þeim eins og náttúrulögmálum.
Hann sagói við nemendurna: „Eg
kenni ykkur enga list. Hana verð-
ið þið að leggja til sjálf. En það
sem þið lærið hjá mér, getur e.t.v.
komið ykkur á sporið.“ Og svo
bætti hann við; „Maður verður
fyrir svo miklum vonbrigðum i
lífinu, að það er nauðsynlegt að
kunna að taka þeim.“ Þessi
siðustu orð urðu Gunnlaugi
ómetanlegt veganesti. „Ég hef
aldrei gleymt þeim, og þau hafa
verið mín styrkasta stoð, þegar á
móti hefur blásið.“
Þegar jólafríið átti að hefjast á
akademíunni keyptu nemendurn-
ir flösku af vini, settust við borö í
einni kennslustofunni og fóru að
spjalla saman. Brátt varð mikill
kliður, þó að ekki væri mikið
drukkið. Þá kom Einar Nielsen
þar allt i einu og sló dauðaþögn á
hópinn. Einhver nemendanna
herti upp hugann og spurði, hvort
hann mætti ekki bjóða
prófessornum að setjast við boró-
ið. Hann svaraði: „Jú, ég hef
alltaf haft mætur á brennivini.“
Svo var skenkt fyrir hann og
þögnin hélt áfram. Þá sagði hann
ertnislega: „Segið þið eitthvað.“
En það gat enginn sagt neitt, svo
að hann bætti við, „Hver andskot-
inn er þetta, segið þið eitthvað."
Þá stendur einn nemendanna upp
og tilkynnir, að hann ætli að
halda ræðu fyrir minni „vores
ærede Professor". Einar Nielsen
spurði: „Hvað gerið þér annað en
mála?“ „Ég er garðyrkjumaður,"
svaraði nemandinn. „Þér ættuð
heldur að fara heim og gefa yður
að starfi yðar,“ sagði Einar
Nielsen. En nemandinn lét ekki
slá sig út af laginu og byrjaði á
ræðunni. Prófessorinn hlustaði á
dálitla stund, en sagði svo: „Eg vil
ekki hlusta á neitt bölvað slúður.“
Þá gafst nemandinn upp, tók glas-
ið sitt og hellti í sig víni. Eftir
stutta stund var hann orðinn
augafullur og varð að fara fram
og kasta upp í vaskinn i næsta
herbergi. Gunnlaugur sagðist
aldrei hafa gleymt Einari
Nielsen, þegar hann hlustaði á
nemandann kúgast yfir vaskin-
um. „Eg held það hafi verið ein-
asta skiptið, sem ég sá ánægjusvip
á andliti hans. Svo stóð hann upp
og rigsaði út.“
Einar Nielsen var i miklum
metum sem listmálari og að verð-
leikum, að áliti Gunnlaugs
Schevings, þvi að hann var sér-
stæður listamaður og mikill kunn-
áttumaður. Hann var talinn i hópi
fremstu listamanna Dana eftir
aldamótin siðustu. Gunnlaugur
dáðist að myndum hans. Oftast
valdi hann sér að fyrirmyndum
veikt fólk eða fátæklinga. „Það
gat stundum minnt á fyrirmyndir
Picassos frá líkum tima.“ í mynd-
um hans er það miskunnarlausa
raunsæi, sem var víða i tízku þeg-
ar hann hóf listamannsferil sinn.
„En hvað sem saet er um þessa
gömlu menn, þá kunnu þeir sitt
fag,“ bætti Gunnlaugur við.
Einar Nielsen hafði lært mikið
af gamaili ítalskri list, einkum
flórentinskum málurum eins og
Castagno og teikningar hans
minntu stundum á þýzka málara
eins og Holbein. Gunnlaugur
kvaðst enn bera djúpa virðingu
fyrir þessum kennara sinum sem
listamanni. „En með sjálfum mér
hef ég stundum kallað hann Ein-
ar djöful og Einar andskota,"
bætti hann við og brosti.
Gunnlaugur Scheving sagði
mér þá sögu af Ásgrimi Jónssyni,
að hann hefði eitt sinn komið á
bóndabæ, ungur maður og byrj-
andi i listinni, og farið að mála
landslagið, en það þótti mikið ný-
næmi i sveitinni i þá daga. Gamall
vinnumaður á bænum spurði hús-
bóndann, hvað þessi maður væri
eiginlega að gera. Húsbóndinn
sagði: „Hann hefur verið að mála
jökulinn í dag.“ Þá sagði karlinn,
„Og hver andskotinn, sá held ég
þurfi nú málninguna."
Svona var ástandið hér á landi
eftir aldamótin, þegar Ásgrímur
var að byrja að mála.
Ragnar Jónsson segir í afmælis-
Franthald á bls. 14