Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1976, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1976, Qupperneq 3
þeir marz og einmánuður eru samferða,, (á þessu ári 23. til 31. marz). — Mikil trú var á áhrif tungls og sjávarfalla á veðurfarið, en á það minntist ég i grein í Lesbók 1974, og hve breytileg þau áhrif hefði verið eftir landshlut- um. Verður því sleppt að minnast á það hér. Þrátt fyrir glundroðann i veður- fari hér á landi, þóttust þó hinir veðurglöggu menn finna þar nokkrar fastar reglur, og skal hér aðeins minnst á tvennt. Þeir upp- götvuðu að veðraskil voru þvert yfir landið frá suðri til norðurs og lágu eins og bein lína á milli Víkur í Mýrdal og Hrútafjaröar. Vestan við þessa linu var venju- lega allt annað tíðarfar en fyrir austan hana. En þetta orðuðu þeir þannig: „Það er sjaldan sama veð- ur á Suðurlandi og Noróurlandi". Þessi skýring stafar sennilega af því að allir vegir yfir veðraskilin lágu frá Suðvesturlandi til Norð- urlands. Aðra reglu fundu þeir lika. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að veðrátta skiftist alltaf i 20 ára kafla, og endurtækist þetta í sí- fellu. „Sá, sem hefir haldið skil- merkilega dabók um tiðarfar 20 ára, getur vitað fyrirfram á hverj- um degi næstu 20 árin.“ Ekki er nú víst að menn iiafi vitað þetta um land allt, en þessi var reynsla Skaftfellinga. Hér má þá geta þess, að skömmu eftir aldamótin seinustu, komu vísindamenn fram með þá kenningu, að veðrátta á jarðar- hnettinum skiftist í ákveðin tíma- bil, 40 ára hlýindaskeió og 40 ára kuldaskeið. Þetta þykir hafa rætzt hér á landi. Á þessari öld kom hér 40 ára hlýindaskeið, en nú stendur yfir kuldaskeið, sem talið er að muni ná fram að næstu aldamótum. Sé þetta nú gildandi regla, þá er merkilegt að íslenzkir bændur skyldu hafa kveðið upp úr með það áður, að veðrátta skiftist í ákveðin timabil, enda þótt miklu skemmra sé og nái aðeins til íslands. VEÐURSPÁ Nú er veðurfræði oróin sérstök vísindagrein og unnið að henni af kappi um allan jarðarhnöttinn. Er hér um furðulegar framfarir að ræða. Nú hlustum vér daglega á fregnir um hvernig veðrið er í öllum byggðum landsins og á haf- inu umhverfis Iandió. Og svo fylgir veóurspá um einn eða tvo sólarhringa fram í tímann. Um veðurspár fyrir lengri tima er enn ekki að ræða. En hinir veðurglöggu íslendingar fyrri alda létu sig ekki muna um að spá langt fam i timann, jafnvel fyrir heilt ár. Þær veðurspár voru með ýmsu móti og má vera eð einhverjir hafðu gaman af að kynnast þeim og sjá hvernig þær reynast. Hér skal því dregið fram það sem á að vera sígilt í hinum gömlu veðurspám og á það boða hvernig tíðarfar verður hér frá þessum tíma til árslokaiEr líklegt að marga langi til að vita hvernig vorið og sumarið verða: Miklir stormar í marz boða enn meiri storma síðar. Aprilmánuður á að verða vot- viðrasamur, ef vel á að vera, enda boðar það gott grasár. Ef gott er veður á sumardaginn fyrsta og sunnudaginn fyrstan i sumri, þá verður gott sumar. Ef Reykjavíkurtjörn er íslaus fyrir sumarmál, þá er von á íkasti eftir þau. Ef gróðrartíð er í maí eða þá liggur oft þoka yfir sjó, er það merki góðs árs. Sex áhlaup verða jafnan i apríl tPPLAllSN FJÖLSKYLD IMNAR Preöikun eftir séra Karl Siprbjörnsson „Og menn færðu börn til hans, til þess að hann skyldi snerta þau, en lærisveinarn- ir ávítuðu þá. En er Jesús sá það, gramdist honum það og hann sagði við þá: Leyfið börnunum að koma til mfn og bannið þeim það ekki, því að slfkra er Guðsrfkið. Sann- lega segi ég yður: hver, sem ekki tekur á móti Guðsrfki eins og barn, mun alls eigi inn í það koma. Og hann tók þau sér f fang, lagði hcndur yfir þau og blessaði þau.“ Mark. 10, 13—17 Ég sá eitt sinn mynd af þýzku áróðursplaggi frá nasistatíman- um. Þar var sýnd mynd af foringjanum með brosandi stúlkubarn á örmum, og undir myndinni stóð: „Hitler er bezti vinur barnanna." Hann var víst hvorki sá fyrsti né heldur hinn síðasti lýðskrum- arinn á þessari jörð, að vita að leiðin að hjörtum foreldranna liggur um börnin, og notfæra sér það óspart. Frásagan af þvi er Jesús blessar börnin er ein hin mikilvægasta í Guðspjöllunum. Hún sýnir engan lýðskrumara í atkvæðaleit. At- burðurinn héfur afgerandi þýð- ingu í augum Jesú, vegna þess að hann snertir grundvallaratriði í boðun hans. Foreldrar báru börn til Jesú til þess að hann skyldi snerta þau, en lærisveinarnir visuðu þeim frá, þeir gættu vel meistara síns. 1 augum þeirra var tími hans dýr- mætari en svo, að hann gæti eytt honum fyrir skilningslaus smá- börn. Boðskapur hans þurfti að ná til fjöldans, hann varð að hafa tóm til að rökræða við fariseana og fræðimennina og reyna að ávinna sér stuðning lykilmanna samfélagsins. En Jesú sárnar þessi viðbrögð lærisveinanna, að enn einu sinni skuli þeir sýna algjört skilningsleysi á boðskap hans og verki, og hann ávítar þá harðlega og segir: „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því að slikra er Guðsrikið. Sannlega segi ég yður: hver, sem ekki tekur á móti Guðsríki eins og barn, mun alls eigi inn i það koma.“ Og svo tók hann börnin sér í fang, lagði hendur yfir þau og blessaði þau. Og með þessu sýnir hann og segir, að það að koma til Jesú er að vera tekinn inn i samfélag hans, Guðs- rfkið, það svið, þar sem vilji Guðs verður. Og Guðsríkið er ekki að- eins opið börnunum, það tilheyrir þeim einum og sérstaklega, og þeim, sem eru eins og þau. „Fjölskyldan". Tréskúlptúr eftir listakonuna Marisol frá Venesuela. Þetta er engin tilfinningasemi né heldur áróðursbragð. 1 sam- tima Jesú voru börnin ekki hátt skrifuð né þeim hampað. Menn töldu að konur og börn stæðu utan við Guðssamfélagið. Orð af þessu tagi af vörum virts og virðu- legs lærismeistara voru i hæsta máta fráleit, jafnvel hneykslan- leg. Jesús snýr við öllu því sem heimurinn hafði þekkt og metið, hann, semvegsamaðiGuðfyrir að hafa hulið boðskap sinn fyrir spekingum og hyggindamönnum, en opinberað hann smælingjum (Matt. 11, 25). Af því að hann boðar, að Guðsrikið er samfélag við Jesúm Krist einan. Spekingar og hyggindamenn miða við mann- leg afrek, vit og ráð, en það þarf opinn barnshugann til að sjá GUÐ að verki i Jesú frá Nazaret. Það þarf að snúa baki við öllum hug- myndum um eigin mátt og megin og ágæti, og lúta undrinu og leyndardóminum i trú og hlýðni og barnslegu trúnaðartrausti. Að- gangur að Guðsríki byggir ekki á frammistöðu manna heldur að- eins á kærleika og trúfesti Guðs. Það er þess vegna, sem það til- heyrir börnunum. Því þau hafa ekkert fram að færa nema eigið allsleysi. Þau gera sér engar hug- myndir um eigið sakleysi, gæzku, hreinleika. Þau vita það eitt, að þau eru háð umhyggju og ástúð annarra. Þau eru algjörlega háð umhyggju foreldra sinna, en sú umhyggja er aðeins dauft endur- skin ástar og umhyggju Guðs föður fyrir oss. Jesús vill leyfa börnunum að koma til sín, og þar með sýnir hann eftirminnilega hvað fagnaðarerindið er. Alveg eins og þegar hann varð á vegi annarra smælingja þessa heims, sjúkra, syndugra, minnimáttar, fátækra, smárra, — „Þeirra er himnaríki," sagði hann, spekingum og góð- borgurum til mikillar undrunar, Guð er kominn i Jesú frá Nazaret til að leita að hinu týnda og frelsa það, fyrirgefa, likna, lækna og leiða. Þetta þýðir ekki að við eigum að vanmeta alla skynsemi, reynslu, þekkingu og þroska fullorðinsára. En sá Guð, sem kom til manna i Jesú Kristi, og steig inn í mann- lega örbirgð og vanmátt og varð barn, sýnir oss hvað það er að vera maður. Það er að hvíla öruggur í trausti til ástar og um- hyggju hins almáttuga föður. Frammi fyrir honum erum vér öll börn. Og gáfur, vit og skynsemi er oss falið í hendur af honum og til ávöxtunar fyrir hann. Þetta er meginstaðreynd mannlegs lífs, þú

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.