Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1976, Blaðsíða 12
Öskjuhlíðin er lág og maður nálgasl ekki mikið guðdóminn við að fara upp á hana, fremur cn annað, sem farið er uppá. (Uiðdómurinn er víst svo hátt uppi, að hæðarmunur á jörð- inni skiptir ekki máli. Þeir eru aðsegja, að við séum öll álfka nálægt honum, hvort sem stöndiim há(t eða lágt. Það hef- ur niér alltaf fundizt notaleg kenning. Hún hentar mér vel. En þó að það skipti ekki máli uppá guðdóminn, hvort maður er f Norðurmýrinni, Öskju- hlíðinni eða Henglinum og ráðhérra eða öskukarl, þá finn ég glöggt fyrir lyfting í sálar- overunni við ha'ðarmun, þo ekki sé nema rölta úr Norður- mýrinni og uppf Öskjuhlíðina (ha-ðarmun í hinni merking- unni þekki ég ekki) — þankar þeir, sem hé> birtast eru sölar- þankar f litlu rjóðri með fæt- urna í skugga en höfuðið f sðl. ()f sterk sól á höfuðið er skýringin á þessum þátt- um. Barnaheimspekin er eðlilega jafngömul mannkyn- inu, þar sem hún byggist á því að klórað sé f bakkann meðan hjartað slær. Eða með óðrum orðum: barningsheimspeki er sjálf lffshvötin, sem hefur þró- azt upp f þá lífsskoðiiu eða heimspeki með sumu fólki, að því sé skylt að haida f sér Ifftórunni, svo lengi sem þess er nokkur kostur, og taka síð- an dauða sínum í baráttu; falla fyrir honum en gefast ekki upp fyrir honum. Það er engin kenning til um þessa heim- speki, heldur er hún f taugun- um fyrir arfgengi, uppeldi og aðstæður. Af þessu leiðir að hún þróast mjög misjafnlega með einstaklingum og þjððum. Með sumu fólki verður hún ekki rótfastari en svo, að það gefur allt á bátinn við minnsta andbyr. Það sem við nefnum SEIGLU f daglegu tali, er oft- ast rótgróin barningsheim- speki. Maðurinn telur sér skylt að halda áfram að róa, þótt enginn sjáist árangurinn og engin sé vonin. Barningsheim- spekin er eðlilega mjög rótgró- in með íslendingum, og greri og dafnaði f sjálfii táugakerfi þjóðarinnar við árina og orfið og óblt'lt náttúrufar. En nú er barningsheimspekin að hverfa úr taugunum og við verðum að fara að tileinka okkur hana sem kenningu. Það þarf góðan mann og meiri heimspeking cn mig til að bcrja saman og bókfesta kenningu um fs- lenzka barningsheimspeki. Eg vil þó banda á það, að mér finnst hún hafa greinzt mjög f tvær megingreinar, sem ég vil nefna SAUÐARHEIM- SPEKI og STEINBlTSHEIM- SPEKI. Önnur þróast til fjalla í nánum samskiptum við fs- lenzku sauðkindina, þráa og ódrepandi skepnu, en hin f við- ureign við steinbftinn, sem Ifka er þrár en skaplyndið kuldalegra en hjá sauðkind- iimi. Steinbfturinn sleppir ekki kjafttakinu fyrr en úauð- ur og hann glottir oft kulda- lega svo skfn f tanngarðinn, f dauðateygjunum. Steinbftsheimspekina met ég æ því meir sem líður á ævina, þótt mér þætti stundum lftil glóra f henni f æsku; þetta væru nánast vitlausir menn, sem reru og reru, þð að þeir fengju varla f soðið rðður eftir róður, og stundum vertfð eftir vertfð oftast með dauðann inn- an borðs, sem svo einn daginn leysti þá frá stritinu. Aðra lausn áttu þeir sér ekki frá þvf. Aldrei varð merkt á þeim, að þeir væru hræddir við dauð- ann, f þessu nána sambýli, en þeir töldu sér skylt að verjast honum eins lengi og kostur var á. Gætni var ekki sprottin af hræðslu, heldur var hún skylda við Iffið. Þeir dóu svo þegjandi og hljóðalaust. Sem ég rita þessa setningu, þá verð- ur mér hugsað til þess, að ég hef aldrei heyrt minnzt á neyð- aróp drukknandi manna vestra og eru þó niargar glögg- ar frásagnir til af sjóslysum, sem menn voru til frásagnar af. Það kann að vera að slfkt dæmi finnist en það væri þá til að staðfesta regluna. Ég minn- ist f þcssu sambandi, að eitt sinn sökk bátur skammt fyrir utan Ófæruna f Bolungarvfk og með lio.Tiim sukku fjórir menn, allir ofan dekks, þegar hann sökk. Það heyrðist ekki bofs f einum einasta þeirra, hvað þá neyðarkall, sagði mér formaðurinn á báti, sem kom þarna að, en gat engum bjarg- að. Frægt er dæmið um mann- inn, sem datt út (Bolvfkingur) og um leið og hann barst aftur með bátnum, rétti hann hönd- ina f átt til formannsins, sem sat við stýrið, og sagði: —Viltu gjöra svo vel að rétta mér hendi. Miðað við að maðurinn var ósyndur og var að sökkva, verður þetta að kallast að taka dauða sfnum með ró. Og þeir áttu það til að hlægja að dauð- anuiii. Einu sinni hvolfdi ára- báti, sem var að koma upp á Víkina. Tveir menn voru á. Annar þeirra komst strax á kjöl, en hinn lenti undir bátn- um og skaut ekki upp fyrr en hann var kominn að þvf að springa. Þetta var mjög ófríð- ur maður, og frfkkaði náttúr- lega ekki við það að tútna út, og þegar hinn sér framan f hann, þar sem hann sjálfur hékk í dauðans greipum, þá setur að honum óstöðvandi hlátur, og það var með herkj- um að hann gat fyrir hlátri seilzt f félaga sinn. Sjálfur hef ég verið sam- skipa manni, sem hafði til- einkað sér steinbftsheimspeki meir en nokkur annar, sem ég hef þekkt. Þetta var skýrleiks- maður (enda frændi minn), en ekki held ég að hann hafi til- einkað sér steinbftsheimspeki sfna með sjálfráðum hætti, heldur hafi hann drukkið hana í sig með móðurmjólk- inni. 1 næsta þætti rek ég þetta dæmi um innlifaða steinbfts- heimspeki. Sá sem var a8 drukkna haf 8i löngum þótt manna óf ríðastur og ekki f ríkkaSi hann vi8 þessar aSstæSur. Vi8 þá sjón setti slikan ftlátur a8 þeim, er á kjölinn komst. a8 hanri ætlaði ekki a8 hafa mátt til a8 bjarga hinum. Arösin ö Guernica Framhald al' bls. li i.'únu't ifhk'ká rfm". scht hann minnlist ;i við útm'fanda sinn. Maxwcll I'i'rkins. Kn það Ifl liann ckki uppi við vinnuvf iti'ndui' sína. ritKtjóra bláoanna. Það átti iH'l'nili'«a að l'ara í skáldsö'ííU og birtist þar á sinum tíma. Húll hét ..Klukkan kallai". Skil.janlc.nt af skáldsatmahöfundi — ófyrirgei'- anh'ítt al' striðsl'rcttamarini. MENN ÞÖGÐL GJARNAN LM ÓÞÆGILEGAN SANNLEIKA Krctlamönnuin. selil þöyou yfir þvf, sem ai'lagá l'ör íiicðal l,vrty<.'ld- ismanna uckk «.'kki aocins hræsni til. Mar.uír þcirra voru aðcins l'ull- l'læktir i málirt. Þcir trúrtu á tnál- staðinn. nn st' inálstarturinn ..rétt- iii". t'in.s oy inálstartui' lyðvt'kli.s- sinna var t'l'laust. Iini'igja.sl frótla- iiK'iin lil art st'u.ja lit'l/t f'rá ht'l.ju- dáðuin 1*11 stinya k'iðinduiii undir sti'il. o« finnit; lil þi'ss, art villa mn fviir k'st'nduin. ni.i'ð ástæiUilau.sri bjai'tsýni. Til voru pt'Jr séin aldroi m'i'rtu siu seka uni slíkt. Cieorgv Orwt'll var finn þoirra oy bóf raunai' ai'. llann koni aujia á l'jiil- margt, sem aðrir þögðu um (og sumt var ekki litilvægt) t.d. það, að iiörðustu andstit'ðinííar Slalins á Spáni voiu óháðir vinstri int'iTn og að koinnninislar gellgu ákafar fram i því að uppræta þá en fas isla. Orwi'll í'f.vndi að koma þe.ssu on miíl'KU l'lfiru á l'rainfii'ri. Kn blöðin iifituðu að birla það. Or- wi-ll í'fit þá bók. ..Hoinafif to Cata- lonía". i*n hfiini var hal'nað. Þeg- ;ir htin koin loks tit sfldusl al' lifiini t>0() fintök niuðan Orwfll var á díSgimi og hún koin f kki in í Handan'k.junuin lyri; i*n fl'tir kit hans. Málsiaðuiinn fór hnlloku iva t'ii.uinn kærði siu um að hf.vra áslii'ðuniar til þi'ss. Boruarastyrj- iíltlin ii Spáni var krossffio. Htin var likii l'ull lilykkillga ou svika. Orwt'll «ai ifkið ])vi. „Þtin undai- kt;t sf. Ik'I'ui' þi'.ssi i'f.vnsla fkki di'f.uið úr trti minni á int'nnina llt'klui' iiukið hiina." s;mði hann. Klfstir aðrir 1'ifUanK'nii lóku lilutdi'ii'.uai' ii'ása.miir siun þ.eir liðl'ðu siiinið. I'rain yfir úþa'íijh"}'- an vfiiik'ikiinn. (I'ýll o.u drt'gið saman úi' ..Thf Sunday Tiint'S Mayaxint'"). B1 $r$%mbHb$\n$ Vtutfandl: ll.f. Ar.akur. Rr>kja\ík r'raink\.slj.: Haralrlur Svt-inssun Kílstjórar: Matthfas Johanni'sst'n St>rmir íiunnar'istn. Itilslj fllr : (ílvll SÍKurussnn \uKl>'siiii;ar: Arni Garflur Kri-tinsson Hilslji'itn: Ailalslra'li li Sinii HMliii ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.