Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1976, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1976, Blaðsíða 2
Bjartmar Guðmundsson ö Sandi Ég gekk 7 mánuði í skóla á 10 ára aldri til 14. Tvo mánuði þar á eftir höfðu íoreldrar mínir heimiliskenn- ara. Loks var ég svo tvo vetrarparta á æðri skólum frá nýári til sumarmála, Breiðumýri og Eiðum. Þetta var þó nokkuð. Heimiliskennsluna annaðist annan mánuðinn Sigurður Jónsson frá Brún, skáld, rithöfundur og hesta- maður mikill. Fluggáfaður Skagfirð- ingur en dálítið beiskur í lund og svo orðslyngur að meira bar á beiskjunni sökum þess hvað honum gekk vel að útmála hana í orðum. Ég held að beiskjumenn ættu held- ur að stunda aðra atvinnu en upp- fræða ungdóminn. Um Sigurð þótti öllum vænt á hejmilinu þrátt fyrir þetta, því síst af öllu kom beiskja hans niður á okkur nema óbeint. Hinn mánuðinn kenndi okkur lið^ lega tvitug stúlka úr Öxarfirði, Hall- dóra Gunnlaugsdóttir frá Hafursstöð- um. Hún var falleg svo enn vakir mynd hennar mér i minni eins og hún var þegar hún kom og fór Hún var líka svo skemmtileg að svartasta skammdegið 1916 finnst mér að orð- ið hafi eins bjart og sólskinið á sól mánuði Hún gat komið orðum að öllum sköpuðum hlutum með svo : uðveldu móti að allt varð skiljanlegt. Einhverntíma fann hún upp á þvi að láta okkur, þá elstu, skrifa ritgerð um Heimkomu Kristjáns Fjallaskálds, kvæðið. Mikið óskaplegt bull held ég að sú ritgerð hafi verið hjá mér. Fimmtíu árum seinna frétti ég að hún hefði sagt föður mínum í hljóði að ég væri efni i enn meira skáld en Kristján Jónsson. Þannig gat Halldóru yfir- sést, þó hún annars bæri skyn á alla hluti. Einu sinni sem oftar kom Guðrún frænka min Jónasdóttir á Silalæk og gisti. Morguninn eftir var fjarska gott veður og fann kennarinn þá upp á þvi að fara með okkur krakkana suður á Kisa. Þar var Ijómandi skautasvell og allt um kring. Gerðist ég þá svo mannalegur að ég tók stúlkuna mér við hönd. Og sýndum við þar listir beggja á svellinu. Kannski hefur hún annars átt fyrri leikinn. Nema Guðrún kemur auga á þetta heiman frá bæ og hrópar upp yfir sig: Guð minn almátt- ugur! Er þetta ekki hættulegt, Guð- rún? Er þetta ekki varasamt? Og drengurinn bara 1 6 ára. Móðir mín var að hengja upp þvott suður á snúru. Um Halldóru sagði Þórhallur í Nesi Baldvinsson á skemmtifundi á Syðra- Fjalli: Þetta er það fegursta sköpulag, sem ég hef nokkurntima augum litið Þórhallur var þá nýtrúlofaður eða gíftur Pálínu Steinadóttur úr Borgar- firði suður og mikill æringi á þeim dögum. Ekki man ég hvort hún var þarna stödd, held samt ekki. Um Pálinu var sagt i sóknarvísu i Aðaldal 1920: Þórhalls húsfrú ágæt er, ættuð úr Borgarfirði. Þessi fcona sómir sér, sólargeislavirði Breiðumýrarskóli var fyrirrennari Laugaskóla. Sigurgeir Friðriksson i Skógarseli kom mikið við sögu hans og þeirra i byrjun með Arnóri frænda Sigurjóns- syni og fleirum. Á hausti 1918 sendi faðir minn Sigurgeiri bréf og bað hann að taka dreng, sem langaði í skóla. Þessu bréfi tók Sigurgeir með fögnuði þess áhugamanns, er telur sér liðveislu i því að til hans er leitað. Hann svaraði með löngu bréfi og lýsti fallega skóla- hugsjónum sínum um framtiðarstefn- ur er skapa myndu fagurt mannlif og batnandi jafnt og þétt. Sigurgeir bjó þá i Skógarseli, en flutti skömmu síðar úr héraði og gerðist bókavörður í Reykjavík. Veit ég eigi hvað þvi olli. En ég hreyfst af bréfi Sigurgeirs og hugsaði mikið um að nú skyldi verða hresst vei upp á veraldar vit og dubbað enn betur upp á manndóm- inn. Upp úr nýjári 1919 átti kennsla að byrja. Þriðja janúar var ég ferðbú- inn snemma dags og hafði þá skilið við.ajla á mínum bæ nema móður mina, sem fylgdi bami sínu suðaustur á Kviabala. Þar kvaddi hún mig með svo heitum blessunarorðum, að mér lá við að fara að kingja kjökri. Þetta var mér stór stund og henni þó énn stærri Svo sneri hún sér snöggt við en ég steig stórum austur götu i átt að Valsavörðu. Þetta er eins og verið hefði i gærc Hjá Vörðunni nam ég staðar og leit aftur til bæjar mins. Enn er sem ég horfi á hann eins og hann var þá og verður alltaf. En hver á nú að taka við Yzthúsinu, Miðhúsinu, Syðsthúsinu, gemlingunum þar og ánum? Hver á að sækja heyið, sem var út um allt engi? Hver á að aka heim af rekanum við og mori í eldinn? Hver á að fara miðsvetrarferðina með hest og sleða út á Vík? Hver. . .? Var ég ekki að hlaupast undan merkjum frá þessum bæ? Ég leit svona mikið á mig, að ég hélt mig víst helmingi þarfari en ég var. Líklega hefir þetta verið einskonar ótti við fjallið, einskonar uggur við það, að ráðast í annað eins og að ganga í skóla. Eða var það skylda við heimili að togast á við eigin framavonir, við sjálfa eigin- girnina. Svo var ég allt í einu kominn langt suðaustur í hraun. Ég fór enga götu, þvi veturinn fyrir jól og milli jóla og nýjárs, var búinn að gera veg yfir hraunið. Fyrst kom snjór, svo kom hláka og hleypti ölli í gadd. Sum- staðar var gólfganga, annarsstaðar skrapp í. Undir fótum voru ýmist hálfauðir hryggir eða hjarn í skons- um. Það var mikið hörsl á hryggjum og eggjagrjót yfir að stikla í brunum. En hvað gerði það? Hestar postul- anna fundu ekkert fyrir þvi. Áfram, meðfram Hákambi, Litlahrauni, um Barðhól, Þorlákshnútu, hjá Sauðalág, sunnan við Mannhól, yfir Hellur, gegnum Skógarholt stefnuna á bæ- inn Knútsstaði. Þetta var miklu styttri leið en þræða götur. Þess er vist enn ógetið að ég var með nokkurn farangur. Farangur fylgir öllu hér i lífi. Minn var að þessu sinni aðeins pokaskjatti, bundinn í fatla. Aðalfarangurinn var farinn á undan mér eitthvað suður i heim. Ég hafði ekki hugmynd um hvar hann var nú staddur. Það var undirsaeng, yfirsæng góð, koddi og helstu bækur. Milli jóla og nýjárs féll ferð upp yfir hraun i Knútsstaði. Bóndinn þar hafði lofað að reyna að koma pokanum á aðra ferð fram í Reykjadal, alla leið í Breiðumýri, ef hægt væri. Og Karl á Knútsstöðum gerði alrei minna en hann lofaði. Á þessum bæ varð ég að koma viðog spyrja um pokann. Hvað var helst af honum að frétta, poka lífsins í væntanlegri skólavist á Breiðumýri? Hann fór suður í Reykjadal með Friðriki pósti á Helgastöðum, sagði Karl. Póstur kom hérna við á leiðinni utan af Húsavlk. Rétt hafði það reynst að ekki brást Karl Og Friðrik var heldur ekki vanur að lofa upp I ermina. Engan tíma gaf ég mér til að tefja á Knútsstöðum og otaði því mínum gönguteinum áfram skemmstu leið suður með Laxá. Þótt liðin sé nú talsverð stund siðan þetta var, sé ég ekki betur en að enn standi Karl Sigurðsson við lítinn bæ á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.