Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1976, Qupperneq 14
þjóðsagan
Myndskreyting: Elías Sigurðsson
BÆNAGJÖRO BÓNDANS
Einu sinni var gamall
bóndi, vel megandi, en
heldur einrænn í skapi og
gamaldags í háttalagi. Hann
var kirkjurækinn og presti
sfnum vel unnandi. Hann var
f sömu sókn og sýslumaður.
Þeir sem sátu næstir bónda
þessum í kór urðu þess varir
að bóndi þessi hafði nokkuð
undarlega bænagjörð eftir
embætti. Þegar þetta fór að
kvisast þá ber so við einn
messudag að endaðri messu,
[að] þegar farið er að* lesa
bæn eftir messu stendur
sýslumaður upp og lætur sem
hann muni ganga út, en sezt
niður hjá kalli þessum sem þá
bænir sig og segir: „Herra
guð, heyr þú ósk mína! Gefðu
að eldhúsið mitt brenni,
presturinn deyi, en sýslu-
maðurinn lifi." Þegar fólk er
komið út kallar sýslumaður á
bónda þennan og lætur sem
hann vilji hafa við hann ein-
mæii, en kall segir að hann
muni ei hafa annað við sig að
tala en það sem allir mega
heyra. Sýslumaður sagði það
mætti Ifka so vera og sagði
sig langaði að fá útskýring
bænagjörðarinnar. Bóndi
kvaðst mundi það geta þó
Iftið mark væri að munn-
fleipri sínu. „En ef yður er
forvitni á, þá má vita hvört
þér vérðið nokkuð ánægðari
eftir en áður. Og er þá fyrst
að ég er nú kominn á átt-
ræðisaldur og hef oftast verið
kallaður sjálfum mér bjarg-
andi. Þegar ég var nýfarið að
byrja þennan sokallaða
búskap brann eldhús mitt
sem þá hafði Iftið að geyma
nema nokkuð af reipum og
fáa skinnbjóra, en blessað
fólkið bætti mér þann skaða
aftur og gaf mér mikið meira.
So mörgum árum sfðar brann
eldhús mitt aftur og þá var
nokkuð mikið i því af ýmsu
tæi og var mér margfaldlega
aftur bættur sá skaði. Og nú
hefur það þó ennþá meira að
geyma og veit ég að ef það nú
brennur fæ ég miklu mest.
Lfka hafa hér verið mfna tíð
þrfr prestar og var sá fyrsti af
þeim af öllum vel metinn,
enda held ég allir hafi verið
með hann ánægðir enda var
hann af almenningi tregaður.
En sá sem eftir hann kom var
þó honum töluvert betri, en
þó hefur þessi honum mikið
verið meiri, bæði að kenning-
um og allri manngæzku, so
ég er fulltrúa um að ef hann
deyr mun koma engill eða
heilagur maður til að vera
prestur okkar. — En sá sem
hér var fyrst sýslumaður
þegar ég man var fullharður
og ágjarn; so kom annar sem
hann gjörði þó góðan og urðu
allir fegnir þegar hann drapst.
En þá tók ekki betra við þegar
þér komuð, þvf langverstir
eruð þér. Og ef þér deyið hefi
ég ei aðra hugsun en að
myrkrahöfðinginn eða hans
jafningi verði hér sýslu-
maður." Við þessa ræðu
þagnaði sýslumaður og gekk
burt, og segir sagan að hann
hafi orðið góðum mun betri á
eftir. (J.Á.)
Hreinlœti og
þrifnaöur fyrrum
Framhald af bls. 13
og betur. Prjónles var þvælt og
þæft með höndunum f trogi,
vaðmál var þæft undir fót-
unum, eða þá í tunnu, þar sem
tveir voru að verki. Tunnu-
þófið var talin elzta aðferð við
að þæfa og hefði tíðkast á land-
námsöld.
Ekki verður dregin fjöður
yfir það, að keytusöfnun og
keytunotkun fylgdi mikill
óþrifnaður, frá sjónarmiði nú-
tímans. En þar mun þó hafa
sannast hinn gatnli orðs-
kviður: „Veldur hver á
heldur". Og ekki má dæma
alla þjóðina fyrir það, þótt
margir væru sóðarnir. Hins
ber fremur að minnast, að um
þúsund ára skeið urðu menn
að bjargast við það, sem hendi
var næst, án tillits til nokkurs
annars en gagnsemi.
Líklegt má telja, að geymslu
keytunnar hafi orðið ábóta-
vant f mjög þröngum húsa-
kynnum, og eftir því sem
kotum fjölgaði, hafi meira
borið á menguðu andrúmslofti
þar. Þó er þetta ekki næg skýr-
ing. 1 kotunum voru margar
þrifnar húsfreyjur og þar var
hetur um gengið en á sumum
stórbýlunum.
Þórður læknir Sveinsson
sagði mér þessa sögu fvrir 60
árum. Eg hirði ekki að geta um
hvar hún gerðist-
Stórbóndi nokkur, sem hafði
8 vinnuhjú, missti konu sína
snemma vors, og tók þá dóttir
hans við stjórn heimilisins.
Hún var miðaldra og hinn
mesti dugnaðarforkur. Þegar
sláttur hófst kvað hún upp úr
með, að hún gæti vel séð um
heimilisstörfin ein, svo að eng-
in vinnukonan þyrfti að tef jast
frá heyskapnum. Vinnufólk-
inu þóttu ill umskifti orðin á
heimilinu, þvf að þótt nýja
ráðskonan væri hamhleypa til
allra verka, þá lét hún vaða á
súðum og hafði allt í sukki og
óþrifnaði. Að öðru levti var
heimilislífið líka breytt, því að
nú voru öll gamanmál bann-
færð, og fólkið mátti helzt ekki
tala saman, hún sagði að það
slægi þá slöku við.
Nú var það einn góðviðris-
dag, að fóikið var allt í hcy-
vinnu heima á túni. Hún kall-
aði á það til miðdegisverðar og
hafði þá skammtað öllum og
borið diskana inn í hvers
manns rúm og baðstofu. Fólk-
ið gekk steinþegjandi í bæinn
og settist á rúm sín í hinni
stóru baðstofu, sem þar var.
Fór svo hver að maula sinn
skammt. Eftir litla stund sagði
einhver inn við gafl: „Það er
bragð af brauðinu." Svo þagn-
aði hann og enginn tók undir.
Eftir litla hríð segir þó ein-
hver í miðbaðstofu: „Það er
óbragð af brauðinu.“ Og eftir
litla hríð kvað upp úr sá, er
næstur sat dyrum: „Já, svei
mér, það er hlandbragð af
brauðinu." t þvi kom ráðskon-
an upp i stigagættina og heyrði
þetta. Það var eins og henni
brygði ónotalega við og varð
henni að orði: ,,Æ, hver skoll-
inn, hefi ég nú farið fötuvillt
þegar ég lagði deigið? Má ég
smakka?" Sá er seinastur
hafði talað sagði að það væri
velkomið og rétti henni brauð-
bita. Hún stakk honum upp í
sig, japlaði á honum nokkra
stund og sagði síðan: „Jæja,
það er furða hvað það er.“
Nú á seinni árum finnst mér
það vera orðið feimnismál að
tala um notkun keytu á fyrri
öldum. (Jngar stúlkur fussa og
sveia og hrvlla sig allar, ef
minnst er á þá staðrevnd, að
keyta hafi verið eina þrifnað-
armeðal formæðra þeirra, þær
hafi þvegið allan þvott sinn
upp úr keytu, jafnvcl hár sinn,
falda sína lín og viðhafnar-
klæði. Þeir, sem rita um sögu
lslands, ganga vfirleitt fram
hjá þessum „ósóma“, og það er
cngu likar en slðurinn eigi að
gleymast, það sé ekki samboð-
ið sjálfsvirðingu þjóðarinnar
að halda slíkum Molbúasögum
á loft.
En þá langar mig að spyrja:
Hvort halda menn að hafi
vegið meira i lifi þjóðarinnar
um þúsund ár, sá mikli þrifn-
aður og hagsýni sem fylgdi
notkun keytunnar, eða sóða-
skapur einstöku heimilis i
meðferð hennar?
Ég mun
þrauka
Framhald af bls. 11
að fyrir mér var raunveruleikinn
jafnar óraunverulegur; raunveru-
leiki bernsku minnar gat ekki
verið sannur. Ég gat aldrei lært
að skilja raunveruleikann. En það
sem aðrir gætu skynjað sem
óraunverulegt er minn raunveru-
leiki; þær þrjár starfsgreinar,
sem ég hef verið i um ævina.
1 janúar sást hún aftur eftir níu
ára hlé í þýzkum kvikmyndahús-
um í myndinni „Jeder stirbt fiir
sich allein" (Enginn deyr i ann-
ars stað), en þar leikur hún konu
úr verkalýðsstétt, sem berst gegn
nasismanum. Næsta haust fer
hún í hljómleikaferð, þar sem
hún syngur eigin lög í Berlín,
Munchen, Ziirich og Vinarborg.
Hjónabandserfiðleikar hennar
eru ekki með öllu tilbúningur
siúðurdáikahöfunda. Þau hjónin
skildu eftir 13 ára sambúð, en
virðast nú vera tekin saman á
nýjan leik. David hefur skipulagt
öll viðskipti hennar i 15 ár og
hann er mjög snjali þýðandi. Ef
að önnur bók er í bigerð . . . en
hún hefur engan áhuga á að
skipuleggja svo langt fram í tim-
ann.
„Eitt sinn lá ég í sjúkrarúmi á
gjörgæzludeild, og haldið var að
ég hefði lifhimnubólgu. Þá rann
það upp fyrir mér, að eini mögu-
leikinn, sem ég hefði til að þrauka
af, væri með því að lifa hvert
einasta andartak, hverja mínútu.
Hugsa ekkert um næstu fimm
minútur eða næstu 10 minútur,
eða næsta dag — aðeins um að
þrauka, og ekkert annað mátti
komast þar að.“
Nema dauðinn.
„Dauðinn er aðeins til að halda
lifinu í jafnvægi; en i hverjum
harmleik, er skrifaður hefur ver-
ið, er dauðinn sýndur, sem fárán-
legur eða fyrirlitlegur eða á ein-
hvern hátt ógeðslegur. Mér
persónulega finnst dauðinn
skelfilegur, vegna þess að lækn-
arnir vita ekki einu sinni, hvar
hann byrjar.
„Það kom fyrir mig. Ég heyrði
orðið dásamlega, „exitus“. Og
aldrei á ævi minni hefur hugur
minn verið jafn skýr og á því
andartaki. Að því undanskildu, að
ég gat ekki talað eða opnað aug-
un. Hjarta mitt hafði stöðvazt; allt
hafði stöðvazt. En ég heyrði það
— og skelfingin, sem greip mig,
var ólýsanleg. 1 þeirri ógn lifi ég
enn.“
„Nei, ég þarfnast ekki dauðans.
Til þess elsk'a ég lífið of heitt. Og
svo þarf ég að sjá fyrir dóttur
minni."