Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1975, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1975, Blaðsíða 11
Hann situr á bekknum á breið- um spítalaganginum og grætur. Hendur hans liggja máttlausar á lærunum. Hann er klæddur bláum Khaki-buxum. Skyrtan er opin i hálsinn. Ljósgeisli sktn inn um giuggann og á bekkinn þar sem maðurinn situr. Geislinn snertir enni hans og lýsir upp rauðbrúna, hrukkótta húðina. Hann horfir á fólkið í kringum sig. Tvær háværar konur tala saman. Einmanalegur maður les blað. Það glitrar á tárin, sem renna óhindruð niður af hvörm- unum niður kinnar hans. Hann virðist ekki taka eftir þeim. Ber höndina ekki upp að augunum til þess að þurrka þau I burtu. Þetta er engin merkileg athöfn. Ekkert til þess að gera veður út af. Æðar augnanna eru orðnar eldrauðar. Nei, þetta er ekkert til að fjasa um. Honum hefur mistekist. „Hann kann ekki tökin á Itfinu," sagði fólk. Þeir fáu, sem sögðu nokkuð um hann. Fæstir höfðu ttma til þess. í öðrum hnussaði fyrirlit- lega, er minnst var á þá, sem misst höfðu kjarkinn t hinni hörðu lífsbaráttu. Aumu rónar. Þeir voru sjálfum sér og öðrum til hörmungar og leiðinda. Einhver kemur og dregur tjaldið betur frá glugganum. Glampandi sólin sktn inn á milli illa málaðra gluggapóstanna. Augu mannsins herpast saman af birtunni. Hann ber höndina fyrir sem skyggni en það nægir ekki til. Hér er of bjart. Hann rls seinlega á fætur og heldur í buxnastrenginn með ann- arri hendi svo þær detti ekki niður. j stað beltis er dreginn hvttur bandspotti t hólkana. Það sést meira, hve lotinn hann er, þegar hann stendur en þegar hann situr. Hann staulast fram eftir ganginum. Ung starfsstúlka klædd hvítum UPPGJÖF Orstutt saga eftir Elfu Björk Gunnarsdóttur slopp kemur með miklum asa inn um dyr hægra megin. Hún er nærri búin að hlaupa hann um koll. Það hringlar í lyklakippunni, þegar hún lætur hana detta niður t sloppvasann. Þetta kuldalega hljóð kveður oft við i húsinu. Hér er öllum hurðum vandlega læst. Hann gengur áfram t átt til herbergis stns. Hann tekur hvert spor með varfærni. Hann titrar. Riðar við, en dettur ekki. Hæru- skotinn er hann og hárið liðað, nýklippt á kostnað sjúkrahússins. Hnakkinn er grannur og fallega lagaður. Buxnaskálmarnar eru of stuttar. Það gefur baksvipnum grátbroslegan svip. Hann opnar hurðina að herberginu. Hún er þung. Tjaldið er dregið fyrir gluggann og hitasvækja er þar inni. Þungt og kæfandi loft. Maðurinn er samt feginn að komast t einveruna. Hann sezt á rúmstokkinn, setur annan fótinn með erfiðismunum upp á dýnuna. Stðan hinn Itka. Hann hefur gleymt að taka teppið undan sér. Hann hallar sér varlega út af á koddann og andvarpar þungt. Hann erfeginn að loka augunum. Hann svtður t þau eftir grátinn. Friður rtkir t herberginu. Fluga suðar við gluggarúðuna. Hún er fangi innan glerjanna og kemst ekki út t sumarið. Enni mannsins er hátt og svipurinn góðmann- legur. Andlitið er nú laust við þjáningardrættina. Það hefur slétzt úr þeim. Hann hvtlist. Hann er einn. Hljóð sjúkrahússins heyr- ast t fjarska. Hurðaskellir; glað- legar raddir starfsfólksins. Hendur hans liggja máttlausar niður með hliðunum. Hann hefur Itka gleymt að fara úr skónum. Á náttborðinu er vasaútgáfa af gömlum reifara. Það eru asna- eyru á hornunum. Þar eru Itka vatnsglas og tómur öskubakki. Ekkert annað. Þarna eru engin blóm, engin litrtk póstkort frá fólki t sumarfrti, engar myndir af brosandi börn- um. Þessi maðurá enga vini. brátt talinn einn mesti Grieg-leikari sinnar sam- tíðar, og heimsótti meist- arann og spilaði fyrir hann. Sama kvöld skrifaði Grieg í dagbók sína: „Það er furðulegt að eg skuli fyrst nú á gamals aldri heyra verk mín leikin, eins og á að leika þau." Höfundur Grettis sögu hugleiðir í sögulok hvað minning hetju sinnar hafi sér til gildis fram yfir orð- stír annarra fornra kappa. Hann nefnir að Grettir hafi verið lengur í útlegð en nokkur annar, en þó finnst honum sýnilega mest til um að hans hafi verið hefnt miklu fjær ættjörð- inni en nokkurs hinna — suður í sjálfum Miklagarði. Nú má virðast sem enn hafi aukizt hróður Grettis, því ekki sé kunnugt að saga neins annars ís- lendings hafi heillað ungan mann hinum megin á hnettinum, i Ástralíu — orðið sterkust listræn áhrif á þroskabraut unglings, sem átti eftir að verða stór- frægur snillingur. Percy Grainger ferðaðist áratugum saman fram og aftur um Bandaríkin, og hélt hljómleika við mikla aðsókn og aðdáun. Hann var engum öðrum líkur, hvorki persónan né list hans. Vinsældir sínar meðal alls almennings átti hann ekki hvað sizt þvi að þakka, að hann var óvið- jafnanlegur galdramaður að leika af fingrum fram. í lok hvers hljómleiks leyfðist áheyrendum að kveða sér hljóðs, standa upp og syngja eða blístra brot úr lagi, og Grainger henti það á lofti, lék það — og skeytti síðan við af óþrjótandi hugmyndaflugi, unz til var orðið nýtt verk, venjulegast eitthvað stór- skemmtilegt, að því er okkur er sagt. Hann græddi ógrynni fjár, og var orðlagður fyrir hjálpsemi við ókunnuga sem kunnuga, verðuga sem miður verðuga. Þegar tók að spyrjast í Ástralíu hve tekjur hans væru miklar, hættu ýms skyld- menni hans að vinna, skrifuðu honum og sögðu að hann munaði ekkert um að sjá fyrir þeim — og það fannst honum rétt, sendi öllum peninga reglulega f hverjum mánuði. En þá gaus upp mikil óánægja, og lá við fullum fjandskap milli sumra skyldmenna vegna ágreinings um hvort fjárstyrkir Graingers kæmu réttlátlega niður. Þá tók hann það til bragðs að boða 23 ættmenni á fund sinn til Ameriku, á eins- konar kongress eður meiri háttar ráðstefnu, og þar lét hann ganga frá og sam- þykkja óhagganlega niður- skipun. Þar var kveðið á um hve mikið hver ein- stakur skyldi framvegis bera úr býtum af tekjum Graingers. Hann var kominn af létt- asta skeiði þegar hann gift- ist, og auðvitað norrænni konu, af sænskum ættum. Á hljómleikum sem hann hélt í Kaliforniu laust fyrir 1930 var tilkynnt að í hlé- inu myndi hann ganga í heilagt hjónaband, þar uppi á sviðinu, og að þeir sem hefðu gaman af að horfa á athöfnina skyldu sitja kyrrir í sætum sínum. Brúðurin kom inn, Ijós og falleg, og prestur og svara- menn. Hjónavígslan fór fram með viðeigandi hátíð- leika. Svo settist Grainger við hljóðfærið og lék Brúð- kaupsmarsinn — en öll samkoman tók undir! Allir sungu við raust, allt ætlaði um koll að keyra af villtum fögnuði. Þessi saga er ekki í æfi- sögu vikuritsins, sem hér hefur að öðru leyti verið stuðzt við, en ég hef samt óvefengjanlega heimild fyrir henni. Halldór Lax- ness sagði mér frá þessu. Hann var viðstaddur. Hefur vafalaust sungið með, og ekki dregið af sér, þó að hann léti þess ekki sérstaklega getið. Grainger og kona hans dunduðu saman við mála- nám. Þau reyndu auðvitað að komast niður í íslenzku, eins og fram kom þegar Grainger á tímabili tók að beita sér fyrir endurbótum á enskri tungu, vildi til dæmis taka upp orðið „tone-art" (tónlist) fyrir „music". En i æfisögunni segir, að þrátt fyrir fræki- lega framgöngu hafi hon- um ekkert orðið ágengt í þessum efnum. Úr því eg hefi minnzt á afmæli The New Yorker má ef til vill geta þess til fróð- leiks, að í afmælisgrein Le Figaro, skrifaðri af manni nákunnugum starfsháttum þessa frægasta smásögu- tímarits Bandaríkjanna, segir að frá upphafi hafi ritið haft þau óskrifuðu lög, að telja ekkert sögu- efni ótækt, nema kynlífs- lýsingar. Og leiklistargrein eftir hinn nafnkunna enska gagnrýnanda Kenneth Tynan, þar sem fyrir kom orð sem þótti óþefur af, hafi verið hafnað — unz samizt hafði um annað orðalag. Þetta minnir mig á hvað Simenon eitt sinn sagði í viðtali við amerískan blaðamann, sem spurði hvernig honum þættu enskar þýðingar á sögum sínum. Simenon lét yfir- leitt vel af þeim, en bætti Framhald á bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.