Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1975, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1975, Qupperneq 14
Konur vinna meira og lengur en flestir karlmenn. Störf þeirra eru jafnframt mikilvægari og ábyrgðar- meiri. Stærstu vandamál heimsins verða ekki leyst nema á löngum tima, og það er að mestu komið undir ófæddum kynslóðum hversu til tekst. Það er jafnframt viðurkennd stað- reynd, að hegðun og hátt- erni, viðhorf og framkoma mótast f ríkari mæli á fyrstu fimm æviárum barnsins heldur en á nokkru öðru æviskeiði ein- staklingsins. Séu þessar tvær stað- reyndir skoðaðar í sam- hengi, er augljóst, að ekkert starf er mikilvægara og ábyrgðarmeira en að ala upp börn, en f þjóðfélagi nútimans er þvf nær ein- göngu gegnt af konum. Flestar konur gera sér Ijóst hve mikilvægt „hlut- verk" þeirra er. Þær vita Ifka hversu krefjandi, þreytandi, einangrandi og vanþakklátt það getur verið f þjóðfélagi, sem ekki metur uppeldisstarfið að verðleikum og veitir litla sem enga hvatningu til að inna það vel af hendi. En ef hin vaxandi hreyf- ing kvenréttindanna ein- blfnir öfundsjúkum augum á veröld karlmannsins og berst aðeins fyrir inngöngu f hana með jöfnum tæki- færum, jöfnum launum og jöfnum réttindum, þá hlýt- ur hreyfingin að lokum að missa marks. Hún mun missa marks vegna þess, að það „kerfi", sem hún krefst aðgangs að, er á góðri leið með að steypa mannkyn- inu f örvæntingu. Hreyfingin myndi ennfremur missa marks vegna þess, að ávinningur- inn kæmi aðeins litlum minnihluta kvenna til góða með þvf að veita honum falskt forréttindajafnrétti i óréttlátum heimi. Það yrði til einskis gagns yfirgnæf- andi meirihluta kvenna í fátækari hlutum heimsins. Loks myndi hreyfingin missa marks, ef hún næði „árangri" á kostnað barn- anna, sem eiga að erfa landið. Þetta mun óhjá- kvæmilega eiga sér stað, ef konur fara að Ifta á börn sem tfmabundin óþægindi, sem eru þeim til trafala og torvelda þeim samkeppn- ina f heimi karlmannsins, og þess vegna þurfi að „koma börnunum fyrir". Ef þetta verður, mun kven- réttindahreyfingin ekki aðeins missa marks, heldur kalla yfir okkur svartar framtfðarblikur. Ef alþjóðlega kvennaárið verður heltekið þess konar jafnréttisbaráttu, jafnréttí hinum útvöldu til handa innan hins gamla kerfis á kostnað heildarinnar og nýrrar skipanar, þá mun það valda bölvun en ekki blessun fyrir mannkynið. Þátttakan f stöðukapp- hlaupinu er ekki eina leiðin framávið. Konur geta farið margar aðrar leiðir f jafnréttisbaráttu sinni. Ein er sú að koma til leiðar byltingu á heimilinu, þar sem sérhver kona er í aðstöðu til að vinna að breytingum. Ef konurynnu t.d. að því að veita karl- mönnum jafna ábyrgð á heimilinu og börnunum, gæti það leitt til róttækari, skapandi breytinga í þjóð- félaginu. Það myndi m.a. leiða til mikilla framfara f Iffi kvenna og barna og draga verulega úr stöðu- kapphlaupinu sjálfu. Það myndi stuðla að félagslegri nýskipan í stað þess að sætta sig við óbreytt ástand. Það myndi llka gera konum kleift að öðl- ast meiri Iffsfyllingu og jafnrétti án þeirrar kald- hæðni, sem merkingu þessa orðs hefur löngum fylgt í þessu sambandi. Ingi Karl þýddi Þjöðsagnir Framhald af bls. 12 (Sandar liggja utan frá sjó og heim að hraunum þessum; eru þau þvf öll sandrokin). Fer hann sfðan að hyggja að, hvað þetta sé, og sér þá, að þetta er mannshöf- uðkúba. Þá man hann eftir hljóð- unum og þykist nú vita hvað þau hafi átt á þýða, því að þetta var einmitt þar, sem honum heyrðust þau. Ekki fann hann fleiri bein í þetta sinn, og fer heim með haus- kúpuna. En nokkru seinna um sumarið fer hann þó að forvitnast betur um þetta og rífa til f kletta- skorunni, sem var full af sandi. Finnur hann, að þar er hlaðið lausagrjóti, og þegar hann hefir tekið það upp, kemur þar undan mannsbeinagrind, og mátti sjá, að maðurinn hafði verið lagður þarna til. Hann tók sfðan öll beinin og bar þau heim. Voru þau sfðan geymd þar um tfma. Var þá verið að tala um, að gaman væri að vita, hver þessi maður hefði verið. Stundum tóku piltarnir hauskúp- una og höfðu hana undir koddan- um f rúmi sfnu, til þess að vita hvort þá gætti ekki dreymt hann. En það vildi aldrei til. En konu bóndans dreymdi eina nótt að henni þótti maður koma á gluggann uppi yfir sér. Þóttist hún þá spyrja hann að heiti. Sagð- ist hann heita Arni og eiga heima á Ketilsstöðum fyrir austan. En meira sagði hann ekki og hvarf sfðan. Svo þegar farið var að tala um þetta, mundu gamlir menn eftir þvf, aí eitt sinn fyrir langa löngu hafði Arni einhver á Ketilsstöð- um eystra farið sendiferð með peninga. Fór hann sfðan vestur á fjöllin. Gerði þá hrfðar, og hefir hann farið villur, þvf hvergi kom hann fram, og ekkert spurðist til hans sfðan. Gátu menn svo til að þetta væri hann, þótt löng sé leið- in, sem á milli liggur, — og mundi hann hafa fundizt og pen- ingarnir verið hirtir, en maður- inn dysjaður þarna. Saga þessi gerðist fyrir mitt minni, en ég veit að hún er sönn. Björn Magnússon þekkti ég vel, hann var sonur Magnúsar Gott- skálksonar á Fjöllum í Keldu- hverfi og var faðir Benedikts skólastjóra á Húsavfk. Björn var greindur vel og þá ekki sfður nafni hans, sem söguna skráði eftir honum, en mátti sjálfur muna allt efni hennar. Eg heyrði þessa sögu mörgum sinnum á uppvaxtarárum mfnum, þvf að hún var þá enn rædd þar f sveit- inni. En það eru ekki nema fá ár sfðan, að sú spurning vaknaði hjá mér: „Er hér ekki um einn og sama mann að ræða, sendimann Péturs sýslumanns, sem hann nafngreinir ekki en telur að drukknað hafi f Jökulsá á Fjöll- um; sendimann Péturs, sem tal- inn er hafa verið myrtur á heim- leið, skammt frá bæ sfnum, og þar með orðið tilefni Valtýssögunnar; og f þriðja lagi beinagrindina sem fannst skammt frá Vfkinga- vatni og draummanninn, sem sagðist heita Arni og vera frá Ketilsstöðum eystra?" Sfðan hefi ég gert margftrekað- ar tilraunir til að hafa uppi á nafni sendimannsins. Eg hefi leitað f kirkjubókum, dómabók- um, skjölum og fræðibókum og hvar sem mér kom til hugar að bera niður. Eg hefi leitað til fróðra manna af Austurlandi. Arangurinn hefir enginn orðið. Eg get ekki tekið mark á þvf þótt Sigfús segi f þjóðsögum sfnum að sendimaður hafi heitið Símon, þvf að nafnið dregur hann sýni- lega af örnefni, eða þá að hann hefir fengið það frá Sigmundi Long, en þar ber að sama brunni. Það er bersýnilega rangt f Valt- ýssögunni, að sendimaður hafi verið kominn að sunnan, og verið myrtur milli Sauðhaga og Valla- ness. Það er Ifka rangt hjá sjálf- um húsbónda hans, að hann hafi drukknað f Jökulsá á Fjöllum á heimleið, og ekkert mark er tak- andi á sögunni um sjódauða haus- lausa manninn, sem á að hafa rckið einhvers staðar á söndunum fyrir botni Öxarfjarðar. Seinustu fregnir af sendimanni eru þær, að hann fór vestur yfir Jökulsá á ferju hjá Möðrudal, og að annar hestur hans kemur fram f Mý- vatnssveit. Maðurinn hefir sýni- lega villzt, eftir að hann kom vest- ur á öræfin. Nú mun mörgum finnast scm hann hafi farið ótrú- lega langa leið f villunni, ef hann komst niður f Kelduhverfi og bar beinin þar. En dæmi cru til þess, að menn hafi villzt enn lengri leið. Eða hvernig var það um manninn úr Eyjafirði, sem gekk í villu suður yfir hálendi landsins og fannst f Búrfelli f Þjórsárdal? £g hafði vonað í lengstu lög að rekast einhvers staðar á það, að sendimaður Péturs sýslumanns hefði heitið Arni. Þótt segja megi, að ekksert samband sé milli beinafundarins f hrauninu neðan við Vfkingavatn og draum- manns húsfreyjunnar þar á bæn- um, þá finnst mér enn undarlegt, að draumgesturinn skyldi segjast vera Arni frá Ketilsstöðum eystra. A þeim árum var löng leið milli Vfkingavatns og Ketilsstaða á Völlum og kynni þar á milli Iftil eða engin. Húsfreyjan á Vfkinga- vatni hefir áreiðanlega ekki verið með hugann austur á Fljótsdals- héraði áður en hús sofnaði um kveldið. Hvers vegna dreymir hana þá mann sem segir til nafns sfns og að hann eigi heima á ákveðnum bæ þar eystra? Eg hefi gefizt upp við að ráða þessa gátu. En til gamans hefi ég dregið saman þessar þjóðsagnir, ef einhver skyldi nenna að lesa og telja, að ekki væri allt þetta skraf út í hött. KALE- VALA Framhald af bls. 11 andi til jarðar. Ilmarinen og Vainamoinen sáu logann. Þeir fylgdust með honum. AUt f einu var hann horfinn. Gedda hafði gleypt hann. Þeir veiddu gedduna og ristu á kvið hennar. Snarkandi þaut eldurinn út, hoppandi yfir heiðina, dró á eftir sér ljóshala og kveikti í lynginu. Svartur reykur steig upp á dimman himininn. Og lengra og lengra til norðurs hent- ist loginn. Hversu fast sem þeir Ilmarinen og Vainamoinen fylgdu eftir gátu þeir ekki náð í hann. Það var ekki fyrr en á hafs- ströndinni, þegar loginn fékk ekki framar næringu í urðinni, að þeir náðu í hann. Nú gátu menn aftur vermt sig við arininn og unnið við skinið frá furuspónun- um. Himinninn var enn að sjálfsögðu ljósvana. Sæðið varð að engu,. fénaðurinn horaðist niður, fuglarnir þögnuðu. Dagur varð nóttu líkur. „Ég verð að heimta sól og mána frá Louhi,“ sagði Vainá moinen við Ilmarinen. Og hann lagði upp til Pohjola. En ferð- in var árangurslaus. Hann sneri aftur heim til Kale- vala án sólar og mána. „Eg get ekki opnað Iásana", sagði hann við Ilmarinen. „Ég skal smiða handa þér lykla sem ganga að“, svaraði Ilmarinen. „Og hálskeðju, til þess að binda Louhi". Louhi hafði grunað komu Váina- moinens til Norðurlands. Hún brá sér í hauksliki og flaug til Kalevala. Þegar hún komst að því hvað hennar biði, lét hún sól og mána af hendi sakir hræðslu. Menn hlupu út úr híbýlum sinum, horfðu upp til himins og vöknaði um augu af gleði. I vestri ljómaði gullin sól og i austri silfurmáni. Nýr kraftur og öryggi fór um menn. „Komdu með mér til hafs!“ sagði Váinámoinen við Ilmarinen hvetjandi rómi. „Allir menn ættu að koma þangað með okkur!" Eftir að Kalevalabúar höfðu safnast saman við hafið, hóf Váinámoinen hendur til stjarn- anna og hrópaði: „Heill þér, máni, og heill þér, sól!“ Og hann fagnaði með löndum sínum heillaríkri endurkomu himinhnattanna, er gefa ljósió. Og þá sagði hann: „Ykkar biður blessun. Vald ills óvinar ykkar er brotið á bak

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.