Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1976, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1976, Blaðsíða 14
Vániö Linna. Lars Hamberg: Vatnsberinn Framhaid af'bls.7 fjörunni fyrir neðan kofann hennar. Hún var ein af þessum nafnlausu einstaklingum, sem koma og fara án þess að eiga neina sögu. Og þó, — kannski átti hún sögu, eitthvað sem risti svo djúpt, að hún gat engum trúað fyrir'því. Gömul kona, sem þekkti tíl Bjöggu frá fyrri árum hennar, sagði mér: „Já, hún varð nú fyrir hnjaski er hún var ung. Og kannski hefur hún aldrei beðið þess bætur. Hún eignaðist barn með syni stórbónda. Hún var vinnukona á bænum. Þetta þótti vitanlega mikiJ hneisa. Barninu var komið fyrir á bæ f annarri sveit og Bjagga látin fara i burtu. Um tilfinningar hennar var ekki spurt. Þannig var nú lífið í þá daga." — Þannig var réttur hirts snauða og umkomulausa. Gæti nú ekki verið að þetta hafi valdið henni Bjöggu gömlu ævi- löngum sviða? Allar bollalegging- ar um það verða aðeins getgátur. — En sem betur fer, er þetta veröld sem var. „Hér hafa menn lengi verið undirok- aðir" Rætt við finnska skáldið VÁINÓ LINNA Hann kom frá sumarbústað sfnum f Teisko og við hittumst f Tammerfors. Hann var klæddur bfárri ullartreyju og kakfbuxum og á höfðinu hafði hann pottlok með stóru skyggni. Hann er ekki jafn grannur og liðugur og hann var, virtist lægri og þreknari en mig minnti. „Þetta er allt á brattann", segir hann, er ég spyr um lfðanina En hjarta- veilan þjakar hann að minnsta kosti ekki lengur. Og ýmislegt bendir til þess, að haf ið sé nýtt blómaskeið f listsköpun hans. „Okánd soldat" (fsl. þýð. „Oþekkti hermaðurinn")hefur verið þýddur á sextán tungur. Er þá enskan talin aðeins ein, en bókin hefur verið gefin út f fjölda enskumælandi landa. Ekki er talin ungverska þýðingin, sem enn er f prentun og lettnesku og litháisku þýðingarnar eru taldar með þeirri sovézku. Þrfleikur Linna um bændurna hefur verið þýddur á nfu mál. Linna tekur nú þátt f ungversk- finnskri samvinnu um gerð sjónvarpskvikmyndar er hefur hlotið vinnuheitið „Finland" og kvikmyndatökumaðurinn Sandor Sara nefnir heimilda- ballöðu. Myndin er tekin I Finnlandi og er skeytt inn í hana u.þ.b. stundarfjórðungi úr „Okand soldat" og þrfleikn- um. Við þetta hefur Linna starfað nú í sumar. Hann hef- ur dvalizt uppi f sveit, á þar hálfan annan hektara, og stundar skógarhögg sér til heilsubótar. — Ég hef ekkert samband lengur við gamla félaga úr verksmiðjunum, segir Linna, nema hvað maður rekst stund- um á þá á götu f Tammerfors, en annað er það nú ekki. £g reyni að halda mig utan við stjórnmál og varast að taka ákveðna afstöðu. Taisto Sinisalo, leiðtoga stalfnista, hef ég aldrei hitt og dagblað hans, Tiedonantaja, les ég ekki. Eg er lfka tregur til að taka þátt í umræðum. Flest það, sem sagt er, hafa menn bæði sagt og heyrt margoft áður. Maður stillist með árun- um, gömul tengsl rofna. Eg gef mig mest að fjölskyldunni. Þótt ég komi til Helsingfors fer ég aldrei inn f Kosmosveit- ingahúsið, þar sem þeir sitja, þessir yngri höfundar, sem nú og maí og eru þau kölluð: sumar- málahret, kóngsbændadags- íhlaup, krossmessukast, upp- stigningardagsrumba, hvíta- sunnusnas og fardagaflan. Stund- um fellur niður eitt eða fleiri af þeim hretum, og þykir þá vel fara. En þá eru úti öll vorhret þegar spóinn vellir graut og hrossagaukurinn hneggjar. Eftir veðrinu á sólstöðum á að viðra til miðsumars. Hundadagarnir eru slæmir, ef þurrkar hafa gengið á undan, en góðir ef ótíð hefir verið áður. Almenn trú á Suðurlandsundir- lendi er, að sé óþerrasamt um sláttinn, þá birti upp um 16. sumarhelgina og verði þurkur í vikutima. Höfuðdagurinn (29. ágúst) ræður mjög miklu f trú margra um tiðarfar. Bregður þá venju- lega veðráttu og helzt svo í 20 daga. Þessa veðrabreytingu kenna menn höfuðdagsstraumn- um. Það veit á góðan vetur, ef þrisvar snjóar'í fjöll fyrir lok ágústmánaðar. Þessir snjóar heita vetrarkálfar. Mikil berjaspretta er fyrir vondum vetri, eins ef mikið var af fiðrildum, eða skógarlauf féllu seint í september. Ef kýr ber rauðskjöldóttum kálfi að hausti, þá verður auð jörð að nokkru um veturinn, en ef kálfurinn er alrauður, verður enn minni snjóavetur. En fæðist hvit- ir kálfar á haustin veit á snjóa- vetur. — (Þetta mun nú liklega veikasti hlekkurinn i keðju veðurspánna). ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.