Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1976, Blaðsíða 6
Eru konur nægilega undir það búnar að annast framfærslu heimilis og fjölskyldu, ef þörf krefur? Hvaða möguleika til þess hefur sú kona, sem skyndilega og óvið- búin verður að taka við forsjá heimilis ásamt framfærslu og menntun fimm barna, þegar heimilisföðurins missir við? Til fróðleiks þeim, er kynnu að hafa áhuga á þvl málefni, hefur ein þeirra kvenna, er reynslu hafa af því að leysa þennan vanda, veitt mér viðtal. Ekki er þó svo að skilja að skilyrði allra kvenna undir þessum kringum- stæðum séu hin sömu, en óneitan- lega virðast llfskjör þeirra vera svipuðum takmörkunum háð, sé á heildina litið. Fjóla Loftsdóttir býr ásamt þrem yngstu sonum sinum að Laugarnesvegi 92, en þar hefur hún búið síðustu tvö árin. Áður bjó f jölskyldan á Hólmavík. Eins og fram kemur I samtali okkar, getur hún ekki talist ein þeirra kvenna, sem verst eru sett- ar, þar sem hún hefur búið I eigin húsnæði síðan maður hennar féll frá fyrir um það bil nlu árum. Einnig má segja að hún hafi að nokkru notið betri aðstöðu, hvað atvinnu og vinnutlma við kemur, en margar aðrar konur, sem svo er ástatt um; en enginn vafi leik- ur á, að reynsla hennar lýsir að- stæðum margra kvenna I svipuð- um sporum. — Við byrjuðum búskap að Kaldrananesi I Bjarnarfirði en maðurinn minn, Jóhann Jónsson •var ættaður þaðan. Sjálf er ég frá Bólstað í Steingrlmsfirði, svo við vorum bæði Strandamenn, segir Fjóla Loftsdóttir. Við bjuggum þó ekki nema eitt ár I Kaldrananesi, þá fluttum við til Hólmavíkur og komum okkur þar upp heimili, fyrst I leiguhús- næði en byggðum okkur seinna hús þar. Maðurinn minn stundaði sjóinn, átti bát með öðrum manni og allt gekk vel. Ég vann bara við heimilið fyrstu árin en eftir að tengdamóðir mín kom á heimilið til okkar, kom fyrir að ég fór I vinnu I frystihúsinu á Hólmavík. Það kom af sjálfu sér, þar eru flestir tengdir þessari atvinnu- grein og barnmörgum fjölskyld- um veitir ekki af viðbótaartekj- um. En þetta hefði ekki verið mögulegt nema fyrir það að tengdamóðir mln sá um börnin á meðan ég var I burtu. Nei, það var ekkart barnaheimili á Hólmavlk og er ekki enn. En þetta var varla meira en tilbreyting fyrir mig og dálitlar aukatekjur fyrir heimilið. — Vorið sem elsti sonur okkar fermdist, réðumst við i húsbygg- ingu. Það var árið 1963. Á næsta ári fluttum við inn I hálfgert hús- ið og gerðum ráð fyrir að ljúka því smám saman. En I október árið eftir, veiktist maðurinn minn og komst ekki aftur til heilsu. Þó reyndi hann eftir mætti að full- gera húsið, en til þess entist hon- um ekki heilsa. Þá var komið að húsfreyjunni að taka við framfærslu fjölskyld- unnar. Einu möguleikarnir voru að fara frá börnunum og vinna fullan vinnudag I frystihúsinu. Nú var aðstaðan til þess erfiðari en áður, þar sem föðuramma barnanna var ekki lengur á heim- ilinu. Hvernig leystir þú spursmálið um gæslu barnanna, þar sem ekk- ert barnaheimili var á staðnum? — Það varð að leysa á þann eina hátt, sem tiltækur var, að skilja yngstu drengina, sem þá voru fjögurra og sex ára, eina eftir heima. Dóttir mln fór I skólann snemma á morgnana og eldri © Þorbjörg Helgadóttir Að yrkja limrur íslenzku á Árið 1965 kom út ljóðabók eftir Þor- stein Valdimarsson sem nefndist Limr- ur. Bók þessi var alger nýjung f íslenskri ljóðagerð fram til þessa. Limra er fslenskun á enska orðinu Limrick sem er heiti á borg á Irlandi, en þessi bragar- háttur er kenndur við hana. Bernskuslóðir limrunnar eru á Bret- landseyjum þar sem hún birtist fyrst I barnabókum. Fyrsta limrukverið var svo fært I letur árið 1821. Voru það sögur af sextán gömlum og dásamlegum konum, og skömmu sfðar kom út annað kver um ævintýri fimmtán herramanna. En það var ekki fyrr en Játvarður Hlér kom til sögunnar að lff færðist í limruna og hún varð vinsæl. Nú ortu menn nær alltaf sömu limruna að formi til og byrjuðu þá; There was an old man from... eða There was á young lady of... Þetta varð til þess að formið varð nokkuð staðnað og endur- tekningin olli tilbreytingarleysi og fá- breytileika. En þó varð hún mönnum aðgengileg, mikið vegná einfaldleikans svo og efnisins. Enska limran var aðal- lega skop og orðaleikir svo og klám. Voru sumar þeirra meira að segja svo slæmar að þær þóttu ekki prenthæfar nema i Frakklandi! I limrunum voru einnig hinar mestu kynjahugmyndir og fjarstæður eða hreint rugl. Þetta gerir limruna svo heillandi og skemmtilega svo og fimmlínu formið. Notkun ensku limrunnar er að sumu leyti hliðstæð notkun fslensku ferskeytl- unnar. Báðar eru þær stökur, kastað af munni fram, fremur en heil kvæði. Formi ensku limrunnar verður best lýst með þvf að bera hana saman við islensku ferskeytluna. 1 ferskeytlunni eru fjórar ljóðlfnur og yfirleitt tvíliðir þó að þríliðum sé stund- um skotið inn. I limrunni hins vegar eru fimm ljóðlínur og hún byggist að mestu leyti upp af þrfliðum. í ferskeytlunni er vfxlrím algengast en þó geta ljóðlínurn- ar verið samrímaðar bæði tvær og tvær og sömuleiðis allar fjórar. I ensku limr- unni rfma saman 1., 2. og 5. ljóðlfna en 3. og 4. eru sér um rim. Fimmta linan er merkilegust í þessu ljóðformi þvf að samlokuhættir eru algengastir f fslenskum kveðskap. Þó er Svarkurinn eftir Grim Thomsen eins- konar sambland af limru og ferskeytlu, þ.e. ljóðlinurnar eru fimm eh rímið öðru vísi, þar ríma 1. 3. og 4. ljóðlina og 2. og 5. ljóðlína. Auk þess notar Grfmur nær eingöngu tvfliði, en eins og áður er getið eru þríliðir einkennandi fyrir limruna. Fyrsta vfsan úr Svarknum hljóðar svo: Kerling ein, hinn versti vargur, voða f lagðið tunguskætt, heimilis djöfull hjúum argur — hana reyndi að temja margur, um hana gat enginn tætt. Limran er eins og áður segir líkt og ferskeytlan aðailega stökur þar sem eng- in ein heildarstefna er ráðandi. Heil kvæði hafa þó verið ort undir limruhætti og er revíuljóðið Hann var sjómaður dáðadrengur gott dæmi um þaó: Hann var sjómaður dáðadrengur en drabbari eins og gengur. Hann sigldi f höfn um sæfexta dröfn, þegar sfldin hún sást ekki lengur. Eftir þennan formála væri rétt að snúa sér að islensku limrunni. Heldur Iftið hefur farið fyrir henni f íslenskum kveð- skap fram til þessa. Þó var prestur nokk- ur austur við Lagarfljót sem orti limrur út af kraftaverkasögu í Nýja Testament- inu. Svo er það revíuljóðið sem áður er getið og ort er við erlent sönglag. Þar með er að segja má upptalinn sá kveð- skapur Islenskur sem ortur er undir limruhætti. Það væri því ekki út f hött að segja að Þorsteinn Valdimarsson sé höf- undur fslensku limrunnar. Skal nú skyggnst inn f limrukveðskap skáldsins. Þorsteinn er öllu hógværari en Hlér konungur í sfnu limrukveri. Hann bregð- ur þó fyrir sig brunavísum eins og f limrunni Þungi: ! marz, eftir morffnblund, léttist mamma um 9 pund. Hún var léttúðardrós, pabbi iéttmatrós — og hafði létzt f júní um £. Gáski og saklaust gaman er gjarna f limrum Þorsteins og er limran Banvæni ágætt dæmi um það: Cr dönskuframburði dó um daginn Spói f Mó. Æ, annað eins kvef í annað eins nef er annað en grfn, það var nóg. Orðaleikirnir eru honum ekki síður nærtækir en ensku limruskáldunum og sem dæmi er hin skemmtilega limra Mömmuleikur: Tvær leikbrúður nefndust Lon og Don, og Lon unni Don og Don unní Lon. „Elsku Don, „Elsku Lon,“ lon og don — og „elsku London,“ þegar þau eignuðust son. Limrur Þorsteins fara ekki varhluta af fjarstæðunni sem var aðal Hlés. Dæmi um þetta er limran Söngprjón: 0, himnesku höfuðtónar! Ja, hvernig sönghryssan prjónar! Upp á a, upp ác, upp á f, upp á tré —?! Ég hef alveg misst af þeim sjónar... Þorsteinn yrkir lfka um pólitísk efni, um hitamál samtíðarinnar, eins og góðu skáldi sæmir. Verður honum hvort tveggja erlend og innlend pólitík að yrkisefni. Dæmi um heimspólitfkina er limran Hvimleiði: Hann Ami er ófarinn heim. AUir amast við gestinum þeim. En það er metnaður Ama, að engum sé sama um Ama um gjörvallan heim! Innienda pólitíkin speglast f hernám- inu, t.d. Hreingerningaþanki: Það er svipað um hernámið hér og horngrýtis rykið hjá mér: Það seiglast að falla, það svfnar út alla — og sést ekki fyrr en það fer. Ekki er laust við að heimspekilegar vangaveltur séu i nokkrum limrum Þor- steins og er fyrsta fslenska limran í kverinu einmitt af þvi tagi. Sköpunar- saga: Guð varp handfylli’ af sandi’ út I hyl; þá var heimurinn orðinn til með sandi af gæðum — nema seðlum og kvæðum; þar kom Satan og andvakan til. Fimmta Ifnan I limrunni rýmkar mjög sögusviðið og er limran Bautasteinninn gott dæmi: Þeir létu’ ei hans letraða bjarg á hans leiði — ef þvflfkt farg yrði upprisutálmi. — Að sungnum sálmi var það sett o’ná kellingarvarg! Neisti þessarar limru mun sá að svo er sagt að sóknarbörn Tómasar Sæmunds- sonar létu gera legstein á leiði hans. Þegar steinninn var gerður fengu menn eftirþanka að steinninn væri svo þungur að Tómasi kynni að reynast erfitt að risa undan honum á dómsdegi. Það fangaráð var tekið að setja steininn ekki ofan á Tómas heldur einhvern niðursetning. Af þessu yfirliti má sjá að Þorsteinn leitar víða fanga i limruyrkingum sín- um. Form hans er einnig frjálsara en í ensku limrunni og víxlar hann oft rím- inu. Þorsteinn líkir limrunni í formála sfnum við Gæsamömmu. „Höfuðburð hennar má kenna af fyrirsögninni, vængjafang af upphafslfnum, bol af skammlínum, og svo breiðir hún úr prúðu stéli í fimmtu og síðustu línunni." Þaó væri tæplega hægt að lýsa útliti limrunnar öllu betur. Hlutverk hennar er eins og áður segir svipað því hlutverki sem ferskeytlan hefur gegnt f okkar kveðskap. En hún hefur ýmislegt fram yfir ferskeytluna. Það er meiri léttleiki yfir henni og sögusviðið er stærra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.