Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1976, Page 15
FNYKURINN
LIGGUR í
LOFTINU
í útlendum blöðum, sem kryfja heimsmálin
til mergjar, getur að líta, að nú séu efnahags-
erfiðleikarnir afstaðnir, þeir er byrjuðu með
olíukreppunni frægu. Yfirleitt er ekki tekið svo
djúpt í árinni að kalla þetta kreppu, heldur
samdrátt. En nú skin vorsól batans á hinn
vestræna heim eftir þvi sem lesið verður í
blöðunum og flest er harla gott í bili. Um
stundarsakir fylltist heimurinn örvæntingu yfir
þvi, að olian væri kannski að ganga til þurrðar.
Nú er hinsvegar eins og öllum slíkum áhyggj-
um hafi verið bægt frá og óhætt að bruðla með
þennan dýrmæta orkugjafa eins og áður. Bíla-
sala hefur löngum verið talin marktækur baró-
meter í efnahagslífi þjóða og nú herma fregnir,
að bílar seljist sem aldrei fyrr í Bandaríkjunum,
einkum og sér í lagi stórir eyðsluhákar, sem
menn héldu fyrir skömmu að væru einskonar
dínósárusar og heyrðu til fortiðinni.
Vorsól efnahagsbatans virðist þó ekki skína á
okkur íslendinga að ráði. Verðbólgubálið
brennur að því er virðist jafn glatt og að
undanförnu, en við megum ekki gleyma einum
umtalsverðum sigri: Hér hefur tekizt að bægja
atvinnuleysinu frá, en ríkar þjóðir svo sem
Vestur Þjóðverjar hafa haldið verðbólgunni
niðri með þvi að hundruð þúsunda verkfærra
manna hafa ekkert fengið að gera. Kannski er
sú lausn betri frá hagfræðilegu sjónarmiði. En
mannúðleg er hún ekki.
Þrátt fyrir erfiðleika út á við, búa flestir
íslendingar við töluverða velsæld. Yfir þessari
velmegun hvilir þó dimmur skuggi, sem hefur
verið að skirast á siðustu tveimur árunum og
birtir okkur nú þá ægilegu staðreynd, að við
lifum í þjóðfélagi þar sem glæpamenn geta
vaðið uppi án þess að verulegum vörnum verði
við komið. Dómsvaldið og réttargæzlan i land-
inu hafa beðið ógurlegan hnekki og það hefur
komið betur í Ijós en nokkru sinni áður, að ekki
eru allir jaf.nir fyrir lögunum. Virðing manna
fyrir lögum og rétti hefur minnkað að sama
skapi, — eða hvað skal segja, þegar einn fær
að halda áfram rekstri eins og ekkert hafi i
skorizt þótt uppvis hafi orðið að tugmilljóna
söluskattsvikum, en miskunnarlaust lokað hjá
öðrum, sem skulda smámuni og alltaf hafa
staðið i skilum.
Grunur um að ekki væri allt með felldu
læddist að mörgum fyrir um það bil tveimur
árum, þegar sjálfur ríkissaksóknarinn sat fyrir
svörum i sjónvarpi. Rannsóknarlögreglumaður
spurði hann um margra ára gömul mál, sem
virtust hafa dagað uppi hjá embættinu. Næsta
fátt varð um svör; það var sem saksóknarinn
sæti á glóandi járnum og viðkvæðið var, að
þetta og hitt þyrfti hann bara endilega að láta
athuga.
Á þeim tíma sem síðan er liðinn, má telja að
staðfesting hafi fengizt á því, sem áður var
aðeins grunur: Opinber forsjá að þessu leyti
stendur ekki i stykkinu og við það verður ekki
unað. Þótt ótrúlegt megi virðast, er Geirfinns-
málið enn óupplýst og virðist það þó aðeins
hlekkur í ennþá stærri afbrotakeðju. Gífurlegt
fjármagn hefur augljóslega verið lagt í smygl,
ekki sizt á hassi og eiturlyfjum og þeirri spurn-
ingu er ennþá ósvarað, hvaðan það fjármagn
hefur komið. Raunar er ótal spurningum ósvar-
að og allt virðist i hönk, hvort sem um er að
kenna skorti á mannafla, klaufaskap eða ein-
hverju ennþá verra.
Oþefurinn af þessu máli liggur i loftinu og
birtist meðal annars í árásargreinum dagblaðs á
hendur rannsóknarlögreglumanni í Keflavik,
sem hefur víst flestum framar reynt að verða að
gagni í baráttunni gegn ávana- og fíkniefnum.
Er ekki von að menn reki upp stór augu, þegar
málgagn dómsmálaráðherrans tekur slíka af-
stöðu? Svo er sagt fullum fetum, að þetta verði
áreiðanlega alltsaman svæft; þræðirnir snerti
sjálfa yfirstjórn dómsmálanna í landinu. Ef
slikar svæfingar eiga sér stað, þá er það ósigur
réttlætisins og meira áfall fyrir íslenzkt þjóðfé-
lag en samdráttur i efnahagslifi og hagvexti.
Gísli Sigurðsson.
Krossgáta
Lesbókar
Morgunblaðsins
Lausn
á síðustu krossgátu
(fac- ROUd. iPP'1 |JflLL ro«' • nn
r V R A U c. A ÍL A N a U R b«e ( «i> E
X ’o R. m h, L A ö, ■Clf/NAI Kíi? E h T A R
»r rfr- iií A 5 K A rí>OMt PitLuí J> U N A R ?UKíJ*t a r 1
vp.ð u* V B K Ví?UR i'T’L A- N D A K Htrtt* Hvar- At K A P p A R
A 1 Ö K F s flWAR AD 1 4 A N A R KiMDfl “1 5 A u Í> Á
úee- Af-01 F R U fA L A- <A AlfUM Hífww H & á r U IUPL P vfl AWWf? L
4 Íi-Vj/M viteKi K A' 1 N miA K A <T A ■ F ff U
ÍPN1 HlT. R L K*m ULfím j rúiKt 7' A p A «»»r K U T A H A R
KvfN FUCaL V A í i A kii*n o R K A N jc*"' S A F 1
MJoí, 'A 4 Æ T f> JKétl K A R K 1 3vct- HtUD T tí R N
KHR* 5 V B 1 Ni 1 'o |W£fK R K ^w r.rn N h H
A SPíc A l. «<■' t> fwoim A N N A R U r A N fce S l i w IMC,
K \ R. r A im NR M N T N A KyRR fnhn R ’o A
1 ÍUC.L- 1 /N M A S 5 A N MAMD- K«- UÓL$ Jt £ h K A R H- A F
i n mIW Roöi bflÖRfi fJfí L 5iór- fí R r rO A S^SHI B. IfJl M út, Buí • uR £ND- L7ÓS> V/ ÚLFÍtf.
It
FfíL- iea- U R. KdPMIÐ \ e
mgm 3 IT |
FAMO£ LE IK- f/tKl Ærrfle. N/9pw ^
b VRfNÍ UNPIR - s ró'i> u
n R- e/MiMí, 'ÍRLítA- facLp.í : ► cXp /?eioi
STftnQ. Fi R
f?UD0(í Mt'UMl 5T Í?Á K'i; PoR _ Cblt Ktáimr
Stóð a mós
T" AíftfiK (jfíLu.- .A/flFM
S> ýR F/NOUÍ? r££K |£>
IÐfí £t^O - / N
SffiRF |Ð P E - I pJ Ci R TiTill
fffluai
'f’t7 N
HLýri? £3 fí R - i> 4. t VoNÐ' ftR
fíLViD •Tflpf)
MÁL- LÝTl /S|oU>- A K - íi/ídl 5RURC- £> <
*r • l
Ffí TH F I SþC- l 5 K. 3Ö
í rT OA- FRum- EFfíl
EH Kffl- Mcí RK
NJALM- U«- MT 1 FlTó T
'f'o N N
■fcJhUJ
IM L \|ILl- UiTA
V/tTAVJ KRoPP- o, -D 4 ► O RÐ- u«.