Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1975, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1975, Page 4
1600 teningsfet af mold i sýn- ingarsal. Ljósrák í sjónum. Geng- in 10 milna löng bein leið og mynd tekin á hálfrar mílu fresti. fiugðóttur skurður grafinn fjarri byggð. Kaðall hlykkjast um her- bergisgólf. Klaki bráðnar á pappirsfleti. Vírepotta þrýst að holdi svo far myndast. Sáð í akur eftir kúnstarinnar reglum og uppskorið samkvæmt því. Hrækt á blað. Stokkið I gegnum strengd- an pappa. Hugsað þvert í gegnum jörðu. Plástrað fyrir skilningar- vitin o.s.frv. o.s.frv. Undanfarin ár, frá 1966 til þessa dags, hefur CONCEPT- listastefnan breiðst mjög út meðal framsækinna listamanna, sem finna í henni tjáningamátt hinnar óiiklegustu myndhugs- unar. CONCEPT-stefnan er yfir- gripsmikil og viðfeðm og spannar í fjölbreytni sinni stærra listmagn en nokkur önnur stefna, innan hennar rúmast óframkvæman- legir hlutir og hugsanir til jafns við stórvirk mannvirki gerð með þungavinnuvélum. CONCEPT- stefnan tekur við þvi djarftæka með mið af framgangi listarinnar, en býður einnig heim ólistrænum vinnubrögðum eins og aðrar stefnur í sögunni. En hvert er inntak þessarar stefnu? Er hún einber árás á viðurkennda og staðnaða list, eða umber hún gamalt og liðið? Speglar hún þjóðfélagsaðstæður á hverjum stað? Er hún eðlileg þróun? I takt við tímann? Sumir spyr^a kannski: Erþettalist? Giovanni Anselmo: SNÚNINGUR TENGSL VIÐ FORTÍÐINA: Þessum spurningum verður vart svarað án þess að skyggnzt sé aftur um nokkra áratugi, til DADAismans. DADAisminn kom eins og köld vatnsgusa yfir almenning og list- unnendur fyrrastríðsáranna, iðk- endur DADA forsmáðu og hæddu fagrar listir, lítilsvirtu borgara- legan smékk og sneru út úr því sem vel þótti fara. Arás var gerð á hræsni glerhúsasmiða og svo- kallaða „verndara“ menningar- innar og þá sem fremstir fóru í fastheldni á hið gamla og góða, stjórnmálamenn sem ýttu æsku- lýð landanna útí fáranleg og til- gangslaus stríð og óáran í þeirri „trú“ að það væri menningunni nauðsyn. En i reynd voru þó „sprell virki“ og aðrar tiltektir DADAista annað og meira en andlistarleg viðleitni, hvað varðar myndlistamenn og einstaka fram- sýnishópa þjóðfélagsins sér- staklega, verk þeirra ruddu braut nýjum og ferskum skilningi á gildi myndlistarinnar og hreins- uðu loftið. Venjulegasta aðferð DADAistanna var sú að taka hversdagslega hluti fólks og stilla þeim upp I nýju umhverfi, gjarna með smábreytingum eða viðbót, t.d. festi MAN RAY gadda neðan á straujárn með þeirri afleiðingu að það þjónaði engum hagnýttum tilgangi lengur, var aðeins listar- innar. Annar ' listamaður, MARCEL DUCHAMP sendi hlandskál á sýningu, svokallað READY MADE. Annað slíkt dæmi, enþá nýrra, islenzkt i þokkabót er flestum enn í minni (?) síðan GULLBlLL ÞURlÐAR FANNBERG stóð á Torginu í Reykjavík. DADAistarnir sneru sér flestir að öðru þegar þeirp varð Ijóst að andlistarleg barátta þeirra hafði i höndum þeirra snúizt gegn þeim sjálfum. Hægt er að rekja nokkuð feril DADAismans á næstu áratugum þótt það verði ekki gert hér. Þó er rétt að staldra aðeins við POPistann CLAES OLDENBURG sem unnið hefur i anda DADA og gert algenga hluti fágæta með þvi að rjúfa tengsl þeirra við upp- haflegan tilgang. Af verkum hans má nefna risastórar buxur, risa- stórar samlokur úr plasti og önnur matvæli, mjúkt trommu- sett, mjúkt baðkar, ritvél úr mjúku efni, mjúkan slökkvara, mjúkan flugvélarhreyfil, o.s.frv. INNTAK CONCEPT-fistin hefur tekið í arf ýmislegt frá DADAismanum, t.d. nánari snertingu listarinnar við mannlifið, pólitiskan áhrifa- mátt, kimni, hvers konar tækni svosem COLLAGEgerð (úrklipp- ur) og ljósmyndir í margvíslegum samsetningum, o.fl. CONCEPT- listin er eðlilega nokkur árás á ríkjandi klassík, þá viðurkenndu skoðun sem stendur framþróun- inni fyrir þrifum, þó án þess að vilja bola henni burt. 1 mörgum atriðum speglar CONCEPT- listastefnan daglegt líf og atferli mannsins, séð frá óvæntum sjónarhornum, en hún er einnig tilraun í sivirkari framkvæmd listinni til eflingar og þroska. „I höfuðdráttum felur hún í sér öll einkenni leitandi listar: löngun til niðurrifs, sem er jafnframt uppbygging, tilhneiging til rann- sóknar á frumeðli hverrar list- greinar, og undrun andspænis heiminum." 1). CONCEPTistar una ekki við skiptingu myndlistagreina I til- tekin svið eins og: listmálun, skúlptúr eða listræna ljós- myndun, og ekkert efni er svo „litilfjörlegt" að það þyki ekki boðlegt. CONCEPTmenn blanda gjarna saman ólíkri tækni, og algengt er aó verk séu eyðilögð þegar búið er að framkvæma þau eða festa á filmu. Hraðari mynd- hugsun og breytt framrás hug- mynda hefur gert ljósmynda- vélina mjög svo þarft tæki, hún geymir atvik sem tengd eru við- kvæmum og forgengilegum efnis- verkum, lýsir andblæ athafna sem ekki verða endurteknar, o.fl. UÖSMYNDAVERK Þeir sem ástunda listræna ljós- myndun hagræða fyrirmyndinni og stefna að fullkominni mynd- byggingu, samspili ljóss og skugga, réttu sjónarhorni og bíða kannski lengi vissrar dagsbirtu. Þeir beita líka ljóskösturum og öðrum tæknibrellum sér tii ávinnings. Þessu er öfugt farið með CONCEPTlistamenn, þeim er nokkuð sama um fagurfræðileg atriði, markmið þeirra er að festa hugdettuna á blað, og ljósmyndin er þá hin endanlega gerð og út- færsla, hún lifir þótt verkið glatist: það bráðnar og gufar upp, ekur í burtu, velkist og rignir niður í svörðinn, það fýkur yfir það, eða þvi er ekið á haugana. Kannski flýgur það til annarra landa! Listamenn taka einnig oft ljós- myndir af hversdagslegum fyrir- brigðum, mannmergð, umferðar- öngþveiti, o.s.frv. og teikna siðan inná þær með penna eða rita hugleiðingar sinar niður, lista- menn lita einnig ljósmyndirnar, leysa upp hluta þeirra, klippa og skeyta saman. Mótívinu er breytt sjálfstætt verk hvað sem fyrir- myndinni líður. Utfrá HAPPENINGS (,,uppákomum“) hefur þróast sérstætt myndlista- form, PERFORMANCE, sem er þess eðlis að einstaklingur túlkar myndhugsun sina á persónulegan máta, oft í sambandi við hluti (OBJECT) eða hugsanir, athöfn listamannsins er myndlistaverkið i eitt skipti fyrir öll og kemur ekki aftur, — en ljósmyndin (eða kvikmyndin) geymir atvikið. Til eru dæmi þess að listamaður at- hafni sig á opnun sýningar (t.d.), ljósmyndaður bak og fyrir, en siðan eru myndirnar hengdar upp á staðnum. HUGSANIR Hugsanir er tæpast hægt að ljósmynda, en þær má segja fram, annaðhvort inná segulband til flutnings, eða þá á sérstökum samkomum. Einnig má prenta hugsanir listamannsins i viðeig- andi upplagi og dreifa þeim til fólks, einum sér eða með öðru. Njótendur hugsananna geta þá kannski útfært þær meó persónu- legum tjáningarmáta sínum. I SUMbók frá Listahátíð 1972 eru eftirfarandi hugsanir KRISTJANS GUÐMUNDSSON- AR: 5 METRA LANGUR SKULPTUR MEÐ SVIMA A ENDUNUM.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.