Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1975, Qupperneq 6
Grimsstaðir eru alkunnir við-
komustaður ferðamanna og þar
var ferja á Jökulsá á Fjöilum áður
en brúin var byggð. Jökulsá er
eitt af mestu stórvötnum landsins
og hvergi vað á henni. Vestan
árinnar var sæluhús þar sem
ferðamenn gátu haldizt við ef áin
var ekki ferjufær sem oft kom
fyrir. i sæluhúsinu gisti Fjaila-
Bensi á eínni af sínum mörgu
eftirleitarferðum suður á öræfin
og varð þá að þola kulda, hungur
og draugagang, svo sem segir í
þætti af honum í riti Olafs Jóns-
sonar um Ódáðahraun. Það var þá
að hann braut þiljur úr sæluhús-
inu til eldiviðar og slátraði kind
til þess að seðja hungur sitt. Hér
allt um kring eru minningar um
Fjalla-Bensa og ævintýralegar
ferðir hans um öræfin í svartasta
skammdeginu, en hvergi hefur
þeim verið betur lýst en í Að-
ventu, hinu ógleymanlega skáld-
riti Gunnars Gunnarssonar.
Möðrudalsöræfin eru heldur
eyðileg, mest sandar og einstaka
fjallgarðar sem rísa upp af há-
sléttunni. Fátt er orðið byggða
hér á Hólsfjöllum, en þar var víða
gott undir bú í fyrri daga og enn
ganga sagnir af Hólsfjallahangi-
ketinu. Þessi sveit mun vera hæst
yfir sjávarmáli af öllum sveitum
landsins. Nokkru fyrir sunnan
Grímsstaðier Biskupsháls. Eru þar
sýslumörk Norður-Þingeyjar- og
Norður-Múlasýslna. Á Biskups-
hálsi var sagt að biskuparnir frá
Skálholti og Iiólum hefðu hitzt á
yfirreiðum sínum, og er þar enn
ævagamalt vörðubrot. Hér á
þessu svæói er einn afskekktasti
bær á landinu, Möðrudalur á
Fjöllum. Um Möðrudal hefur
margt verið ritað enda áfanga-
staóur á leiðinni milli Norður- og
Austurlands. Bjuggu þar jafnan
stórbændur. Einna síðastur var
Jón Aðalsteinn Stefánsson, sem
látinn er fyrir nokkrum árum.
Var hann þjóðkunnur fyrir höfð-
ingsskap og rausn. Ógleymanleg
er lýsing Guðmundar Danielsson-
ar af heimsókn þeirra Matthíasar
Johannessen i Möðrudal í bók-
inni Landshornamenn. — Það
væri mikill skaói ef Möðrudalur
héldist ekki i byggð.
Möðrudalur hefur verið þjóð-
leið svo iangt sem sagnir ná. Til
gamans set ég hér lýsingu á
Möðrudal eftir Gytha Thorlaeius
sýslumannsfrú á Reyðarfirði, sem
gisti þar fyrir rúmri hálfri ann-
arri öld:
„Þau (þ.e. G. Th. og föruneyti
hennar) fóru upp á hálendið dag-
inn eftir árla dags og eftir það sáu
þau hvorki til bæja né manna-
feróa fyrr en siðla kvölds er þau
komu að bæ sem Möðrudalur heit-
ir og liggur i dalverpi einu fögru.
Reyndist ferðafólkinu gistingin
þar prýóileg. Þar voru 18 manns í
heimili, „allt góðlátlegt, þrifið og
vingjarnlegt fólk“. Eigandi jarð-
arinr. ar og ábúandi átti 6 börn,
„sem aldrei höfðu dvalið annars
staðar“, og var þó elzta dóttirin
gift og átti 3 börn. „Presturinn í
Vopnafirði kom þangað tvisvar á
ári til að taka fólkið til altaris. Ef
barn hafði fæðzt þess á milli „var
það skirt umleið". Frú Th. segir
að heimasæturnar á bænum hafi
verið „laglegustu sveitastúlkurn-
ar sem þau sáu á allri leiðinni".
Leggingarnar á upphlutum þeirra
og samfellum báru þess vott að
þær væru hagar á glitsaum. Ýms-
ir laglegir munir sem þær höfðu
búið til voru notaðir á heimilinu,
t.d. körfur úr grönnum tágum.
Lítið bænhús var á heimilinu. Var
það lítil stofa; 2 gluggar voru
á öðrum stafninum, og á milli
þeirra var hátt og mjótt boró með
hvitum dúk. Uppi yfir þessu alt-
ari hékk mynd af Kristi á krossin-
Ferðafrásögn frá síðastliðnu sumri
Eftir Jón Björnsson, rithöf. Seinni hluti
um i umgerð úr tini, og bekkir
voru til beggja handa. „Okkur
leið svo vel hjá þessu góða og
guðhrædda fólki," ritar frú Th.
„að okkur hefði verið unun að þvi
að tefja nokkra daga á þessum
yndislega stað, ef ekki hefði verið
svo áliðió sumars sem var.“
Það er ekki einskisvert að eiga
jafn glögga mynd sem þessa af
íslenzku sveitaheimili í byrjun 19.
aldar.
I Möðrudal er víósýni mikið,
þaðan sjást fjöllin í Ódáðahrauni
og drottning allra fjalla, Herðu-
breið, sem aðeins er í 30 km fjar-
lægð, en því miður var loft skýjað
svo að vlð nutum ekki útsýnisins
semskyldi.
Þegar Möðrudal sleppir tekur
Jökuldalsheiðin við. Hér er kjarn-
gott land og var áður fyrr talsverð
byggð, en mestur hluti hennar fór
í eyði vegna öskunnar úr Dyngju-
fjallagosinu 1875. Nokkur býli
munu þó hafa verið þar talsvert
fram á þessa öld. Undarleg ör-
nefni eru þarna, svo sem Sæ-
nautavatn og Sænautasel. Héðan
er talið að Laxness hafi sótt uppi-
stöðuna i Sjálfstætt fólk, og
nokkrar af síðari skáldsögum
Gunnars Gunnarssonar munu
vera látnar gerast ekki fjarri
þessum slóðum.
Leiðin liggur nú niður á Jökul-
dal og yfir brúna á Jöklu hjá
Fossvöllum. Fossvellir koma við
gamla þjóðsögu um moró á þess-
um slóðum. Efninu gerði Ari Arn-
alds sýslumaður góó skil í út-
varpserindi sinu „Silfursalinn og
urðarbúinn", sem hann flutti
nokkrum árum fyrir dauða sinn.
VII
Þegar til Egilsstaða kom vorum
við á kunnum slóðum. Við dvöld-
umst þar i nokkra daga i janúar
1968 er LeikfélagFljótsdalshéraðs
sýndi „Valtý á grænni treyju“
undir stjórn Vals Gíslasonar i fé-
lagsheimilinu Valaskjálf. Vió hitt-
um því miður ekki Svein bónda á
Egilsstöðum, því að hann hafði
brugðið sér norður í Skagafjörð á
hestamannamótið á Vindheima-
melum.
Á Egilsstöðum vorum vió í tvær
nætur. Egilsstaðakauptún er i ör-
um uppgangi og hinn mesti mynd-
arbragur er þar á öllu og til fyrir-
myndar. Hinumegin Lagarfljóts
er einnig smáþorp, Hlaðir. Það
kölluðu gárungarnir Vestur-
Berlín en hið eiginlega Egils-
staðaþorp Austur-Berlin. Segjum
svo aó heimspólitikin setji ekki
sín spor út um sveitir Islands!
Nokkrar breytingar höfðu orðið
siðan við vorum siðast á Egilsstöð-
um. Hin helzta er að þorpsbúar
hafa nú reist nýtizkulega kirkju á
Gálgakletti. Fer vel á því að guðs
kristni nálgist nú þá staði þar sem
hinir útskúfuðu enduðu líf sitt
fyrir atbeina böðulsins, ekki sizt
vegna valds og afskipta kirkjunn-
ar sjálfrar á umliðnum öldum.
Glæpur, refsing og friðþæging á
einum og sama stað — er það ekki
eins og það á að vera?
Gistiherbergin i Valaskjálf eru
mjög vistleg. Þau eru i smáhúsum
með norsku sniði og standa ör-
skammt frá félagsheimilinu. Mér
fannst allt svo kunnuglegt hérna,
enda þótt ég, eins og áður er sagt,
hefði aðeins komið hingað áður
snögga ferð. Ég vil nota tækifærið
og senda Héraðsbúum minar
beztu kveðjur og þakkir fyrir ein-
staka gestrisni og vináttu er ég
gisti Héraðið fyrir sex árum.
Hér eru margir og merkir sögu-
staðir. Egilsstaðir á Völlum er eitt
myndarlegasta stórbýli á landinu.
Ketilsstaðir er gamalt sýslu-
mannssetur. Þar sat m.a. Pétur
Þorsteinsson sýslumaður, faðir
Sigurðar Péturssonar, eins af
fyrstu leikritaskáldum þjóðarinn-
ar. Pétur sýslumaður reit merkan
annál, Ketilsstaðaannál, sem gef-
inn hefur verið út i annálasafni
bókmenntafélagsins. Hér á Ketils-
stöóum fæddist Páll Melsteð sagn-
fræðingur og hefur skráð ýmis-
legt merkilegt um sveitarbrag á
Héraði i endurminningum sínum.
Vallanes er ekki langt frá, en þar
gerði séra Stefán Ólafsson skáld
garðinn frægan. Gálgaklettur hef-
ur áður verið nefndur, en þar var
aftökustaóur sakamanna öldum
saman. Þjóðsagan greinir frá þvi
að Valtýr bóndi á Eyjólfsstöðum
(Valtýr ágrænni treyju) hafi ver-
ið liflátinn þar saklaus. Enda þótt
enginn geti fullyrt neitt um sann-
leiksgildi þjóðsögunnar hefur
hún verið undarlega lífseig og er
enn i dag í fersku minni manna
austur þar. Magnús Bjarnason á
Hnappavöllum í Öræfum skrá-
setti þjóðsöguna um Valtý fyrstur
manna, en einna itarlegust mun
hún vera í þjóðsagnasafni Sigfús-
ar Sigfússonar.
Náttúrufegurð á Héraði er mjög
rómuð. Lögurinn, höfuðprýði
sveitarinnar, á vart sinn líka á
Islandi. Veðursæld mun vera hér
mikil á sumrin en vetur eru oft
snjóþungir, eins og sjá má af
fréttum undanfarna mánuói.
Fljótsdalshérað minnir mig að
sumu leyti á Voss á Hörðalandi i
Noregi, þar sem hinn kunni lýð-
háskóli er, sem margir Islending-
ar þekkja, en þar var ég í skóla á
yngri árum. Utsýn yfir Héraðið er
fegurst af Fjarðarheiði. Þaðan
blasir sveitin við alla leið innan
úr Fljótsdal, þar sem Snæfell
gnæfir snævikrýnt yfir öll önnur
fjöll og út að Héraðsflóa, þar sem
aldan gjálfrar við sléttan sandinn.
Frá Egilsstöðum brugðum við
okkur yfir Fjarðarheiði niður á
Seyðisfjörð. Fjarðarheiði mun
vera einn af hæstu fjallvegum í
byggð á landinu. Heiðarvatn er á
miðri heiðinni en úr þvi kemur
Fjarðará og steypist í fossum ofan
heiðina, niður Efri og Neðri staf
og út í fjörðinn. Víða eru myndir
af Fjarðarárfossi í bókum. Ein-
kennileg þótti mér að sjá mynd af
honum i islenzkri kirkjusögu, sem.
gefin var út á dönsku fyrir mörg-
um árum. Verður þó naumast sagt
að fossinn hafi nein sérstök tengsl
við guós kristni á Islandi eða það
biskupatal sem oftast er uppi-
staða slíkra rita!
Seyðisfjörður hafði lengi sér-
stööu meðal islenzkra bæja. Norð-
menn áttu mikinn þátt í uppbygg-
ingu bæjarins á síðustu áratugum
aldarinnar sem leið og ber hann
þess enn vitni. Þar eru mörg hús i
norskum stíl, m.a. eitt þar sem
stendur stórum stöfum á fram-
hliðinni: Norsk fiskarheim. Seyð-
isfjörður var fjórði kaupstaóur-
inn serh varð sjálfstætt sveitarfé-
lag. Um og eftir aldamótin mun
ibúatalan haf verið um 1000, en
þá hafói Reykjavík 6000 íbúa.
Blaðaútgáfa höfst snemma á
Seyðisfirði og vegna hinna tíðu
samband við útlönd komu oft
nýrri fréttir í blöðunum þar en í
höfuðstaðarblöðunum. Hér á
Seyðisfirði lærði Jón Trausti
prentiðn og nokkrar af sögum
hans munu vera látnar gerast hér.
En þeim sem vildu kynna sér bæj-
arlífið nánar á uppgangsárum
staðarins er ráðlagt að lesa fróð-
lega grein eftir Þorstein Erlings-
son skáld, sem birtist i Eimreið-
inni nokkru eftir aldamótin. Þeir
nafnarnir, hann og Þorsteinn
Gislason, voru báöir um skeið rit-
stjórar vikublaðsins Bjarka.
Seinna, eða upp úr 1920 bættist
þriðja skáldið i þennan hóp, en
það var Guðmundur G. Hagalín
með Austurland og Austanfara.
Er við komum frá Seyðisfirði
lögðum við leið okkar inn Hérað,
í Hallormsstaðaskóg. Veður var
kyrrt og Lögurinn spegilsléttur
utan hvað einkennilegar gárur sá-
ust úti á vatninu. Ormurinn, datt
okkur strax i hug! — Lagarfljóts-
ormurinn er líklega ein frægasta
kynjaskepna íslenzkrar þjóðtrú-
ar. Góó lýsing af honum er í
Rönkufóts rimu eftir séra Sefán
Ólafsson i Vallanesi:
Ormurinn sá sem uppi í fljóti
er endilangur
hart við brá, er brast í rót
og bylgjugangur.
Fastur á haus er hermt hann liggi
og hala sinum,
gildan hnaus af góðri byggir
grábaks dýnu.
Hálf þingmanna langur leið
nam lykkju keyra
ekki grannur upp úr breiðum
Vmsi dreyra.
Selurinn og skatan eru aðrar
forynjur sem halda til utan í fljót-
inu, en þjóðtrúin lætur allar ill-
vættir liggja í fjötrum, eins og
segir í visum séra Stefáns.
Hallormsstaðarskógur er svo víð-
kunnur að ekki er ástæða til að
lýsa honum hér. Mjög víða er hér
unaðslega fagurt, svo sem i Atla-
vik, og gróðurinn ber af öllu sem
ég hef séð hér á landi. Ekki gafst
mér tími til að heilsa upp á góð-
kunningja minn, Sigurð Blöndal
skógarvörð, að þessu sinni. — Við
ákváðum að aka kringum Löginn
og út Fellin og er það langur