Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1976, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1976, Blaðsíða 2
Fjöld af' víðrir á i'imm dögum, en meir á mánuði (Hávamál) Þegar litið er yf'ir liðnar aldir, virði.st svo sem tímans göngulag hafi verið seint og þungt, eins og Einar Benediktsson kvað að orði. En nú er öldin onnur. Nú gey.sist tíminn f'ram með ótrúleg- um hraða, sVo að árin verða stutt, eins og sjá má á því, að varla er þrettándinn gonginn um garð, f'yrr en f'arið er að búa undir næsfu jólasölu. En hvi skyldi lslendingum liggja svo mikið á? Þeir síanda svo vel að vígi, að hvert ár er hjá þeim þref'alt í roðin. Hið gamla og góða búskaparár hefst f'yrsta vetrar- dag, starfsár kirkjunnar hefst með jölaf'ósiu, »íí almanaksárið hefst 1. janúar. Auk þessa áttum vér þjóðhátíðarár í hittifyrra, kvennárí fyrraog hlaupár núna. ()g svo er hvert ár harðindaár í viðbót, eða svo finnst flestum, því að óviða á byggðu 'b'ðli mun veðrálla vcra jafn hvikul ou óslöðug sem hér. Veldur því lega landsins norður undir íshafi, á mótum kaldra og hlýrra haf- strauma og með (irænlandsjökul til hliðar við sijí. Bjargræðisvegir landsmanna, landbúnaöur o'fi fiskveiðar, hafa frá upphafi verið mjög háðir tíðarfarinu. Má jafnvel taka svo djúpt i árinni að að tilvera hinnar íslenzku þjóðar hafi verið látlaus harátta viö óstuðugt tiðarfar. Hér var aldrei á það að treysta að vorið kæmi þegar það átti að koma. Sumrin voru jafn dutlungafull og umhleypingar á vetrum bönnuðu stundum fisk- veiðar á vertiðinni. Það var því von, að menn færi snemma að hugsa um, hvort eng- ar reglur væri að finna í glundroða veðráttunnar, og hvort ekki mætti sjá eitthvað fram í tímann um hvernig veðurfar mundi endast. Er margar athyglisverðar sögur um þetta að finna í þjóðfræðum vorum, en hér verður aðeins drepið á fátt eitt. I Eddu er Vólundur smiður kallaður „veðureygur", og mun þetta þýða hið sama og veður- glöggur. Þetta mun sagt Völundi til hróss, og sýnir að langt er síðan menn fóru að taka eftir veðurút- liti. Það er þvi Islendingum til sóma hve margir þeirra voru ótrúlega veðurglöggir á seinni öldum. Mundi þeini hæfileika þeirra ekki hafa verið haldið á loft, nema þvi aðeins að mikið hafi þótt til hans koma. Þessir veðurfílöHKu menn voru dreifðir um allt land. I hverri einustu sveit ofí hverri einustu verstöð voru marfíir, sem þóttu skara fram úr fjöldanum, og slikir menn voru uppi á öllum öldum. Til þess að verða einhvers vísari um háttu veðurfarsins, var ekki við neitt annað að styðjast en athygli einstaklinga og fjlögfjt minni þeirra um veðurfar margra ára. Með því var hægt að gera samanburð á reynslu margra ára, og síðan reynt að draga ályktanir af þvi. Islendingar eru í eðli sinu visindamenn, og þetta var visindaleg aðferð og hin eina, sem völ var á, þvi að þá vissi enginn, að hafstraumar og loftstraumar, langt að komnir, réðu mestu um tíðarfarið. Þá hafði enginn hug- mynd um að „lægðir' og „hæðir" í loftinu væri til. Þrátt l'yrir þetta tókst mönnum þó að útbúa sér- staka „loftvog", sem þeir notuðu til spásagna um veðurfar. Ekki veit ég hvenær eða hvernig þeir gerðu þessa uppgötvun, en hún var bæði f'rumleg og einföld. Þessi „loflvog" var ýmist útblás- og veðurspár Eftir Árna Ola ínn rjúpnasarpur eða útblásin hlandblaðra. Blaðran var tekin úr nýslátraðri fullorðinni kind, skol- uð rækilega og síðan blásin út og þanin sem mest mátti verða. Svo var bundið rækilega fyrir biöðru- hálsinn mcð seymi og hún hengd upp í baðstofu. Þarþornaði hún en skorpnaði ekki, vegna þess hve þanin hún var. Þessi blaðra hag- aði sér einkennilega' Engin áhrif virtist hafa á hana hvort hlýtt var eða kalt f baðstofunní. En hún breyttist eftir þvi hver loftþyngd var. Stundum var hún þrautþanin og glerhörð og spáði þá kyrstæðu veðri og þurkum á sumrin, en heiðríkju og frosti á vetrum. Stundum var blaðran eins og stytta, alveg eins og loftið hefði sogast úr henni á einhvern hátt, og þá spáði hún votviðrum og umhleypingum. Þessi merkilega loftvog var enn til á mörgum heimilum fram um seinustu alda- mót, en þá tóku erlendar loftvogir við hlutverki hennar. Menn munu snemma liafa veitt því athygli, að skynlausar skepn- ur höfðu þann hæfileika, sem menn voru ekki gæddir, að þær „vissu á sig veður". Elztu heimild um það hygg ég vera lýsinguna á © A8 berjast á móti éljunum hefur veriB daglegt brauð I vetur sem Iei8, a8 minnsta kosti á SuSur- og SuSvesturlandi. Teikninguna gerSi Eirlkur Smith. Kengálu í Grettis sögu. Ásmund- ur á Bjargi átti þessa hryssu og sagði um hana. „Hún er svo vís að um veðráttu og vatnagang, að það mun aldrei bresta, að þá mun hríð koma, ef hún vill eigi á jörð ganga." Sauðkindur, einkum for- ustufé, vissi líka á sig veður og eins hundar og kettir. Þá var það forboði um veðurfar hve snemma farfuglar komu til landsins. Ef hagamýs flykktust heim að bæn- um á haustin, þá vissu þær á sig harðan vetur. Eins boðaði það áfeili, ef smáfuglar sóttu heim að bæum þegar leið að vori. Þá mátti og sjá á háttum rjúpunnar á haustin hvort harður vetur væri í aðsigi. Þá þóttust menn og komast að því, að í hverjum mánuði væri nokkrir merkidagir, því af veðr- áttu þessa daga mætti nokkuð ráða um tíðarfar á næstunni. En margt í þessari dagatrú mun hafa verið komið frá útlöndum og hef- ir borist hingaó með páfatrú, eins og sjá má á því hve margar „mess- ur" eru taldar merkidagar. NU er veðrátta svo breytileg hér á landi eftir héruðum, að. veðurfræðin hefir hlotið að vera sérþekking, bundin við vissa staði. Hver sveit átti sina veðurglöggu menn, og veðurspár þeirra voru bundnar víð þá sveit. Á þessu má sjá hve fráleitt hefir verið að miða veður- spár fyrir allt landið við „mess- urnar", og að trúin á það hlýtur að vera aðflutt og hafa borist hingað með öðrum kreddum páp- iskunnar. En Islenzk og frumleg hefir verið trúin á ýmsa aðra daga. svo sem sólhvörf og sólstöð- ur, jafndægur, hundadaga, þorra- komu (bóndadag)góukomu(konu- dag) og ýmsa fleiri. Þá eru það og fslenzk veðurvisindi, „að harðasti kaflinn á vetrinu sé sá tími, er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.