Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1976, Blaðsíða 9
eftir John W. McDoy, 1970. Að neðan: Sjálfsmynd 'W.f. --"^¦>.•!»''- Freðin jör8.1969. Eftir George Weymouth. Eggtempera. - Börn, tengda- og barnaböm N.C. Wyeth uröu víöfrœgt myndlistarfölk og öll voru þau reallstar. Hér segir af þessari merku og sérstœöu fjölskyldu. Síöari grein. Eftir Braga Ásgeirsson. fundinn varðandi þroska og fram- tíð barnanna, og á þennan hátt vakti N.C. skapandi lífsmögn úr læðingi innra með þeim. Hin næma kennd fyrir náttúrunni gengur eins og rauður þráður í gegnum myndheim þeirra allra, og svo aftur í erfðum til niðja þeirra -Myndir þær, sem fylgja þessari grein, sýna ljóslega þessa riku samkennd Wyeth-ættarinnar með lifi og gróanda. Andrew Newéll III, sem mestrar frægðar nýtur innan Wyeth-f jölskyldunnar, og sem við þekkjum betur undir nafnínu Andrew Wyeth var kynntur sér- staklega hér í Lesbók á sl. ári, og því miðla ég því rúmi sem ég hef hér milli annarra meðlima fjöl- skyldunnar, en þeir eru: Henriette Wyeth (f. 1907) og eiginmaður hennar Peter Hurd (f. 1903), sem einnig er listmálari og var nemandi N.C., hann er einnig nafntogaður vísna- og þjóð- lagasöngvari og börn þeirra fást öll meira eða minna við tónlist og er sonur þeirra Peter hámennt- aður sérfræðingur i mexikanskri tónlist en fjölskyldan er búsett i Nýju Mexíkó. Fræg er sagan, er Peter Hurd var fenginn til að mála Lyndon B. Johnson forseta en hann byggði hana upp að mestu eftir ljósmyndum. Þurfti L.B.J. einungis að mæta hjá lista- manninum í eitt skipti og sofnaði forsetinn þá fljótlega í stólnum (!) — leyfði Peter honum að sofa, enda ósjaldan betra að virða fyrir sér fólk sof andi en vakandi, og þá vissulega í þessu tilfelli hinn örgeðjaforseta.- Þegar myndin var fullgerð og sýnd forsetanum varð honum að orði: „Þetta er það ljótasta sem ég hefi séð á ævi minni," og var myndin þó i engan stað óvenjuleg né framúrstefnuleg. Setningin varð fleyg um óll Bandaríkin strax næsta dag og fyrir þetta vakti myndin mikið umtal og fékk Peter Hurd hundruð bréfa þar sem ummælum forsetans var and- mælt, einungis einn bréfritari' kvað sig sammála forsetanum. Þrátt fyrir að myndin næði ekki að hanga innan veggja Hvfta- hússins sem hafði pantað hana, varð það ekki listamanninum til álitshnekkis með því að myndinni var valinn staður á „National Portrait Gallery, Washington, og gerði hann sig vel ánægðan með þá ákvörðun. Hurd f ann upp sérstaka tegund eggjatemperalita, sem var byggð á uppskrift endurreisnar- málarans italska, Cennino Cennini, og gerði hann tilraunir um langt skeið áður en hann varð ánægður með árangurinn. Fékk hann þá báða N.C. og Andrew til að reyna tæknina sem báðir hag- nýttu sér og þá einkum Andrew. Carolyn Wyeth (f. 1909) sem er ógift, vann i hvorki meira né minna en 19 ár á vinnustofu föður síns og allan tímann meira eóa minna undir handleiðslu hans. Eftir dauða N.C. hélt hún heimili með móður sinni fram að andláti hennar 1973. Carolyn er mjög ein- ræn, — hefur helgað sig málara- list og þolir enga áhorfendur nálægt sér, er hún er að starfi. Hún vinnur mjög hægt og yfirveg- að og fullgerir aðeins örfáar myndir á ári. 1 sambandi við yfirlitssýningu á verkum hennar í Norfolk, Virginiu, árið 1974, sögðu gagnrýnendur hana standa jafnfætis Georgíu O'Keefe, hinni miklu amerísku listakonu, en stíll þeirra er þó mjög ólíkur. John W. McCoy (f. 1910) eigin- maður tónlistarkonunnar Ann Wyeth, var einnig lærisveinn N.C. og mikill félagi Andrews, tengdasonur þeirra er George (Frolic) Weymouth (f. 1936), sérkennilegur málari sem er und- ir nokkrum áhrifum frá Andrew og þeim systkinum. James Browning Wyeth (f. 1940) er sonur Andrews og yngstur þeirra er náð hafa frama á myndlistarsviðinu. Hann yfir- gaf barnaskólann ellefu ára til að nema hjá Carolyn föðursystur sinni, seinna vann hann við hlið föður síns og 18 ára hafði honum hlotnazt umtalsverð viður- kenning, en 21 árs var hann landsfrægur orðinn. Þriðji ættliðurinn sækir þannig fast fram á myndlistarsviðinu með þeim tveimur síðastnefndu. Svo sem fram kemur slaka þeir hvergi á kröfum hvað tæknileg vinnubrögð snertir og nákvæmt úrfærða myndbyggingu. Það hefði vissulega glatt N.C. að lifa þetta framhald myndrænnar erfðavenju, sem hann sjálfur stofnaði til i upphafi og ræktaði á svo farsælan hátt. Ekki verður sagt hvort hann hafi sjálfur búizt við þeirri þróun, svo sjaldgæf sem hún er i listsögunni. Þriðji ættliðurinn hneigist einnig að tónlist svo að hin skapandi hneigð hefur hér gengið rikulega i erfðir og má slá því föstu að hér er um að ræða fjölskyldu sem er fulltrúi þess bezta í bandariskri listmenningu í dag. Margir listamenn hafa reynt að feta í fótspor Wyeth erfða- venjunnar, og þó einkum svo sem hún kemur fram í myndum Andrews Wyeth, en tekizt mis- jafnlega, og hérlendis hefur mátt sjá ýmsa anga þessara áhrifa i verkum nokkurra málara. Andrew leiðast slíkar stælingar og hann hefur látið hafa eftir sér að hann hafi haft slæm áhrif á ameríska myndlist, og á hann þá vafalaust við hin útvótnuðu áhrif. Vinsældir hans og f jölskyldunnar eru svo miklar að slikt flóð stæl- inga ér skiljanlegt, og allir meistarar verða að þola slika framvindu. I upphafi reyndi hann sjálfur að mála með vatnslitum, svipað og Winslow Homer, en það var einmitt í gegnum þessa við- leitni að hann fann sjálfan sig og gerði upp við sig hvaða leið hann ætti að velja. Þetta heitir að hag- nýta sér list annarra, virkja áhrif, rækta þau og þróa, beizla þau undir persónulegt vald og sjálfs- forræði, en annað er svo að lifa á annarra list og hafa þar engu við að bæta öðru en grómun minni- háttar vinnubragða. I ljósi þessa verður framsláttur Andrews auð- skilinn... Ég lýk þessari grein með þökk fyrir viðkynningu við þessa ein- stöku fjölskyldu svo sem hún hefur birzt mér i tiltækum heimildum og þá einkum greinum listfræðingsins Susan A- Meyer i American Artist, febrúarhefti 1975, auk bókar um N.C. Wyeth og bóka um Andrew, svo og bókar um hina sérstæðu Brandywíne- erfðavenju í ameriskri list. 1 fyrstu hugðist ég einungis rita greinarstúf um Andrew Wyeth og vissi þá lítil skil á mikilmenninu N.C. Wyeth föður hans og hinni litriku og samheldnu fjölskyldu. sém alla tið hefur átt búsetu á slóðum föðuróðalanna við Chadd Fords og Port Clyde að undan- skildum Peter Hurd og Henriettu, sem fluttust til Nýju Mexikó árið 1940 á æskustöðvar Peters sem hann hafði bundið ástfóstri við. Newell Convers Wyeth, fjól- skyldu hans og niðjar, ber hátt á sviði lista og menningar. For- dæmi þessa listahóps, um sjálfs- aga og einlæga ieit að innsta kjarna allra fyrirbæra, veitir trausta leiðsögn langt fram á veg- ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.