Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1976, Blaðsíða 3
ferill ecu áhrif sem stafa af breytilegu magni hafíss, m.a. vegna þess að ís endurvarpar miklu meira af vermandi geislum sólarinnar en hafið sjálft. Á svipaðan hátt og íslendinga varð- ar kannski meira um sjávarhit- ann i miðju Kyrrahafi en þá grunaði, varðar það fleiri en norð- læg lönd eins og Island og Kanada, hvernig hafísþekjan breytist frá ári til árs, því að gagnkvæm áhrif eiga sér stað milli hennar og hinnar almennu hringrásar andrúmsloftsins. Að lokum mætti nefna skýin sjálf i öllum sfnum margbreyti- leika en þau hafa þá eiginleika í ríkum mæli að endurvarpa sólar- geislun að ofan og á hinn bóginn að hreppa hitageislun jarðarinnar áður en hún nær að sleppa út í geiminn. Aukning og minnkun á skýjahulu á mismunandi stöðum á jörðinni gæti þannig haft sitt að segja í orkujafnvæginu og þar með haft áhrif á hringrásina. Dreifing rakans í andrúmsloft- inu tekur lika þátt í fjölbreytileg- um víxláhrifum allra þessarra ferla og fleira mætti telja. Það er því ekki heiglum hent að meta, hversu skjót viðbrögð eins þáttar til annars eru i rauninni og hve mikil hverju sinni. Hvernig er þessum veðurfars- rannsóknum við Veðurstofu Kanada háttað? Við Rannsóknardeild Veður- stofu Kanada eru árstiðasveiflur og veðurfarsbreytingar kannaðar á tvennan hátt. Ein stef nan er sú, að smíða reiknilíkön, mismunandi flókin, af veðurfarskerfinu, og er þá stuðst við alla þá þekkingu, sem menn búa yfir og máli skipt- ir. Aflfræðilegar stærðfræði- líkingar um hreyfingu andrúms- loftsins og líkingar um margs kyns orkutilfærslu innri ferl- anna, sem nefndir voru áðan, eru teknir í notkun. Ennfremur eru meira eða minna haldgóðar tölur eða áætlanir fengnar að láni frá rannsóknum sérfræðinga um ein- stök atriði I reiknilikaninu. Auðvitað er vonast til að komast sem næst eftirllkingu af sjálfri náttúrunni til þess svo að geta kannað tillag hinna -ýmsu ferla í kerfinu. Hin stefnan er i rauninni gerólík, en hún er sú að greina á tölfræðilegan hátt mælingar og gögn um veðurfarskerfið með það fyrir augum að skilgreina nánar eðli undanfarinna breytinga og gefa visbendingu um, hvernig smiða eigi líkönin. Við höfum nú yfir að ráða geysimiklum gagna- banka og erum I óða önn að greina ýmsa þætti sem gefa til kynna ástand lofts og sjávar á norðurhvelinu slðustu áratugina. Tölurnar, kallaðar tlmaraðir, not- um við síðar til að spá fyrir um Hklegar breytingar næstu mánuði. Þessar tvær visindalegu stefnur eða aðferðir við veðurfars- rannsóknir eru nauðsynlegar og nýtast bezt við gagnkvæm áhrif. En I rauninni byggjast þær á svo gerólíkum hugsunarhætti að hætta er á takmörkuðum gagn- kvæmum skilningi og jafnvel fálæti með fulltrúum hinna tveggja flokka. Er þá fussað og sveiað á báða bóga og ekkert lært af hinni aðferðinni. Báðar aðferðirnar krefjast mikilla útfeikninga og tölvunotkunar. Veðurstofa Kanada býr vel og hefur til umráða stærstu tölvu landsins, en hún er notuð við veðurspár og margs kyns rann- sóknir. YTRA RÚM t BPEYTINGAR ÁSÓLGEISLUN HITAGEISLUN JARÐAR H, 0, N2. C02. 03, O.SFRV. í ANDRUMSLOFT AGNIR JÖKLAR. SNJÓR GRÓÐUR í URKOMA UPPGUFUN HAFIS BREYTINGAR Á SAMSETNINGU LOFTS BREYTINGAR A LANDSLAGI, GRÓÐRI, OS.FRV. JÖRÐ BREYTINGAR Á HAFSBOTNI.SELTU.O.S.FRV GRÓF SKÝRINGARMYND AF ÞÁTTUM VEÐURFARSKERFISINS (LOFT — HÖF — ÍS — LAND TÁKNA YTRI FERLA. EN ÞÆR LJÓSU (=&•• TÁKNA INNRI FERLA VEÐURFARSBREYTINGA. Ll'F). DÖKKARÖRVARMi Veðurfarið hefur verið óvenju öf gafullt á þessu ári, sent er ann- að óþurrkasumarið i röð á SuAur- landi. En f Evrópu og raunar vfð- ar um heim, brást kornuppskeran vegna þess að ekki kom deigur dropi úr loftinu vikum saman. Á myndinni að neðan sést hvernig fer, þegar jarðvegurinn skrælnar. Skýringar á þessu öfgafulla veðurfari liggja hinsvegar ekki á lausu. Leggja fleiri lönd en Kanada slfka megináherzlu á veðurfars- rannsóknir? Alþjóðaveðurfræðistofnunin, sem hefur aðsetur I Sviss hefur mælst til þess, að aðrar veðurstof- ur beiti sér fyrir slíkum rannsóknum næstu áratugi, þar sem rannsóknir á veðurfars- breytingum og árstiðasveiflum er yfirlýst áriðandi verkefni, sem skipta máli um þjóðarhag og alþjóðaviðskipti. Verið er að skipuleggja þessar rannsóknir um alla jörð og eru þær afar viða- miklar. Aætlað er að árin 1980 til 2000 verði allsherjar einbeiting að veðurfarsrannsóknum þannig að um aldamótin geti menn vitað nánar um þessar breytingar. Áætlunin er kennd við G.A.R.P., sem er skammstöfun á Global Atmospheric Reserach Program. „Sumir segja að tækninni hafi fleygt svo fram á sfðustu árum að nú geti mannlegur máttur farið að ráða veðurf ari, en af þessu sem þú hefur sagt bendir allt til að svo sé aldeilis ekki." „Nei, ekki breytinguiíi á veður- fari á stórum mælikvarða. Það á langt í land. Hins vegar er starf að að rannsóknum við Veðurstofu Kanada á möguleikum á þvf að koma af stað rigningu á tak- mörkuðu svæði, sem væri t.d. Sjá nœstu síðu stu A

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.