Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1976, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1976, Page 11
< nokkurs konar dauðabómur. Og kannski ekki. Hvernig er hægt að vera viss um það, ha? Annars brást ég ekki þannig við honum." „Nokkru sinnum var ég komin fast að mörkum annars heims. Einu sinni var ég lýst látin. Þegar þeir svo tilkynntu mér, að ég væri með krabbamein, hló ég aðeins að þeim og sagði: „I hreinskilni sagt, þá fer þetta nú bráðum að verða fiflalegt." „Ég vann að skáldsögu, þegar ég veiktist. Ég var búin með 200 blaðsíður. Ég henti þeim — öllum — eftir krabbameinsuppskurð- inn. Þær skiptu mig engu framar, það eina, sem komst að í huga mér, var það, að mál væri komið til að einhver skrifaði um þennan sjúkdóm. Og mér fannst mikil- vægt að kona skrifaði um hann, til að færa sönnur fyrir þvi, að kona hefði möguleika til að sigrast á þeim hégómleika, sem hún hefði engan rétt á að sýna um missi á hluta af fegurð sinni.“ „Það var allt, sem ég þurfti að losna við með því að skrifa bók- ina. Smá hégómleika. Það er ekk- ert í samanburði við sumt, sem aðrir rithöfundar hafa þurft að láta frá sér með þvi að skrifa um hluti, sem hafa kostað þá fengels- isvist og jafnvel dauðadóm ..“ „Og ég vildi brjóta gegn viður- kenndum forboðum." „Hví í fjáranum ætti krabba- mein að vera forboðið viðfangs- efni? Við tölum um svartadauða, um kóleru, berkla og allt það, sem ekki mátti ræða áður fyrr, þvf að alla þá sjúkdóma er búið að rann- saka til hlitar; við vitum deili á þeim núna og lækningu gegn þeim. En þegar röðin kemur að krabbameini, látum við eins og regndansararnir í Mið-Afríku. ... Þetta er allt svo bjánalegt, að ég gæti öskrað. Við eyðum milljörð- um til að senda eldi'laugar til tunglsins i leit að sandi i stað sjúkdóms, sem er jafnskæður og svartidauði var áður fyrr. Enn fleiri milljörðum í gjöreyðingar- vopn, og aðeins einn tíundi hluti þess, sem þau kosta mundi nægja til að fjármagna rannsóknir í leit að lækningu. En á meðan höldum við áfram regndansinum." Ungfrú Knef segir, að „Dómur- inn“ fjalli ekki í sjálfu sér um krabbamein; sá kafli er varla lengri en 30 blaðsíður. Uppskurð- urinn veitti henni þróttinn til að skrifa, en hún segir að hann eigi að vera henni nokkurs konar stökkbretti. „Ég hata sársauka. Hann hefur niðúrbrjótandi áhrif á mig. Sárs- aukinn gerir menn eigingjarnan. Hann tekur mann allan á vald sitt. Hann gerir mann ófæran um að koma auga á þjáningar ann- arra, að skilja aðra, að finna út- geislan annars fólks. Hann gerir okkur að mjög vesælum mann- eskjum. Og það er einnig bannað að skrifa um hann.“ „En ég vildi lýsa bjargarleysi fólks. Því andartaki, sem maður e.r veikur, andartakinu sem mað- ur er þróttlaus, þegar maður er likamlega háður öðrum, þegar maður er bjargarlaus. Þetta bjargarleysi fólks og heimska þess — hversu þá er ógeðslega ófært um að viðurkenna heimsku sína og þar með hjálpa sálfum sér og öðrum — fyllir mig reiði. Kuldi fólks sem þarfnast hjálpar, og umkomuleysið sem þar birtist, fyllir mig takmarkalausum við- bjöði. Hér er ekki um að ræða meðaumkun. Ég hata meðaumk- un, eins og ég hata sjálfsmeð- aumkun. Ég kann aðeins að meta hjálpsemi. „Við eigum gott orð i þýzkunni: Mitmensch. Það þýðir sá, er er með þér, meðbróðir þinn eða syst- ir. Svo fann ég upp orðið „der Gegnmensch", sem þýðir sá, sem er á móti þér, ómennsk vera.“ Hún á enn eftir að útskýra þetta hugtak nánar, en eitt er fullvíst, að gott dæmi um „Gegen- rnensch", er hundrað læknar i sameiningu, sem hún hefur kynnzt og siðan gleymt. „Að sjálfsögðu hef ég kynnzt læknum, sem hafa bjargað lífi minu — en það voru þeir, sem björguðu mér úr klóm lækna, sem höfðu nærri gengið af mér dauðri. Ég skil ekki, hvi læknir ætti ekki að mega sæta gagnrýni — fyrst og fremst frá sjúklingunum, en einn- ig frá umheiminum, blöðunum. Ég gegni starfi, þar sem ég er gagnrýnd fyrir allt sem ég að- hefst, jafnvel að draga andann." „Til eru óteljandi önnur störf, þar sem þessi regla er viður- kennd, stjórnmál, til dæmis — svo hví skyldi ekki mega gagn- rýna fólk, sem ber ábyrgð á lífi annarra? Þeir virðast ekki mega heyra það nefnt; eru þeir svona óöruggir með sjálfa sig?“ „Ég trúi þvi, að þá ætti að prófa líkt og flugmenn. Flugmenn bera einnig ábyrgð á lifi annarra, og þeir eru látnir gangast undir próf á hálfs árs fresti. Læknir gengst aldrei undir slikt próf.“ „Ég geng til tveggja lækna að staðaldri, nú sem stendur. Annar er i New York en hinn hérna. Þeir sögðu báðir: Af hverju komstu ekki strax í upphafi? En þá þekkti ég ekki annan þeirra, og náði ekki í hinn — og þótt ég svo hefði gert það? . . . Hvað hina snertir, kannski að einum lækni í Salzburg undanteknum, okruðu þeir allir á mér, aðeins vegna þess, að ég er Hildegard Knef, eða þá öll sundurskorin; þeim vil ég helzt gleyma." 1 dag sagði Hildegard Knef: „Ég lifi lífi minu nánar en áður. Ég verð reiðari en áður, og ég á erfiðara með að umbera aðra. Hins vegar er ég nú færari um að njóta lífsins — mér hefur aldrei fundizt ég meira lifandi en núna „Til þess að þrauka, verður maður einnig að sigrast á tauga- truflunum sínum. Við erum öll meira eða minna taugatrufluð Við höfum borið skynbragð á að leiða þá orku, sem taugatruflan- irnar framleiða yfir í vinnu. Fyrir mér eru þessar truflanir storkun sem ég verð að sigrast á. Allt frá því er ég get munað eftir mér, hef ég reynt að slaka á með vinnu. Því Framhald á bls. 14 Ásgeir Jakobsson ÖSKJU- HLÍÐAR- ÞANKAR Öskjuhlfðin er lág og maður nálgast ekki ntikið guðdóminn við að fara upp á hana, fremur en annað, sem farið er uppá. Guðdómurinn er víst svo hátt uppi, að hæðarmunur á jörð- inni skiptir ekki máli. Þeir eru að segja, að við séum öll álfka nálægt honum, hvort sem stöndum hátt eða lágt. Það hef- ur mér alltaf fundizt notaleg kenning. Hún hentar mér vel. En þó að það skipti ekki máli uppá guðdóminn, hvort maður er f Norðurmýrinni, Öskju- hlfðinni eða Henglinum og ráðherra eða öskukarl, þá finn ég glöggt fyrir lyfting f sálar- óverunni við hæðarmun, þó ekki sé nema rölta úr Norður- mýrinni og uppf Öskjuhlfðina (hæðarmun f hinni merking- unni þekki ég ekki). — þankar þeir, sem hér birt- ast eru sólarþankar í litlu rjóðri með fæturna f skugga en höfuðið f sól. Of sterk sól á höfuðið er skýr- ingin á þessum þáttum. Barningsheimspekin er eðlilega jafngömul mannkvn- inu, þar sem hún byggist á þvf að klórað sé f bakkann meðan hjartað slær. Eða með öðrum orðum: barningsheimspeki er sjálf lffshvötin, sem hefur þró- azt upp f þá lífsskoðun eða heimspeki með sumu fólki, að því sé skylt að halda f sér líftórunni, svo lengi sem þess er nokkur kostur, og taka sfð- an dauða sínum f baráttu; falla fyrir honum en gefast ekki upp fyrir honum. Það er cngin kenning til um þessa heim- speki, heidur er hún f taugun- um fyrir arfgengi, uppeldi og aðstæður. Af þessu leiðir að hún þróast mjög misjafnlega með einstaklingum og þjóð- um. Með sumu fólki verð- ur hún ekki rótfastari en svo, að það gefur allt á bát- inn við minnsta andbyr. Það sem við nefnum SEIGLU f daglegu tali, er oft- ast rótgróin barningsheim- speki. Maðurinn telur sér skylt að halda áfram að róa, þótt enginn sjáist árangurinn og engin sé vonin. Barningsheim- spekin er eðlilega mjög rótgró- in mcð lslendingum, og greri og dafnaði f sjálfu taugakerfi þjóðarinnar við árina og orfið og óblftt náttúrufar. En nú cr barningsheimspckin að hverfa úr taugunum og við verðum að fara að tileinka okkur hana sem kenningu. Það þarf góöan mann og meiri heimspeking en mig til að berja saman og bókfesta kenningu um fs- lenzka barningsheimspeki. Eg vil þó banda á það, að mér finnst hún hafa greinzt mjög f tvær megingreinar, sem ég vil nefna SAUÐARHEIM- SPEKI og STEINBÍTSHEIM- SPEKI. Önnur þróast til fjalla f nánum samskiptum við fs- lenzku sauðkindina, þráa og ódrepandi skepnu, en hin f við- ureign við steinbftinn, sem lfka er þrár en skaplvndið kuldalegra en hjá sauðkind- inni. Steinbfturinn sleppir ekki kjafttakinu fyrr en dauð- ur og hann glottir oft kulda- ég rita þessa setningu, þá verð- ur mér hugsað til þess, að ég hef aldrei heyrt minnzt á neyð- aróp drukknandi manna vestra og eru þó margar glögg- ar frásagnir til af sjóslysum, sem menn voru til frásagnar af. Það kann að vera að slfkt dæmi finnist en það væri þá til að staðfesta regluna. Eg minn- ist f þessu sambandi, að eitt sinn sökk bátur skammt fyrir utan Ófæruna í Bolungarvfk og með honum sukku fjórir ■nenn, allir ofan dekks, þegar hann sökk. Það heyrðist ekki bofs í einum einasta þeirra, hvað þá neyðarkall, sagði mér formaðurinn á báti, sem kom þarna að, en gat engum bjarg- að. Frægt er dæmið um mann- inn, sem datt út (Bolvfkingur) og um leið og hann barst aftur með bátnum, rétti hann hönd- ina f átt til formannsins, sem sat við stýrið, og sagði: —Viltu gjöra svo vel að rétta mér hcndi. Miðað við að maðurinn var ósyndur og var að sökkva, verður þetta að kallast að taka dauða sfnum með ró. Og þeir áttu það til að hlægja að dauð- anum. Einu sinni hvolfdi ára- báti, sem var að koma upp á Vfkina. Tveir menn voru á. Annar þeirra komst strax á kjöl, en hinn lenti undir bátn- um og skaut ekki upp fyrr en hann var kominn að þvf að lega svo skín f tanngarðinn, f dauðateygjunum. Steinbítsheimspekina met ég æ meir sem lfður á ævina, þótt mér þætti stundum Iftil glóra f henni f æsku; þetta væru nánast vitlausir menn, sem reru og reru, þó að þeir fengju varla f soðið róður eftir róður, og stundum vertfð eftir vertfð oftast með dauðann inn- an borðs, sem svo efnn daginn leysti þá frá stritinu. Aðra lausn áttu þeir sér ekki frá því. Aldrei varð merkt á þeim, að þeir væru hræddir við dauð- ann, f þessu nána sambýli, en þeir töldu sér skylt að verjast honum eins lengi og kostur var á. Gætni var ekki sprottin af hræðslu, heldur var hún skvlda við lífið. Þeir dóu svo þegjandi og hljóöalaust. Sem springa. Þetta var mjög ófríð- ur maður, og frfkkaði náttúr- lega ekki við það að tútna út, og þegar hinn sér framan í hann, þar sem hann sjálfur hékk í dauðans greipum, þá setur að honum óstöðvandi hlátur, og það var með herkj- um að hann gat fyrir hlátri seilzt f félaga sinn. Sjálfur hef ég verið sam- skipa manni, sem hafði til- einkað sér steinbftsheimspeki meir en nokkur annar, sem ég hef þekkt. Þetta var skýrleiks- maður (enda frændi minn), en ekki held ég að hann hafi til- einkað sér stcinbftsheimspeki sfna með sjálfráðum hætti, heldur hafi hann drukkið hana í sig með móðurmjólk- inni. 1 næsta þætti rek ég þetta dæmi um innlifaða steinbfts- heimspeki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.