Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1976, Blaðsíða 5
SVIPMYND GADDAFI Maður hugsjóna og hryðjuverka Á HINU heimspólitfska dagatali var minnzt tveggja merkisviðburða um mánaðamótin siðustu, en það voru af- mæli án fagnaðar. Fyrir einu ári gerðu Egyptar og Israelsmenn með sér annan Sinai-sáttmálann fyrir tilstilli Kissing- ers. Og fyrir sjö árum velti hinn korn- ungi Muammar al-Ghaddafi, höfuósmað- ur, hinum aldurhnigna konungi Idris 11. úr valdasessi í Líbýu. En hvorki Egypt- inn Sadat né Libýumaðurinn Ghaddafi haf a ástæðu til f agnaðar. Það er öðru nær: Þeir verða að vera varir um sig hvor gagnvart öðrum. Eftir að Sadat vill ekki lengur beita sér gegn Israel með strfði, heldur með samningum, úthúðar Ghaddafi honum sem svikara í þjónustu zionismans og heimsvaldasinna, og eftir að Libýumaðurinn sendi fulltrúa sfna með sprengjur til Egyptans, hefur Sadat kallað hann vitfirring og sent 30.000 hermenn til landamæra nágrannarlkis- ins. Eftir að viglína skildi sundur vini og óvini i Libanon, og Sýrlendingurinn Ass- ad studdi kristna menn, en Sadat Pales- tinumenn, hefur umheimurinn orðið enn ruglaðri I málefnum Araba en áður — og einnig af því, að nú vilja Egyptinn og Llbýmaðurinn koma hvor öðrum fyrir kattarnef, enda þótt þeir ynnu að þvi að sameina bæði rlkin fyrir aðeins tveimur árum. Og ennfremur af því að árið 1971 bjargaði Ghaddafi súdanska leiðtogan- um Numeiri, er kommúnistar gerðu upp- reisnartilraun I Súdan, en í júlí slðast- liðnum reyndi hann með hjálp keyptra málaliða að reka hann f rá völdum. Hinn „geggjaði" arabiski heimur — og hinn „geggjaði" Muammar al-Ghaddafi þar fyrir miðju? Skömmu eftir valda- töku sína lét hann svo ummælt í fljót- færni og ofmetnaði: „Ég finn, að hin arabiska þjóð elur i brjósti sér boðskap til umheimsins, til heims, sem þegar I dag hefur knýjandi þörf fyrir þennan boðskap" — var boðskapurinn steyptur I blý? „Bróðir offurstinn", eins og hann er kallaður heima fyrir, fæddist fyrir 34 árum í Bedúínatjaldi I eyðimörkinni út frá Stóra Syrtuvogi. Menn hafa gert sér ýmsar hugmyndir um manninn á hinum stutta valdaferli hans, en mesta furðu vekur þó allténd, að hann skuli haf a getað haldið völdum svo lengi gagnstætt margra ætlan. Af þeim 10 liðsforingjum, sem stóðu fyrir byltingunni 1. september 1969, eru nú aðeins f jórir i embættum enn. Öumdeilanlegt er það einnig, að tekjum af oliusölu, sem nema um 1500 milljörðum Isl. kr. árlega, hefur hann varið til félagslegra umbóta og velmeg- unar I þágu hinna tveggja miUjóna Ibúa landsins. En hann verður fyrir stöðugum von- brigðum vegna hinna háfleygu alara- blsku hugsjóna sinna og draumóra. Hvorki varð komið á sambandi hinna þriggja rikja, Egyptalands, Sýrlands og Llbýu, né sameiningunni fyrst við Egyptaland og slðan við Túnis. Ghaddafi tókst hvorki að verða arftaki Nassers með málskrúði sínu og belgingi né held- ur að ryðja andstæðingum sínum úr vegi með sprengjutilræðum eða að leysa deil- ur á borð við þær I Libanon. Þá haf a hryðjuverkamennirnir, sem hann hefur stutt með milljóna fjárupp- hæðum — á Irlandi, I Eritreu, á Filipps- eyjum, f Tschad eða Marokkó — ekki heldur getað rutt honum þá braut, sem hann ætlaði að spranga sem spámaður hinnar „þriðju lausnar" milli kapitalisma og kommúnisma með „grænu bókina" sina í hendi. I hana hefur hann skráð hrærigrautsheimspeki slna um „hið sanna lýðræði". Hann hef- ur sagt: „Græna bókin hefur að geyma hina endanlegu lausn vandamálsins um stjórn ríkisins. Hún visar mönnum leið- ina burt frá timum einræðis inn I aldir hins sanna lýðræðis." Ghaddafi, sem oft dvelst vikum saman úti f eyðimörkinni við hugleiðingar, er orðinn pólitlskur útlagi. 1 anda hinna ströngu kenninga Múhameðs hef ur hann látið loka öllum börum f Lfbýu, bannað stranglega hvers kyns opinberar skemmtanir, forboðið vændi, fyrirskipað „menningarbyltingu" gegn spillingu og lýst Kóraninn lögbók alls mannlegs Hfs — en jafnframt hefur hann fjármagnað flugvélarán, sprengjutilræði og mann- rán. Er hann í raun og veru meinlæta- glæpamaður? Eða maður eins og vinur hans I Úganda, Idi Amin, sem heimurinn litur á sem glæpamann og fífl í senn? Eða er hann róttækur byltingarmaður, sem telur öll meðul réttlætanleg, jafnvel morð, til að leiða heiminn á nýjar braut- ir? Það er orðin venja að kennaGhaddafi um öll hryðjuverk og allar uppreisnartil- raunir, sem standa f sambandi við „hinn arabiska málstað" — við frelsun Pales- tfnu eða frelsun undan ríkjandi „aftur- haldssinnum". Það er sama hvort um er að ræða „svarta september" 1972 i Munchen, brottnám ráðherra á OPEC- ráðstef nunni f Vín 1975 eða f lugránið, sem endaði svo sögulega á Entebbe- flugvelli — hvort ráða eigi af dögum konunginn I Marokkó, forsetann f Túnis, Sadat eðaNumeiri — alltaf er Muammar al-Ghaddafi sjálfkrafa talinn vera upp- hafsmaðurinn og fjárveitandinn. t mörgum tilfellum stendur það einnig heima. Syndabyrði Libýumannsins er vafalaust meiri en margra annarra þjóð- arleiðtoga. Þó að hann hafi fyrir nokkru reynt að gefa I skyn I þýzka blaðinu „Spiegel", að hann fordæmdi alla hryðjuverkastarfsemi, þá kom hann skömmu siðar fram á ráðstefnu hinna óháðu ríkja I Colombo sem ofstækisfull- ur forsvarsmaður hennar: Þeir (hryðju- verkamennirnir) væru allir að berjast fyrir frelsi og sjálfstæði. Og eitt er jafn- vfst, að hinir arabfsku valdhafar gripa ævinlega til þess að kenna „hyrðjuverka- foringjanum" í Tripolis um allar upp- reisnir f eigin löndum, öll banatilræði, sem þeim eru sýnd, til þess um leið að beina athyglinni frá innanlandsdeilum. Ghaddafi, sem án efa er fús til að greiða fé fyrir ofbeldi og ódæði, er orðinn blóraböggull hinna arabisku bræðra sinna. Það gengur svo langt, að Sadat segir hann „hundrað prósent sjúkan" og kall- ar hann „algeran djöful", og blöðin i Kairo hæða hann sem „þorpsfíflið" og hafa það eftir útlægum fyrrverandi ráð- herra Ghaddafis, að hann hafi dottið af úlfaldabaki 12 ára gamall og hafi ekki verið með ölluni mjalla síðan (sagt er, að hann rif i af sér klæðin í f logaveikiköst- um og mölvi húsgógnin á skrifstofu sinni). Arásirnará Ghaddafi íorðum nálgast að vera beinar striðsyfirlýsingar. Eftir sfðustu uppreisnartilraunina í Khartum, þegar Numeiri slapp nánast fyrir kraftaverk, ákváðu þeir Numeiri, Sadat og Chalid, konungur Saudi- Arabiu, að beita sér héöan f frá eindreg- ið að því að losa sig við Ghaddafi. Áróðursspjöldin gegn Israel á húsveggj- um í höfuðborg Súdans hafa nú horfið undir ný veggspjöld. Þau sýna, hvernig sovézkir „Kalaschnikovar" f ara að því að notfæra sér upphlaupsmenn. Egyptinn hefur manað líbýsku þjóðina með þess- um orðum: „Hver þjóð, sem heldur, að hún verói að ganga með handjárn, getur dregið augljósan lærdóm af gamalli og nýrri sögu." Og átrúnaðargoð hennar fékk að vita þetta: „Ég mun ekki láta hann óáreittan í þetta sinn." Fyrir skömmu sagði Sadat við gest sinn, þegar talið barst að hinum slæma nágranna: „Engar áhyggjur, hann er að- eins til ama. Eins og fluga, sem ergir mig. Fyrr eða síðar sezt hún á borðið hjá mér." Hann lyfti handleggnum og sló flötum lófanum á borðið. „Flugan trufl- ar mig ekki lengur." Fyrir stuttu var tilkynnt í Beirút: Striðið, sem hefur geisað í Líbanon i 17 , mánuði, hefur þegar kostað 40.000 manns lífið. Það munar ekki miklu, að einnig brjótist út stríð í öðru horni hins arabfska heims: milli Egyptalands og Lfbýu. Sovétmenn, bandamenn Ghaddafis, eftir að þeir misstu Sadat og hófu að tortryggja Assad, hafa þegar varað viö þeim „hættum, sem heims- friðnum eru búnar." Fyrstu sjö árin á valdastóli i Líbýu á Ghaddafi nú að baki og má prisa sig sælan. En mun hann lifa af næstu árin, hann sem vildi verða í sögunni hinn nýi Saladin Arabiu? Sveinn Ásgeirsson þýddi úr „Die Zeit". 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.