Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1976, Blaðsíða 5
þennan merkisdag þegar undrið varð sem siðar átti eftir að vera umræðu- efni i Bræðslunni langar stundir og gera þennan fáorða mann smám saman að hálfgerðri goðsögn. Þannig var málum háttað að stjóra- sperðillinn tók af okkur síðdegiskaffi- tímann. Hann hafði komist að því að þess konar hlé ættu sér enga stoð í pappirum. Við skyldum þvi i framtið- inni láta okkur nægja umsaminn matartima. Ef við þyrftum endilega að belgja okkur upp með kaffi gætum við gert það þá, sagði sperðill. Við sögðum náttúrlega eins og var: við værum vanir að drekka hálfan kaffi- brúsann eftir matinn og afganginn ( stuttu hléi um tvöleytið. En það kom fyrirekki Sagt varsagt, og til þess voru reglur að fylgja þeim. En þessi aðgerð reyndist of stór biti í háls, jafnvel fyrir Enok Lans. Hann var tveggja manna maki í striti og streði við erfiðustu aðstæður, en hann gat ekki verið án kaffisop- ans. — Úff, sagði hann fyrst, en ekki eins og venjulega, heldur af sannfær- ingu. — Já, þetta er Ijóti déskotinn, sagði Petter Lund. Það ætti að hengja sperðil. — Já, Ijóti déskotinn, sagði ég og vildi ekki vera minni maður. Hengja hann með hausinn niður. En skipun var skipun og ekki margra kosta völ. Þarna fengum við aðfljúgast á við járnklumpana án nokkurrar hressingar um tvöleytið. Með ramakveini hafðist það, en bræðin sauð i okkur. Það að auki var komið haust fyrir alvöru með slyddu og nístings kalda. Við hóstuðum og snýttum okkur og vorum vist sannast sagna ekki bermilegur flokkur ásýnd- um. í lögmætum matartima okkar reyndum við að hugsa upp ráð til að ná okkur niðri á verkstjórasperðlin- um. Ekki skorti okkur stóryrðin, og víst kunnum við ráðin, eins og til dæmis að sæta færis og skella járn- klumpi ofan á tærnará stjóra, ellegar narra hann upp á efsta paliinn við bræðsluofnana og rekast svo af hend- ingu utan i hann svo að hann steypt- ist i eldinn. Við smjöttuðum á þessum hugmyndum og fermingarstrákarnir klöppuðu og voru I sjöunda himni. En það var atvinnuleysi og allir voru hræddir um vinnuna — svo að ekki varð úr neinu þegar til kastanna kom. Enok Lans varð sjálfum sér ólikari með hverjum deginum. Hann braut heilann og varð æ innhverfari. Þegar klukkan fór að prila i tvö varð hann gagntekinn af eirðarleysi og krampa- drættir i andlitinu. Augun skutu gneistum og hann tuggði froðu eins og haldinn illum anda. Hann varð með öðrum orðum óþekkjanlegur fyr- ir sama mann. En svo komu lausnarorðin, sem sýndu að Enok Lans hafði höfuðið og hjartað á réttum stað, að hann var hugsandi maður af allt öðrum toga en við héldum. — Úff, sagði hann. Þá verðum við liklega að brúka stigvélin, piltar, sagði hann, og það var lengri ræða en hann hafði sett á áður. — Stigvélin? sagði Petter Lund, og allir vorum viðforviða og veltum fyrir okkur hvað Enok Lans væri eiginlega að fa ra. Loftskipið er bundið við mastur meðan á hleðslu stendur. Tími loftskip- anna erekki liðinn Eftir að þýzka loftskipið Graf Zeppelin sprakk i loft upp, hefur hugmyndin um loftskip verið að mestu söltuð og flestir hafa talið að loftskip ættu ekki framar eftir að sjást. En oliukreppan varð til þess að ótal margt var endurmetið og menn fóru að hugleiða, hvort ekki væri hægt að framleiða áreiðanleg loftskip úr ýmsum nútima gerfiefnum og koma þannig upp ódýrari farkostum og flutningatækjum, en þoturnar eru. Þjóðverjar hafa riðið á vaðið að nýju og nú er loftskipið „Der fliegende Musketier" á ferð um loftin blá og varla talið eins ævintýralegt og Graf Zeppelin var á sinni tíð. Forsaga málsins er sú að tveir Þjóðverjar fengu þá hugmynd að koma upp loftskipi til þess eins að flytja flugfragt. Það er 1 22 metrar á lengd og 30 metrar í þvermál og getur borið 30 tonn af farangri í. allt að 3000 metra hæð og fer þá með 140 km hraða. Það er að visu æði litill hraði borið saman við flugvélar, en aðalatriði málsins er þó, að rekstrarkostnaðurinn er mjög lítill og enginn dýr tæki þarf til flugtaks eða lendingar. Grindin er úr sterku gerfiefni og sjálfur belgurinn einnig. Einkum hefur verið haft í huga, að loftskipið væri hentugt I vanþróuðu löndunum, þar sem bæði vantar flugvelli og vegi. Þegar hafa verið seld tvö slík loftskip til Japan og eitt til Venezuela. Sjálfur loftbelgurinn er fylltur með helium, sem er óeldfimt gas. Stjórnklefinn skagar niður úr belgnum eins og sjá má á myndinni, en ekki fylgir sögunni, hvar flutningnum ér komið fyrir. Verðið er til að byrja með 9 milljón mörk, og loftskipið á að vera vel samkeppnis- hæft við flugvélar i þungaflutningum. En einn megin kostur þess er þó, að engan þarf flugvöllinn. ítalinn Bertone er a8 öllum Ifkindum frægasti bllahönnuður samtfmans og á hverri bílasýningu getur að Ifta framúrstefnu- bfla frá hans hendi. Bertone virðist trúa á kflformið, sem raunar hefur sannað gildi sitt f þá veru að loftmótstaða verði sem minnst, og hraðinn sem mestur. Hinsvegar er hag- kvæmnishliðinni, sérstaklega innra rými, fórnað fyrir þessa hugsjón, sem ítölum er alltaf hugstæð. Hér eru teikningar af útgáfu Bertones af Alfa Romeo 33, sem sjá mátti á bflasýn- ingu f Genf. Hér er um að ræða tveggja sæta hraðakstursbfl, þar sem vélinni er komið fyrir aftan við sætin og án efa skrfður tækið vel á Autostrada del sol og öðrum hraðbrautum. Framhald á bls. 16 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.