Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1975, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1975, Blaðsíða 3
ir. Æ fleiri Pólverjar og Ungverj- ar ferðast til Vesturlanda áhverju ári. Sambýli rikis og kirkju hefur sjaidan eóa aldrei verið jafn gott og nú. Að sjálfsögðu eru enn tals- verðar viðjar á menningarlífi öllu, en þó rikir i þeim efnum meira frjálsræði en nokkurn tíma áður. Ekki alls fyrir löngu kom þekktasti grinisti Ungverja fram i sjónvarpi og hermdi eftir Kadar sjálfum, og Pólverjum hefur m.a.s. gefizt kostur á að sjá nakin brjóst á sjónvarpsskermunum sinum! Svipaða sögu er að segja af leikhúsunum. Þó verður að játa, að þetta aukna umburðarlyndi stjórnvalda er alldýru verði keypt. I Ung- verjalandi er um það óskráð sam- komulag, að menntamenn og blaðamenn reyni ekki um of á þoirif stjórnarinnar. 1 nóvember i fyrra var rithöfundurinn Gyorgy Konrad tekinn til yfirheyrslu hjá lögreglunni og haldið þar í fimm daga, af þvi hann hafði gefið út i leyfisleysi ritgerð um hlutverk menntamanna undir sósialisma. Fyrir skömmu kom hann svo fram opinberlega og lýsti þá yfir því, að samkomulag hefði orðið með honum og yfirvöldum um það, að hann starfaði áfram í Ungverja- landi. Hins vegar gat hann þess skilyrðis ekki, sem Iesa mátti þó milli línanna, að hann yrði einnig að draga úr gagnrýnr sinni á stjórnvöldin. Enginn vafi er held- ur á þvi, að færu margir mennta- menn yfir takmörk þau, er þeim eru sett, þyrfti ekki lengi að biða harðra aðgerða yfirvalda og á það bæði við um Pólland og Ungverja- land. Haft er eftir pólskum rithöf- undi: „Sagt er, að skritla, sem ritskoðararnir skilja, eigi skilið að verða ritskoðuð. En það merkir auðvitað það, að menntamenn geta ekki talað við aðra en sjálfa sig.“ Nú hljóðar dagskipunin sem sé upp á málamiðlun. Leikurinn fer að sjálfsögðu fram eftir reglum stjórnarinnar. Endanlegt tak- mark málamiðlunarinnar, sem hefur lánazt svo vel og bezt i Ungverjalandi, er almennur stöðugleiki i landi, en það er nokkuð, sem Austur-Evrópubúar hafa ekki átt að venjast fram að þessu. „Hér dýrka menn stöðug- leika,“ segir vestrænn sendiráðs- maður í Búdapest. „Stjórninni hefur loks tekizt að búa svo um hnútana, að allt gengur sinn vana- gang, ekkert sérstakt gerist. Stjórnin heldur áfram hófsemis- veginn, með fáeinum hugmynda- fræðilegum hliðarsporum. Sann- ast sagna þætti mér bezt ef aðrar ríkisstjórnir gerðu slíkt hið sama.“ Því miður hefur sókn austan- tjaldsbúa eftir stöðugleika borið upp á sama dag og heimskreppu, sem þeir ráða engu um. Ekki var fyrr komin gróska i verzlunina við Vesturlönd, en siga tók á ógæfuhliðina vestantjalds. Attu þá austantjaldsstjórnir þá um tvo kosti að velja — bjóða verðbólg- unni og verðhækkunum heim, eða verja geysilegu fé til niður- greiðslna innflutningsvara til þess að halda verði neyzluvara í skefjum. Stjórnirnar munu frem- ur fylgjandi niðurgreiðslum, og vonast til að geta bægt verðbólg- unni frá með þvi að draga úr öðrum útgjöldum. Stjórnir landa þessara hafa ýmsar ástæður til að óttast þennan draug. Festa þeirra í sessi er nefnilega mjög komin undir frammistöðu þeirra í efna- hagsmálum. Verðbólga, eins og hún gerist og gengur hér á Vesturlöndum, gæti haft pólitiskt stórslys i för með sér. Þess vegna halda flestöll austantjaldsiöndin því fram, að verðbólga sé þar minni en 5%. Enda þótt rétta talan sé viðast hvar dálitið hærri, mun hún hvergi rituð með tveim- ur tölustöfum. En efnahagskreppa Vestur- landa kemur á ýmsan hátt við austantjaldslöndin. Þegar Efna- hagsbandalagið setti á kjötverzl- unarbann sitt í júlí síðast liðnum kom það illa við austantjalds- ríkin, einkum Rúmena og Ung- verja. Þetta og önnur reynsla svipuð hefur hvatt embættismenn i Austur-Evrópu til þess að endur- skoða efnahagsáætlanir sínar. „Við verðum að auka og treysta efnahagsbönd okkar við þriðja Til vinstri: Stytta af Lenin fyrir framan nýjar en kaldranalegar Ibúðarblokkir I Austur-Berlin. Að neðan: Budapest þykir með fegurstu borgum. Á myndinni sést Matthiasarkirkjan og fleiri gamlar byggingar. sökum verða stjórnir annarra austantjaldslanda nú að breyta áætiunum sinum og það mun fyrr en þær varði. Ýmsar blikur eru þegar á lofti. Stjórn Giereks í Póllandi hefur ekki uppfyllt þær vonir, sem vió hana voru bundnar, að hún mundi gera róttækar umbætur, sem skertu hlutverk miðstjórnar- valdsins og skæri þannig utan af hinu þunglamalega og alræmda skriffinnskubákni Póllands. Haft var eftir sendiráðsmanni í Varsjá, að „efnahagsumbætur Giereks væru orðnar að einhvers konar skritlu". Það er nú kannski full- mikið sagt, ef litið er á kjör Pól- verja, en það er rétt, að Gierek hefur i mörgum tilvikum ekki gert annað en fært til og umskipað einstökum hlutum skrifstofubáknsins. Abyrgð hefur verið flutt neðar í stigann og lögð á herðar framkvæmdamanna, en flestar mikils háttar ákvarðanir eru enn teknar í Varsjá. Ungverjar hafa einnig dregið i land hvað umbætur snertir. Þeir höfðu gert tölugert af því að draga úr miðstjórnarvaldinu, en nú er stjórnin aftur farin að hugsa sig um. „Undanfarin tvö ár hefur miðstjórn færzt í aukana.“ Þetta er haft eftir ungverskum hagfræðingi. Hver er ástæðan til þessa und- anhalds, einmitt nú, þegar áhrifin af auknu frjálsræði í áætlanagerð eru orðin greinileg í kjörum al- mennings? Skýring stjórnvalda er sú, að vegna ástandsins í heiminum og einkum hráefna- skorts, hafi þótt nauðsynlegt, að haida áfram miðstjórn málanna enn um sinn. Þó er til önnur skýring. Hún er sú almenna sannfæring miðstjórnarmanna, að verði hlutverk þeirra skert, muni mjólk alls ekki komast til neytenda og verksmiðjur alls ekki fá þau hráefni, sem þær þurfa. Og hið iskyggilega efnahagsástand i heiminum hefur orðið þeim prýði- leg afsökun fyrir þvi, að halda áfram af fullum krafti. En aðrar og veigameiri ástæður koma einnig til. Efnahagsumbæt- ur hafa ætíð verið viðkvæmt mál í Austur-Evrópu, og stjórnvöldum er hollast að fara varlega við þær. Þegar Ungverjar innleiddu hina nýju efnahagsskipan sína varð nrikill styr út af því, að launa- munur verkamanna og stjórn- enda ykist iskyggilega Því voru settar nýjar reglur, sem kváðu á um það að hlutdeild stjórnenda i hagnaðinum skyldi minnkuð. Þetta hefur gengið stórárekstra- laust, en ekki er á þvi neinn vafi, að stjórnir nágrannaríkjanna hafa fylgzt með þessu af mikilli athygli. Jafnframt því, sem takmörk hafa færzt út á mörgum sviðum, hefur áhættan einnig aukizt. „Eft- ir mannaskipti og hvert nýtt lof- orð um betra líf kemur timi glæstra vona, en siðan ævinlega vonbrigði," sagði pólskur mennta- maður. Þótt Gierek hafi tekizt að bætt kjör landa sinna fjölgar þeim sífellt, sem hafa sitthvað við stjórn hans að athuga. Gierek þykir lika hafa ofleikið dálítið. „Stjórnin er svo heilluð af afrek- um sínum, að hún kærir sig ekkert um, að blöðin dragi nein vandamál fram i dagsljósið.“ Af- leiðingin er sú, að pólsku blöðin njóta sízt meira trausts nú en áður. „Hvernig í ósköpunum get- um við búizt við því að fólk trúi okkur, þegar við segjum því, að Vesturlönd eigi við að etja kreppu, sem hljóti að hafa áhrif á efnahagslif okkar? í tuttugu og fimm ár höfum við fullyrt að kapítalisminn sé að falli kominn." Það kann raunar að verða mesta vandamál stjórna austan- tjaldslandanna að skýra fyrir al- menningi, hvernig það megi vera, að þær hafi ekki fulla stjórn á efnahagslífinu. Verðbólgan er skýrasta dæmið um þetta. Pólskir hagfræðingar halda því fram, að hún sé u.þ.b. 4%. Hins vegar vita það allir Pólverjar, að verð á frjálsum mörkuðum hefur hækkað um h.u.b. 30%. Að vísu eru þessir markaðir aðeins einn þáttur efnahagslifsins, en full- yrða má samt, að yfirleitt sé verð- bólgan nærri tvöfalt hærri en Framhald á næstu siðu SSbctÍi Pólsk húsmóðir meS hrærivélina sina. Véltæknin breiðist ut, en mikið vantar uppá að rafknúin heimilistæki hafi sömu útbreiðslu og á Vestur- löndum. heiminn," ritaði rúi.ienskur blaðamaður. Standa nú yfir ýmsir samningar milli Austur- Evrópumanna og hinna oliuauð- ugu þjóða i Mið-Austurlöndum. Slik lausn er þó ekki einhlít. Það, sem einkum hefur orðið til þess að bjarga Ungverjum, er tengsl þeirra við annan gamal- kunnari bandamann. Ungverjar sátu uppi með fjölda nautgripa, sem Italir höfðu ætlað að kaupa. Þá komu Sovétmenn til skjal- anna, keyptu gripina og borguðu í reiðufé. Sovétríkin hafa átt mik- inn þátt i því að halda verðbólgu í Austur-Evrópu i skefjum. Verð hráefna i viðskiptum Austur- Evrópurikja er að mestu ákveðið i upphafi hverrar fimm ára áætl- unar, og t.d. hafa Pólverjar og Ungverjar keypt sovézka oliu fyrir 3 dollara tunnuna á sama tima og markaðsverðið hefur komizt upp i 10 dollara. En á þessu kann að verða skjót breyt- ing. Fyrir skömmu var tilkynnt i Moskvu, að ekki yrði beðið með eiidurskoðun verðlags fram að næstu fimm ára áætlun, sem hefst árið 1976, heldur hæfust verð- hækkanir nú þegar. Af þessum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.