Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1976, Blaðsíða 4
» r i > > i ARASIN A GUERNICA APRÍL 1937 Baskabærinn Guernica í rúst- um eftir hina fólskulegu árás. EINS OG GENERALPRUFA FYRIR KOMANDI Guernica er smábær á Norður-Spáni. ekki langt frá Bilbao, „höfuðborg“ Baska. Baskar eru þjóð óvíss uppruna. Mál þeirra og menning eru ólík spænskri tungu og menningu. Baskar hafa lengi barizt fyrir fullri sjálfstjórn, og var hún veitt þeim i byrjun borgarastríðsins, og þeir stofnuðu lýðveldi. Baskar eru og voru miklir kaþól ikkar og kirkjan var þeim hliðholl, þótt þeir styddu lýðveldisstjórnina í Madrid. Það var því kaldhæðnislegt, þegar hersveit- ir þjóðernissinna létu til skarar skríða gegn lýðveldi Baska. Báðir voru jafn tengdir kirkjunni og þjóðernissinnar börðust undir merkjum Krists ekki síður en fasismans. Emilio Mola, yfirhershöfðingi þjóðernis- sinna, hóf herferð sína með því að hóta að leggja í auðn baskahérað, er Vizcaya heitir. Kvaðst hann hafa „tækin til þess“. En „tækin“ voru þýzkar flugvélar og stýrðu þeim þýzkir flugmenn. Hersveitum Baska var ekki vel skipað, og 26. apríl 1937 áttu menn Mola aðeins 15 km ófarna til Guern- iea. Einhvern tíma næsta sólarhring var Guernica jöfnuð við jörðu; flugvélar þjóð- ernissinna voru þar að verki. Sextán hundruð manns fallnir er ekki ósennileg tala. HEIMSSTYRJ ÖLD TÁKN EYÐINGARINNAR Fregnir um þetta I erlendum blöðum ollu þvílíkum geðæsing- um um heiminn, að þær eru ekki hjaðnaðar enn. Áhrifin voru feiki leg. Allar hinar hræðilegu hrak- spár um áhrif skipulegra loftár- ása, sem gagntóku menn svo mjög framan af heimsstyrjöldinni, stöf- uðu af atburðunum i Guernica — og Barcelona. Og atburðurinn í Guernica varð vinstri mönnum tákn alls hins viðbjóðslegasta í fari fasismans, tímamót I sögunni og Picasso gerði hann ódauðlegan í málverki sínu, „Guernica“. Sagan af Guernica á rætur sínar að rekja til fregnritara Lundúna- blaðsins „The Times“ á Spáni. Hann hét George L. Steer og var æfður striðsfréttaritari. Hann var á leið til Guernica daginn sem loftárásin varð, og ferðaðist við annan mann. Skyndilega birtust sex Heinkelvélar i lofti og tóku að skjóta á bæinn. Steer og félagi hans, Holme, leituðu skjóls í sprengigig, en flugmennirnir sáu þá og vörðu u.þ.b. stundarfjórð- ungi til að reyna að skjóta þá, en tókst ekki. Þá um kvöldið sátu þeir félagar ásamt fleirum að snæðingi í Bilbao, er þeir fréttu, að Guernica stæði i björtu báli. Þótti þetta allótrúlegt, en samt fóru nokkrir fregnritarar að gá. Þegar þeir nálguðust bæinn var himinninn uppi yfir honum bleik- leitur af eldskini. Fregnir fréttamannanna birt- ust í kvöldblöðunum í London 27. apríl. Fregn Steers kom í „The Tirnes" (og víðar), en ekki birtu ritstjórarnir hana glaðir, þvi þeir vildu umfram allt hafa frið við Þjóðverja. I fregninni segir svo:„t gær lögðu flugsveitir upp- reisnarmanna bæinn Guernica, elzta bæ Baska og miðstöð menn- ingararfleifðar þeirra algerlega i auðn. Loftárásin á þessa óvörðu borg langt að baki víglfnunnar stóð f þrjár stundir og fimmtán mfnútur nákvæmlega. Mikill flugfloti af þrcmur gerðum — Junker, Heinkel sprengjuvélar og Heinkel orrustuvélar — varpaði í sffellu á bæinn sprengjum, er vógu allt að þvf 500 kg, og Ifklega meira en 3000 tveggja punda

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.