Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1976, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1976, Blaðsíða 8
-H- Málverk eftir Guðna Hermannsen. Myndin gefur hugmynd um þá súrrealfsku draumaveröld, sem oft kemur fyrir hjá honum. EINN STEINN ÚREYJUM VAR BETRAEN EKKI NEITT Fátftt hefur það verið, að myndlistarmenn utan af landi efni til meiri háttar sýninga f Reykjavfk. Hvorttveggja er, að úti á landi búa furðulega fáir þeirra, sem láta að sér kveða á þessum vettvangi, og einnig hitt, að oftast er um að ræða algera frfstundamálara, sem kannski mundu ekki finna náð fyrir aug- um dðmnef nda f Norræna húsinu og að Kjarvalsstöðum. Undantekning frá þessari reglu mun þ6 eiga sér stað sfðla þessa mánaðar, þegar Guðni Hermanns- sen frá Vestmannaeyjum efnir til sýningar að Kjarvalsstöðum. Guðni er einskonar staðarmálari f Eyjum og hvert mannsbarn þar þekkir hann. Eií hinu má vfst slá jafn föstu, að hann er tiltölulega óþekktur á „fastalandinu" eins og Vestmannaeyingar segja, rétt eins og Vestmannaeyjar séu á reki fyrir vindi og veðrum suður f hafinu. Áður en lengra er haldio er rétt að taka fram, að Guðni er hvorki frfstunda- né fgripamálari. Mynd- list er einasta viðfangsefni hans og hefur verið svo um nokkurra ára skeið. En um leið er hann sjálfmenntaður. Reyndar stðð einusinni til að hann fengi hefð- bundna skólaþjálfun og með það fyrir augum innritaðist Guðni f Handiðaskðlann. En hann fékk fljótlega á tilfinninguna, að nám- ið þar væri tilgangslaust fyrir síg, — og hann hætti. Hann hafði ver- ið að mála myndir frá þvf hann var f barnaskóla og sá þráður hef- ur ekki slitnað nema á tfmabili, þegar Guðni lék á saxófón með ýmsum hljðmsveitum, bæði f Reykjavfk, úti á landi og mest þó f Vestmannaeyjum. En flestir gefast upp á dans- músfk, þegar þeir eru af léttasta skeiði. Guðni hafði lært húsamál- un og hún varð hlutskipti hans og viðfangsefni um árabil. Hann er reyndar ennþá málaraverktaki með menn f vinnu, en er sjálfur alveg hættur að mála hús. Guðni Hermannssen er fæddur f Vestmannaeyjum 1928 og Eyjarnar hafa alltaf verið heim- kynni hans, utan tæpt ár þegar gaus og flestir fluttu á brott. Hann kom sér fyrir f Reykjavfk með fjölskyldu sfna, en Reykja- vfkurdvölin varð honum hálfgert kvalræði. Guðni er alltof bundinn umhverf i sfnu f Vestmannaeyjum til þess að gata flutzt annað og ekki að tala um að hann gæti málað f útlegðinni. Einhvernveg- inn komst hann ekki f samband við umhverfið og borgin var hon- um framandi og ðgeðfelld. „Mer fannst menn vera eins og tindátar", sagði Guðni; „ég stðð einu sinni drykklanga stund f Hafnarstræti og horfði á allt þetta fölk, sem var að flýta sér með höfuðið niðri f bringu og starandi augnaráð. Eg bara stðð þarna og það yrti enginn á mig og þeir sem þekktu mig, sáu mig ekki heldur". Um tfma var Guðni að hugsa um að flýja uppf Mosfellssveit til að komast eitthvað út úr bænum, en niðurstaðan varð samt sú, að hann flutti með fjölskylduna all- ar götur austur a Hellu. Þar var ögn skárra að vera; nú sást þð að Til hægri: Þessi hraunfláki er raunar nærmynd af steininum frá Eyjum, sem barst Guðna f útlegðinni á Hellu. Kyja- fjallajökull að baki. Að ofan: Málverk eftir Guðna; frjals aðferð f veröld fantasf- unnar. Gísli Sigurösson skrifar um GUÐNA HERMANNSEN mölara í Vestmannaeyjum, sem hvorki getur starfað né þrifizt annarsstaöar en þar og heldur sýningu aö Kjarvalsstöoum seinast í þessum mðnuði. minnsta kosti til Eyja, en ekki komst hann verulega f gang með að mála fyrr en hann fékk stein frá Vestmannaeyjum og gat haft fyrir framan sig. Þetta heitir sennilega að vera fanatfskur Vestmannaeyingur og fðlki sem stendur á sama um, © -ff -H-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.