Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Page 22
Sorg og gleði
hugsa sér eittkvað til að vega á
móti þeirri gleði sem þarna yrði
óhjákvæmileg. Þar hlyti að vera
ríkjandi einskonar viska og gleði.
Og er það ekki nóg? Þar er orðinn
óþarfi að burðast með skáld, þvi
allir eru skáld, allt er skáldskap-
ur. Menn skilja og fyrirgefa, fyr-
irgefa all, og þvi skyldi þá vanta
sorgina? Hún (;rorðin fjarstæða.
Kvað sem þessu líður þá fer
listin sínar eigin leiðir, en kvort
þær mundu kallast mannlegar
(æðrufullar) eða ómannlegar
(æðrulausar) skipti það máli?
Þú heidur kannski að þú hafir
eittkvað að segja? Ég trúi ekki að
lífið sé svo lítilmótlegt að það
leyfi mér eða þér að hafa nokkuð
að segja sem eigi brýnt erindi við
heiminn. Heimspekin hefur tii
dæmis ekki gert neitt fyrir mann-
inn nema leiða hann i þokur;
kvert kerfið eftir annað bræðir úr
sér. Lífið yfirgnæfir okkur alla.
Það brosir að okkar smáu verkum
ans börnum að leik, ef það er ekki
svo hlutlaust að það nenni jafnvel
ekki að glotta.
Það sem iíiió getur þó einstaka
sinnum ekki gagnrýnt í verki
mannsins — og það má vera hugg-
un hans, að manni virðist — er
einkver örlítill kjarni, nokkrir
stakir tónar á víð og dreif, ans
gildir um nokkrar stundir lífsins,
að ljómar frá þeim í vitund okkar,
þótt lifið virðist kannski stundum
ans lotulaus lángavitleysa. Tón-
listin í þessu á hug okkar um
stund, ein eða tvær nótur með
skapandi hljóm.
Má þá ekki segja að svo fremi
sem skáldskapur er söngur sé
hann undur og láta ræðuna fara
lönd og leið? Eða eigum við að
segja að orðinu hafi verið ætlað
að segja eittkvað af viti? Að vont
þýði í raun og veru vont, eða gott
gott?
Nei. Svona lagað gildir ekki í
nokkru listaverki, þótt reynt sé að
stafla i þau orðum. Ræðuefnið
hefur jafnvel ekki eða naumast
tímabundna þýðingu, og er því
jafn hjákátlegt og síðasta baðfata-
tískan í París.
Hamíngjunni sé lof! Listin er
óháð mennskri predikun. List
okkar er svo merkileg að hún þarf
jafnvel ekki á réttu né röngu að
halda. Ef rángt skyldi um aldur
og ævi þýða rángt væri lifið auð-
virðilegra en svo að því væri lif-
andi. Lífið er of þanmikið til þess
að gera málin það flöt. Tvisvar
sinnum Iveir eru fjórir vegna
einkverra nauðþurfta dagsins, en
vegna listarinnar hefur slík rök-
fræði ekkert gildi.
Kvað segja orð bóka minna, svo
ég taki nærtækt dæmi? Þær eru
hráar og subbulegar af máli sem
kemur beint úr umkverfinu og
þegar verst lætur síðustu tískum,
og hroðinn er á floti. Ef eittkvað
er lesandi i þeim, hef ég hugsað,
eru það nokkrar smáslitrur. Það
sem þær segja er ómerkileg ræða,
en það eina sem ljómar — hinar
einstöku nótur — er oft utan og
handan allrar siðmætislegrar
kröfu. Það er ekkert í þeim sem
byggt gæti nokkurn upp að neinu,
orðið neinum til gagns.
En þær segja þó eittkvað, það
skársta í þeim?
Ekkert. Og síst af öllu það
skársta, sem örugglega er þarna
af blindri tilviljun.
6
Tvö eða þrjú ljóð Kormáks lifa
öll ljóð af sér, svo ég tali um
góðan skáldskap. Þó veit ég ekki
kvers vegna hann er góður, sem
kemur út á eitt. En kvað segja
þau? Er það vegna þess að Kor-
mákur segi eittkvað sérstakt að
ljóð hans ljóma nú til manns alla
leiðina híngað?
Hann segir ekki orð.
Þetta er mótsögnin. Ljóð hans
eru bara hljómur, eða sú leiðsla
sem minningin um þau skapar.
Þetta er eitt dæmi þess kversu
einstæðar leiðir listin heldur.
Hún er algerlega sjálfstæður
heimur. Hún gæti nteð sanni sagt:
Ekkert líkist mér. Ekki einu sinni
lífið!
Er þá ekki full ástæða til að
trúa á listina sem frelsara, og
einmitt þá list sem þusar ekki yfir
nianni eittkvað ráða um lífið? sem
kannski jafngildir því að maður
kverfí inn í sinn eigin hugar-
heim? en sá hugarheimur er ef til
vill bara draumur, ef Iffið allt er
þá ekki einn draumur? Ég haga
mér i lífi mfnu ans ég tryði á
listina, en kannski kemur það til
af klárri heimsku? Ég veit ekki
kvernig ég á að koma orðum að
trú minni. Eina getgátan sem ég
gæti borið fram yrði eittkvað á
þessa leið: Blinda mannsins
styrkir trú mína á frelsisgetu list-
arinnar. Ég trúi því sem sagt að
saga mannsins sé blinda, á sama
hátt og ég trúi því að kver maður
sé blindur og öll mannanna verk
sé sú fálmandi tilraun, að lifa.
Þannig hljóta líf og list að haldast
f hendur, ef það er ekki eitt og hið
sama, eittkvað sem er svo merki-
legt að verða aldrei skýrt né skil-
ið.
En listin hefur þenslu, þrátt
fyrir blindni mannsins, og að
sjálfsögðu vegna hennar. Hún
þenst út í myrkrið og birtir það
um leið. Þess vegna er hún frels-
ari. Stærri en maðurinn sjálfur,
sem skilur ekki sína eigin sköpun.
Maðurinn er allt um það asni,
það vitum við öll.
7
Það er ieitt að menn skuli al-
mennt ekki leita meir til gleð-
innar eða hika við að lejta hennar,
hlálegt að þeir skuli einatt hugsa
til hennar líkt og hún væri revía.
En það má gjarnan sjá hana á
sviðum sem ljóma í klárum svala,
þar sem ekkert fliss er til, engir
fánar og skrum, gleði sem verður
að vera gefandi og fagnaðarrík.
Ég hef jafnvel vitnað það meðal
þjóða, kvernig einni er gjarnt að
hlæja, og mér hefur boðið i grun
að þeim hlátri væri hlegið úr
maga eða æðum, grófum grunn-
um hlátrum. En önnur þjóðin læt-
ur sjaldan sjá sig hlæja, finnst
það líklega billegt, en í þess stað
brosir, og brosið er dýrt og ljómar
af gáfum.
Níu af kverjum tíu alvarlegra
bóka í dag eru án nokkurs hjals,
örfáar reka upp staka og refna
hlátra, og mér virðist stundum
ans við séum höggorðir líkt og
víkingar voru sverðhöggir, sem
er ekki til að brosa að, ans við
burðuðumst með mjög fruni-
stætt tilfinníngalíf. Mest er
um bækur heimskrar skyn-
semi, bækur sem fylgjast
með öðrum bókum, og í stað þess
að þora að fagna hátt og djúpt eru
þær oft eittkvert málfræðilegt
tikk-takk og hafa ekki nokkurt
hjal að færa manninum. Skyn-
semin er sál lítillar reynslu og
kannþvi ekki að sýngja. Skólarnir
eru fullir af henni, prestar og
heimspekingar virðast ekki þurfa
á reynslu að halda til að geta
hraukað upp kennisetningum og
formúlum, ans sagan sýnir. Skyn-
semi hins málfræðilega þrifnaðar
hverjar eitt menníngarríkið eftir
að hafa gagntekið hugarheim
annars um árabil. í stað þess að
þeim skyldi ætlað að hefja
manninn upp yfir amstur hans og
stríð þreyta þær hann og gera
hann, sem því meira gott á skilið,
enn veikari til að stunda líf sitt.
8
Lífsleiðslan tekur frá byrjun
stefnu til fagnaðar og bótar, og
þess vegna ergleðin nánari ntann-
legu æði en treginn, sem mig
gfunar að einkvern tíma kynni að
úreldast likt og slitið líffæri. Hún
ein á tvöfalda eða margfalda
eiginleika, og hún lýsir fram og
aftur um hugarheiminn: Hún örf-
ar sjálfa sig til að skapa sína eigin
orku. Það er hið eina sem gleðinni
er ætlað og fyrir þessa orku eina
getur harmurinn orðið til, svo
mikilvæg er hún — i stað þess að
það lífsloft þreytunnar sem á
okkur liggur er ládautt og þolandi
og getur ekki gert annað en að
lifa á sjálfu sér, eða éta sjálft sig.
Yfir gleðinni er viss ljómi sem
gefur innblástur, og Iiklega er
æskan öll slíkur innblástur?
Depurðin er aftur á móti njósnuð
út um hliðarglugga ferðarinnar
um lifið, ber þess vegna svip af
einkverri aukagetu en fellur
aldrei með afli beina leið, því hún
á enga stefnu, heldur þvælist með
okkur. I listinni er hún lángtum
fremur en gleðin nauðþurft eða
eftiröpun og sveigist eftir því um
ýmsar stundlegar tiskur, þar sem
aftur á móti gleðin er ávallt ný og
þekkir sig ekki í neinum hefðum.
Stundum leitast hugir alvarlegra
skálda við að gera gleðileit
mannsins lítilmótlega, bæði með
lífi sínu — kve fúl eru andlit
þeirra — og með því að gefa sér
ekki tóm til að sleppa sér gleð-
inni, sem auðvitað er lángtum
ólíkari revíu en alvara þeirra
sjálfra.
Harmurinn. Bestur er hann
þegar hann á sem dýpstar rætur
að rekja til ljóssins, og hann er
kvergi til nema þar. Ödipus er
fallegastur eftir að hann er búinn
að stínga úr sér augun. Þá fyrst
kemur ljósið (á ég að segja gleð-
in?) og það fellur í beina áttina
fram. Yfir hreyfingunni í ljósið
svífur viss tign sem gefur öllu hið
dramatiska gildi. Harmur án
slikrar gleði er jafn innantómur
og kvert gángverk hrollvekju, eða
þær púðurkerlingar sem sprínga í
kríngum sexið nú til dags.
Kver nennir að glápa á sænska
klámmynd? Kver nennti að glápa
á Ödipus konúng ef hann yrði
færður upp i nútíma hrollvekju?
En þetta — er það ekki meir en
orð nái — að manni skuli verða á
að fagna í myrkri Ödipusar!
Tvœr messur
Framhald af bls. 19
húsið var staðsett í hjarta borgar-
tnnar á via Corso, steinsnar frá
ýmsum hinum mörgu sögufrægu
stöðum, sem Rómaborg er svo rík
að. Hef ég víða dvalið i stórborg-
um erlendis, en hvergi er saga
fornaldarinnar nær manni en hér,
þar sem segja má, að hver
þumlungur lands sé frægur sögu-
staður. Þannig var ekki nema
nokkurra minútna gangur frá ný-
tísku verslunarhúsum að fornum
byggingum eins og t.d. Closseum
og Forum Romanum, svo eitthvað
sé nefnt.
Er nú ekki að orðlengja það, að
eftir að við komum til borgar-
innar eilifu, var farið að kynna
sér möguleikana á því að komast i
Péturskirkjuna og ef nokkur
kostur væri, að sjá páfann. Frétt-
um við þá að næsta sunnudag
myndi páfinn syngja hátíðamessu
i Péturskirkjunni, en vonlitið
væri að komast inn í kirkjuna, því
slikt f jölmenni væri í borginni af
erlendum pilagrímum. Frúin sem
átti gistihúsið þar sem við dvöld-
um, hvatti okkur eindregið til
þess að fara og gaf hún okkur ýms
góð ráð i því sambandi.
Messan í Péturskirkjunni átti
að hefjast kl. 2 siðdegis. Strax
löngu fyrir hádegi var haldið af
stað niður á Péturstorgið mikla
fyrir frarnan kirkjuna. Var þá
þegar fyrir múgur og margmenni.
Var greinilegt að fjöldi þessa
fólks hafði látið fyrir berast
þarna á torginu um nóttina og
sofið á púðum og teppableðlum,
sem það hafði meðferðis. Enn
voru 4—5 timar þar til kirkjan
yrði opnuð. Safnaðist nú jafnt og
þétt slíkur mannfjöldl saman
þarna á torginu, að erfitt er fyrir
islending að gera sér grein fyrir
þeim óskaplega mannfjölda, sem
þarna safnaðist saman. Mun láta
nærri að þarna hafi verið saman
komið eins mikið fjölmenni og öll
islenska þjóðin var á þeim tima,
því blöðin sögðu frá því að giskað
hefði verið á að 120 — 130 þúsund
manns hefðu verið þarna þennan
dag. Mjög heitt var i veðri þrátt
fyrir að almanakið segði að dagur-
inn væri 1. október. Vegna
þrengslanna varð mikið um
hrindingar og allskonar pústra og
virtist manni að munkarnir væru
ekkert sérstaklega stimamjúkir
við nunnurnar, þegar þeir voru að
hrinda þeim í burtu og ryðja sér
braut í gegnum mannþröngina.
Er leið að þeim tima að kirkjan
skyldi opnuð, var komið með
fimm langar göngubrýr, líkastar
landgöngum sem notaðir eru á
skipum. Var þeim nú stillt
framan við hinar ýmsu dyr kirkj-
unnar, en þær voru 4 eða 5.
Loks rann upp hin langþráða
stund, að dyrum þessa stærsta og
voldugasta musteris kristninnar
skyldi upp lokið. Var þá sem
óskaplegur knýr fyllti loftið er
hinn mikli mannfjöldi ruddist
eftir göngubrúnum upp að kirkju-
dyrunum og síðast inn i hinn
mikla helgidóm. Tilfinning sú er
greip mann var svo æðisgengin,
að ég hefi fáar slíkar stundir upp-
lifað á æfinni. Helst minnti þetta
mig á ofsahræðslu er greip mig á
sinum tíma, er ég varð fyrir þeirri
stórkostlegu lífsreynslu að vera
uppí á fjalli á Islandi í snörpum
jarðskjálfta. Við hjónin og dóttir
okkar urðum viðskila í ruðn-
ingnum inn í kirkjuna, en brátt
tókst okkur að ná saman aftur er
inn kom.
Ég mun ekki þreyta væntanlega
lesendur þessa ferðasögubrots
með langorðri lýsingu á Péturs-
kirkjunni. Um þetta stórkostlega
listaverk sem kirkjan er, hefur
verið skrifaður fjöldi bóka og
væri endalaust hægt að lýsa þeim
stórbrotnu listaverkum sem eru
innan kirkjunnar. Nægir að nefna
að þetta stærsta og voldugasta
guðshús veraldar var 120 til 200
ár I smiðum. Mér varð hugsað til
allra litlu sveitakirknanna heima
á Islandi, og jafnvel Dómkirkjan i
Reykjavik gæti staðið þarna í
einum boganum, án þess að eftir
henni yrói tekið.
Péturskirkjan var svo troðfull
af fólki, að það klifraði uppum
allar súlur inn í kirkjunni og
hékk hvar sem það gat hendi fest.
Svitinn rann niður andlit manna,
og ég minnist þess, að mér gekk
erfiðlega að komast í vasann til
þess að ná i vasaklút, að þurrka
framan úr andliti mínu mesta
svitann.
Timinn sniglaðist áfram og enn
var beðið eftir hinum helga föður.
Okkur norðurlandabúunum komu
dálitið spánskt fyrir sjónir öll sú
ærsl og hamagangur, jafnvel
blístur og köll inn í helgidóm-
inum. Var sem okkur fyndist hér
heilög jörð og fólkið margt haga
sér eins og á trúðasýningu.
Allar þrautir taka enda og
þolinmæðin þrautir vinnur
allar, segfr máltækið. Eins
fór hér.. Loksins fór
að heyrast hærra og hærra
hrópað Papa, Papa, og um síðir
opnuðust dyr hins allra helgasta
og hans heilagleiki Pius páfi 12.
kom, borinn í hásæti, eftir miðju
kirkjugólfi. Páfi var í sínum
mesta hátíðaskrúða og fylgdi
honum fjöldi kardinála. Stóð páfi
öðru hvoru upp á leið sinni inn
eftir kirkjugólfinu og stökkti
vígðu vatni út yfir mannfjöldann
og blessaði hann. Þetta var
ólýsanlega áhrifamikil stund og
mátti sjá pilagrimana, sem
komnir voru víðsvegar að frá
hinum fjarlægustu löndum fórna
höndum og syngja lofsöngva.
Varð af þessu gífurlegur gnýr
inni i kirkjunni, sem líktist helst
þrumugný er hinn mikli mann-
fjöldi upphöf lofsöng sinn og
ákall til páfa í einum voldugum
kór.
Eftir að páfi hafði verið borinn
upp að háaltarinu, hófst hin sögu-
lega hátíðamessa, og tóku þátt í
henni kardínálar frá mörgum
löndum. Samtimis fór fram fjöldi
annarra messa i hinum ýmsu
hvelfingum og útskotum hinnar
risastóru kirkju.
Þegar messan hafði staðið um
stund, yfirgáfum við kirkjuna,
enda frelsinu fegin og munu þá
hafa verið liðnir um 10 tímar frá
þvi við komum á kirkjutorgið um
morguninn.
Frá því er sagt i gömlum bókum
að Páll 3. biskup hafi ritað Jóni
Arasyni Hólabiskupi bréf 8. mars
1549 eða árið áður en hann var
hálshöggvinn í Skálholti. Var
þetta svar við bréfi sem Jón
Arason hafði ritað hans heilag-
leika páf anum i Róm.
Það er sagt, að þegar Jón
Arason fékk sendibréf páfa, hafi
hann klæðst sínum fegursta
skrúða, er bréf páfans var lesið
upp i Hólakirkju. Svo mikið hafði
það hughreyst hann og glatt.
Bréfið hefur hann fengið ári áður
en hann leið píslarvættisdauðann.
Það er stundum sagt að heimur-
inn sé lítill, og hefi ég oft sann-
reynt sannleiksgildi þessara orða
á ferðum mínum erlendis, er
heimsfrægir nienn, sem maður les
um i heimsfréttunum, ef til vill
sitja við næsta borð á einhverjum
veitingastaðnum úti í heimi. Fjar-
lægðir og tími hverfa þá allt í
einu og maður verður ef til vill
óafvitandi áhorfandi eða þátttak-
andi að heimssögulegum við-
burðum.
Þegar ég stóð nú þarna í þessari
stærstu kirkju heims innanum
allan þennan aragrúa af fólki
hvaðanæfa að úr heiminum,
fannst mér allt í einu sem mér
væri kippt 22 ár aftur í tímann, er
við Mullenberg biskup tveir einir
komum að minnisvarða Jóns Ara-
sonar í Skalholti. Flaug mér í hug
þetta erindi hans: