Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1975, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1975, Page 10
Sigurjön Guöjönsson þýddi Guðinn mikli Ukko — með hvítt hár og skegg — umlukt eldlegu skýi — ríkti yfir heiminum. Eld- ing var sverð hans, regnboginn iásbogi hans. Góðir og illir andar i ám og klettum, í trjám og runnum voru honum undirgefnir. I loftinu drottnaði Ilmatar, gyðjan fagra, í sjónum hinn villti Vellamo. Tuomi var höfðingi dánarheima. Ilmatar lét sig falla niður f haf- ið og lék sér í froðuföldunum. Það þótti henni gaman. Allt í einu kom villiönd fljúgandi f leit að varpstað. Hné loftgyðjunnar fögru stóð eitt upp úr vatninu. A því byggði öndin sér hreiður og verpti í það sjö eggjum, sex gull- eggjum og einu járneggi. Hún lá á þeim. Þegar Ilmatar að þrem dög- um liðnum varð of heitt á hnénu, hreyfði hún sig litið eitt, svo að eggin féllu í hafið. Úr neðra helm- ingi stærsta gulleggsins varð jörð- in til', úr hinum efra hálfur him- inninn. Eggjablóminn skein sem sól, og hvfta eggsins settist eins og tungl á festinguna. Gullin brot eggjaskurnarinnar urðu að stjörnum, járnskurnin breyttist í ský. Þá reis Ilmatar úr hafinu, breiddi út faðminn og reikaði um. Þar sem fótur hennar tók niðri mynduðust flóar og þar sem hún vaggaði mjöðmunum varð til flöt strönd. Jörðin tók að grænka og blómgast. Jurtir, dýr og menn vöknuðu til lífsins. Dag nokkurn steig stormguðinn niðtir og nam hana á brott. Hún ól son, sem hún kallaði Váiná- moinen. Mæðginin lifðu í djúpi hafsins. Þegar Váiná- moinen varð fulltiða, kunni hann ekki lengur við sig f einver- unni. Hann gekk á land og ferðað- ist um heiminn. Hann komst þannig til Finnlands, sem þá hét Kalevala, af þ^í að fbúar þess röktu ættir sínar til þjóðsagna- hetju með því nafni. Það var hrjóstrugt land. Ibú- arnir drógu fram lífið á jurtum, fiski og veiðidýrum. Það tók Wáin3moinen sárt. Hann gaf dreng einum smápoka með sáð- korni og fól honum að sá þvf. Það greri f jörðinni og spratt upp. Úr því urðu greni og birki, runnar og blóm. Nú gátu fuglarnir hreiðrað sig f greinum og býflugurnar safnað ódáinsveigum. Úr fræjum annars poka óx bygg. Andinn góði kenndi mönnunum að baka brauð og brugga mjöl. Wáinámoinen sótti smiðinn Ilmarinen til þess að smfða ljái og sigðir fyrir mennina. Wáinámoinen sýndi Kalevalabú um, hvernig þeir ættu að ríða net og smíða báta, tálga örvar og spenna boga. Kalevala varð sælt og hamingjusamt land. Allir lof- uðu góða Wáiná'moinen. Og nú líða mörg ár. Váiná'moinen eltist og skegg hans varð snjóhvítt. En enn gekk hann keikur og kraftar hans höfðu ekki gefið sig. Og þeg- ar kom kaldur vetur, sat hann við eldinn og kvað söngva sfna: um sköpun heimsins, um vald guð- anna og dáðir garpanna. Frægð Vá'inámoinens sem söngvara barst út um allt Finnland. Nú bjó langt norður í Lapplandi ungur maður. Hann hét Joukahainen og söng vel. Og með þvf að hann var ungur og steigurlátur hrópaði hann: Váinámoinen er skussi samanborið við mig. Þessvegna skulum við reyna með okkur“. „Þú ert ekki með sjálfum þér“, sagði faðir hans í aðvörunarrómi, „Váinámoinen kveður þig ofan f jörðina og við hljótum af þvf æ- varandi skömm. Joukahainen vildi ekki á hann hlusta. Keppnin fór fram, og hann tapaði. Þá hrópaði Joukahainen: „Þú hefur sigrað Váinámoinen. Þú ert mér meiri. Ef þú vilt, skal systir mfn verða eiginkoma þín“. Váinámoinen leizt vel á þetta, en Aino ekki. Váinámoinen var of gamall fyrir hana. Skömmu síðar baðaði hún sig í hafinu. I grennd við hana léku hafmeyjarnar, dætur Vella- mos, sér. Þær þrifu f höndina á Aino og drógu hana niður f djúp- ið. Joukahainen hugsaði að Váiná- moinen hefði verið að hefna sín á Aino. En hann gerði honum rangt til, þvf að Váinámoinen hafði elskað Aino og ákveðið þá þegar, að frelsa meyjuna úr greipum sjávarguðsins. Þvf reið hann göt- una miklu norður til Lapplands. Joukahainen komst á snoðir um það og smíðaði örvar úr birki. „Hvað ertu að gera?“ spurði móð- ir hans. „Eg ætla að drepa Váiná moinen". „Ger það ekki“ bað hún. „Ef Váinámoinen deyr, mun söng- urinn lfka deyja og gleðin hverfa úr heiminum“. Fullur haturs svaraði Jouka- hainen: „Hvað varðar mig um það. Hvort heimurinn gleðst eða ekki, skiptir mig engu, ég skal hæfa hann“. Hann lagðist í launsátur og skaut. Enhannhæfðiekki Váiná- moinen, heldur reiðskjóta hans. Söngvarinn féll í fljótið og rak til hafs. í heila viku veltu bylgjurnar honum til og frá. En örn einn veitti honum eftirtekt, og þar eð Váinámoinen var vinur fuglanna, sagði örninn: „Sestu á bak mér“. örninn bar Vainámoinen langt til norðurs til hins fskalda fjalla- lands, Pohjola, þar sem dimmt er sex mánuði ársins og sér sól f aðeins sex mánuði. Þar bjó gamla töfrakonan Louhi sem átti for- kunnar fallegar dætur. I grennd við bæ Louhi skildi örninn Váiná- moinen eftir. Einn og yfirgefinn stóð söngvarinn í myrkrinu. Kraftar hans höfðu þorrið, skegg hans var ískleprað, föt hans rifin. Hann settist á hækjur í snjónum undir vesölum viði og bar fram harmatölur sínar við storminn. Fegursta dóttir Louhi heyrði kveinstafi hans og bauð honum inn. Töfrakonan hitaði bað handa honum, fékk honum þurr föt og stillti hungur hans. Váinámoinen var henni innilega þakklátur fyr- ir þetta, án þess þá að gruna að sú gamla hafði illt f huga. „Mig langar að hverfa aftur heim til mín“, sagði Váinámoin- en. Því að hann þráði heitt hið hlýlega Kalevala og íbúa þess. „Ég gæti flutt þig aftur til Kale- vala“ sagði Louhi. „Það yrði þér ekki dýrt“. „Hvað kostar það?“ spurði Váinámoinen. „Ég á ekkert fram- ar“. „Ég vil fá Sampo, undrakvörn- ina með marglita lokinu!“. Kvörnin átti rætur að rækja til Ukko, heimsguðsins. Hann hafði smíðað hana til þess að gefa hana mönnunum, en hafði þá brotið hana, er hann sá hvað mennirnir voru vondir. Hann hét þvf, að réttur smiður gæti gert við hana. „Lofaðu mérþvf", bað sú gamla áköf, „að smíða Sampo, og ég fer ekki aðeins með þig til Kalevala, heldur gef ég þér lfka elztu dóttur mína fyrir konu“. Váinámoinen varð það ljóst, að Louhi átti illt hjarta. Ef hún eignaðist kvörnina mundi hún ná valdi yfir hans eigin þjóð. En samt var það nú svo að þrá hans eftir heimahögunum bar hann ofurliði og hann svaraði: „Sjálfur get ég ekki smfðað Sampo, en Ilmarinen getur það. Hann hefur smíðað hvelfingu himinsins. Eg ætla að senda þér hann. Hann mun endursmfða Sampo og taka dóttur þína sér fyrir konu“. Váinámoinen vann dýran eið, og Louhi fékk honum sleða og spennti hest fyrir. „Hesturinn ratar til Kalevala", sagði hún. „Þú þarft ekki að stjórna honum. En þú mátt ekki líta upp fyrr en nóttin er gengin í garð“. Og nú settist Vainámoinen á sleðann, sem brunaði yfir fen og hnullunga, um skóga og urðir. Um kvöldið var hann í Kalevala. Þá steig hann af sleðanum og söng af gleði. Grenitré óx hjá honum, og þvf lengur sem hann söng, því hærra varð það, unz máninn umvafði það og ótal stjörnur blikuðu milli greina þess. Váinámoinen gekk til Ilmarinens. Hann sagði honum frá reynslu sinni. Smiðurinn hrökk við. „Hvaða gagn er mér að hinni fögru dóttur hennar!" hrópaði hann. — Ég get smíðað Sampo og hef lengi ætlað mér það — en ekki fyrir töfrakonuna vondu f Pohjola, heldur fyrir þjóð okkar. Fái Louhi einu sinni Sampo, mun hún gera okkur alla að þrælum, og allt sem þú hefur gert fyrir Kalevala verður unnið fyrir gýg. Váinámoinen kinkaði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.