Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Qupperneq 20

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Qupperneq 20
Erfði sr. Jónmundur augnalit móður sinnar og hagmælsku. Faðir hans Halldór var með ailra stærstu mönnum vexti, rammur að afli og líktist sr. Jónmundur honum mjög að öllu líkamsat- gjörfi. Ungur að árum var hann settur til mennta og gekk i Latinuskól- ann í Reykjavík á vetrum, en var m.a. við sjóróðra á Akranesi á sumrum. Einn bekkjarbræðra hans í Latínuskólanum var Jónas Kristjánsson Iæknir. Hann lýsti honum þannig: „Hann bar höfuð og herðar yfir aðra skólasveina, sterkari en.allir aðrir og var sverð og skjöldur þeirra er minnimáttar voru.“ Hann lauk stúdentsprófi vorið 1896, en þá um vorið fluttust for- eldrar hans til Reykjavíkur, þar sem faðir hans byggði húsið Vesturgötu 26 C er enn stendur. Um haustið settist Jónmundur i prestaskólann, það'an sem hann útskrifaðist kandidat i guðfræði aldamótaárið 1900. Þann 25. september sama ár gekk hann að eiga Guðrúnu Jónsdóttur frá Eyrarkoti í Kjós, hina mætustu og göfugustu konu og taldi sr. Jón- mundur hjúskap sinn jafnan sitt mesta gæfuspor í lífinu. 1 október sama ár vígðist hann aðstoðarprestur til sr. Helga Arnasonar í Olafsvík og voru vígslubræður hans sr. Ölafur Briem, síðar prestur að Stóra- Núpi, o.g æskulýðsleiðtoginn sr. Friðrik Friðriksson, stofnandi K.F.U.M. ogK. Tveim árum síðar fékk sr. Jón- mundur veitingu fyrir Barði í Fljótum þar sem hann gerðist um- svifamikill bóndi og félagsmála- maður. Stofnaði m.a. pöntunar- félag, er hann stjórnaði um skeið. Fór þegar mikið orð af sr. Jón- mundi þar nyrðra, sakir dugnaðar og karlmennsku. Eignuðust þau hjón 7 börn. Þrjár dætur misstu þau ungar en á lífi eru Halldór yfirlögregluþjónn á Isafirði og Guðrún er annaðist föður sinn siðustu árin hér vestra og búsett er 1 Reykjavík. Önnur börn þeirra létust á fullorðnisaldri. Auk þess ólu þau upp fósturbörn. Arið 1915 var honum veitt Mjóafjarðarprestakall eystra, þar sem hann sat til ársins 1918. 1 Mjóafirði stundaði hann sjóróðra, ásamt búskapnum. Fór mikið orð af sr. Jónmundi sem miklum sjó- sóknara þar eystra. Kunnur maður einn, er á upp- vaxtarárum sínum var við sjó- róðra á Barðsnesi i Norðfirði um sumar, segir á eftirminnilegan hátt frá kynnum sínum af sr. Jón- mundi. Eitt sinn er róið var gerði ofsa norðaustan rok. Þegar allir bátarnir voru komnir að landi á Barðsnesi birtist ókunnugur bátur og leitaði Iands. Báturinn var frá Mjóafirði, hafði orðið að nauðlenda, ekki tekið heim í slíku veðri. Þeir voru þrir á, tveir lið- léttingar og einn fullorðinn maður.í;g man, að mér þótti þessi maður ferlegur á velli, er hann gekk upp úr bátnum alsjóvæddur, veðurbarinn og sædrifinn. Þetta var formaðurinn sr. Jónmundur Halldórsson, prestur þeirra Mjó- firðinga. Ekki beið hann þess að fulllygndi en lagði af stað með Séra Jónmundur Halldórsson. Teikning: Eirlkur Smith. / Eftir Ama Sigurðsson Ræða flutt sunnud. 7. júlí sl. við guðþjón- ustu að Stað í Grunnavík, er Grunnvík- ingafélagið á ísafirði gekkst fyrir, til þess að minnast aldarafmælis sr. Jónmundar Halldórssonar. Höf. dvaldi við aðstoðar- þjónustu hjá sr. Jónmundi sumarið 1952. Einn sterkasti þátturinn i skap- gerð vor íslendinga er átthaga- ástin. Sagnir herma frá körlum og konum, er f jarri dvöldu átthögum sínum sem dreymdi í vöku og svefni heim á æskustöðvarnar þar, sem barnsskónum var slitið í faðmi fjarða og dala. Skáldið Stephan G. Stephans- son, lýsir þessum tilfinningum vor islendinga vel er hann segir: „Samt vaki ég nú meðan norður frá skín, þér náttsól á andvöku-göngum.“ Ég hygg að fá orð lýsi betur tilfinningum vorum en þessi orð skáldsins hér í dag, er vér erum saman komin í kirkjunni ykkar á Stað, á þessu minninganna ári, er vér minnumst þess, að 100 ár eru liðin frá fæðingu kempuklerksins sr. Jónmundar Halldórssonar, er hér sat um rúmlega þriggja ára- tuga skeið. Vér sem vorum honum samtíða eigum sterka og litríka mynd af þessum útverði islenzkrar kristni, sem kemur fram í hugann hér í dag. Mynd, sem er nátengd kirkj- unni og prestaheimilinu, sem var dæmigert íslenzkt menningar- heimili þeirrar tíðar. Það er eins og þessi mynd af hinum litríka presti og þetta stórbrotna vest- firska umhverfi er hér blasir við sjónum vorum, Maríuhornið með helgum véum sinum, dalurinn upp af vikinni, krýndur f jöllum á báða vegu, renni saman í eitt^í hugum vorum, og hvorugt getian annars verið. Þannig er um- hverfið allt tengt minningu hins stórbrotna prests, sem vér erum komin til þess að heiðra á þessum sólbjarta hásumarsdegi. Sr. Jónmundur Halldórsson var borinn og barnfæddur Akurnes- ingur, fæddur 4. júli, að Götu- húsum á Akranesi, þjóðhátiðar- árið 1874. Foreldrar hans voru hjónin Sesselja Gísladóttir, Jó- hannessonar, bónda að Bæ í Mið- dölum og Halldór Jónsson, Hall- dórssonar bónda að Eystra-Reini á Akranesi. Sesselja móðir sr. Jónmundar var lítil kona vexti, frið sýnum með mikið hrokkið hár og brún augu. Hún var allvel hagmælt. Séra Jónmundur og kona hans

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.