Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1976, Blaðsíða 7
J
Kaupmannahöfn. Sjö þeirra voru hnepptir í gæzlu-
varðhald og uröu aö svara mjög áleitnum spurningum.
Framburður ljósamannsins var þar aö baki, og ekki
skánaöi það, þegar tvær kerlingar gátu skýrt frá því,
að sjálfa morðnóttina hefðu þær séð leiguvagn á
fleygiferð niður eftir Lampavegi.
En þó tók steininn úr, hvað kúskana snerti, þegar
lögreglunni barst löng, skrifleg skýrsla frá — „fram-
liðnum anda“. — Það var vissulega óvenjulegur fram-
burður, sem lögreglan hafði þarna allt í einu í
höndunum, og á sér ekki margar hliðstæður. Skýrslan
var undirrituð: „Frá heimspekilegu bræðralagi útval-
inna andatrúarmanna", og hún var sem sagt fram-
burður að handan. Efnjslega var hún alls ekki ósenni-
leg. Það var upplýst, að hinn myrti hefði komið við á
einni krá í viðbót á heimleiðinni og hefði orðið þétt-
kenndur af því, sem hann hefði fengið sér þar.
Einhver hefði boðizt til að fylgja honum heim, en eins
og fullum mönnum er gjarnt, hefði hann talið sig
einfæran og fullfæran til að komast þangað sjálfur.
En eigandi veitingahússins, sem hefði haft áhyggjur
vegna veitingaleyfisins, hafði pantað leiguvagn og
gestinum síðan verið dröslað í hann.
Þegar kúskurinn hafði ekið nokkurn spöl — að þvi
er andinn sagði — sótti náttúruleg nauðsyn á tré-
smiðinn, og hann varð að komast út. Þegar hann var
búinn að pissa, vildi hann endilega borga, en
freistingin hefði borið kúskinn ofurliði, er hann sá
alla peningana, hann hefði slegið hann í höfuðið með
járnbolta og stungið af með peningana. En við nánari
umhugsun hefði hann þó snúið við eftir nokkra stund
og slegið trésmiðinn tvisvar í viðbót i hausinn til vonar
og vara.
Síðan lýsti andinn kúskinum, hestinum og
vagninum, en tók fram, að um frekari upplýsingar
yrði ekki að ræða, eins og sakir stæðu.
Þennan framburð tók lögreglan mjög alvariega og
hagaði rannsókn sinni í samræmi við hann. En ekki
fannst sökudólgurinn.
Þegar i flest skjól virtist fokið, tók lögreglan enn á
ný að beina athygli sinni að Schick-fjölskyldunni. Það
hafði orðið að leysa Schick hinn unga úr haldi vegna
skorts á sönnunum, en tortryggnin gagnvart honum
hafði ekki rénað við það. Aftur á móti þótti ferill
gamla Schicks forvitnilegur. Fjölskyldan var svo
óheppin að búa endilega í sama húsi og óvenjulega
glöggur lögregluþjónn, og sá góði opinberi starfs-
maður skýrði rannsóknarlögregiunni frá því, að Carl
Schick gamli hefði skyndilega getað greitt tveimur
lánadrottnum sínum 1400 krónur. Út af fyrir sig
þurfti þetta ekki að vera neitt merkilegt fyrir mann,
sem bæði átti veitingahús og hestvagnaleigu, en hið
grunsamlega var, að um langt skeið hafði fjármálum
hans verið þann veg háttað, að hann skuldaði út og
suður.
Nú varð hann að gefa skýringu á því, hvaðan honum
hefði svo snögglega komið svo ríkulegt fé, og hann
sagði þá ósennilegu sögu, að hann hefði grætt 2000
krónur á síðasta ári. Fyrir það fé hefði hann keypt
ítölsk skuldabréf í Danmörku, en hefði svo selt þau
aftur — í Hamborg, þar sem hann hefði um leið skipt
þýzkum peningum í danska.
Hann virtist ekki trúa sögunni sjálfur frekar en
pólitiið, en við rannsókn reyndist það rétt vera, að
hann hefði greitt 1400 krónur upp í skuldir. Aftur á
móti fundust 550 krónur heima hjá honum, og það
dæmi kom ekki ,upp hjá honum, sem ekki hafði getað
borgað 20 krópur i langan tima rétt áður. Hann var
þess vegna úrskurðaður í gæzluvarðhald. En nú
breytti hann sögunni um ítölsku skuldabréfin í upp-
lýsingar um það, að hann hefði átt fjóra 500 króna
seðla, sem hann hefði ekki þorað að skipta i Dan-
mörku, heldur farið til Hamborgar til þess.
Það var gengið í skrokk á honum og honum sýnt
fram á, að enginn gæti trúað þvi, að hann hefði lumað
á fjórum 500 króna seðlum, meðan hann væri að
drukkna i skuldum. En gamli Schick var þrárri en
andskotinn og lét ekki undan, þótt vitni gætu borið um
það; að sá gamli kúskur hefði sko ekki aldeilis verið
heima hjá sér um miðnætti á sínum tíma, eins og kona
hans hafði staðfest, heldur setið að drykkju í öldur-
húsi þá nótt. Það haggaði ekki karlinum heldur, að
vitni staðhæfði, að það hefði hitt hann á Lamavegi
morðnóttina.
Lögreglan var ráðþrota. Hún fór þó að kanna fortíð
hans, og hún reyndist í meira lagi flekkótt. Hann hafði
viða freistað gæfunnar, þegar hann hóf rekstur veit-
ingahúss og hestvagnaleigu 1864. Sagt er, að hann hafi
reynt allt, sem hugsanlegt hafi verið, frá því að vera
leikari til þess að vera dýratemjari. En hvað mögulegt
er þar á milli, er önnur saga, sem ég kann ekki.
I sambandi við veitingahús hans var margt, sem
vakti forvitni lögreglunnar. Einu sinni hafði finnsk-
rússneskur sjóliði búið hjá honum. Hann dó mjög
snögglega eftir að hafa drukkið hjá honum kaffisopa.
Schick hafði skýrt rússnesku ræðismannsskrifstof-
unni svo frá, að sjóliðinn hefði ekkert átt, en nokkur
vitni, sem lögreglunni tókst að finna, héldu því fram,
að skömmu fyrir andlát sitt hefði sjóliðinn tekið út
kaup sitt og ekki eytt neinu af þvi, svo vitað væri.
Það virtist hafa verið lifshætta að búa hjá Schick.
Englendingur hafði búið þar 1884 — og hengt sig, að
því er Schick hélt fram. Og þar sem lykillinn var í að
innanverðu, var skýring hans tekin gild.
En Englendingurinn hafði líka átt peninga — alls
1084 krónur — en þeir höfðu einnig horfið með
honum. Hér gerði gamli Schick þó játningu. Hann
sagði, að Engiendingurinn hafði beðið sig að senda
þessa peninga til barns, sem hann ætti utan hjóna-
bands — ef hann myndi skyndilega deyja. En pening-
ana átti þó ekki að senda, fyrr en barnið væri orðið 18
ára. Og þá helzt á afmælisdaginn. Og meira að segja
var Englendingurinn svo elskulegur að bjóðast til að
lána Schick þessa peninga til að kaupa vagn og hest
fyrir son hans. Það var að visu leitt til þess að vita, að
hvorki barn Englendingsins né sonur Schicks fengu
nokkurn tíma að vita um þessa peninga, en að hann —
Schick myndi nokkurn tíma gera sig sekan um jafn
svivirðilegt athæfi og að drepa leigjendur sina, það
var af og frá.
Svo var gengið í skrokk á Schick hinum unga.
Hvaðan hafði hann haft alla þessa peninga, sem hann
stráði um sig dagana eftir morðið? Það var
nóg af vitnum, sem gátu borið um það. Eitt þeirra
bar, að það hefði séð hann í vagni föður hans þá um
kvöldið, þegar morðið var framið, og ljósamaöurinn
hélt því stöðugt fram, að hann væri sá, sem hann hefði
séð hinn myrta vera að borga á Lampavegi. Loks kom
Adolf Schick með þá „játningu", að hann hefði þá um
nóttina stolið 200 krónum af drukknum slátrara, sem
hann hefði verið að aka um bæinn.
En hvað snerti morðið á trésmiðnum, stóð lögreglan
ráðþrota andspænis neitunum þeirra feðga, og ekki
var harkan meiri en svo hjá dönsku lögreglunni 1889
en að hún varð að láta sér nægja það, sem þeim
þóknaðist að játa á sig.
Lögreglan komst aldrei til botns i þessu máli.
Feðgarnir neituðu afdráttar- og endalaust. Og morð-
málið var síðan lagt til hliðar. Þokkabótin varð svo, að
þeir voru dæmdir fyrir það, sem þeir að öllum likind-
um lugu upp á sig: faðirinn fyrir að hafa tekið peninga
Englendingsins með ofangreindum hætti og sonurinn
fyrir að hafa stolið af slátraranum.
Það var fangavist i fimmtán daga upp á vatn og
brauð fyrir karlinn, en þrjátiu daga fyrir soninn.
Þess má geta, að Schick gamli fór hið bráðasta til
Ameríku, eftir að hann hafði afplánað refsinguna.
En máli þessu er það að kenna, að Lampavegur er
ekki lengur til í Kaupmannahöfn. Og þó, en hann
heitir öðru nafni og er nú kenndur við íslenzka
ljóslækninn Niels Finsen. Og það var einhvern tima á
þessum árum, sem sðra Matthías þýddi úr útlenzku:
„Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur
sýn.“