Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1976, Blaðsíða 11
Geir Sigurðsson frá Skerðingsstöðum Síðasti fram- boðsfundur Bjarna fr á Vogi Sumarið 1908 fóru fram kosn- ingar til Alþingis eins og kunnugt er. Almennt hefur verið talið, að fáar eða engar Alþingiskosningar hafi verið sóttar af meira kappi. Sjálfstæðismálið var þá efst á baugi, og sambandslagafrumvarp- ið alkunna hinn mikli hitagjafi kosningabaráttunnar. Þetta sumar bauð Bjarni Jóns- son frá Vogi sig fram i Dalasýslu í fyrsta sinn og vann þá glæsilegan sigur. Hann var þá hálffimmtug- ur að aldri en var þingmaður átt- haga sinna samfleytt í 18 ár, þang- að til að hann féll frá sumarið 1926. Hann bauð sig fram sex sinnum í Dalasýslu og náði alltaf kosningu með miklum meirihluta. Hann var gæddur glæsilegum hæfileikum, átti ærna lifsreynslu og hafði til að bera mikla stjórn- mála-þekkingu. í kosningabarátt- unni 1908 stóð mikill ljómi af nafni Bjarna frá Vogi, og i mörg ár stafaði jafnan birtu á braut hans. Og lengi mun verða numið staðar við nafn hans, þegar sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar á fyrsta og öðrum áratug aldarinn- ar verður minnst. Bjarni var höfð- ingu heim að sækja. Bæri Dala- mann að dyrum hans, var hann boðinn velkominn og þá ekki 'spurt um ætterni, efnahag eða pólitíska skoðun, höfðinginn var hafinn yfir slíka smámuni. Ráð- snilli hans og greiðasemi var slík, að hann vakti jafnan traust þeirra, sem leituðu aðstoðar hans. Þótt Bjarni gæti verið óvæginn bardagamaður og meinyrtur and- stæðingur, þegar þvi var að skipta, var málefnið sjálft jafnan sá glitþráður, sem varpaði ljóma á sviðið. Eðli hans og venja var að berjast fyrir opnum tjöldum. Það kom fljótt í ljós eftir að hinum mikla áfanga var náð í sjálfstæðismálunum árið 1918, að Bjarni frá Vogi hafði lifað sitt fegursta sem stjórnmálamaður. Nýr þáttur hlaut að hefjast í stjórnmálasögu þjóðarinnar. Gamla flokkaskiptingin varð. að mestu úr sögunni. Þrjár þjóð- málastefnur voru að hasla sér völl í landinu. Tvær þeirra, jafnaðar- stefnan og framsóknarstefnan, voru fremur fljótar að .mótast, en sú þriðja, sem var lengst til hægri, var nokkuð lengur að mynda sitt form. Sú stefna mynd- aði fyrst stjórnmálaflokk á Al- þingi 1924, en I kosningunum 1923 gengu fylgdarmenn hennar undir nafninu Borgaraflokkur. Þótt Bjarni frá Vogi gengi aldrei í neinn stjórnmálaflokk nema Sjálfstæðisflokkinn eldri, en sá flokkur var ekki lagður niður fyrr en árið sem Bjarni dó, þá var talið, að hann mundi helst eiga samleið með þeim flokki, sem stóð lengst til hægri. Þess vegna fór að bera á því strax eftir 1918, að margir gamlir samherjar Bjarna I Dalasýslu virtust ekki lengur geta orðið honum samferða á öllum leiðum. Margir bændur og búalið- ar urðu fylgjendur Fransóknar- flokksins, og I héraðinu skapaðist nokkur áhugi fyrir að koma á þing fulltrúa, sem fylgdi stefnu þess flokks. Þess vegna var það, að eini mótframbjóðandi Bjarna I kosningunum árið 1919 var fram- sóknarmaður. Það var vel metinn bóndi í héraðinu, Benedikt Magn- ússon í Tjaldanesi. Hann var for- ustumaður í málefnum sveitar sinnar og veitti kaupfélagi henn- ar forstöðu. Úrslit kosninganna urðu þó þau, að Bjarni hélt velli með miklum atkvæðamun. Svo liðu fjögur ár. A því tímabili hafði komið enn greinilegar í ljós, að mikið bil var á milli stefnu Bjarna frá Vogi I landsmálum og stefnu Framsóknarflokksins. 1 ársbyrjun 1923 héldu Dala- menn þingmálafund þar sem mættir voru 2 kjörnir fulltrúar frá hverjum hreppi sýslunnar. A þessum fundi deildu menn fast um ýmis mál, einkum landbúnað- armál og menntamál. Talið var að þarna hefðu fyrst og fremst deilt samherjar og andstæðingar Bjarna frá Vogi. Þegar kom fram á veturinn, fóru menn að stinga saman nefjum um það, hver mundi ganga til orustu í Dala- sýslu móti hinum gamla þing- manni við væntanlegar Alþingis- kosningar þá um haustið. Ýmsum getum var að því leitt og ekki færri en átta innanhéraðsmenn tilnefndir sem líklegir. Enginn skipulagsbundinn flokksfélags- skapur var þá til I héraðinu, og engum mun þá hafa dottið i hug það snjallræði nútimans að halda dans og eftirhermusamkomur, sem væru tileinkaðar sérstökum stjórnmálaflokki. í byrjun júní þetta vor fór um Dalahérað Tryggvi Þórhallsson, sem þá var ritstjóri Tímans. Hann var þá á leið til væntanlegra kjósenda sinna á Ströndum. í þessari ferð fann hann allmarga Dalamenn og mun þá hafa unnið nokkuð að undirbúningi framboðsins. Þrem- vikum siðar reið Bjarni frá Vogi „í Dali vestur“, ferðaðist um hér- aðið og hélt leiðarþing. Skömmu seinna fór það að berast manna á milli, að sá maður, sem að þessu sinni yrði teflt fram á móti Bjarna, væri Theodór Arnbjarn- arson, ráðunautur í búpenings- rækt hjá Búnaðarfélagi íslands. Og þegar tók að líða á sumarið var framboð hans ákveðið. Theodór var þegar nokkuð kunnur i Dala- sýslu. Hann hafði verið á búnað- arnámskeiði í Hjarðarholti síðla vetrar árið 1921 og getið sér þar hinn bezta orðstír. Fyrirlestrar hans þóttu snjallir og þátttaka hans á kvöldfundum skemmtileg. En þó var talið, að hann hefði náð hámarki sínu í ræðu, sem hann hélt á skemmtikvöldi í lok nám- skeiðsins. Sú ræða fjallaði um málefni, sem var fyrir utan verk- svið hans, en hún var flutt með þeim hita og krafti, að hún hreif þá sem á hlýddu. Að loknum framboðsfundum haustið 1923 voru haldnar hrútasýningar i Dalasýslu, og var Theodór dómari á sýningunum. Þegar hann hélt sýningu i Hvammssveit, sagði hann frá því að fallið hefði niður sýning í Skarðshreppi. Þegar hann var spurður um ástæðu sagði hann: ,,£g heyrði sagt, að þeir væru orðnir svo pólitískir hrútar þar í hreppi, að þeir vildu ekki sjá mig.“ Þegar framboð Theodórs var orðið ákveðið, fór kosningaspenn- an að komast i algleyming. Margir menn I héraðinu gerðust sjálf- boðaliðar til að vinna að kosningu hans. Auk margra bænda bar þar mest á Birni Jónssyni, sem var þá skólastjóri unglingaskóla i Hjarð- arholti og séra Jóni Guðnasyni á Kvennabrekku. Bjarni frá Vogi gaf út tímaritið Andvöku á þess- um árum. Jafnframt því sem timarit þetta ræddi hugðarmál út- gefandans, sjálfstæðismálið, fána- málið o.s.frv. voru i því naprar ádeilur á bæði bundnu og óbundnu máli. Tímarit þetta kom vestur í Dali, var því dreift á heimilin í héraðinu seint í ágúst 1923. í ádeilugrein, sem var í þessu hefti, stóð setning, er vakti nokkurt umtal í héraðinu og kom nokkuð við sögu kosningaundir- búnings um haustið. Setningin var á þessa leið: „Hvernig munu nú tvílembingar Timans jarma, sá í Hjarðarholti og sá í Kvenna- brekku?" Þó að sjálfstæðishetjan, Bjarni frá Vogi væri ekki eins stórvirkur á þessum tímum og hann var á fyrri árum, var hann þó nokkuð umdeildur. Satnherjar hans og að- dáendur töldu honum meðal ann- ars það til gildis, hve árvakur talsmaður hann var efnilegum námsmönnum, einkum lista- mönnum, er leituðu ásjár Alþing- is sér til framdráttar og hversu honum varð ágengt á þessu sviði. Fátækir hæfileikamenn hölluðu sér að honum líkt og sterkum stofni og báru til hans verðskuld- að traust. Þessi þáttur i starf.i Bjarna var bæði gildur og glæsi- legur, og mun lengi stafa frá hon- um ljómi á mynd þessa þjóðkunna manns, líkt og þegar morgunsólin gyllir hæstu tinda. Þetta haust átti Bjarni sextugsafmæli. Nokkr- um dögum seinna kom eintak af dagblaðinu Vísi vestur í Dali. Þar var getið afmælisfagnaðar Bjarna og birt nokkur heillaske.vti, sem honum höfðu borist. Eitt þessara skeyta var frá gömlum Dala- manni, Páli Ólafssyni frá Hjarðar- holti. Það þótti snjallt að orðalagi og bera með sér aðdáun á afrek- um hins snjalla þjóðskörungs. Skeytið var á þessa leið: „Heill þér sextugum fulltrúa Dala, fröm- uði mennta, lífverði lista. útverði ættlands.“ I málgögnum andsta'ðinganna kvað að sjálfsögðu nokkuð við annan tón. Þar var Bjarni talinn ganga manna lengst fram i að sóa almannafé. Bjarni frá Vogi og bmingarnir voru i þeim ummæl- um i nánum tengslum. Ymsir töldu stefnu hans í almennum menntamálum vera á eftir tíman- um, og margir deildu á hann fyrir tómlæti í málum kjördæmisins, einkum samgöngumálum. Laust fyrir réttirnar kom dreifi- bréf í héraðið, sem flest heimili í sýslunni fengu á sjá. í bréfu þessu var skorað á kjósendur í Dalasýslu að kjósa Bjarna frá Vogi. Undir þetta bréf rituðu margir fyrrverandi Dalamenn, þá búsettir í Reykjavík. í þeim hópi voru tveir fyrrverandi prestar, nokkrar konur, fyrrverandi bændur, iðnaðarmenn og verka- menn. Bréf þetta var mikið umtal- að og nokkuð um það deilt. Árið 1923 var talið frá sjónar- ntiði veðráttunnar hagstætt land- búnaðarár. Vorið var mjög gott, heyfyrningar víða miklar, hey- skapartíð og grasspretta mciri en í meðallagi og nýting heyja góð. Það lá því vel á mörgum bóndan- um, þegar hann heilsaði starfs- bræðrum sínum í réttinni, tók Sjá nœstu 1 síðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.