Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1976, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1976, Blaðsíða 10
Gunnar fékk augastað á stærsta trénu, sem talið var 75 ára gam- alt og taldi Hafliði garðyrkju- stjöri vonlaust að flytja það lif- andi, enda næðu ræturnar nið- ur f Suðurgötu. En það var graf- ið niður með bolnum allt að tvo metra og tréð sfðan tekið upp með krana og flutt með miklum tilfæringum að næturþeli yfir í Kópavog, þar sem Gunnar steypti það niður. Nú bregður steinblómið stórum svíp á garð- inn og þarf aðeins að fúaverja það til þess að tryggja þvf framtfðarvist þarna. Eitt fyrsta verk þeirra Hildar og Gunnars f garðsköpuninni, var að festa kaup á höggmynd eftir Sigurjón Ólafsson, sem búin var að standa utan við hús myndhöggvarans f Laugarnesi og margir kannast ugglaust við þaðan. Þessi höggmynd er unn- in f grástein og heitir „Stúlka með blóm“. Þetta er eitt af meiri háttar verkum Sigurjóns og myndar einskonar miðpunkt f garðinum. Ofar f brekkunni eru tveir aðrir skúlptúrar og höfundur- inn er enginn annar en Gunnar Þorleifsson sjálfur. önnur er að hluta úr trjábol og að hluta úr kúlum og allskyns tannhjól- um, sem Gunnar hefur soðið saman. Hin myndin stendur of- ar f brekkunni; hún er úr steini og heitir „Napóleon", — að öll- um Ifkindum vegna þess að efsti steinninn myndar Napóleonshatt. Gömlum kant- steinum úr götulagningu hafði verið fleygt í sjóinn f Selsvör og Gunnar fann þá þar og not- aði sem efnivið f Napóleon. Nýjasta vcrk Gunnars á þessu sviði er enn f vinnslustigi: Sjó- rekinn bryggjustaur, sem senn breytist f höggmynd. „Garðurinn er alltaf f sköp- un“, segir Gunnar og kveðst munu halda áfram að bæta í hann og breyta honum. Um skipulag lóða almennt sagði Gunnar, að hann væri á móti þvf að húsið kæmi f lóðina miðja. Það ætti að standa alveg við götuna til þess að garðurinn gæti myndað samfellda heild f stað þess að þurfa að slfta hann _ f sundur f marga parta. „Ég vil að garðurinn sé fyrir íbúa húss- ins. Hann má sjást að, en ekki endilega", sagði Gunnar. Sumarið 1973 var farið að vinna að garðinum og sfðan hefur Gunnar verið óþreytandi að draga að einkennilega steina og gamla hluti, sem fara vel þar sem búið er að koma þeim fyr- ir. Þar má nefna geysistórt akk- eri, sem lengi hafði legið og ryðgað við Viðeyjarsund, ná- lægt Kletti. Þau Gunnar og Hildur áttu áður heima við Rauðalækinn og höfðu oft tekið eftir akkerinu. Og sfðar, þegar garðurinn að Fögrubrekku 47 var mótaður, keyptu þau akker- ið. Einnig getur þar að Ifta gamla bátavindu, hjólbörur með blómum, bobbinga af tog- urum, sem tróna á torfgarði til hliðar við húsið ásamt með stóru bjargi úr Selsvör, nýlega aðfluttu og „hefur sérstaka náttúru" segir Gunnar. En það er fleira, scm hefur sérstaka náttúru f garðinum að Fögrubrekku 47. Ekki sízt bjargið stóra, sem kom uppúr lóðinni. Þar býr að minnsta kosti ein huldukona og Gunnar talar um hana með virðingu og gætni í senn. Reyndar hefur Gunnar ekki séð hana, „en ég finn ýmislegt í kringum mig segir hann. Láréttir sfmastaurar mynda stalla I brekkuna og alls stað- ar er eitthvað forvitnilegt, sem dregið hefur verið að og sett upp með natni og tilfinn- ingu. Gosbrunnurinn. Skálin, sem stendur svo fagurlega á stalli er falleg út af fyrir sig og fundin t Grindavtk. Tré- og járnskúlptúr eftir Gunnar Þorleifsson. Verkið hefur verið steypt niður f garðinum. Lækurinn, sem hægt er að skrúfa fyrir inni f húsi, fellur f fossum niður brekkuna. Á torfgarði á lóðarmörkum standa nokkrir ryðgaðir bobbingar. AÖ rœkta garðinn sinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.