Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1976, Qupperneq 10
Ámi Óla
Þegar mikil syfja sótti að
fólki á miðjum dcgi, var sagt að
nú sækti einhvcr að þvf. Það
vissi á gestkomu.
Sðlfrœði í
íslenzkum
þjöðsögum
Ra'turnar að mörgu i þjóðtrú
vorri verða raktar óravegu aft-
ur í aldir og sumar lengra en
sögur ná.
Lengst mun þjóðtrúin sækja
hugmyndir sínar um fram-
haldslíf, eða aftur til þess
tíma, er sa siður hófst, að úthúa
framliðna með „nesti og nýa
skö". Þessi siður sannar að þá
þegar trúðu menn á framhalds-
líf. Hinir framliðnu voru ekki
dauðir og þeim var nauðsynlegt
að hafa með sér vistir, áltöld og
fjármuni yfir í annan heim.
Hér verða ekki raktar þær
óteljandi þjóðsögur, er fjalla
um franthaldslíf og samband
jarðarhúa við verur i öðrum
heiini, heldur um hugsamhand
innhyrðis milli manna hér á
jörð. Þetta eru tvær greinar á
sama meiði og styðja hvor aðra.
Ilinir heiðnu lanonemar
Islands voru allir Asatrúar, en í
þeirri trú sagði svo frá skiipun
mannsins, að Óðinn. Ilænir og
l.óðurr sköpuðu fyrstu menn-
ina, karl og konu. (iaf Oðinn
þeim lífsanda, Ila-nir vit og mál
og I.óðurr fjör og yfirbragö
goða. Kemur her hið sama fram
og í biblíunni, að menn voru
skapaðir í likingu guðs. I Oylfa-
ginningu kallar Snorri lífsand-
ann ,,iind þá, er lifa skal og
aldrei týnast, þótt líkaminn
fúni að moldu eða brenni". A
þessu má sjá, aö menn voru
vissir uin eilíft líf, að þeir
mundu lifa þött þeir dæi.
Skilningur þeirra á dauðan-
iim var þö allur annar en nú er.
Þeir tiilflu að maðurinn væri
skapaöur af sex efnum. Þrjú
þessi efni voru andleg, eða
guöagjafir. og þau burfu aftur
til guðanna. Ilin þrjú efnin
voru af jarðneskum uppruna,
og þau urðu eftir á jiirðinni, en
voru þó gædd einhverju magni
svo að þau áttu sérstaka tilveru
um all-langt skeiö. Þetta voru
hinir svokiilluðu draugar eða
afturgiingur, og trúin á tilveru
þeirra hefir haldist furöanlega
fram að þessu, enda þótt þessar
verur hafi tekið allmiklum
breytingum.
Frá þvf er sagt í Kyrbyggju,
að Þóroddur skattkaupandi á
Fróðá forst við sjötta mann
undan Olafsvíkurenni rétt fyrir
jól. Var þá efnt til erfidrykkju
að Fróðá og komu allir hinir
drukknuðu til hennar. „Menn
fögnuðu vel Þóroddi. því að
þetta þótti góður fyrirburður.
því að menn höfðu það fyrir
satt. að þá væri mönnum vel
fagnaö að Ránar, ef sjódauðir
menn vitjuðu erfis síns".
Kn um afturgöngur annara.
vopnbitinna manna, söttdauðra
eða ellidauðra.var öðru máli að
gegna. Kf þeir leituðu til heim-
ila sinna, þóttu þeir þar vágest-
ir. Voru því reynd öll ráð að
hamla því, að afturgöngur
kæmi heim til sín. Þótti þá
einna vænlegast að villa um
fyrir þeim, svo að þær rötuðu
ekki. I.ík voru því ekki borin út
um venjulegar dyr, heldur voru
brotnar gattir á veggi, líkin bor-
in þar út og síöan hlaöið í skarö-
iö aftur. Menn jtrúðu því, að
afturgöngur mundu þræða
liinn sama veg heim og líkin
höfðu verið borin að heiman.
Þess vegna komust afturgöng-
urnar ekki í bæinn, að þær
ráku sig á heilan vegg og gátu
ekki komist í gegnum hann.
Þannig var farið með lík þeirra
Skallagríms og Þórólfs bægi-
fóts. Synir þeirra létu brjóta
gat á bæarvegg og drógu likin
þar út, en síðan var gert við
veggina, og þar hlutu aftur-
göngurnar að staðnæmast ram-
villtar. Kr sagt frá þessu á svo
líkan hátt i Kglu og Kyrbyggju,
að þessi varúðarsiður hlýtur að
hafa verið algengur.
Þótt þessi heiöni siður legðist
niöur, hvarf hann þó eigi meö
öllu fyr en i lok 19. aldar Kn þá
höfðu lengi tiðkast aðrar varúð-
ir. Þegar lík var borið úr bæ,
var því snúið þrisvar sinnum
fyrir dyrum úti, til þcss að villa
um fyrir hinum látna, svo að
hann rataði ekki inn í hæinn
aftur. Til frekara öryggis var
líkkistum svo snúið þrisvar
sinnum fyrir kirkjudyrum og
þær siðan bornar einn hring
umhverfis kirkjuna. Þetta var
gert til þess að villa svo um
fyrir hinum látna, að hann
kæmist ekki út úr kirkjugaröin-
um.
I heiðni var það siður að bera
i hauga hjá framliðnum fjár-
muni og ýmsa gripi, sem gátu
komið þeim að góðu haldi hin-
um megin. Sýnir þetta ljóslega,
að menn 'rúðu á annað líf.
Vopn vorulögði haugana handa
líkamanum (draugnum) sem
þar var, en fjársjóðir handa
andanum, því að sú var trú, að
menn þyrfti á fé að halda í öðru
lífi. Sést það bezt á þvi, aö
menn áttu að geta haft með sér
til annars heims fjármuni, er
þeir grófu í jörð í lifanda lifi.
Þess vegna mun það hafa verið
algengt, að menn fólu allt fé
sitt, er þeir þóttust eiga
skammt eftir.
Þessi siður helzt þótt kristni
kæmi í landið, og helzt enn að
nokkru, þótt miklar breytingar
hafi á orðið. Snemma var hætt
að leggja vopn í grafreiti, en
það helzt að hinir dauðu væri
látnir hafa skotsilfur með sér
og kjörgripi. Lengst mun þaö
hafa haldist við, að kvensilfur
og skartgripir fylgdu konum i
gröfina, og mun þá hafa vakað
fyrir mönnum, að þær gætu
skreytt sig með því hinum meg-
in. Kn þaö helzt enn við að
kjörgripir séu látnir í kistu
framlióinna, og síðan prentlist
hófs hér á landi, munu það
aðallega hafa verið guðsorða-
bækur. Þess vegna eru þúsund-
ir Passiusálma og saímabóka
grafnar i kirkjugörðum hér á
landi. Sumir segja, að þessar
bækur eigi að forða því, að illir
/andar komist nærri hinum
framliðnu, aörir segja aö þetta
sé nokkurs konar vegabréf inn
á land lifenda. Kn hvort heldur
sem er, þá er þetta tákn um trú
á framhaldslíf.
Allt frá Óðins dögum er sú
trú, að hægt sé að vekja upp
látna menn, en til þess þarf
galdra. Uppvakningar voru
ólíkir afturgöngum að því leyti,
að það var ekki andi hins fram-
liðna, sem fór í líkamann, held-
ur var þaö illur andi. Þannig
gat líkami manns gengiö aftur
en sál hans lifað í eilífum friði
á himnum.
Vegna þessa kom upp sú ein-
kennilega trú, að hægt væri að
drepa drauga, eða stía sundur
líkama hins framlióna og hin-
um illa anda. Helzta raðið til
þess var, að grafa upp líkam-
ann, höggva af honum höfuðiö,
ganga síöan milli bols og höf-
uðs, eða setja höfuöið við þjó
líkamans. Eru um þaó margar
sögur. Seinast skeði þetta 1598,
er Hólamenn grófu upp Cvend
loka (sjá Frásagnir bls. 241 —
244). Kom þá út konungsbréf
árið eftir, er hannaði að grafa
lík upp. — Annað ráö til þess aó
koma draugum fyrir kattarnef
var að fá kraftaskald til þess að
kveða þá niöur. Þriðja ráðið
var, að kyrsetja líkin í gröf
sinni, og var það gert með því,
að reka langa járnnagla ofan i
leiöið, og mun það seinast hafa
verið gert norður í Eyjafirói
áriö 1875.
I fornöld var talið, að i hvert
skipti sem barn fæddist, kæmu
nornir til þess að „skapa því
aldur". Segir svo frá því í Eddu
er Helgi konungur Hundings-
bani fæddist:
Nótt varð í bæ,
nornir komu,
þær er öðlingi
aldur of skópu;
þann báðu fylki
frægstan verða
'og buðlunga
beztan þykja.
En eigi voru fyrirbænir
þeirra alltaf þessu líkar, því að
nornir voru „mjög sundurborn-
ar“, og til voru illar nornir, er
sköpuðu mönnum ógæfu. Þetta
var forlagatrúin. Allar spár
nornanna komu fram, hvort
sem þær voru illar eða góðar,
án þess að sá, er fyrir þeim
varð, gæti þar nokkru um þok-
að. Þó var hér lögð líkn með
þraut, því að fleiri andlegar
verur komu til hvers barns.
Þær höfóu ýmis nöfn, svo sem
fylgja, hamingja, gifta, heill og
auðna, og mega teljast til
verndarvætta, bæði einstakra
manna og heilla ætta.
Forlagatrúin hefir haldist
gegn um allar aldir sem einn
liður í þjóðtrú íslendinga, því
að enn í dag er talað um „gæfu-
menn" og „ólansntenn". Aö
vísu er langt síðan að skapa-
nornirnar voru afskráðar en
menn trúðu því, að gæfan væri
guðsgjöf, en ólán stafaði frá
illum öflum. Og fylgjur manna
eru enn á sveimi, en einnig
breyttar, frá því, sem áður var.
Þjóðtrúin telur, aö liver mað-
ur sé tvær verur, líkamleg vera
og andleg vera, og sannanir fyr-
ir því sækir hún langt aftur í
aldir. Báðar þessar verur eru
'gæddar orku, en sín með hvoru
móti. Þjóðtrúin dáist mjög að
hinni jarðnesku orku, vöðvaafli
líkamans, en hún stendur furðu
lostin gagnvart hinni andiegu
orku, hugaraflinu. Þó tíundar
hún það rækilega, og verður
hér nú rakið sumt af því.
Víða í fornum sögum er getið
um mannahugi og að þeir geti
gert vart við sig i fjarska. Þetta
sannar, að langt er nú siðan sú
uppgötvan var gerð, að sérstak-
ur kraftur fylgdi hugsunum
manna. Hér var ekki um líkam-
legan kraft að ræða, heldur
kraft sem kom frá huga manns,
andanum eða sálinni, eftir þvi
hvað hinn innri maður er kall-
aður.
Enginn veit hvenær Hávamál
voru orkt, en að allra dómi eru
þau mjög gömul, og þó er
lífspeki þeirra langtum eldri. Á
einum stað I þeim stendur
þetta:
Skósmiður þú verir
né skeftismiöur,
nema þér sjalfum séir:
skór er skapaður illa
eður skaft sé rangt,
þá er þér böls beðið.
Hér er minnst á kraft bænar-
innar, en það er hugsunarkraft-
ur mannsins sem gerir bölbæn-
ir að áhrinsorðum er bitna á
þeim, sem þeim er stefnt að. Á
sama hátt gátu fyrirbænir orðiö
öðrum mönnum til blessunar,
ef hinn rétti hugarkraftur
fylgdi þeim. Þessi skilningur
kemur ljóst fram mörgum öld-
um síðar í sögu af Þorði skáldi á
Strjugi: Einu sinni orkti hann
bölbænavísu yfir danskt skip,
er lét i haf frá Höfðakaupstað,
en sá þegar eftir því og kvað
aðra visu til þess aö draga úr.
En veður gekk upp eigi að síöur
og á Þóröur þá að hafa sagt:
„Slíks var von, þvi að eg gat
eigi beðið hinum dönsku hund-
um góðs með eins heitum huga
og eg bað þeim ills".
A miðöldum þótti skáldskap-
ur miklu áhrifameiri en mælt
mál hvort heldur var til góðs
eða ills, og mörg skáld voru svo
andrík, að ekkert átti að geta
Framhald á bls. 12