Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1975, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1975, Page 11
RÍMTAL Að ruglast I ríminu er orðtak, sem margur tekur sér ( munn án þess að gera sér fulla grein fyrir þvl, hvað það merkir í rauninni. Sumir munu ætla, að hér sé átt við rim ( skáldskap og máltækið sé af því dregið, að menn hafi rugl- azt í rímorðum. Hitt er þó sönnu nær, að hér sé átt við rímtal, almanak, og fyrir tið hinna prentuðu almanaka var það sannar- lega auðvelt að ruglast i riminu, ruglast i timareikn- ingnum, og var það eink- um bagalegt þegar um kirkjulegar hátiðir var að ræða, sem færðust til frá ári til árs. Flestir þekkja þjóðsög- una um Ólaf muð, sem sendur var frá Hólum í Skálholt til að glöggva sig i ríminu, eftir að þeir Hólamenn höfðu ruglazt svo rækilega í riminu að þeir vissu ekki lengur, hvenær jól- in bar upp. Slikt gat semsagt hæglega komið fyrir ef menn voru ekki nægilega rimfróðir, kunnu til dæmis ekki fingrarimið, en með hjálp þess gátu menn reiknað á svip- stundu fram og aftur í timann og áttað sig, ekki aðeins á páskum og hvita- sunnu, heldur og á viku- dögum svo langt aftur og fram í tímann sem vera vildi, fundið fæðingardaga og mánaðardaga, en það var mikil leikni. Fyrstu prentuðu alman- ök fyrir ísland komu út 1837, en löngu fyrr voru þó prentaðar rimtöflur og fingrarím til hjálpar við tímareikninginn. Einstaka maður hefur svo reynt að gera sér hjálpargögn til að fylgjast með timatalinu. Svo er um Snorra Jóns- son, sem gert hefur eða látið gera rímtal árið 1615, sem hér sést að hluta til á mynd. Sjálft rimtalið er 262 sm löng pergaments- ræma, undin inn i látúns- hylki, og er á henni annars vegar mánaða- eða daga- tal, en hins vegar rimtal. Hér má lesa á ræmunni upphaf febrúartalsins og þar stendur i upphafi það sem einkennilegast er við þennan mánuð: Febrúarius, föstugagns- mánuður, hefur 28 daga, tunglið 29 nætur, en næst á undan er skrifuð þessi visa; ágæt minnisvísa þótt ekki sé hún mikill skáld- skapur: Miðvikudagur milli er miðsvetrar og fundar, á þriðjudag ef þennan ber þar til annar skundar. , IMafn Snorra Jónssonar er grafið með rúnum á látúnskeflið, en ekki er nú vitað, hver hann var. Rimið kom til Þjóðminja- safnsins 1930 frá Þjóð- minjasafninu i Kaup- mannahöfn, en þangað hafði það komið úr kúnst- kamersi konungs. Þór Magnússon. kolli dagpur í bragði. „Ég veit það“, svaraði hann. — En ég er eiðsvarinn.“ „Hvað kemur mér við alvöru- laus eiður þinn“, — svaraði Ilmarinen og sló hamrinum á steðjann, svo að neistarnir hrukku í allar áttir. „Látum það eiga sig“, svaraði Vainamoinen kænlega. „Komdu með mér! Ég ætla að sýna þér dálítið. Þeir gengu út í hagann, þar sem greni- tré Váinamoinens stóð og á greinar þess skinu tungl og stjörnur. Ilmarinen brá í brún. „Skoðaðu það betur,“ sagði Váinamoinen örvandi. Þá klifraði Ilmarinen upp. Og Váinámoinen fór að syngja söng: „Ber þú hann, vindur, hratt burt í bát þinum, þangað sem nótt norðursins ógnar!“ Stormur skall á, hreif smiðinn með sér og fór fram hjá sólinni til Norðurlands. Við bæ Louhi féll Ilmarinen til jarðar. Fegursta dóttir hennar klædd skarti miklu rétti honum velkomanda minni sem bruggað var úr töfrajurtum. Ilmarinen renndi drykknum nið- ur. Þegar þau sátu öll að máltið, leiddi Louhi samtalið að Sampo. — „Þú getur smíðað hana, er það ekki?“ spurði gamla konan ofur sakleysislega. Andspænis elztu dótturinni, sem renndi til hans hýru auga, fór smiðurinn að raupa. „Hvort ég geti smíðað hana! En fjóra hluti þarf ég til: odd af svansfjöður, mjólkurdropa úr ungri kú, ullar- lagð af nýfæddu lambi og eitt byggkorn“. Daginn eftir smiðaði Ilmarinen sveðju undir slútandi kletti, kveikti upp eld og lét nokkra pilta troða belginn. Hann kallaði líka á storminn til hjáipar, sem biés í þrjá daga, svo að eldurinn logaði glatt. Þá sá hann Sampo koma i ljós. Hann þreif hamarinn og smíðaði furðuverkið, sem malaði af sjálfu sér án þess að nokkuð væri í það látið: Úr einu opinu kom mjólk, úr öðru salt, úr þvi þriðja gull. Louhi hoppaði af kæti. Hún flutti' Sampo upp til fjalla og faldi hana i helli, sem hún lokaði með niu lásum og hundrað slagbrönd- um. Ilmarinen fékk fegurstu dótturina fyrir konu og flutti hana á báti sinum aftur til Kalevala. Skömmu siðar rifu villidýr hana í sig. Ilmarinen varð mjög hryggur. I örvæntingu sinni bjó hann til stúlku, með glóbjart hár og silfurljósan líkama, sem var dóttur Louhi jöfn að fegurð. En hún var köld og líflaus. Hann leiddi hana til Váinámoinens. „Hvað ertu að gera með hana!“ sagði söngvarinn i ávitunarrómi. „Hún minnir þig aðeins á konu þína og eykur þér sorg. Varpaði henni aftur í eldinn! — Þá bræddi Ilmarinen myndina upp og smiðaði úr hinum göfuga málmi skartgrip forkunnar- fagran, svo að annar slikur hafði aldrei sést. Því næst hélt hann til Pohjola og bað annarrar dóttur Louhi. Hún vildi ekki fara með honum, en þegar hún sá skartgripinn ljómuðu augu hennar og hún fylgdi Ilmarinen. Á leiðinni bar hún sig þó svo illa, að smiðurinn kastaði henni að lokum af sleðan- um. — „Hypjaðu þig burt!“ hrópaði hann. „Ég vil ekki sjá þig framar.“ Hún stóð hlæjandi upp úr snjónum. „Ég þakka þér líka fyrir fallegu gjöfina!" hrópaði hún glettnislega og hóf skartgripinn á loft. Ævareiður hljóp Ilmarinen á eftir henni og brá sverði sfnu. Þá stillti hann sig, mælti fram töfraþulu og breytti henni i máf. Allt upp frá þessu flögrar hún um argandi, gargandi og gráðug. Ilmarinen sneri aftur einsamall til Kalevala^ „Louhi er kvendjöf- ull“, sagði hann við Váinámoinen „Og dætur hennar eru engu betri“. „Þú hefur rétt að mæla“, svaraði söngvarinn. „Við skulum ná okkur niðri á þeirri görnlu". Og þeir ákváðu að ræna Sampo. Á leiðinni til Lapplands hittu þeir Leminkáinen, sem lá ekki hlýtt orð til Louhi. Hann slóst í för með þeim. Dag nokkurn veiddu þeir geddu, og úr tálknunum smíðaði Vainámoinen kantelu, sem er svipað hljóðfæri og sítar. En kantelan gaf aðeins frá sér misklið, þegar Ilmarinen og Leminkáinen spiluðu á hana. „Fleygðu henni í hafið!“ hrópaði Leminkáinen. „Hún er til einskis nýt“. Þá fór Váinámoinen að spila á hana. Tónar hennar hljómuðu nú yndislega og trega blandnir, svo að allur heimurinn hélt niðri í sér andanum. Menn flykktust að, dýr- in úr skóginum og fiskar úr sjó og vötnum. Allir hlustuðu af hrifn- ingu á tónana. Hann snerti svo hjörtu þeirra, að þeir grétu einn á fætur öðrum. Og einnig Váinámoinen, sem sat þarna niðursokkinn og sló kanteluna, felldi mörg tár. Þau hrundu niður á hné hans, til jarðar, og runnu út í hafið. Vánámoinen hætti að spila. „Hver skilar mér tárum mlnum aftur?" spurði hann. önd ein var fús til þess, hún kafaði og fann tárin á hafsbotni. Þau voru orðin að perlum. Til þakklætis fyrir vikið fékk öndin marglitar fjaðrir. Loksins komust þeir Váinámoinen, Ilmarinen og Leminkáinen til Pohjola. „Hvað er ykkur á höndum?" spurði sú gamla kuldalega „Við viljum eiga Sampo með þér“, svaraði Váinámoinen. Louhi hló hæðnislega og skellti saman lóf- um. I sömu svipan bar þar að flokk skeggjaðra hermanna, sem réðust á þá með kylfum. Váina- moinen greip kanteluna og spilaði: Mennirnir hættu barsmið- inni, hlustúðu og létu vopnin falla. Þeir stóðu hreyfingarlausir, heillaðir af söngnum, augun ljómuðu og lék bros um varir þeirra. Þeir þreyttust að lokum að hlusta, hnigu til jarðar og sofnuðu. Nú gengu þremenningarnir til fjalls og í hellinn. Váinámoinen söng þýðlega við undirl.eik kantel- unnar og lásarnir brustu I sundur og slagbrandarnir hrukku upp. Váinámoinen, Ilmarinen og Leminkáinen báru furðukvörnina til skips, til þess að flytja hana til Kalevala. Þegar Louhi varð ráns- ins vör, kallaði hún á náttúruand- ana. Stormur svall, regnið buldi og niðamyrk þoka lagðist yfir hafið Váinámoinen klauf þokuna með sverði sfnu. Hún steig upp til himins sem hvitir skýhnoðrar. Storminn og öldurnar lægði hann með sönglist sinni. Ein aldan sló samt sem áður kanteluna úr hendi hans, svo að hún féll I hafið. Stórt tár rann niður vanga Vainamoinens. Brátt fóru eltingarmenn I báti á eftir þeim. Með særingum sínum hleyptu þeir báti Váinámoinens upp á rif, svo að hann sökk. Þá bar Louhi skyndilega að. Hún var I arnarlíki og bar hermenn sína burt á bakinu. Leninkáinen hjó sverði sinu I væng Louhi, svo að nokkrir menn steyptust I hafið. Nú þreif Louhi Sampo í ginið og vildi flýja burt með hana. En kvörnin féll niður og brotnaði á kietti einum. Mörg brotin sukku I hafið, sem æ siðan er svo auðugt af dýrgripum, að mennirnir hafa aldrei getað tæmt það. Suma parta kvarnarinnar rak til suðurs, í átt til Kalevala. Vinirnir þrlr sneru aftur heim. Þegar kantela Váinámoinens var týnd, bjó hann til aðra nýja úr birkiviði. í strengi hafði hann gljóbjart hár feg- urstu meyjarinnar I Kale- vala. Og sem áður, þegar Váinámoinen spilaði, söfnuðust menn og dýr I kringum hann. Þau hlustuðu og grétu af hamingju. Jafnvel trén bæróu toppa sína, og blómin teygðu höfuð sín upp úr grasinu, til þess að heyra betur. Dag nokkurn, þegar Váinámoinen sat fyrir framan hús sitt og spilaði, steig himin- sólin niður og settist á birkitré, til þess að heyra betur. Máninn sett- ist á furutré til þess að komast nær söngvaranum. Louhi tók eftir þessu. Hún laumaðist þar að, greip bæði himintunglin og fór með þau I skyndi til Pohjola. Hún lokaði sólina og mánann inni í helli, þar sem hún hafði áður geymt Sampo, og treysti járn- hurðina með lásum og slagbrönd- um. Ötti greip Kalevalabúa. Þar sem Louhi að auki hafði stolið eldin- um af örnunum, lagðist brúna- myrkur yfir landið. Það var engu líkara en heimsendir væri kom- inn. Menn hnipruðu sig saman i híbýlum sinum og biðu endis allra hluta. Ukko, guðinn mikli, sá hvað fram fór. Reiði gagntók hann. Hann hjó sverði sinu I háan klett. Logi blossaði upp og þaut hvæs- Framhald á bls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.