Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1976, Blaðsíða 12
Síðasti framboðs- fundur Bjarna frá Vogi upp tóbaksbaukinn og leit í hug- anum yfir allt sem hann hafói gjört í bliðu sumarsins. Mörgum fannst gott að huga að vetrarkom- unni, líkt og þegar heilsað er gömlum vini, þar sem hlöðurnar voru fullar og víða frágengin aukahey. En fljótlega vék þó þetta ánægjulega samtal fyrir víð- ari umræðugrundvelli. Bændurn- ir margir hverjir létu yngri menn ina um að draga féð og gleymdi tímanum, þar sem þeir ræddu um þjóðmálin og kosningarnar. Og sumir hinna yngri gáfu einnig orð í belg. Það var líkt og eftirvænt- ingin lyfti undir ævintýraþrá æskunnar, og að hún hlakkaði til að koma út í stormsveip haustsins í heimi stjórnmálanna. Ekki dró það úr pólitískum umræðum manna í réttunum, að báð- ir frambjóðendurnir voru komnir í héraðið og ætluðu að byrja fram- boðsfundina þá í vikunni. Það fréttist einnig, að Bjarni frá Vogi 'æri staddur þennan dag í þeirri lögrétt héraðsins, par sem talið va- að mest fjölmenni væri. Framboðsfundir voru haldnir dag eftir dag á aðra viku víðsveg- ar um héraðið. Voru þeir vel sótt- ir, enda var kosningin talin nokk- uð tvisýn. Þegar fréttir fóru að berast af fyrstu fundunum, voru þær ekkert spennandi. Það var sagt, að keppinautarnir væru að miklu leyti sammála. Gat þetta verið satt? Sumir urðu fyrir von- brigðum. Öll von var þó ekki úti, seinasti framboðsfundurinn var eftir. Frambjóðendurnir höfðu boðað seinasta fund sinn í Búðardal miðvikudaginn 26. september. Á þann fund var fjölmennt. Aðrar göngur voru um garð gengnar og siáturtíð hafin. Veður var blítt þennan dag. Það var einn af þess- um haustdögum, þegar jafn- dægrastormarnir taka sér algjört fri. Þeir höfðu látið mikið til sín taka undanfarna daga en virtust halda miðvikudaginn heilagan. Átti það efalaust þátt i góðri fund- arsókn. Fundurinn hafði verið boðaður kl. 5 síðdegis. Það var logn og Hvammsfjörðurinn speg- ilsléttur. Verkamenn í sláturhúsi báðu um að fundi væri frestað um tvo klukkutíma, eða þar til vinnu við slátrun væri lokið þennan dag. Urðu fundarboðendur góð- fúslega við þeirri bón. Á meðan beðið var gengu menn um „pláss- ið“ og nutu viðkynningar og veð- urblíðu. Mátti þá sjá tvo og þrjá í hóp ræða saman af miklu fjöri. Frambjóðendur voru þarna á ferli, en ekki virtust þeir vera í neinum sérstökum veiðihug. Þeir sáust alls ekki á eintali við menn. Flestir hlutu að vera á sama máli um, að báðir voru mennirnir gjörfulegir en þó næsta ólíkir. Bjarni frá Vogi var meðalmaður á hæð en gildvaxinn. Hann bar höf- uðið hátt, gekk teinréttur eða jafnvel délítið fattur. Hann var berhöfðaður . þarna í veðurblið- unni, og skein kvöldsólin á hið bjarta höfuð hans. Hann var hvit- ur fyrir hærum. Hárið var mikið og afturkembt, ennið hátt og kúþt,' augun snör, tillitið hvasst en þó hlýtt, röddin hrein og skær, málfærið hljómfagurt, málið meitlað og skírt. Það var likt og orðið íslendingur væri greipt í hverja línu og hvern drátt í svip- móti hans. Hann gekk á milli manna, ávarpaði þá en var ekki lengi á sama stað. Yfirbragðið var glaðlegt, og gerði hann að gamni sínu við menn. Var sem neistar hrykkju af aíigum hans, þegar hann hló. Theodór var hár maður vexti en nokkuð lotinn. Hann var þá á fertugsaldri en sýndist nokk- uð eldri. Hreyfingar hans voru hægar. Andlitið virtist við fyrstu sýn vera fremur drungalegt en það hvarf, þegar farið var að veita manninum nánari eftirtekt. Við- mót hans var vingjarnlegt og hlýtt Augun voru falleg breytileg. Stundum voru þau athugul og spyrjandi, en þegar hann talaði eða hlustaði á aðra, urðu þau svo eldsnör, að það vakti athygli. Theodór hafði sterka og hreim- mikla rödd, og hann var svo hrað- mælskur, að hann mun á þeim árum hafa átt þar fáa sína líka. Hann mælti stundum fram heila setningu líkt og hún væri eitt orð, og voru það kannske einu lýtin á honum sem ræðumanni. Hann tal- aði af þrótti og tilfinningu, og hann virtist hafa mikil áhrif á áheyrendur sína um hvað sem hann talaði. Þegar fresturinn var liðinn, héldu menn til fundarhússins. Það ver gömul fjárhúsasamstæða, sem Bogi Sigurðsson, fyrrverandi kaupmaður, þá póstafgreiðslu- maður, átti. Þetta var ekki stór bygging, hvorki hátt til lofts eða vítt til veggja og ekki á neinn hátt hentugur fundarstaður. Þótti mörgum einkennilegt, að fram- bjóðendur skyldu safna fólki á þennan stað. Þingstaður viðkom- andl hrepps var þá í Hjarðarholti. Þar voru riæg húsakynni til fjöl- menns fundarhalds, rneðal annars rúmgóð skó'astofa. Sumir tö.'du þetta hafa verið vegna verka- manna í sláturhúsi, en aðrir sögðu, að Bjarni frá Vogi hefði ekki viljað hafa fundinn í Hjarð- arholti vegna þess, að einn höfuð- andstæðingur réði þar húsum. En hvað sem um það var, þá þyrptust menn í fjárhúsin með álíka ákafa og hjörðin, sem kemur úr hagan- um og finnur heyilminn leggja á móti sér við dyrnar. Verkamaður frá sláturhúsi, konan, sem kom frá því að sjóða slátrið, bóndinn og vinnumaðurinn, sem höfðu verið í göngum og réttum tvo und- anfarna daga, eða komið heim úr sláturferð síðastliðna nótt. Allt þetta fólk mættist þarna við fjár- húsdyrnar með engu minni eftir- væntingu en leikhúsgestirnir i anddyri Þjóðleikhússins á seinni árum. 1 syðstu kró fjárhúsasam- stæðunnar logaði á stórum olíu- lampa. Þar var og borð og nokkrir stólar. Þegar fundurinn hófst, sátu þar 4 menn: Það voru fram- bjóðendurnir tveir, eigandi fund- arhússins og Jón Jónasson, hrepp- stjóri á Hrappsstöðum, sem val- inn hafði verið sem fundarstjóri. í næstu kró voru tveir bekkir, á þeim sátu konur. í jötunum og hinum krónum voru aðrir fundar menn, sem höfðu engin sæti. Bjarni frá Vogi setti fundinn og var einnig málshefjandi. Hann hóf mál sitt á þessa leið: „Hátt- virtu kjósendur. Þó að ég fari nú að gerast roskinn maður og sé búinn að fást við stjórnmál í all- mörg ár, finn ég ei merki þess, að starfskraftarnir séu farnir að þverra eða þjóðmálaáhuginn að dofna. Ég hef því ennþá einu sinni ráðist í að bjóða mig fram til þings fyrir Dalamenn, því að gott er góðum að þjóna.“ Að svo mæltu rakti Bjarni störf sín og stefnu á undanförnum þingum og nefndi þar fyrst sjálfstæðismálið. Hann seildist þar langt aftur í tímann, og menn fundu að ennþá logaði eldurinn, þegar Bjarni setti þessa háleitu hugsjón sína ofar öllum öðrum málum. Hann ræddi síðan á skipulegan hátt af- stöðu sína til atvinnu- og mennt- unarmála. Vakti þar nokkra at- hygli skoðun hans í skólamálum. Hann virtist vera fylgjandi heim- ilisfræðslu fram að fermingar- aldri, síðan tækju við unglinga- skólar, sem önnuðust alþýðu- fræðslu æskuáranna. Þetta vakti nokkra athygli, einkum seinna á fundinum. Ræða Bjarna var við- feðm, hógvær og að miklu laus við ádeilur. Theodór tók næstur til máls og hóf ræðu sína þannig: „Háttvirtu fundarmenn: Ástæðan til þess, að ég hef gerst svo djarfur að bjóða mig fram til þings fyrir þetta kjördæmi er sú, að nokkrir menn hér i Dalasýslu hafa farið þess á leit við mig. Ég hef þó ekki starf- að að stjórnmálum um ævina en lagt stund á að þroska mig á sviði landbúnaðarins.“ Svo sagði Theo- dór: „Ég er alinn upp í fátækt og býst við, að það fylgi mér niður í gröfina að vera kotungur í anda. En þekking mín á sviði landbún- aðarins hefur sannfært mig um það, að hann sé fjöregg þessarar þjóðar. Ég tel það þroskandi og göfgandi fyrir þjóðarsálina að hin uppvaxandi kynslóð alist upp við þau störf, sem fela í sér það hlut- verk að hlú að lífinu." Theodór ræddi siðan um jarðræktarlögin og fleiri landbúnaðarmál og sam- göngumál. Hann kvaðst vera and- vígur járnbrautarmálinu, sem þá var nokkuð á dagskrá, og enn- fremur var hann andvígur þeim sið, að samþykkja f járveitingar til einstakra manna. Ýmsir töldu, að hann hefði einkum átt við þessi mál, þegar hann sagðist vera kot- ungur í anda. Hinsvegar mun flestum hafa fundist, að þegar hann talaði um jarðræktarlögin og framfarir á sviði landbúnaðar- ins, væri það enginn kotungur sem talaði. Þegar Theodór hafði lokið máli sínu, kvaddi Bjarni sér hljóðs á ný. Hann sagði, að sumir væru hissa á þvi, að þeir keppinautarn- ir væru ekki alltaf að rífast á fundunum. Hann kvaðst vera keppinaut sinum um margt sam- mála og lýsti ánægju sinni yfir að hlusta á hann, einkum, þegar hann talaði um áhuga fyrir land- búnaðarmálunum, sem þeir væru sammála um að væri fjöregg þess- arar þjóðar. Þó kvað hann það vera nokkur mál, sem þeir litu ekki að öllu leyti sömu augum. Dvaldi hann þar fyrst og fremst við fjárveitingar til einstakra manna. Ekki fór fram hjá áheyr- endum, þegar Bjarni lýsti sam- stöðu sinni við áhugamál Theo- dórs, að þar var beitt mikilli lagni og forðast að skapa deilur. En þegar kom að fjárveitingum til einstakra manna kvað nokkuð við annan tón. Hann mælti þá meðal annars á þessa leið: „Ungur mað- ur er efni I afburðamann t.d. lista- mann. Foreldrar leggja mikið á sig til að sjá vonir sinar og barns- ins síns rætast. Þegar getu þeirra þrýtur, taka við frændur og vinir. En svo kemur að því, að þeir geta ekki meira. Þá eru tvær leiðir fyrir hendi hjá hinum unga snill- ingi. Önnur er að hætta námi, hin er að leita á náðir opinberra aðila. Manndómsmenn velja siðari kost- inn. Á að svara slíkri málaleitun neitandi? Ég segi nei. Á að kæfa vonir foreldra og vina um framtíð þessa unga manns? Ég segi nei. Á að gera að engu allt sem þetta fólk hefur látið af hendi rakna vini sínum til þroska? Ég segi nei. Á að svipta þjóðina verkum snill- ingsins til að geta sparað nokkrar krónur? Ég segi nei. Það á að svara málaleitun hans játandi. Háttvirtur keppinautur minn tal- aði um að hlú að lífinu. Er þetta ekki að hlú að lífinu i fyllsta mæli? Ég veit að við nána athug- un sjá menn hvað er rétt í þessum efnum, því það eru ekki heimskir menn I þessu landi." Þegar Bjarni hafði lokið máli sínu í annað sinn var nokkuð löng þögn. Þannig leið litil stund. Sum- um mönnum fór að óróast. Þá langaði í eitthvað, sem var meira spennandi. Það leið heldur ekki langur tími þar til fundarstjóri var ávarpaður úr einni jötunni. Það var skólastjórinn i Hjarðar- holti, sem kvaddi sér hljóðs. Hann ruddi sér ekki til rúms en talaði þar sem hann stóð. „Ég býst við þvi,“ sagði Björn skólastjóri, „að það sé búist við því að við, sem höfum farið þess á leit við ákveð- inn mann, að hann bjóði sig fram til þings fyrir Dalasýsiu á móti þeim þingmanni, sem i mörg und- anfarin ár hefur verið þingmaður kjördæmisins, skýrum frá því hversvegna við höfum gert það og hvers vegna við snérum okkur til þess manns, sem raun varð á. Og ég vona að háttvirtur þingmaður, Bjarni frá Vogi, sem alinn er upp í sveit, hafi ekki gleymt svo lífinu i sveitinni, að hann geti ekki þol- að — þar sem við erum nú staddir í fjárhúsi — að heyra tvílembing jarma svolitla stund.“ „Jarmaðu nú, Móri minn, hvar sem þú ert.“ Eins og örskot flaug þessi setning um „fundarsalinn." Flestum varð litið í ljósbirtuna, og mörgum varð minnisstæður glampinn, sem lék um andlit Bjarna frá Vogi við hið daufa lampaljós, þegar hann hló að fyndni sinni, enda var mörgum innskotssetningum hans við- brugðið, bæði innan þings og ut- an. Þetta innskot Bjarna í ræðu Björns vakti mikla athygli. Á næstu vikum komu nokkrar stök- ur, sem flugu um héraðið og nefndar voru einu nafni „Móra- vísur“. Menn köstuðu þeim á milli sin, en engin þeirra mun hafa haft það til síns ágætis að geta lifað nema rétt fram yfir kosning- arnar. Ræða Björns var á þessa leið: „Þjóðin vill sækja fram. Það er skoðun hugsandi manna um allt land að vinda þurfi bráðan bug að því að efla þurfi atvinnuvegi þjóð- arinnar, svo að þeir geti, sgm fyrst, orðið öflug undirstaða Itnd- ir fjölbreyttu menningarlífi, sem geri þjóðina færa um að endur- heimta að fullu frelsi sitt, þegar þar að kemur. Við hér í Dalasýslu sem teljum, að menn eins og Bjarni frá Vogi hafi ekki þessi sjónarmið nógu rík í huga, höfum tekið höndum saman um að velja annan mann til að fara með um- boð héraðsins á Alþingi. Bjarni frá Vogi hefur verið svo fyrirferð- armikill á þinginu, að við gátum ekki verið þekktir fyrir að setja neinn andlegan eða likamlegan væskil i það sæti. Og ég býst við að hverjir, sem hafa séð og heyrt Theodór muni viðurkenna, að hann sé hvorugt. Við höfum valið þann mann, sem hefur varið miklu af tíma sínum og orku til að búa sig undir að helga landbúnað- inum lífsstarf sitt, sem leiðandi maður, og þar að auki er hann málsnjall, gætinn og glöggur. Ég vildi verða manna seinastur til að leggja stein i götu menntunar og lista. Ég kom til Reykjavíkur i vor, hafði lítinn tima en gat þó ekki stillt mig um að skoða lista- safn Einars Jónssonar og það get ég sagt ykkur, að svo hrifinn var ég þá, að ef á því augnabliki hefð. legið fyrir Reykjavík það sem lá fyrir Sódóma forðum, og ég hefði átt rétt til að biðja einhverju vægðar, þá hefði ég valið lista- safnið hans Einars Jónssonar. En þó það sé gott að geta aðstoðað afburðamanninn, þá megum við ekki gleyma því, að á meðan við teljum okkur ekki hafa efni á að láta ljós menntunarinnar skina inn I hugskot almennings meira en orðið er mun vafasamt hversu við getum gengið langt á braut bitlinganna. Ég held að ráðamenn þjóðarbúsins ættu að taka til fyr- irmyndar bóndann, sem gætir vel að hverjum eyri og sparar allt, sem mögulegt er og getur, þegar bezt lætur, lagt litla upphæð til umbóta á jörð sinni eða til menn- ingar barna sinna. Sumum fundarmönnum fannst Björn ekki standa sig nógu vel og töldu, að Bjarni hefði slegið hann út af laginu með Mórainnskotinu. Sögðu þeir, að Björn hefði ætlað að vegaaðBjarnaen verið felldur á sinu eigin bragði. Einhver frum- stæðasta ánægja áhorfandans að islenzkri glímu er að sjá annan- hvorn glímumanninn detta, og oft er sá glimumaður dáður mest, sem snöggust leggur á glimu- brögðin. Þessvegna verða áhorf- endur stundum hissa á úrskurði dómendanna, einkum að því er snertir fegurðarglímu. Björn byrjar með því að setja á Bjarna létt leggjabragð, minnir á „tvi- lembingana" og bendir á fundar- húsið til samræmis. Bjarni svarar leggjabragði Björns með snöggum hælkrók gefur tvílembingnum lit og nafn og fleygir þannig hanskanum að Birni. Áheyrendur verða spenntir líkt og einhver sé að detta. En létt og mjúkt hoppar Björn upp úr glimubragðinu. Við- horf hans er þetta: Fyrst Bjarni ætlar að bæta mórauðu ofan á svart, skal hann látinn einn um slík vinnubrögð. Af sinni alkunnu lipurð og ljúfmennsku bendir Björn á viðhorf sin og samherja sinna, bendir á hæfni og glæsileik mótframbjóðanda Bjarna, lýsir aðdáun á verkum listamannsins og viðurkennir um leið sterkasta þáttinn í starfsemi Bjarna, gagn- rýnir eyðslu og óhóf á „hærri stöðum" og bendir loks á bóndann sem fyrirmynd ráðamanna þjóðarbúsins, kemur fram sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.