Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1975, Page 15
Tfrmm
SÆKJA tíANA. ,
BÝRNénRETTHJ^A vY/-K
. ■—>
-
aftur. Og þvi er nú sá rétti timi
upprunninn að ég fari burt frá
ykkur. Spyrjið ekki hvert. Eftir
öralangan tíma, þegar sól og máni
skina ekki framar og gleðin I
heiminum er horfin, mun ég
koma aftur. Þangað til skil ég
kanteluna mína eftir hjá ykkur.
Hún má aldrei þagna. Þegar
söngur og strengjaspil helzt frá
einni kynslóð til annarrar inn í
fjarlæga framtið, mun æskan
verða hamingjusöm og ellin njóta
huggunar."
Vainámoinen steig út í bát.
Vindurinn blés I seglin, og
Vainámoinen hélt i vesturátt,
móti hnígandi sól. Djúpsnortnir
af máli Vainámoinens stóðu
Kalevalar á ströndinni. Enginn
mælti orð af vörum. Þeir horfðu á
eftir bátnum, þar sem Váina-
moinen stóð uppréttur. Hvitt hár
hans ljómaði í skini kvöldsólar-
innar, og skegg hans blakti í
vindinum. Þegar báturinn hvarf
út í óendanleika hafsins, dó aftan-
roðinn á himninum og nætur
skuggarnir féllu yfir jörðina.
Úr bókinni „Die schönsten
Sagen des Abendlandes".
Sígurjón Guðjónsson þýddi.
Stýrir
veitinga-
húsi
Framhald af bls. 4
hóteli i Bandaríkjunum. Til þess
að svo mætti verða, skorti þó at-
vinnuleyfi og þau hjónin héldu
heim til Islands til þess að útvega
leyfið og Þráinn kvaðst hafa verið
bæði sár og reiður yfir þvf að
menn virtust ekki vilja notfæra
sér starfskrafta hans á tslandi.
En um þessar mundir var talsvert
atvinnuleysi * hjá hótela- og
veitingamönnum í Bandarfkjun-
um og leyfið fékkst ekki, þótt
sterkir menn eins og Valdemar
Björnsson, fjármálaráðherra í
Minnesotaf.vlki og fleiri, reyndu
að koma þvf f kring. Þegar það lá
fyrir, hafnaði Þráinn tilboði
bandaríska hótelsins, enda ekki
annars kostur.
Þá var það að fyrrgreindur Dan
Schmaltz frétti af málalokum og
lét sér ekki muna um að hringja
hvað eftir annað til íslands. Hann
var þá kominn með skemmtilega
hugmynd um veitingahús á
teikniborðið; það skyldi rfsa f
Winnipeg, vera f cnskum Tudor-
stíl og Þráinn gat fengið
þriðjungs eignarhluta, ef hann
kæmi strax og tæki að sér að
koma húsinu á laggirnar og reka
það sfðan.
Þetta boð var of freistandi til
þess að hægt væri að hafna þvf
eins og á stóð. Fyrst f stað hélt
Þráinn einn utan; ferðaðist um
l'tfífíandl: H.f. Arvakur, Rcykjavík
Framkv.slj.: IlaraldurSvvinsson
Ritsljórar: Matthias Johannossvn
Styrmir (iunnarsson
Ritstj.fltr.: (ílsli Si^urðsson
AuKlýsinuar: Arni (iarðar Kristinsson
Ritstjórn: Aðalstræli 6. Slmi 10100
hálfs árs skcið um Bandarfkin og
kynnti sér ástand f veitinga-
rnálum og gerði rannsókn á þvf,
hversu hagkvæmt gæti talizt að
hefja veitingahúsarekstur f hin-
um og þessum borgum.
Þetta var sumarið 1973. Fjöl-
skyldan kom utan þá um sumarið
og Þráinn fylgdist með smfði
hússins við annan mann. The
Round Table var opnað f október-
mánuði þá um haustið og Þráinn
hefur rekið það við mikinn orð-
stýr sfðan. Auk hans er tveir eig-
endur og sfðan þetta samstarf
hófst, hefur tveimur nýjum
veitingahusum verið bætt við f
Sioux Falls f Suður-Dakota og
Bismark f Norður-Dakota. Þráinn
er hinsvegar aðeins meðeigandi í
fyrsta húsinu, þar sem hann starf-
ar.
I Round Table geta 125 manns
setið að snæðingi f einu f fimm
sölum og auk þess eru barir.
Mikil og jöfn aðsókn er á sunirin,
en meiri um helgar að vetrinum.
En glæsibragurinn f rekstrinum
er ekki tekinn út með sældinni.
Framundir þetta hefur Þráinn
unnið svo að segja hverja einustu
helgi; hann fer snemma og æði
oft er hann þar Iangt frameftir
kvöldi. Hvert einasta smáatriði er
undir árvökulu eftirliti hans.
Þau Edda og Þráinn festu kaup
á tveggja hæða, nýlegu einbýlis-
húsi f suðurhluta Winnipegborg-
ar og búa þar ásamt börnum sfn-
um, Önnu, sem er á fermingar-
aldri og Kristjáni, og Vfkingi
sem eru yngri. Húsið er alls
um 240 fermetrar og kostaði
sem svarar 6,5 milljónum
fslenskra króna , eða þvf sem
næst helming af þvf sem sam-
bærilcgt hús mundi kosta hér.
Þau létu vel af þvf að búa f
Winnipeg, en eru fslenzkir rfkis-
borgarar, og hafa mikinn áhuga á
framvindu mála á íslandi. Ennþá
hefuf Edda ekki unnið utan
heimilisins, en þar eins og ann-
arsstaðar hefur það farið mjög f
vöxt að húsmæður leiti út
á vinnumarkaðinn. Um tón-
stundaiðkan eða sport hefur
ekki verið að ræða hjá Þráni;
hann hefur þurft að vera heils
hugar við reksturinn hingað til og
ekki haft tfma til annars. Þó er
fyrirhuguð Islandsferð á jólun-
um, — ekki núna, heldur þeim
næstu.
P”
þu GETURNU EKKI.
NEITA-D PVI.AÐ ÞER
F/NNST EMÁFRÍÐUR.
piun
mmr
GALLVASKII
í útlendingahersveitinni