Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1976, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1976, Blaðsíða 10
A8 neðan: Terttu heima hjá sér. Jurvakainen A vinnustofu listakonunnar i Finnland í heimsókn hjá finnsku listakonunni TERTTU JURVAKAINEN sem sýnir að Kjarvalsstöðum um þessar mundir Myndir og texti: Kristín Jónsdóttir stud arch og Oli Hilmar Jónsson.stud arch Jurvakainen hefur haldið sýningar i Þýzkalandi og Stokkhólmi fyrir utan Finnland. Það skal tekið fram, að sýning hennar hafði veiið samþykkt á Kjarvalsstöðum áður en núverandi listráð komst á laggirnar. Terttu Jurvakainen er vel- þekktur málari í Finnlandi. Hún hefur haldið fjölda sýn- inga bæði innan Finnlands og utan. Hún ætlar nú að halda til íslands og sýna um 70 málverk að Kjarvals- stöðum eftir páska. Við lögðum því land undir fót og heimsóttum lista- konuna þar sem hún býr og málar í Muhos sem er lítið þorp í Norður-Finnlandi. Okk- ur var tekið tveim höndum af listakonunni og tíkin Móna tók undir með gelti miklu. Terttu Jurvakainen leiddi okkur til stofu og bauð sæti. Raunar likist hún miklu frek- ar senjórítu af Spánarströnd- um, sem hrafnsvart hárið og brún augun, heldur en inn- fæddum Norður-Finna. At- hyglin beindist brátt að olíu- málverkum á veggjum og tal- ið barst fljótt að myndlist. Jurvakainen sagðist hlakka mikið til að koma til íslands en spurði okkur um leið, hálft í gamni og hálft í alvöru, hvernig það væri með jarð- skjálfta og eldgos þessa stundina á íslandi. Annars kvaðst hún engar sérstakar áhyggjur hafa af því, — „ef gysi þá væri það hún sjálf" sagði hún og hló. Að svo búnu leiddi hún okkur um undraveröld verka sinna. Vinnustofa hennar var þéttskipuð málverkum þeim er eiga eftir að sigla yfir „Atlants ála" og prýða veggi Kjarvalsstaða. Hún kvaðst vona að ekki yrði af yfirvof- andi vérkfalli hafnarverka- manna í Finnlandi, — það gæti sett slæmt strik I reikn- inginn. Mikil vinna og tími hef ur farið í undirbúning sýn- ingarinnar. Það yrðu henni mikil vonbrigði ef ekki gæti orðið af íslandsförinni sagði hún. Margar mynda hennar eru sambland af natúralisma og abstrakt þótt einnig megi meðal þeirra finna fullkom- lega fígúratíf verk. Listakon- an kvaSst mikið leita út í náttúruna að viðfangsefnum, sérstaklega hefðu trén og skógurinn sterk áhrif á sig, en hún málar þó alltaf inni. Terttu Jurvakainen er út- lærður barnakennari en hug- ur hennar hneigðist fljótt að myndlistinni. Hún lagði stund á nám í myndlist við listaskóla í Helsinki og fékkst mikið við grafík á tímabili. Um 1965 náðu olíulitirnir tökum á henni og hafa þeir alla tfð sfðan verið hennar aðal efniviður í listsköpun- inni. Hún kennir nú tvisvar í viku listir víð menntaskólann ! Muhos en mestur tíminn fer þóíaðmála. Eftir rabb yfir kaffibolla og kruðeríi fórum við að tygja okkur heim á leið. Kvöldsólin hékk eins og rauður bolti í trjákrónunum er við kvödd- um og óskuðum Terttu Jur- vakainen góðrar ferðar til ís- lands. Jurvakainen virðist mála I mörgum stlltegundum eins og með- fylgjandi myndir ættu að gefa til kynna. Myndin hér að ofan „Stúlkur og flöskur" er svo ólfk þeirri til vinstri, að hún sýnist vera eftir allt annan höfund.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.