Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1976, Blaðsíða 13
stór almenningsbirgi, hlaðin vistum og þar eru jafnvel albúin sjúkrahús. Tökum til dæmis smábæinn Veyier, suður af Genf. Þar liggur ákveðinn vegur sem all- ir bæjarbúar þekkja, niður f jarðgöng, unz komið er að þykkum stái- og steinsteypu- hurðum, sem birginu er lokað með. Þar er geymdur fatnaður, áhöid, matur og hvaðeina sem þarf til að geta lifað af I birg- inu f talsvert Iangan tfma. Stjðrnstöðin er máluð f glað- legum litum og þar er bjart og vistlegt og unglingarnir f bæn- um koma þangað til þess að leika borðtennis. Þarna er mjög fullkomið eldhús, að mestu úr ryðfrfu stáli, svefn- skálar fyrir barnaskólann, sem þar er einnig ásamt sfmstöð. Að sjálfsögðu er vel fyrir loftræstingu séð og sérstök raf- stöð bfður tilbúin. Þarna eiga sem sagt allir fbúar Veyier, sem eru 6 þúsund, að geta hafst við f að minnsta kosti tvo mánuði ef með þarf og styrk- leikinn er nægur til þess að þola þrjár loftþyngdir, eða eina megatonns sprengju, sem spryngi f aðeins mflu f jarlægð. 1 stærri borgum hafa verið gerðar sérstakar ráðstafanir; til dæmis er neðaniarðarbirgi fyrir 4000 manns undir járn- brautarstöðinni og ný skauta- höll þar f borginni er búin birgi handa 2000 manns. Bæði þar og annarsstaðar eru troð- f ullir skápar af ábreiðum, dýn- um, klæðnaði, meðölum og hverskyns áhöldum. Samtals eru tilbúin 600 sjúkrahús á vfð og dreif um landið. Svissneski herinn er ekki stór, en einnig hann getur svo að segja horfið undir yfirborð jarðar, ef þörf krefur. Búið er að hola innan heilu fjöllin, svo þar eru flugvélaskýli hvað þá annað. Að sjálfsögðu er Sviss- lendingum umhugað að bjarga einnig þvf, sem landið er frægt fyrir: Ymiskonar smáiðnaði, ekki sfzt úraframleiðslunni — og laumuf énu, sem gröðabrall- arar og fjárplógsmenn úr öll- um heiminum geyma f sviss- neskum bönkum, verður komið nægilega djúpt f jörðu til þess að það verði óhult. Þetta er skipulag, sem gerir ráð fyrir þvf versta — þvf það gðða skaðar ekki eins og kunn- ugt er. Möguleikarnir eru fyrir hendi; kjarnorku- og vetnissprengjurnar eru til reiðu, hvenær sem einhverjum nýjuni Hitler þóknast að nota þær f brjálæði valdakapp- hlaupsins. Þetta eru almanna- varnir, sem eru meira en nafn- ið tðmt. Efst: Stigvél og hverskonar annar fatnaSur ar meSal þess sem Svisslendingar eiga i birgjunum slnurn. Hér a8 ofan sýnir umsjónarmaoui ýmislegt af þvi. sem þar er talið gott að hafa, alltfrá litlum mótorum til hamra og axa. Þættir úr íslenzkri skáksögu eftir Jón Þ. Þór j síðasta þætti bar skýrt nokkuð frá sím- og loftskeyta- skákum, sem hér tíðkuðust á árum áður. Ekki er mér fyllilega kunnugt um það hvenær íslendingar fóru fyrst að tefla þannig, en það mun hafa verið skömmu eftir að símasamband komst á um landið. Mikið var teflt sím- leiðis hér á landi, skákfélög tefldu sin á milli og einnig átthagafélög, hagsmunasamtök og skólar. Keppni sumra félaga var árviss viðburður um áraraðir. í þessum þætti verða birtar tvær gamlar simskákir, hin fyrri var tefld í keppni Skákfélags Akureyrar og Taflfélags Hafnarfjarðar árið 1934. Þar var teflt á 10 borðum og hlutu Hafn- firðngar 7,5 v. en Akureyringar 2,5. Hvitt: Adolf Ingimarsson (AK.) Svart: SigurðurT. Sigurðsson (Hafn.) ítalski leikurinn 1. e4 — e5 2. Rf3 — Rc6, 3. Bc4— Bc5, 4, 0-0 — d6, 5. d3 — Rf6 6. Bg5 — h6, 7. Bh4? — g5, 8. Bg3 — h5, 9. Rxg5 — h4, 10. Rxf7 — hxg3 11. Rxd8 — Bg4, 12. Re6 — Bxf2, 13. Hxf2 — gxf2, 14. Kxf2 — Bxd1, 15. Rxc7 — Ke7, 16. Rxa8 — Hxa8, 17. Rc3 — Bh5, 18. Rd5 — Rxd5, 19. Bxd5 — Bf 7, 20. c4 — Bxd5, 21. exd5 — Rd4 og svartur vann nokkrum leikjum siðar. Síðari skákin var tefld í símskákkeppni milli Esk- firðinga og Norðfirðinga 5. janúar 1935. Hvitt: Lárus Stefánsson ((Eskif.) Svart: Jóhannes Stefánsson (Norðf.) Möllersbragð 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bc4 — Bc5, 4. c3 — Rf6, 5. d4 — exd4, 6. cxd4 — Bb4, 7. Rc3 — Rxe4, 8. 0-0 — Bxc3, 9. d5 — 0-0, 10. bxc3 — Ra5, 11. Bd3 — Rf6, 12. Da4 — b6, 13. Dh4 — g6, 14. Bh6 — He8, 15, Hael — Hxel, 16. Hxe1 — Bd7, 17. Bg5 — Kg7, 18. Rd4 — h5, 19. c4 — c5, 20, He3 — cxd4 21. Hf3 — De8, 22. Bxf6 — Kg8, 23. Dg5 — De1, 24. Bf1 — Kh7, 25. Hh3 — Dd1, 26. g4 — Hg8, 27. Hxh5 — gefið. Hurðirnar eru þykkar eins og á peningaskápunum, þar sem Svisslendingar geyma misjafnlega vel fengna peninga úr öllum heimi. i þessu birgi komast fyrir allir Ibúar bæjarins Veyier, 6 þúsund talsins. Pétur Örn Björnsson ÞREYTA Um eyktir daganna liðast vansvefta búkur. Einungis ummyndað tómið þungaðgeislum sólar sýnir þroska dagsins. Hvað er skuggi minn langur? Eigrar likamans myrkur, undan hnignandi birtugeislum lokkuðum áfram: Einungis til að deyja í faðmi grásvartrar steinsteypu, alla leiðina heim? Hefurskuggi hreiðraðum sig f velktum fötum fjarlægs rúms? Ef svo er vildi ég spyrja um hvort ég sofi eða vaki? ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.