Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1976, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1976, Qupperneq 5
djöfullinn er þaó, því að hann hef ég séð,“ segir Iwan Karamasoff. Sálfræðilega séð getur maður harmað það, að jafn hrífandi og máttugri veru og djöflinum sé steypt af stóli: Sem per-sónugerð- ur andstæðingur er hann slíkur, að hægt er að horfast í augu við hann og berjast gegn honum. En svo fór um hann eins og um Guð, að hann varð ópersónulegur: „Þau eru laus við Hinn vonda, en hinir illu verða eftir,“ bölv.ar. Mefistofeles. Töfrar sáttmálans við djöfulinn eru einnig horfnir: Frelsið til hins illa verður kulda- legra og vélrænna, þegar aðeins er um að ræða óskiljanlega illa grundvallarregiu. A þetta að ein- hverju leyti við um það, þegar ungir morðingjar skýra frá því kuldalega og án sektartilfinning- ar, að þeir hafi aðeins viljað vita, hvernig það væri að drepa mann? Sérhver kynslóð hefur sína eig- in reynslu af hinu illa, og hver einstaklingur verður að heyja sina eigin glímu við það. Vett- vangur þeirrar baráttu er hinn innri maður. Og hér erum við komnir að mergi málsins, megin- tilefni þessara hugleiðinga: Af hverju setur maðurinn sér að forðast hið illa, að vera óháður hinu illa? Frelsið í sjalfu sér fremur að vera frelsi til ills en frá hinu illa. Hið sjálfráða skref til hins illa hefur mikið aðdráttarafl, og freistingarnar virðast meira að segja vaxa, þeim mun greindari og snjallari sem menn eru. Atti J. Robert Oppenheimer, „faðir“ Hiroshima-sprengjunnar, við það, er hann viðurkenndi meó skelf- ingarsvip: „Við höfum unnið verk djöfulsins". Þeim mun fráleitara virðist það, þegar vísindamenn afneita hinum lífsfjandsamlegu eyðingar- öflum,- sem urðu ekki fvrst óhrekjanleg staðreynd í Ausch- witz og Hiroshima. Allt ger- ist af hvötum, og þar með er það óumflýjanlegt, allt er til- gangslaust, og þar með afsak- anlegt — það er sannfær- andi vörn fyrir lifið! Hið illa — „Það er skelfilega stórt" — er ógnun við allt mannkynið, því að aðeins þar litið út af að bera, svo að þvi verði tortimt eða hrundið niður á omanneskjulegt tilveru- stig. En þar sem um lífið er að tefla, hljótum við þó að búast til varnar, eða er það ekki? (Jr „Welt Kunst Kultur — West- ermanns Monatshefte. syá. þýddi. farsins og hefur. fram að þessu gert til hans kröfur, sem eru hon- um að mestu ofviða. Svo fremi vió trúum ekki bibliunni bókstaflega, hlýtur hin brennandi spurning að vera þessi: Hvaðan hefur maður- inn hlotið hæfiieikann til að vera fjandsamlegur lífinu, spillandi, eyðandi, tortímandi? I raun og sannleika getur ekk- ert dýr verið „illt“ þar sem það er eðlisbundið, og þess vegna talar lika Konrad Lorenz um „hið svo- nefnda illa". I nútíma atferlis- rannsóknum er hið illa ekkert vandamál út af fyrir sig, því að það er alls ekki til. Samkvæmt þeim er hér um eðlishvatir að ræða (eins og til dæmis árásar- hneigðina), sem maðurinn hefur hlotið í vöggugjöf — að erfðum frá náttúrunni. Til skýringar og skilningsauka á árásarhneigðinni í dýraríkinu má benda á ýmsa undurfagra lífshætti eða máta í ir fastbundnum eðlisfyrirbærum — og séu heldur ekki varnarlaus- ir gagnvart frumhvötunum. Eins og Ríkharður 111 („— hef ég i hyggju að verða illmenni —“) hefur maðurinn frelsi til að velja á milli þess, hvort hann beiti sér í þágu hins jákvæða eða neikvæða. Hið illa tilheyrir fyrst og fremst sálfræðinni sem málefni, sem varðar vilja og meðvitund, og hún hafnar því heldur ekki. Þvert á móti keppist hún oft við að gera hið illa eðlilegt og skiljanlegt: Vonbrigðum fylgi árásarhneigð, bælingu hvata undirokun og þannig sé í sálarlifinu um or- sakakeóju að ræða, sem hafi óheillavænleg áhrif. Þar sem hvert barn er I skrifað blað er því á þennan hátt beinlínis innrætt hið illa með uppeldinu. Sá kostur fylgir þessari afstöðu, að það verður ekki að lítt reyndu gefizt upp við að ala ódælt og illskiptið samkvæmt hinni kaþólsku kertn ingu. Sagan um syndafallið á þá skýr íngu, sem mannkynið hlýtur mjög snemma að hafa gripið til: Hið illa var utanaðkomandi, barst mann- kyninu fyrir milligöngu freistar- ans, slöngunnar, djöfulsins. Það sýnir hinn ójafna leik: Annars vegar er hinn veiki maður og hins vegar hinn slóttugi freistari og útsendarar hans, hinir illu andar eins og hann. Sá, sem nú vildi spyrja frekar — og nú erum við þegar á sviði guðfræðinnar — „Hvernig komst hið illa í djöfulinn?", rekst á há- spekilegt vandamál, sem engin rökfræði fær leyst. Hin kristna goðsögn, ef svo má segja, hermir frá erkienglinum Lucifer, sem gerði uppreisn gegn Guði og stofnaði ríkí hins illa ásamt áhang endum sinum. Samkvæmt því hefur Guð eiginlega ekki skapað barn upp að nýju með því að veita því eftir mætti jákvæða reynslu í stað hinnar neikvæðu. Dæmi úr kvikmyndinni: Barns- ókindin hefði getað orðið frið- semdarbarn og leikið sér heima, eins og önnur börn. En þó ekki í öllum tilfellum? Er alltaf hægt að skýra afbrot út frá því neikvæða, sem gerzt hefur i bernsku? Nær heimur hins illa ekki út fyrir hana? Hvernig verða jafn smámunalegar og ómerkileg- ar persónur til eins og fangabúða- stjórinn Höss í Auschwitz? Af hverju skortir flugmennina á sprengjuflugvélunum, þá sem ýta á hnappa, sektartilfinningu? Hvað um nútima sambandsleysi fólks, sem skiptir sér ekkert af öðrum? Hversu lengi verður hald ið áfram hinni stöðugu eyðilegg- ingu hins eina umheims, sem við eigum? Hið illa í öllu sinu veldi skapar djúpsálarfræðinni ærin viðfangs- efni. Hvort sem C.G. Jung heldur fram hinum „dökku hliðum" und- irmeðvitundar okkar allra eða Sig mund Freud neyðist til að gera ráð fyrir sterkri sjálfstortiming- arhvöt, þá líta þeir svo á, að hið illa blundi frá upphafi i innstu vitund mannsins. Erich Fromm telur einnig eins og Freud að hið illa sé skapgerðareiginleiki, sem ef til vill mótist af hinu félagslega umhverfi, en sé meðfæddur möguleiki. Og þar með erum við harla nærri hugmyndinni um erfðasyndina, sem hvilir á sér- hverju „saklausu“,nýfæddu barni hið illa, heldur látið það viðgang- ast. (Spurningin „Hvers vegna?" kemur mörgum trúuðum manni í vanda.) Önnur sögn, sem til dæm- is Manikear héldu mjög fram, fjallar um baráttu, sem frá upp- hafi hafi staðið milli Guðs og And- skotans, „undirheimahöfðingj- ans“. Það samrýmist að sjálfsögðu ekki hinni kristnu kenningu um Guð almáttugan. En að djöfullinn sé til og aðrir illir andar, verður eiginlega ekki vefengt fyrr en á efsta degi. Um þessar mundir á Páll páfi við skilningsleysi sinna eigin klerka að stríða, þegar hann Iýsir því yfir, að djöfullinn sé „lifandi, andleg vera". „Frjáls- lyndir" guðfræðingar hafna um- svifalaust tilveru Satans — og varpa ábyrgðinni á hinu illa aftur á hinn fullveðja mann. Eða er það enn eitt kænskubragð Belsebubs, sem auðvitað hefur áhuga á að stuðla að þessu á laun? En jafnframt hefur gagnstæða hreyfingu borið hátt, þar sem er hin hávaðasama djöfulsdýrkun, sem 1 senn hefur verið höfð í frammi af sjúklegum æsingi og kræfri kaupmennsku. Kaþólski guðfræðingurinn Herbert Haag, sém afneitar djöflinum, skýrir fyrirbærið þannig: „Djöfulstrú er alltaf vöntun águðstrú." En Haag lítur á hið illa sem afl, mátt, sem stöðugt sé að verki, og þá liggur nærri að álykta sem svo: Hinn vondi og hið illa eru tvær hliðar á sama veruleika, það er að segja hinu síkvika afli hins illa, sem þar með er skoðað sem sjálfstæð hvöt. „Hvort guð sé til, veit ég ekki, en „Og Eva —" heitir þetta málverk eftir Richard Lindner. Morðvélunum snúið gegn kon- um og börnum — málverk eftir Picasso. lífsbaráttunni eins og til dæmis verndun landsvæðis og makaval i samkeppni. 1 öllu falli er „hið upprunalega hljóðaði svo, að eng- an mætti drepa i eigin samfélagi — en dráp á „óvinum" var aftur á móti ekki bannað. Boðorð Jahves (einnig hið brotna, „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns“) varða viðhald og varðveizlu samfélags ins. Hið eigingjarna atferli Daviðs illa“ ekki viðfangsefni atferlis- rannsóknanna sem visindagrein- ar, en þar sem þær fjalla ekki einungis um dýr, heldur einnig manneskjur, hafna þær einnig einfaldleikans vegna hinu illa hjá þeim. Allt gerist af hvötum, og hinn glöggi sjáandi, Konrad Lor- enz, hefur veitt því sérstaka athygli, hvernig atferli, sem hef- ur sinn rétta og eðlilega gang, breytist i „tómagangshegðun" — sem lýsir sér í eyðileggingar- og skemmdarfýsn, sem virðist þjóna hlutverki eins konar „hvatavent- ils“. Hið illa verður þá að vísu meiningarlaust og heimskulegt atferli, en þó „eðlilegt" og réttlæt- ing er nærlæg. Þegar Lorenz tekur eftir „sið- ferðilega hliðstæðri hegðun“ þeg- ar hjá dýrum, viðist sú skoðun vissulega liggja að baki, að mann- inum sé ekki aóeins gefin eðlis- bundin hegðun, heldur og sið- ferði, siðgæði, þannig að hann sé sér vitandi um atferli sitt og geti lagt mat á það. Miðað við heil- brigða skynsemi mætti þannig ætla, að viljaákvörðun væri und- anfari illra gjörða, þannig að menn séu sem sagt ekki ofurseld- ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.