Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1976, Page 6
MORDID A
LAMPAVEGI
Smösaga eftir SVEIN ÁSGEIRSSON
Ég kom við hjá vinum mínum á Vesturgötunni. Það
var mikið talað um veðrið, og það var sama sagan:
Allir tala um veðrið, en enginn gerir neitt í málinu.
Jú, og svo var Iíka talað svolítið um Geirfinnsmálið,
seinheppni almennt og Framsóknarflokkinn, en annað
var það ekki. Svo hélt ég, að það hefði stytt upp,
kvaddi og fór í pósthúsið. Mér líður alltaf vel, þegar ég
hef sent eitthvað á Finsensvej í Kaupmannahöfn.
En þegar almættið lét mig birtast í pósthúsdyr-
unum, var skollin á blindhríð, svo að ég ákvað í svip að
hætta við það, sem ég ætlaði að gera og spurði sjálfan
mig, hvort það væri ekki eitthvað alveg í næstu
húsum, sem ég ætti ógert. Mér datt í hug það, sem
einhver hafði sagt svo spaklega á Vesturgötunni, að
veður væru válynd. Svo mundi ég eftir því, að ég
ætlaði að athuga um bók hjá ísafold. Ég dreif mig
þangað.
Þegar ég kom upp á pallinn, þar sem erlendar
bækur eru á boðstólum, sá ég, að notalegur stóll beið
mín einmitt i horninu, sem ég ætlaði að kanna. Ég
settist þar og leit á bókahillurnar. Og þá kom það fyrir
mig, sem hefur oft skeð áður, að bók horfir á mig —
þannig að við eins og horfumst í augu án þess að vita
neina ástæðu. Ég rétti út höndina og dró út úr hillunni
bók, sem reyndist heita hinu sakleysislega nafni:
„Köbenhavnske gadenavne". Ég fletti auðvitað upp á
Finsensvej, af því að hann var ofarlega í huga mér, en
ég vissi það fyrir, að hann hét í höfuðið á Niels Finsen,
sem tók stúdentspróf í sama skóla og ég, gamla
Menntaskólanum við Lækjargötu þarna rétt hjá. Ég
átti ekki von á þvi, að i bókinni „Köbenhavnske
gadenavne" stæði neitt um hinn íslenzka uppruna
Finsens, enda allt í lagi með það. Þar reyndist líka
aðeins standa það, sem máli skipti, að gatan héti eftir
Niels Finsen, sem hefði uppgötvað lækningamátt
ljóssins og fengið fyrir það Nóbelsverðlaun árið 1903,
árið áður en hann dó, 44ra ára gamall. Hann hefði
stofnað Finsensinstitutet á síðasta áratug aldarinnar,
og það hefði notið mikils álits þegar áður en hann dó.
En síðan komu upplýsingar, sem urðu til þess, að ég
flæktist inn í furðulegt morðmál, sem ég er nú að
reyna að skrifa mig út úr. Þarna stóð, að áður en
Finsen dó, hefði gatan heitið Lampeveg og hluti
hennar Howitzvej. Fyrra nafnið var sagt hafa orðið til
af því, að ljósmóðir, sem þar bjó, hefði haft lampa
logandi fyrir utan hús sitt allar nætur, svo að menn (í
erindum lífsins) rötuðu til sin. En svo hefði morð
verið framið í þessari götu 1889 og nafnið fengið svo
illt orð á sig, að ákveðið var að breyta því 1905.
Og vissulega fór vel á því, að ljóssins læknir gaefi því
nafn í staðinn. En næst fletti ég upp á Howitzvej og
fræddist þá um það, að Howitz þessi hefði verið fyrsti
kvensjúkdómalæknir á Norðurlöndum og verið uppi
1828—1912. Árið 1878 hefði hann byggt „skurðstofu"
á Lampavegi 14, en eftir nafnbreytinguna í Howitzvej
hefði hann haldið númerinu 14 við þá götu. Það
kostaði hann 2000 krónur að byggja húsið, en samt
seldi hann bæjarstjórninni í Fredriksberg, þegar hún
falaðist eftir þvi, húsið og stofnunina á 850 krónur, og
það er upphrópunarmerki á eftir upphæðinni í bók-
inni. Þar er einnig sagt, að hann hafi ekki síður verið
örlátur við fátæka sjúklinga en bæjarfélagið, því að
þeir hafi yfirleitt ekki þurft að borga nema mála-
myndargjald. Þannig átti umhyggja fyrir lífinu, góð-
vild og mannkærleikur einmitt heima við þessa götu.
En svo var það morðið, sem kom slíku óorði á Lampa-
veg, að menn töldu ástæðu til að breyta nafninu á
þessari líknargötu.
Forvitni min var vakin. Mér flaug í hug: Morðið við
Lampaveg! Skyldi ekki vera sagt frá því i bók, sem ég
reyndar átti heima? Að það væri ekki lengra frá mér?
En langt í tímanum þó? 1889? Það eru að visu 87 ár, en
hann Gísli á Hverfisgötunni, sem varð 100 ára um
daginn, hefur þá verið 13 ára gamall. Hefði hann verið
staddur á Lampagötu aðfararnótt 12. febrúar 1889,
hefði hann getað veríð það vitni, sem lögregluna
vantaði þá. Ég hef nefnilega lesið um morðið, því að
„Mordet pá Lampevejen" var einmitt í bók í hillu fyrir
ofan rúmið mitt. Ég hlýt að hafa lesið um það fyrir
löngu, en nú las ég það á allt annan hátt en áður. Tími
og rúm færðist nær.
Fólk, sem var á leið til vinnu sinnar um sexleytið 12.
febrúar 1889, kom að manni, sem virtist hafa verið
myrtur, á Lampavegi í Kaupmannahöfn. Þetta var
kaldur og napur morgunn og kafald. Það er vel hægt
að ímynda sér það, því að það veður er ekki til, sem
íslenzkir samtímamenn þekkja ekki frá í gær. Hinn
myrti reyndist vera.Carl Sörensen, trésmiður, frá
Vanlöse. Kona hans skýrði frá því, að maður hennar
hefði skroppið í bæinn til að borga reikninga, en I því
sambandi hefði hann tekið lán með veði í húsi þeirra.
Hann hlaut því að hafa verið með mikla peninga á sér,
því að lánið var að upphæð hvorki meira né minna en
2.739 krónur, og hann hafði fengið það greitt í fimm
500 kr. seðlum, tveimur hundraðköllum, þremur
tíköllum og afganginn i smámynt. Þetta var 1889.
Enga peninga var að finna á hinum látna, en það var
þó allur munur að finna líkið. Silfurúr hans var einnig
horfið, en um númerið á því vissi lögreglan danska
ekki neitt. En þar sem hún vissi ekki neitt yfirleitt,
hafði hún þann hátt á, hvað sem núu'ma framúrstefnu
sérlokkhólmarar hafa um það að segja, að gera sem
mest úr málinu í blöðunum í þeirri von, að einhverjar
upplýsingar bærust þeim sjálfkrafa.
Það heyrir til sögunni, að á líkinu fannst kaffipakki,
sem auk þess að benda til, að hinn látni hafa ætlað að
lifa áfram, mátti rekja til kaupmanns við Lavendel-
stræde. Hann hafði selt honum pakkann um níuleytið
kvöldið áður og fengið þá að heyra, að hann hefði
verið búinn að Ijúka öllum sínum erindum í bænum.
Að öllu athuguðu átti hinn látni þá að hafa verið með
um 2100 krónur á sér. Reynt var að rekja slóð
Sörensens frá kaupmanninum, og þeir mega hneyksl-
ast á því, sem telja sig hafa efni á því, að hann
reyndist hafa komið við i öldurhúsinu „Pariserhallen"
á Vesturbrú. En þar hafði hann setið einn og salla-
rólegur og ekki skipt sér af neinum né neinn af
honum. Það sá enginn á honum þrátt fyrir öldrykkj-
una, þegar hann yfirgaf Parisarhöllina um miðnætti.
En leið hans þaðan og til endalokanna á Lampavegi
var lögreglunni gátan mikla. Vegna blaðaskrifanna
gaf sig þó fram fjöldi vitna, en framburður þeirra
virtist eingöngu benda lögreglunni á leiðir, sem lágu
út í bláinn. En við því verður alltaf að búast og taka
sem sjálfsagt mál. Ef ég hef það ekki frá Sherlock
Holmes, þá sennilega frá mister Watson.
Svo var það tveimur mánuðum eftir morðið, að
athygli lögreglunnar tók fyrir alvöru að beinast gegn
pari, sem bjó í sambýli, en áður hafði sitt af hverju
gerzt.
Fyrst hafði leiguvagnsekill skýrt frá því, að maður,
sem hefði getað verið hið væntanlega lík, hefði
stöðvað sig um hálfeittleytið, en þótt ökugjaldið of
hátt og því haldið áfram fótgangandi í átt til Vanlöse.
Þá var og yfirheyrður ráðsmaður, sem bjó í ná-
grenni við hinn myrta. Tortryggnin gagnvart honum
byggðist á því, að hann hafði hótað Sörenssen þvi, að
hann myndi kála honum á heimleiðinni, þegar hann
væri búinn að ná í alla peningana. Ráðsmaðurinn varð
skelfingu lostinn og sagði, að hann hefði bara sagt
þetta i gríni, en svo urðu þessi orð hans allt i einu
draugaleg og dramatisk. Ráðsmaðurinn hafði verið
heima hjá sér alla nóttina og daginn eftir hafði
kunningi hans meira að segja lánað honum 300
krónur, sem ekki benti til vel heppnaðs ránmorðs.
Daginn eftir morðið hafði maður nokkur lagt 500
krónur inn á banka á Austurbrú. Hann varð að gefa
skýringu, en reyndist vera vel efnaður borgari og hafa
hana á reiðum höndum. Lengi eftir morðið þótti það
afar tortryggilegt, ef menn sáust með 500 króna seðla,
og þá var yfirleitt kallað á lögregluna.'
Á hóteli einu hafði maður nokkur óvart lagt hlust-
irnar við samtali hjóna í næsta herbergi og ekki heyrt
betur en talað væri um að skipta peningum. Hann lét
lögregluna vita, og blessuð hjónin höfðu reyndar verið
að tala um það, að erfitt myndi vera fyrir morðingjann
að skipta ránsfénu.
Og svo var það ljósamaður — þetta var á timum
gasluktanna — sem gaf sig fram og varð til þess, að
það var álika erfitt að vera leiguvagnsekill i Kaup-
mannahöfn um þessar mundir og handhafi 500 króna
seðils.
Hann skýrði nefnilega svo frá, að sjálfa morðnóttina
hefði hann séð mann, sem líktist lýsingunni á hinum
myrta, vera að borga leiguvagnsekli á Lampavegi. í
framhaldi af þessum upplýsingum, sem lögreglan lét
blöðin þegar vita um, bárust henni fréttir af því, að
ungur piltur, Adolf Schick, sem ók vagni föður síns,
hefði verið áberandi örlátur og virzt eiga sand af
peningum, sem hann sólundaði tvist og bast, einmitt
dagana eftir morðið. Þegar hann var yfirheyrður,
kvaðst hann ekki hafa eitt meiru en hann væri vanur
og að nóttina, sem morðið hefði verið framið, hafði
hann verið kominn heim klukkan eitt eftir miðnætti,
sem bæði móðir hans og kona vottuðu að væri satt.
Enginn vafi reyndist á því, að Schick-fjölskyldan væri
mjög samheldin í orðsins eiginlegu merkingu, og það
leið nokkur tími, þangað til athygli lögreglunnar tók
fyrir alvöru að beinast aftur að Schick hinum unga og
föður hans, sem hafði orð á sér fyrir að vera forhertur
þrjótur (slubbert, kauði?).
Þetta voru sannarlega erfiðir tímar hjá kúskum í